Morgunblaðið - 10.04.1994, Page 13

Morgunblaðið - 10.04.1994, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 B 13 ur bitnað á örsnauðri alþýðu. Stjórnkerfi PRI-flokksins er eitt hið öflugasta og virkasta sem um getur og því er ekki sjálfgefið að stjórn- arfar verði lýðræðislegra þótt ein- ræði flokksins lyki í kosningunum í sumar eins og margir vænta. Stjórnkerfi ríkisins gæti allt eins hrunið til grunna og þá hyrfi sá stöðugleiki sem PRI-flokkurinn hef- ur tryggt þrátt fyrir allt síðustu sex áratugina. Það eru því ýmsar blikur á lofti og framtíðin harla óræð. En fram- tíðin hefur ávallt verið óræð í Mex- íkó. Á ýmsu hefur gengið og því ekki líklegt að mexíkanska þjóðin finni til frekara öryggis á ókomnum tímum. Mexíkanskl þjóöareöli Vegna sögu sinnar og kynþátta- blöndunar hafa Mexíkanar löngum átt erfitt með að greina eðli sitt og stöðu. Meztízinn hefur löngum vilj- að afneita sínum indíánska eðlis- þætti án þess honum tækist að öðlast viðurkenningu eða samlögun við hinn evrópska kynþátt. Þetta hefur svipt mestízann fótfestu og valdið rótleysi í huga hans. Ýmsir andans menn í Mexíkó hafa velt þessu fyrir sér, orsökum þessa og afleðingum. Nóbelsskáldið Octavio Paz hefur líklega nálgast þetta við- fangsefni meira og betur en aðrir í bók sinni „Völundarhúsi einsemd- arinnar", sem út kom í íslenskri þýðingu á síðasta ári. Þar greinir Paz hið mexíkanska þjóðareðli og lýsir einsemd, óvissu og ótta hins venjulega Mexíkana. Fimm alda saga samskipta og blöndunar hefur ekki dugað til að gefa einstaklingn- um rótfestu. Octavio Paz segir um Mexíkanann: „Hann gengur í gegn- Hún hjálpar okkur einnig að skilja þann skapandi kraft, þá „dýnamík" sem alls staðar má sjá í þjóðlífinu, í listsköpun, bókmenntum og dag- legu lífi og samskiptum fólksins. Þarna er engin lognmolla né lá- deyða hins viðtekna sem við þekkj- um svo vel í okkar heimshluta, þarna ríkir gerjunin alvöld, gerjun sem enginn veit hvert leiðir. Samfé- lagið minnir mann á ungling sem knúinn er áfram af lífskrafti gelgju- skeiðsins, þar sem framtíð þroska- áranna blasir við, spennandi, girni- leg en jafnframt býður okkur að heimsækja sig til þessa ótrúlega lands sem hefur fóstrað hann. í ljósi kynna minna af landi og þjóð segi ég stundum að Mexíkó sé ólækn- andi, eins og sjúkdómur sem hel- taki mann. Eða eins og völundarhús sem knýi mann áfram í óendan- legri leit að svörum við nýjum spurningum. Mexíkó sem teröamannalanú Á síðustu árum hafa mexíkönsk stjórnvöld og ferðamálafrömuðir unnið skipulega að því að búa í haginn fyrir erlenda ferðamenn og hefur þeim fjölgað mjög á siðustu árum. Framboðið er við allra hæfi, frá dýrasta lúxus til léttrar pyngju. Á Kyrrahafsströnd landsins, á Kali- fomíuskaganum svo og frá Mazatl- án í norðri til Puerto Angel og Huatulco í suðri, um 1500 km leið, eru baðstrendur sem vart eiga sinn líka. Sama má segja um Karíba- strönd Yucatán-skagans með mið- stöð í Cancún. Inni í landinu eru stórar borgir og bæir og þúsundir smáþorpa, ýmist í alfaraleið eða afskekkt, sem gaman er að heim- sækja og upplifa eitthvað alveg nýtt og einstakt. Alls staðar blasa BANDARIKIN m 11 i ” MEXÍKÖ: kí / Mexíkóflói í/ MEXÍKÓ- BORG, AcapglcoV, Hualulcö' GUATEMAIÁ < ....... i aSALVADOR ; /CTO-v'be !Ö* < ,'nn 'li Canain Karíba■ BELIZE haf HONDÍJRAS KYRRA- HAF nkaraguá) COSTARICÁ-cr/ PANAMA Kort af Mexíkó. um lífið eins og hann hafi verið fleg- inn; allt getur sært hann, orð og grunsemdir um orð. Mál hans er fullt af þögnum, myndlíkingum og óbeinum tilvísunum, hálfkláruðum setningum; í þögn hans má finna uppgjöf, blæbrigði, óveðursský, óvænta regnboga, óræðar ógnir ... hann reisir múr á milli raunveru- leikans og sjálfs sín, múr sem er ekki síst ókleifur vegna þess að hann er ósýnilegur, óhreyfanlegur og fjarlægur. Mexíkaninn er alltaf fjarlægur, fjarri heiminum og öðru fólki. Og einnig fjarri sjálfum sér.“ Þessi lýsing á eðli og sjálfsvitund Mexíkanans gæti verið lykill og veganesi okkar til að heimsækja þessa undarlegu þjóð. Greining Paz hjálpar okkur að skilja það rót sem er á samskiptum fólksins innbyrðis. Sólarpíramídinn í Teolihuacán. við andstæður hins gamla og hins nýtískulega. Fyrir kaupglaða Islendinga eru ’tækifærin óendanleg í silfurmun- um, leðui-vöru og ekki síst hinu óendanlega úrvali alþýðlegra list- muna. Mexíkó er ekki bara fyrir augað. Alþýðutónlistin, þessi undarlega blanda indíánskrar hefðar og evr- ópskrar með dágóðum bragðbæti afrískrar arfleifðar, er bæði gríp- andi og seiðandi. Síðast en ekki síst er það matargerðin sem heillar. Ferðamaðurinn kynnist Mexíkó ekki síst í gegnum magann. Sú bábilja virðist nokkuð ríkjandi að allur matur í Mexíkó sé logandi sterkur. Þetta er auðvitað misskiln- ingur. Fiskréttirnir eru óteljandi, gómsætir og girnilegir og síðan eiga Mexíkanar lengri hefð en nokkrir aðrir í matreiðslu úr þeim hráeAium sem upprunnin eru í Mexíkó og nágrenni. Má þar nefna maís, kakó, alls kyns baunir, piparávexti, lár- perur, papaya, grasker, nopales (kaktusblöð), ananas, tómata að ógleymdum blessuðum kalkúninum. Þeim sem vilja reyna eitthvað óvænt má benda á hið ljúffenga græneðlu- kjöt (iguana) og alþýðudiykkina mezcal og pulcue (agavabrennivín og agava-öl). Mexíkó er því draumur og ævin- týri og einstök upplifun fyrir öll skilningarvit. Höfundur er sagnfræðingur. ....... HESTRAPLATTAN . . >Ú FÆRÐ EKKI BETRIFLÍSAR HESTRAPIATTAN eru slitþolnar drenflísar Flísunum er smellt soman og lagðar ó gólfið yfir niðurföllin. Þéttriðið og fingert munstrið hleypir vatni niður í 12 mm holrúm undir flísunum, þar sem greið leið er í niðurföllin. Styrktarpróf í Tækniskólanum í Lundi sýndi að HESTRAPLATTAN stenst yfir 110 tonna þunga ó fermetra. H ESTRAPALTTAN flísarnar þola flestar olíur og kemísk efni, einnig mikinn hita og frost Fy rirtækið • Verkstæðið • Lagerinn • Vörumóttako sendibíla • Geymsla óhalda og vinnuvéla • Bílaþvottastöðvarnar • Þilförin • Bílosalirnir • Anddyrin • Við sundlaugina • Búningsklefarnir H eimilið • Bílskúrinn • Geymslon • Svalirnar • Þvottahúsið • Hjólageymslan • Blómaskólinn • Sturtubotninn • Guf uboðið 1S-20 óra ending við eðlilegar aðstæður og meira en 10 óra ending við erfiðar aðstæður. Auðvelt að taka burt slitnar flísar og smella nýjum í staðinn HESTRAPLATTAN eru hörkuflísor! HÚSASMIÐJAN nnm u ym Umboð og dreifing Sími 91-676052 Fox 91-684736

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.