Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 55

Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1994 55 HAMBORG Mánaðarritið Szene myndar þorrablót Um hundrað manns mættu á þorrablót Félags íslendinga í Hamborg og nágrenni, sem haldið var í Curio Haus. Meðal gesta var ljósmyndari tímaritsins Szene, en tímaritið hyggst birta grein um ís- land og Islendinga innan tíðar. Var ekki annað að sjá en þorramaturinn vekti þó nokkra athygli ljósmyndar- ans, sem tók fjölda mynda bæði af matnum og gestum. Að vanda var fjöldi skemmtiatriða á dagskrá en síðan var stiginn dans undir tónlist hljómsveitar I. Eydal. Þau voru meðal þorrablótsgesta. F.v. Grímur Sigurðsson, Sigrún Sverrisdóttir, Gunnar Gunnarsson, Anna Sigríður Indriðadóttir, Inga Eydal, Matthildur Helgadóttir og Guðbjörg Róbertsdóttir. M ALFLUTNIN GUR Var beðin um að líkjastjámfrúnni I j ■ Útbob ríkisvíxla til 3, 6 o§ 12 mánaba fer fram mibvikudaginn 6. apríl. Nýtt útboö á ríkisvíxlum fer fram í dag. Um er aö ræöa 7. fl. 1994 A, B og C í eftirfarandi verðgildum: Kr. 1.000.000 Kr. 50.000.000 Kr. 10.000.000 Kr. 100.000.000 Ríkisvíxlarnir eru til 3, 6 og 12 mánaða með gjalddaga 8. júlí 1994, 7. október 1994 og 7. apríl 1995. Þessi flokkur verður skráður á Verðbréfaþingi íslands óg er Seðlabanki íslands viðskiptavaki ríkisvíxlanna. Ríkisvíxlarnir verða seldir með tilboðsfyrirkomulagi. Lágmarkstilboð samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu er 5 millj. kr. og lágmarkstilboð í meðalverð samþykktra tilboða er 1 millj. kr. Löggiltum verðbréfafyrirtækjum, verðbréfamiðlurum, bönkum og sparisjóðum gefst einum kostur á að gera tilboð í ríkisvíxlana samkvæmt tiltekinni ávöxtunarkröfu. Aðrir sem óska eftir að gera tilboð í ríkisvíxla eru hvattir til að hafa samband við framangreinda aðila, sem munu annast tilboðsgerð fyrir þá og veita nánari upplýsingar. Jafnframt er þeim sjálfum heimilt að bjóða í vegið meðalverð samþykktra tilboða (meðalávöxtun vegin með fjárhæð). Öll tilboð í ríkisvíxlana þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisins fyrir kl. 14 í dag, miðvikudaginn 6. apríl. Tilboðsgögn og allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 62 40 70. Athygli er vakin á því að 8. apríl er gjalddagi á 1. fl. ríkisvíxla sem gefinn var út 7. janúar 1994. w * LANASYSLA RIKISINS Hverfisgötu 6, 2. hæð, 150 Reykjavík, sími 91- 62 40 70. Tuttugu og fjögurra ára fyrrver- andi sölustjóri, Tracey Gate- house, vann fyrir nokkru mál sem hún höfðaði gegn fyrrverandi vinnuveitendum sínum. Ástæða málshöfðunarinnar var sú að ungu konunni var tjáð að hún væri of falleg fyrir starfið, sem gæti leitt til þess að eiginkonur viðskiptavin- anna gætu orðið afbrýðisamar. Fyrirtækið sem Tracey vann hjá selur spilakassa til opinberrar notk- unar. Þar sem hún „vann í karla- heimi“ var henni einnig ráðlagt af vinnuveitendum að taka karlmann- legt útlit Margrétar Thatchers, fyrrverandi forsætisráðherra, sér til fyrirmyndar. Þá benti yfirmaðurinn henni einnig á að binda sítt hárið í tagl til að bæta ímyndina. Tracey þótti nóg um og höfðaði mál eins og fyrr segir. Dómararnir voru sammála um að yfirmenn fyrirtækisins hefðu aldrei látið sér detta í hug að tala á sama hátt til karlmanna, því þrátt fyrir að konan væri vel að sér í starfi væri talað til hennar eins og puntudúkku sem yrði að gera til geðs. Sölukonan var beðin um að líkj- ast Margréti Thatcher. BRETLAND Konunglegt brúðkaup Játvarður, yngsti sonur Elísabet- ar Bretadrottningar, hyggst ganga að eiga Sophie Ehys-Jones í sumar, að því er fréttir herma frá Bretlandi. Samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar tilkynnti breskt dagblað þessi tíðindi 2. apríl í vændum sl. Greinilegt er, að Játvarður lætur skipbrotshjónabönd bræðra sinna, Andrésar og Karls, ekki á sig fá, en þó hefur verið tillkynnt að ekki verði um neitt meiriháttar tilstand að ræða þegar skötuhjúin verða gefin saman. _ Reuter Sú helttelskaða heltir Sophie Játvarður hefur ákveðið sig. Ehys-Jones. unitná ijjov -go ifmtx i ntov f>i; ntnd AGUSTU OG HRAFNS SKEIFAN 7 108 REYKJAVlK S. 689868 1. Við fitumælum þig og þú færð ítarlega tölvuútskrift sem segir þér í hversu góðu eða slæmu formi þú ert. 2. Þú mætir eins oft og þú vilt í leikfimi og/eða tækjaþjálfun. 3. Þú færð 12 tíma ljósakort - það eru glænýjar perur í bekkjunum okkar! 4. Þeir sem vilja, fá ráðleggingar um fæðuval, matarlista og/eða halda matardagbók. 5. Komdu svo aftur í fitumælingu að mánuði liðnum og skoðaðu árangurinn! Ath. Höfum opnað glœnýjan sal'. Enn betri aðstaða ! Fullt verd: 10.500,- Okkar tilboö: £ ^ Þú kemur til okkar í mánaðarprógram m I p u n o f s

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.