Morgunblaðið - 10.04.1994, Page 5

Morgunblaðið - 10.04.1994, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 B 5 MATKRÁKANÆr sjúklingum ofgott ad narta ígulrót? Spítalamatw ÞESSI pistill og þeir næstu verða skrifaðir héðan af höfuðstaðarnesinu þar sem ég dvelst um sinn í ýmsum erindagjörðum. Eg hóf dvölina á því að endurnýja kynni mín af íslenskum spít- alamat og lífinu innan sjúkrahús- veggja. Tjað er út af fyrir sig upp- byggilegt og traustvekj- andi fyrir fróðleiksfúsa sjúkl- inga að fylgjast með okkar ötulu heilbrigðisstéttum að mmmmmmmmm störfum, vit- andi sig í góð- um höndum. Maður hefur líka gagn og gaman af því að skiptast á heilsufars- sögum og öðrum sögum við samlagskonur sínar. (Ein hafði t.d. áður legið með stúlku svo þjófóttri að það þurfti að óla hana niður í rúm- ið!) Sjúkrahúsdvöl er í vissum skilningi ferðalag með óvæntu samferðafólki, tilhéyrandi uppákomum, bauki og bralli. Eigi að siður er dapurt að sannreyna hvernig „sparnað- urinn“ í heilbrigðiskerfinu er farinn að koma niður á bæði starfsfólki og sjúklingum. Hvernig geta læknar einbeitt sér að því að skera upp ef þeir þurfa samtímis að hugsa um það að skera niður? Og ekki nóg fyrir eina mann- skepnu að þurfa að gangast undir uppskurð þótt þótt hún lendi nú ekki í niðurskurði í leiðinni? eftir Jóhönnu Sveinsdóttur Garnir viðkvæmar eins og mímósur Það er t.d. alveg ljóst að oft „þarf“ að.senda sjúklinga of snemma heim. Kannski helst að frekir og garnameð- vitaðir sjúklingar eins og ég fái að vera aðeins lengur, að því tilskildu að þeir hreinlega neiti að yfirgefa spítalann með góðu. Við kviðarholsað- gerðir lamast garnirnar eins og mímósur sem eru svo við- kvæmar að vart- má á þær anda. Líðan sjúklings og fyrsti bati fara að miklu leyti eftir því hversu greiðlega gengur að endurlífga meltingarveg hans. (Og út af hreyfingar- leysinu þarf náttúrulega fyrst og síðast að hugsa um garnir sjúklinga, burtséð frá uppá- komum í kviðarholi.) Það vek- ur því furðu mína á þessum sparnaðartímum að spítala- maturinn skuli ekki hafa verið tekinn til gagngerrar endur- skoðunar með sérstöku tilliti til þarmaörvunar og þar með skemmri sjúkrahúslegu per sjúkling og sparnaði í krónum talið. Uppbakaðar súpur og sósusull það sem sjúklingum er boðið upp á í ríkum mæli er hreinlega til þess fallið að svæfa garnir þeirra svefnin- um langa, gera skammtíma- sjúklinga að langlegusjúkling- um og þá síðarnefndu að eilíf- um spítalamat. Hefði ég ekki látið færa mér heilu hjólbör- urnar af ávöxtum og græn- meti á sængina lægi ég vísast enn með tærnar upp í loft í luntalegri bið eftir glaðlegu garnagóli. Ef einhveijum lagasmiðnum hefði nú dottið í hug að semja lag við Sósu- kvæði Þórbergs hefði það vís- ast orðið einn aðalsmelllurinn í Óskalögum sjúklinga meðan þau voru við lýði: „Tak frá mér, guð, allt sósusull, seyddar steikur og þvílíkt drull.“ Eins og útrunnin vítamíntafla ... Nei, þegar maður rankar við sér eftir svæfingu með holtaþoku í hausnum og líður eins og úlfinum í Rauðhettu með steina í maganum, og horfir sljór út í logndrífuna, skæðadrífuna, hundslappa- drífuna, er manni þá of gott að narta í gulrót eða epli, ég bara spyr? (Þegar ég var að koma til sjálfrar mín fannst mér ég ég vera útrunnin víta- míntafla. Myndlistarkonan sem ég var í samlagi með var öllu heppnari. Þegar hún var að koma til meðvitundar eftir svæfinguna fannst henni hún vera málverk eftir Mondrian, heyrðist læknirinn segja við hjúkrunarkonuna: Sjáðu, blái liturinn er alveg kominn, en það vantar dálítið upp á þann rauða...) Flóttamannasúpur á farsjúklingaheimilum Sem sé: ég er sannfærð um að spara megi talsvert í heil- brigðisgeiranum með breytt- um matseðli, stytta legutíma með mat sem örvar augu og þarma - og þar með hjarta. Annars eru sumar deildir farnar að líkjast mjög far- fuglaheimilum, eru sannköll- uð farsjúklingaheimili. Eg held það gæti líka orðið til hægða(r)auka og sparnaðar að koma upp eldunaraðstöðu fyrir sjúklinga, a.m.k. á með- an verið er að endurskoða spítalamatinn. Það krefst hvorki mikils máttar né ein- beitingar að sjóða „instant“ flóttamannasúpu, af asískum uppruna, ódýra og holla, djúsa appelsínur og saxa grænmeti. Tilvonandi sjúklingar: Búið ykkur í skógarferð, með in- dæla nestiskörfu (eða hjólbör- ur). Setjið ykkur í spor Rauð- hettu litlu á leið til ömmu ... ÞJÓÐLÍFSÞANKAR /Vœri ekki faglegrar aóstodar pörf? SópaÖ undir ,feldinn“ VIÐ ÍSLENDINGAR höfum orð fyrirað vera lokað fólk. Þetta tengist kannski myrkri og óblíðri vetrarnáttúru okkar. Svo mikið er víst að inenn segja sjaldnast neitt af sínum innstu málum nema þeir séu „í glasi“, þá stendur líka oftar en ekki bunan út úr þeim. Venjulega kemur þetta ekki að sök nema að eitthvað hendi menn þess eðlis að það þyrfti að fá útrás en ylli sálarmeini ella. Mér minntist til allra „barfrásagna ' sem ég hef hlýtt á um daganna, þegar ég sat námskeið hjá Rauða krossinum fyrir skömmu og heyrði þar sagt frá nauðsyn þess að fólk sem starfar fyrir Rauða krossinn á átakasvæðum erlendis fái faglega aðstoð ef það verður fyrir sálrænum áföllum í starfi sínu. Þá hugsaði ég um okkur hin sem heyjum okkar stríð á heimavelli. Við verðum líka fyrir áföllum í lífinu og líklega er mikil vöntun á aðstoð sem þessari fyrir „venjulegt" fólk. Eg þekki mann sem varð fyrir því að koma á slysstað eftir flug- slys og þurfa að bera kennsl á lík og koma þeim í kistur. Hann fékk enga faglega aðstoð til þess að vinna úr þessari erfiðu reynslu og kanski hafa þeir sem hann tók ómakið af varla gert sér grein fyrir hversu þung sú byrði var sem hann létti af þeirra herð- um. Konu þekki ég sem horfði á barn n eftir Guðrúnu Guólougsdóttur sitt deyja í höndum sér án þess að fá nokkra aðstoð á eftir við að vinna úr þeirri sáru reynslu. Ungan mann þekki ég sem var nærri dáinn og var ekki boðin nein fagleg aðstoð við að vinna úr þeim erfiðu tilfinningum sem slíkt áfall skilur eftir sig. Þetta fólk ræddi reynslu sína við sína nánustu og tókst að komast frá þessari raun óskemmt, einkum vegna þess að það byrgði ekki sársauka sinn inni heldur veitti honum strax útrás. Ýmis reynsla getur verið sár í minningunni án þess að orsakast af slíkum stórkostlegum áföllum sem að ofan var lýst. Það getur orðið fólki sálrænt áfall að sjá slys eða ofbeldi. Sömuleiðis að hlusta á frásagnir fólks sem meðtekið er af minningum um hörmulega atburði. Hjúkrunarfólk, sjúkraflutningamenn, jafnvel blaða- menn og ýmsir aðrir sem koma á vettvang og sjá hræðilega atburði eða heyra þeim lýst af fórnarlömbum verða stundum fyrir áföllum sem þeim kæmi betur að geta unnið úr með mönnum sem kunna að taka á slíkum málum. Slík þjónusta er sjaldnast í boði. Það væri ugglaust ástæða til að þjálfa upp fleira fólk sem gæti aðstoðað þá sem orðið hef- ur fyrir sálrænum áföllum. Læknar og sálfræðingar taka á þeim málum sem erfiðust eru, en þá verða líka þéir sem sárt eiga um að binda að leita sjálfir til þeirra aðila. Fólki sem orðið hafa fyrir sálrænum áföllum í minna mæli myndi efalaust ganga betur að vinna úr þeirri reynslu á jákvæðan hátt ef það nyti aðstoðar fagmanns. Hugsanlega gætu fyrir- tæki sem hafa í þjónustu sinni fólk sem á sálræn áföll á hættu í starfi sínu séð til þess að starfsmönnum þeirra standi slík þjónusta til boða. Þannig gæti viðkomandi starfsmaður nýtt erfiða reynslu sína í starfi á já- kvæðan hátt fyrirtækinu til góða í stað þess að flýja starfið og sárar minningar því bundnar eins og á sér stað í erfiðustu tilvikunum. Þetta er alltént umhugsunarvert í okkar hrað- skreiða þjóðlífi, þar sem sú krafa er gerð að allir séu yfirmáta hressir og sópi jafnóðum undir „feldinn" öllum sársauka uns þeir rúmast sjálfir ekki lengur undir feldinum og standa uppi kviknaktir í hretviðri hins daglega lífs. an þyrfti því að undra þótt einn og einn fornmaður skyti upp kollinum eða hluta af kolli á ólíklegustu stöð- um. Nýjar upplýsingar bætast við jafnt og þetl en skoðahir erú Skiþt- Homo erectus ar og breytast dag frá degi. Enn er margt á huldu um gönguna miklu frá mannkynsvöggunni út um allar jarðir en sá sem veltir fyrir sér, vegur og metur er Homo sapiens. Honum er málið ‘skylt. Bílamarkaöurinn Smiðjuvegi 46E V/ReykjanesbrauU Kopavogi, sími 671800 Opið sunnudaga kl. 13-18. Subaru Legacy Artlc 2,0 árg. '93, 5 g., ek. aðeins 9 þ., álfelgur, rafm. í rúfium o.fl. V. 2060 þús., sk. á ód. Stretsbuxur kr. 2.900 Mikið úrval af allskonar buxum Opib á laugardögum kl. 11-16 Metsölubladá hvctjum ik^i! Kolaportið flytur I Tollhúsið í maí! Við flytjum Kolaportið um miðjan maímánuð á jarðhæð Tollhússins við Geirsgötu. Gert er ráö fyrir aö markaöstorgiö verði áfram einungis opiö um heigar en viö ætlum að nýta húsnæðið (samtals um 2700 fermetra) aöra daga og aö kvöldlagi til margvíslegrar annarar starfsemi svo sem sýninga, funda, tónleika o.fl. Þá eru einnig uppi hugmyndir um að í hluta húsnæðisins veröi starfræktur sérstakur markaður aðra daga og að fastir seljendur hafi möguleika á varanlegri aðstöðu fyrir fyrirtæki sín í tengslum við þennan markað. Stefnt er að því að í þessu nýja húsnæði veröi uppfyllt ítrustu skilyrði heilbrigöiseftirlits til sölu hvers konar veitinga og matvæla. Viö óskum eftir aö heyra frá nýjum aðilum sem vilja vinna meö okkur aö góðum málum í þessu nýja húsi og auglýsum sérstaklega eftir umsækjendum um eftirfarandi aöstööu: 1. Einföld veitingasala 2. Fisksala - frosinn og ferskur fiskur, annað sjávarfang 3. Kjötsala - frosið og ferskt kjöt Varðandi ofangreinda þætti er gert ráð fyrir langtímasamningum við einstaka aðila. Lögð er áhersla á snyrtimennsku, gott úrval, mikil gæði og lágt söluverð. Umsóknarfrestur er til 16. apríl. KOIAPORTK) MARKAÐSTORG Garðastræti 6, ÍOÍ Reykjavík,sími é25030, fax 625099 I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.