Morgunblaðið - 10.04.1994, Side 8
8 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994
eftir Arnald Indriðason
HÚN var fyrsta bókin hans og-
það tók hann aðeins fjórtán /
daga að skrifa hana og hún
var ekki lengri en 171 blað-
síða og var aðeins prentuð
í 29 þúsund eintökum. En
hún hefur vakið meiri undr-
un og aðdáun en gengur og
gerist með bækur nýrra höf-
unda í Bandaríkjunum og selst
von úr viti. Brýrnar í Madison-
sýslu eða „The Bridges of Madison
County“ eftir Robert James Waller
er nú í sinni 48. prentun í Banda-
ríkjunum og hefur hún selst í fjór-
um og hálfri milljón eintaka. Hún
er ein af söluhæstu innbundnu bók-
um sögunnar vestra, var í 35 vikur
í fyrsta sæti metsölulista „The New
York Times“ og hefur verið á list-
anum í meira en 80 vikur í allt.
Og eins og allar velgengnisögurnar
að vestan endar þessi á því að Ste-
ven Spielberg er að íhuga að kvik-
mynda bókina. Talað er um að Clint
Eastwood eða Robert Redford fari
með annað aðalhlutverkið.
töfra
Sagan hefur verið þýdd
á fjölda tungumála og
hefur Pétur Gunnarsson rit-
höfundur unnið við að þýða
hana á íslensku en hún mun
koma út hjá Vöku/Helga-
felli í maí nk. Waller er
áhugaljósmyndari og var að
ljósmynda gömlu yfir-
byggðu brýrnar í Madison-
sýslu í Iowa þegar hann
fékk hugmynd að sögunni
um ástir ljósmyndarans Ro-
berts Kincaids og bóndakon-
unnar Francescu Johnson,
sem stóð í aðeins fjóra daga
en lifði um alla eilíf. Þegar
Waller var spurður að því
hvort það væri virkilega satt
að hann hefði aðeins verið
flórtán daga með bókina
svaraði hann: „Jú. Það tók
mig tvær vikur. Og fimmtíu
ár.“
Vinsældir bókarinnar
hafa breytt talsvert högum
þessa hægláta 54 ára gamla
rithöfundar, sem fór ekki
að skrifa fyrr en eftir fimm-
tugt. Nú starfa tveir lög-
fræðingar fyrir hann, bók-
haldari, umboðsmaður sem
sér um útgáfumál og kvik-
myndaréttindi og aðstoðar-
maður sem sér um að bóka
hann á fyrirlestra og kynn-
ingar. Og bráðum verður
hann sjálfsagt að fá sér
starfsmann til að sjá um
póstinn sem berst frá aðdá-
endum víðs vegar að.
„Þakka þér fyrir að gefa
mér aftur vonina,“ skrifar
kona. Allt upp í tíu manns
á dag hringja til hans eða
skrifa honum bréf um löngu
gleymdar ástir. Kona ein
ferðaðist jafnvel frá Oregon
og heim til hans í Iowa. Þó
ekki til að hitta hann per-
sónulega heldur aðeins til
að næla sér í laufblað af
trénu í garðinum hans og
setja það inní bókina um
ástina miklu í Madisonsýsiu.
„Ég skil þetta ekki,“ segir
Waller og hristir hausinn.
„Þetta er bara bók.“
Marlboromaóurinn
En þetta er ekki bara
bók. Brýrnar í Madisonsýslu
er lítið og hógvært kver
gætt fádæma töfrum skrif-
að í saknaðarfullum og
tregablöndnum stíl horfins
tíma og heitrar ástar sem
lifnaði hjá fólki er hittist af
tilviljun og var saman í
stuttan tíma en síðan ekki
söguna meir. Frásögnin er
eins einföld og yfirlætislaus
og hugsast getur. Ljós-
myndarinn Robert er „síð-
asti kúrekinn", karlmannleg
einfarasál líklegast mest í
ætt við Marlboromanninn.
Francesca er gift, blóðheit
bóndakona í Madisonsýslu
af ítölskum ættum. Fyrir
mörgum árum ók hann upp
að bænum hennar að spyija
Einhvers-
konar
maður eða
síðasti kúrekinn
Robert James Waller.
Robert James
Waller skrifaóí
litla bók um óst-
ir mióaldra
fólks i Madison-
sýslu i lowa og
virtist hitta ó
eitthvaó alveg
sérstakt
vegar og þá hófst ástar-
ævintýri sem varði aðeins
nokkra daga en lifði með
þeim alla ævi.
Viðbrögð við bókinni
vestra hafa verið allmögnuð.
Waller hefur ekki við að
segja fólki að þetta sé skáld-
skapur en ekki sönn saga,
fólk hringir í hann dag og
nótt til að lýsa því hvernig
það upplifði bókina og hún
breytti lífi þess og hundruð
pílagríma ferðast til Iowa
að kynna sér sögusvið bók-
arinnar og skoða yfirbyggðu
brýrnar í Madisonsýslu. í
bókinni eru birtar ljósmynd-
ir af brúnum sem Waller tók
sjálfur. „Margir lesendur
líta á mig sem einhverskon-
ar töframann," segirWaller.
„Ég vil ekki bera slíka
ábyrgð.“ Og annars staðar
segir hann: „Ég slysaðist á
réttu söguna. Hún gekk
upp. Ég held ekki að nein
snilligáfa hafi verið að verki.
Mér var fengin þessi saga.“
Gagnrýnendur hafa yfir-
leitt verið á einu máli um
ágæti hennar og milljónir
hafa tekið upp vasaklútinn
yfir lestrinum en þó finnast
þeir sem ekki láta segjast
af mjúkri, rómantískri frá-
sögninni. „Uppalegt klám
fyrir konur,“ sagði í einum
ritdóminum. „Það er lík-
legra að kona lendi í vand-
ræðum með kynsjúkdóma
eftir svona ástarævintýri en
að hún minnist þess hjart-
anlega alla ævi.“
Næsta saga Wallers,
„Slow Waltz in Cedar
Bend“, hefur vakið svipuð
viðbrögð og sú fyrsta (hann
skrifaði hana á aðeins tíu
dögum) en hún segir af há-
skólakennara sem verður
ástfanginn af giftri konu,
sem býr yfir ákveðnu leynd-
armáli. Hún rauk upp met-
sölulistana á andartaki og
Hollywood keypti kvik-
myndaréttinn með það
sama.
Vióskiptafrœói-
kennari
Waller lætur sér fátt um
finnast og vill helst ekkert
skipta sér af umræðum um
bækur sínar. Hann er við-
skiptafræðikennari og hefur
verið kvæntur sömu kon-
unni í 32 ár. Hann fór í við-
skiptafræði af því að faðir
hans, sem þekkti vel til
kreppunnar miklu, vildi að
hann fengi „góða vinnu“.
En hann var aldrei sáttur
við sig í brauðstritinu. „Mig
dreymdi um það sem krakki
að lifa af listum en þaðan
sem ég kom vannstu annað-
hvort í dekkja- eða traktors-
verksmiðjunni.“
Hann ólst upp í þúsund
manna bæ, Rockford í Iowa,
og þótt honum líkaði aldrei
körfubolti æfði hann stíft
þá íþÆtt því faðir hans var
sérlega áhugasamur um
hana. Hann komst á körfu-
boltastyrk í háskólann í
Iowa þar sem hann nam í
eitt ár áður en hann færði
sig í háskólann í Cedar
Falls. Hann lauk prófi í við-
skiptafræði og tók að kenna
hana fram til ársins 1985.
Hann vakti athygli fyrir
frjálslyndar skoðanir og út-
litið sem fylgdi, gallabux-
urnar, kúrekastígvélin og
sítt, gráleitt hárið. Nemend-
um fannst sem hann hefði
aldrei náð að jafna sig á
hippaskeiðinu. Hann dró
nokkuð úr háskólakennsl-
unni eftir taugaáfall sem
hann fékk um miðjan níunda
áratuginn. Stessið var að
drepa hann. „Læknirinn
minn sagði að skáldið í mér
hefði lent í átökum við hitt
lífið.“ Kennslan var líka orð-
in leiðinleg á þessum tíma
fyrir fijálslyndan kennara
eins og hann. „Ég leit einu
sinni yfír nemendahópinn og
hrópaði hvort enginn hérna
inni hefði einhvern tímann
viljað verða skipstjóri á
Amazonfljótinu. Þeir horfðu
á mig eins og ég væri bilað-
ur.“
Árið 1991 tók hann sér
loksins launalaust leyfi frá
kennslunni og fór að lifa af
eftirlaunasjóði sem hann
hafði komið sér upp. Dag
einn það haust var hann á
ferð ásamt vini sínum með-
fram Mississippiánni að
taka myndir þegar Waller
sagði skyndilega að hann
langaði til að aka yfir í
Madisonsýslu að ljósmynda
yfirbyggðu brýrnar þar.
Tveimur vikum seinna lauk
hann við handritið að „Brún-
um“.
Hann sendi það fáeinum
vinum sínum og einn þeirra
kom honum í samband við
umboðsmann. „Mér fannst
hún vel geta átt möguleika
því þetta var ekki minna en
20 klúta saga,“ er haft eftir
honum. Nokkrir útgefendur
höfnuðu henni þar til út-
gáfustjóri hjá Warner-bóka-
útgáfunni bauð 32.000 doll-
ara í hana. Bókin spurðist
hratt út á meðal bóksala og
brátt tók við æði sem náði
um allt landið. Waller hélt
áfram að skrifa, „Slow
Waltz“ kláraði hann á auga-
bragði og vinnur nú við
bækur þijú, fjögur og fimm.
Stíflan var greinilega brost-
in.
Ljósglampi
Allar hafa sögurnar verið
að geijast í Waller í langan
tíma og nú hefur hann leyft
sér að sinna þeim. Hann
byijar skriftir klukkan fjög-
ur á morgnana, snæðir sam-
loku um ellefuleytið, fær sér
kríu á dýmruppi á háalofti,
skokkar nokkra kílómetra
og heldur svo áfram að
skrifa. Eftir kvöldmat spilar
hann svolítið á gítarinn sinn
— eitt sinn spilaði hann og
söng fyrir Robert Kennedy
á kosningaferðalagi og hann
hefur gefíð út plötu — og
svo er hann kominn í rúmið
klukkan níu.
Hann er allt í einu einn
af þessum nýríku en hann
reynir að láta það ekki hafa
áhrif á sig. Fyrir skömmu
keyptu þau hjón sér borð-
stofuborð, það fyrsta á
ævinni. Það kostaði nokkuð
hundruð dollara og þau köll-
uðu það strax Steve. „Við
höfðum ekki efni á að kaupa
það fyrr en við fengum pen-
ingana frá Steven Spiel-
berg,“ segir eiginkona Wall-
ers, Georgía. Annars segja
þau að peningarnir fari allir
í banka og þau líti ekki við
þeim.
Frægðin hefur komið
skyndilega yfir Waller og
hún gæti horfið jafnsnögg-
lega. Honum stendur á
sama. Hann gerir sér engar
grillur um ódauðleika. „Það
skiptir ekki máli hvað aðrir
hugsa,“ segir hann og talar
eins og síðasti kúrekinn.
„Ég er bara ljósglampi í
heildarmyndinni. Einn dag-
inn hverf ég og enginn á
eftir að muna neitt af
þessu.“
I