Morgunblaðið - 10.04.1994, Síða 21
B 21
losnaði úr fangelsinu með því að
segja fangelsisyfirvöldum að hann
hefði fengið góðar móttökur í Líbýu
sem var talið „vonda“ landið en
hins vegar fengi hann slæma með-
ferð í þessu „góða“ landi. Þeir sáu
sér ekki annað vænna en sleppa
honum „vegna þessa leiða misskiln-
ings“, segir Emilio og ypptir öxlum
brosandi.
„Ég var líka settur í fangelsi í
Zimbabve, vegna þess að þeir héldu
að ég hefði falsað passann. Sömu-
leiðis í Afríku vegna myndatöku,“
heldur hann áfram. „Eitt sinn var
ég þó í lífshættu. Það var í Sóm-
alíu, en ég var þar þegar stríðið
hófst og lenti í miðri skothríð milli
hermannanna og fólksins. — Hvað
um það, þetta er það líf sem ég lifi.
Fólk hefur oft spurt mig hvað
gerist þegar ég hef lokið ferðalag-
inu. Hjá mér er aldrei mánudagur
eða þriðjudagur eða klukkustundir
eða mínútur. Ég lifi bara við það
að sólin kemur upp á morgnana og
tunglið birtist á næturnar," segir
hann. „Ég get aldrei búið við það
að eitthvað ákveðið eigi að gerast
kl. 8 á mánudagsmorgni eða 9 á
þriðjudegi."
Er nú betri efnum búinn
Á sama hátt og Emilio gekk erf-
iðlega að fá menn til að leggja fé
til ferðarinnar í upphafi hafa
streymt til hans styrktaraðilar nú.
Má þar nefna Pepsi Cola, sem er
stærsti styrktaraðili hans, Honda,
ýmsar sjónvarpsstöðvar og fleiri
aðilar. „Vegna þessara fyrirtækja
get ég frekar einbeitt mér að vinnu
í stað þess að vera sífellt að leita
fjármögnunarleiða. Nú hef ég efni
á að eiga góða myndavél og get
þannig gefið fólki kost á að sjá það
sem ég sé á ferðalögum mínum.“
Vegna þess að fiökkueðlið er
orðið Emilio svo eðlilegt segist hann
ætla að stofna fyrirtæki og bjóða
fólki upp á að kynnast löndum á
annan og meira spennandi hátt en
tíðkast hafi hingað til. Auk þess
muni hann flytja fyrirlestra og gefa
út bækur. „Mig langar líka til að
búa til kvikmynd um ferðina. Þar
sem ég hef ágæt sambönd í Banda-
ríkjunum ætla ég að reyna að fá
Steven Spielberg eða annan þekkt-
an leikstjóra til að taka verkið að
sér.“ Hann sér þó ekki sjálfan sig
í hlutverkinu heldur góðan leikara,
enda er kannski óþarfi að fara í
þriðju heimsreisuna strax aftur?
LIST
Leikari og-
málari
Leikkonan Juliette Binoche, sem
hlaut Frönsku Cesar-verð-
launin fyrir leik sinn í kvikmynd-
inni Blue er ekki aðeins hæfileika-
ríkur leikari, heldur hefur hún
fengist við málaralist. Á síðast-
liðnu ári málaði hún hvorki fleiri
né færri en tuttugu málverk og
tvær veggmyndir ásamt leiktjalda-
málaranum Christian Fenouillat.
Juliette, sem gekk ung í lista-
skóla, fékk fyrstu pensla sína og
liti níu ára gömul.
Juliette Binoche og Christian
Fenouillat. » i
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994
Sá eini rétti
Leikkonan Brooke Shields hefur lýst
því yfír, að hún sé ekki í vafa um
að tennisleikarinn André Agassi — sem
lengi var vinur Barbra Streisand — sé
sá eini rétti fyrir sig. Þau hafa verið
saman í hálft ár en reynt að leyna sam-
bandinu. Að sögn Brooke vildu þau að
sambandið þróaðist á eins eðlilega hátt
og mögulegt væri. Brooke sem er 28 ára
segist gjarna vilja gifta sig áður en hún
verði þrítug en upplýsir jafnframt að
André hafi ekki talað um neitt brúðkaup
ennþá. „En við getum bæði hugsað okk-
ur að eignast þtjú börn og höfum sömu
áhugamál. Er þetta ekki góð byijun?“
sagði leikkonan í samtali við National
Enquirer fyrir skömmu.
Brooke Shields virðist ætla að
halda fast í ástmann sinn, André
Agassi. Hún segist gjarnan vilja
giftast innan þrítugs og aðeins
eru tvö ár eftir í það.
cm«ss Hiii
9:00 til 18:00* 10:00 til 16:00 ('Föstud.
Hér gefur að lítafjórar meirlháttar góðaf }
plotur. Hver með sínu sniði en eiga það
sameiginlegt AÐ VIRKA.
Algjört Kúl
Hrikalega góð og fjölbreytt blanda af poppmúsík.
Hérna er það nýjasta og ferskasta í íslenskri
tónlistarflóru, Þúsund Andlit, Fantasía, Vitrun,
Blackout ofl.
Hérna er indírokkpopp með St. Etiene, Suede, Boo
Radleys og Manic Street Preachers. Hérna er
danspopp með K7, Rozalla, Jam & Spoon, og
Paparazzi Mama.
Hérna eru 16 stórgóð lög. Þrumuklokteill. Það verður
ekki öllu meira Kúl.
.#\ /f
■%
o
i IXa
L? / *.W
RjHKD00W|S7
MUSI-
M-Y-N-D-hR
AUSTURSTRÆTI22 ■ s: 28319 • ÁLFABAKKA 14 Mjódd ■ s: 74848
REYKJAVÍKURVEGI64 Hatnarfirði • s: 651425
Plata númer 5 i þessari vmsælu dansplotusenu er
gjörsamlega pottþétt. Af íslensku efni eru fjögur
lög. So Cool með Tweety, Furious með Bong og
Show the People með D.J. Fusion. Einnig
Bongadelic mix af laginu Do You Remember.
Af erlendu efni er hér rjóminn af því sem vinsælast
er úti í Evrópu núna . Eins og t.d. Doop með Doop,
D.J. Miko með What's Up, 2 Brothers on the 4th
Floor með Never Alone, 24/7 með Take Me Away,
Max með Get Away, 2 Unlimited með Murpys
Megamix Part 2 ofl. ofl
Meira en 70 mínútur af því besta í þessari deild.
Reif í tólið
Öll vinsælustu lögin í
dag og að undanförnu.
Bong/Do You Remember,
Ace of Base/The Sign,
24/7/ls It Love,
Funkdoobiest/Wopbabal
ubob, Shané/Hey Mr. D.J.
ofl ofl. Eitthvað sem þú
verður að eiga viljirðu að
græjan virki.
OPNUNARTÍMI : Virkadaga Laugardaga
Álfabakki 9:00 til 23:30 10:00 til 23:30
Reykjavíkurvegur 10:00 0123:30 12:00 til 23:30 14:00 0123:30
Sunnudaga
13:00 til 23:30