Morgunblaðið - 06.04.1994, Side 59
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 6. APRIL 1994
59
Snöggsoðið systragervi
____Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Systragervi 2 („Sister Act 2:
Back in the Habit“). Sýnd í Bíó-
borginni og Sagabíói. Leik-
stjóri: Bill Duke. Aðalhlutverk:
Whoopi Goldberg, Maggie
Smith, James Coburn, Kathy
Najimy.
Dukes og hún á meira sameigin-
legt með bandarískum sjónvarps-
þætti fyrir unglinga en gaman-
myndum kvikmyndanna. Sögu-
þráðurinn er snöggsoðinn. Gömlu
vinkonurnar í klaustrinu ferðast
til Las Vegas að fá Whoopi til að
snúa aftur vegna neyðarástands
sem aðeins hún getur fengist við.
Þegar til kemur er neyðarástandið
einkar ómerkilegt, einn bekkur í
klausturskólanum lætur ekki að
stjórn. Menn hafa verið sendir í
aðra hreppa af meira tilefni. Okk-
ar röggsama söngkona bjargar
því með stæl og stælum og kemur
metnaði inn í krakkana til að taka
þátt í kóramóti í Kalíforníuríki.
Það er ekki mikið kjöt á beinun-
um hérna og gamansemin er held-
ur af skornum skammti. Þetta er
ábót við skyndibitagerð í snatri á
meðan keimurinn af hinum situr
enn eftir. Whoopi virðist á ein-
hvern hátt gera sér grein fyrir
að hér er um nokkuð síðra verk
að ræða og er aðeins svipur hjá
sjón miðað við það sem hún var
í fyrri myndinni. Hún gefur sig
ekki í þessa einfeldningslegu þtjú-
bíóstemmningu að fullu. Vinkon-
urnar hennar úr klaustrinu, sem
eru leiknar m.a. af hinni bros-
mildu Kathy Najimy, gegna einn-
ig veigaminna hlutverki en sviðs-
Líf og dauði
Gamanmyndin Systragervi var
óvæntur glaðningur fyrir tveimur
árum og naut mikilla vinsælda.
Þar var enda Whoopi Goldberg í
hlutverki sem sniðið var fyrir hana
en hún lék hávaðasama söngkonu
á skemmtistað sem flúði í klaust-
ur undan mafíósanum Harvey
Keitel og tókst þar að betrum-
bæta sig og umhverfi sitt með
kórstarfi. Nú er framhaldsmyndin
komin og stendur fyrstu myndinni
langt að baki, frumleikinn er horf-
inn og hin óvænta gamansemi,
sem hlaust af því að setja hálf-
gerða dræsu inn í háheilagt
klaustur. í staðinn er komið eitt-
hvað ótótlegt kórafbrigði af
„Fame“ er segir af vandræðabekk
í klausturskólanum sem keppir til
sigurs á kóramóti undir stjórn
Whoopi.
Oft er eins og myndin sé í þann
veginn að breytast í tónlistar-
myndband undir leikstjórn Bill
Líf mitt („My Life“). Sýnd í
Háskólabíói. Leikstjórn og
handrit: Bruce Joel Ruben.
Aðalhlutverk: Michael Keaton,
Nicole Kidman, Queen Latifah
og Haing S. Ngor.
í fjölskyldudramanu Líf mitt
leikur Michael Keaton mann sem
á fáa mánuði eftir ólifaða. Hann
er með ólæknandi krabbamein.
Nicole Kidman leikur konuna hans
og þau eiga von á barni. Til þess
að barnið geti gert sér einhveija
mynd af föður sínum þegar það
vex úr grasi gerir Keaton mynd-
bönd af sér þar sem hann talar
til barnsins um allt milli himins
og jarðar. Og til þess að koma
málum sínum á hreint hefur hann
aftur samband við fjölskyldu sína,
sem hann yfirgaf fyrir mörgum
árum af ástæðum sem aldrei-
koma mjög skýrt í ljós. Þannig
getur hann loksins dáðið sáttur
við guð og menn.
Krabbameinssögur, ástvina-
missir og dauði eru sérstaklega
vandmeðfarin efni því það er allt-
af stutt í væmni og smekkleysu
þar sem kvikmyndagerðarmenn
nýta sér aðstæðurnar og auðveld-
ar aðferðir til að kalla fram tilfinn-
ingar í áhorfendum og misbrúka
þær jafnvel. Bruce Joel Ruben er
betri kvikmyndagerðarmaður en
svo að leiðast út í auvirðilega
smekkleysu en þessi 20 klúta
mynd hans ber þess þó merki að
stefnt er beint á tárakirtlana og
hvert tækifæri er nýtt til hins
ýtrasta til að hreyfa við tilfinning-
um áhorfandans.
Líf mitt lýsir alla tíð miklu
ástríki og er fallega tekin í mjúk-
um tónum og ríkmannlegu um-
hverfi; Hollywoodmyndir um eitt-
hvað „mikilvægt“ eiga það til að
gerast á meðal þess eina prósents
landsmanna sem á allt. En mynd-
in er svolítil ráðgáta. Kínverski
heilunarlæknir Keatons, leikinn
af Haing S. Ngor, segir að í hon-
um búi mikil reiði, sem hann þarf
að losna við áður en hann deyr
og til þess að finna upptök reiðinn-
ar fer hann aftur í foreldrahús. I
ljós kemur að hann á aðeins góð-
ar minningar þaðan og maður
skilur hvorki reiðina, sem vissu-
lega virðist búa í honum, né þetta
af hveiju hann flutti í burtu J
fússi og hafði aldrei samband
meira. Bruce Joel Ruben virðist
ljósinu er beint að unglingunum
í bekknum, sem flestir eru svárt-
ir, og myndin verður baráttuóður
þeirra um hvernig hinir síðustu
verða fyrstir (Rocky). James Co-
burn fer fyrir hópi aukaleikara, „
sem flestir koma úr sjónvarpi, og
það kemur aldrei mjög skýrt i ljós
hvort hann er vondi kallinn í sög- *
unni eða ekki.
Systragervi 2 fellur þannig í
gryfju ófárra framhaldsmynda að
bjóða ekki upp á meira og betra
heldur meira og mun síðra.
ekki vita það heldur því einhver-
staðar í myndinni hættir þetta að
skipta máli.
Þess í stað fellur fólk í faðma,
fjölskyldusamheldnin verður ein-
stök, allir elska alla á þessa fal-
legu bandarísku vísu sem á að
innihalda boðskap um gifturíkt
fjölskyldulíf. En samt er eins og
andrúmsloftið sé þvingað, eins og
allir séu að leggja sig aðeins of
mikið fram. Þetta er mynd um
það hvernig þú býrð bæði sjálfan
þig og ástvini þína, jafnvel ófædda
afkomendur, undir dauðann og
það að þú verður ekki lengur til
staðar og myndin virkar best þeg-
ar hún heldur sig á þeim skyn-
sömu nótum.
Michael Keaton sýnir óvenju
markvissan og agaðan leik og
Kidman er skynsemin uppmáluð
í hlutverki eiginkonunnar. En
þrátt fyrir allt tekst myndinni
ekki að hrífa mann með sér.
Heilbrigðisráðherra á ferðalagi um Austurland
Ekkí áformað að loka
neinum sjúkrahúsum
Egilsstöðum.
GUÐMUNDUR Árni Stefánsson heilbrigðisráðherra lýsti því yfir á
Egilsstöðum fyrir páska, að engar lokanir, sem byggðu á hinni
umdeildu skýrslu frá því í haust um sjúkrahúsmál, væru fyrirhugað-
ar á Austurlandi eða annars staðar á landinu meðan hann sæti sem
heilbrigðisráðherra.
Skýrsla þessi, sem birtist á síð-
asta hausti, og unnin var á vegum
heilbrigðisráðuneytisins, gerði ráð
fyrir miklum breytingum á starf-
semi heilbrigðisstofnana á Austur-
landi. En þó svo að ekki standi til
að gera breytingu á skipan sjúkra-
húsmála á Austurlandi í kjölfar
skýrslunar taldi ráðherra, að hún
hefði komið nauðsynlegum umræð-
um að stað og gott hefði verið að
fá staðreyndirnar upp á yfirborðið.
Eftir stæði þó að nýtingu þjón-
ustunnar væri ennþá ábótavant, en
hann vonaði að það stæði til bóta.
Tillaga nefndarinnar gerði ekki
ráð fyrir svæðissjúkrahúsi með sér-
fræðiþjónustu á Austurlandi heldur
yrði sjúklingum vísað á sjúkrahúsin
í Reykjavík og á Akureyri. Ekki var
gert ráð fyrir því, að efla Fjórðungs-
sjúkrahúsið í Neskaupstað vegna
þess hve samgöngur þangað eru
erfiðar að vetri. Ólíklegt var einnig
talið að takast mætti að beina Hér-
aðsbúum til Neskaupstaðar og þar
af leiðandi væri íbúafjöldi upptöku-
svæðis sjúkrahússins einfaldlega of
lítill. Forsendur þær sem lagðar
voru til grundvallar áframhaldandi
sjúkrahúsrekstri á Austurlandi voru
þær, að samgöngur við Neskaup-
stað yrðu stórbættar og sérfræði-
þjónusta aukin. í annan stað að
sjúkrahúsþjónusta yrði byggð upp
á Egilsstöðum, sem miðuð væri við
6 þúsund manns. Sú þjónusta yrði
í góðum tengslum við Eskifjörð og
Seyðisíjörð. Jafnframt þessu var
áætlað að sjúkrahúsin á Austur-
landi yrðu skilgreind sem hjúkrun-
arsjúkrahús og jafnvel að sjúkra-
húsið á Seyðisfirði yrði skilgreint
sem hjúkrunarheimili. Þessu undu
austanmenn ákaflega illa.
Ánægja með svör ráðherra
Einar Rafn Haraldsson fram-
kvæmdastjóri sjúkrahússihs á Eg-
ilsstöðum lýsti yfir mikilli ánægju
með yfirlýsingar ráðherra varðandi
þessi málefni, og sagði þær góðar
fyrir alla landsbyggðina, ekki að-
eins Austurland. Talsmaður sjúkra-
hússins í Neskaupstað taldi þetta
góð tíðindi og sagði sjúkrahúsfólk
ánægt með, að ráðherra tæki af
öll tvímæli um skerðingu á þeirri
þjónustu sem sjúkrahúsið nú veitti.
Anægja sjúkrahúsfólks í Neskaup-
stað er vel skiljanleg í ljósi þess að
sjúkrahúsið þar hefði sennilega far-
ið verst út úr þeim breytingum sem
orðið hefðu ef tillögur nefndarinnar
hefðu náð fram að ganga. Auk
þess er sjúkrahúsið stór vinnuveit-
andi á staðnum. Lárus Gunnlaugs-
son framkvæmdastjóri sjúkrahúss-
ins á Söyðisfirði sagði tíðindin ekki
koma á óvart, enda hafi hann ekki
reiknað með því að til skerðingar á
þjónustu kæmi. Alla vega ekki á
þessu ári, eða næsta. Hann tók hins
vegar undir með þeim er haft var
samband við, að nauðsynlegt hefði
verið fyrir ráðherra að taka af öll
tvímæli um hlutverk og framtíð
sjúkrahúsmála á Austurlandi.
__. - Ben.S.
SANDSPARTL
BREPLASTA
Verð pr. kg. 35,- kr. m/vsk.
Upplýsingar í
síma 678000.
Slippfélagið,
málningarverksmiðja
Sigtryggur Jónsson - Sálfræðistofa
Nýtt heimilisfang:
Lágmúli 4,108 Reykjavík, s. 68 85 50
Frá og með 1. apríl 1994 hef ég flutt sálfræðistofu mína
frá Álftamýri 3 í Lágmúla 4 ásamt Heilsugæslunni.
Símanúmer er óbreytt 68 85 50.
Tímapantanir frá kl. 9-17 alla virka daga.
Sálfræðileg ráðgjöf og meðferð.
Persónuleg vandamál.
Fjölskylduvandamál.
Kynlífsvandamál.
Áfengis- og vfmuefnavandamál.
Námskeið og ráðgjöf við fyrirtæki og stof nanir varðandi
samstarf, samvinnu og stjórnun.
ENQJATEIQUR 17-19, REYKJAVÍK, SlMI 91-811314
3M Tilboð
a
P«*unarlín»bön
aðeins
þessum
ArvIk
ÁRMÚU 1 • REYKJAVÍK * SÍMI 687222 • MYNDRITI 687295
■æ&sSSSZ