Morgunblaðið - 10.04.1994, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGÚR 10. APRÍL 1994
B 29
VELVAKANDI
TRÚÐU ALDREI
FAGURGALA ÞESS
SEM SELUR
UM ÞAÐ bil hálfum mánuði fyrir
páska birtist í frétt í Morgunblað-
inu um bílaviðskipti. Ýmislegt í
þessari frétt vakti mig tii umhugs-
unar, því að í fréttinni kom fram
að menn víia ekki fyrir sér að
svindla, svíkja og blekkja náung-
ann eins og þeir geta, t.d. með því
að skrúfa kílómetramælinn niður,
sölumála o.s.frv. Sala á „konubíl“
var tekið sem dæmi um sviksam-
lega sölu. Þegar kaupandinn upp-
götvaði öll þau svik og blekkingar
sem hann hafði verið beittur, leit-
aði hann til bílasölunnar sem hafði
haft miiligöngu um söluna. Bílasal-
inn fírrti sig allri ábyrgð á sölunni
og eflaust hefur kaupandinn setið
upp með hálfónýtan bí! og án þess
að geta farið fram á skaðabætur.
Síðar í fréttinni var rætt um vænt-
anleg lög og reglur fyrir bílasala,
til þess að koma í veg fyrir mis-
ferli af þessu tagi.
Ástæðan fyrir að þessi frétt
vakti mig til umhugsunar var að
ég keypti fasteign hér í bæ og til
að gera langa sögu stutta uppgötv-
uðust verulegir steypugallar á
eigninni sem ég hef rökstuddan
grun um að fyrri eigandi hafi að
fullu vitað um og fasteignasalinn
sem skoðaði eignina fyrir sölu hef-
ur örugglega einnig gert sér fulla
grein fyrir ástandinu. í sölulýsingu
er hins vegar einungis minnst á
herbergjaskipan og ástand gólfa.
Við leituðum fyrst til fasteignasal-
ans sem seldi okkur eignina, en
hann þvoði hendur sínar og fírrti
sig allri ábyrgð af þessum viðskipt-
um.
Hvemig má það vera að fyrir-
tæki, s.s. fasteigna- og bílasalar,
sem mætti ætla að hefðu einhveija
faglega þekkingu á því sem þeir
eru að selja, geti haft miiligöngu
um sölu verðmæta upp á tugi millj-
óna og fírrt sig allri ábyrgð án
þess að blikka auga. Hugsa þessir
aðilar eingöngu um eigin hagnað,
en ekkert um afleiðingarnar?
Einstaklingar hafa oft verið í
áratugi að safna sér fyrir húsnæði
eða bíl og sett sig að auki í veruleg-
ar skuldbindingar. Allt í einu þurfa
þeir ófyrirséð að standa í viðgerð-
um fyrir mörg hundruðir þúsunda
króna eða jafnvel milljónir. Það
verst er að vilji menn leita réttar
síns fyrir dómstólum, þá kostar það
verulegar upphæðir.
Af síðustu viðskiptum mínum
hef ég lært ýmislegt og hef búið
mér til tvær þumalfingurreglur
(vonandi eru til undantekningar
á), sem fasteignakaupendur ættu
að hafa í huga, þegar að því kemur.
1. Trúðu aldrei fagurgala þess sem
selur.
2. Fáðu allt skriflegt og vottað
sem seljandi segir um ástand
eignarinnar.
Mannskepnan og réttlætið eru
undarleg fyrirbrigði, en að lokum
vil ég taka undir með Friðriki mikla
þegar hann sagði eitthvað á þessa
leið: Því meira sem ég kynnist
mannlegu eðli þeim mun vænna
þykir mér um hundana mína.
Það væri fróðlegt að heyra í fleiri
einstaklingum sem hafa orðið fyrir
barðinu á „sviksamlegum“ sölum
og er okkar ágæti Velvakandi kjör-
inn ritvöllur fyrir slík skrif.
Með páskakveðjum,
Fasteignakaupandi.
AÐGERÐ ARLE Y SI
REYKJAYÍKUR-
BORGAR
ÓVIÐUNANDI
FYRIR hönd íbúa Norðurbrúnar 1
leyfi ég mér að skrifa þetta bréf í
þeirri von að það nái athygli borg-
aryfirvalda. Um langt skeið hefur
það vakið furðu okkar íbúanna og
jafnframt vonbrigði að svo virðist
sem ekkert viðhald sé á húseign-
inni. Girðing umhverfis húsið er
bæði brotin og búin auk þess sem
tijágróður er illa farinn vegna þess
að umhirða er engin. Sum trén eru
nú u.þ.b. að deyja vegna þess að
rætur 'þeirra eru gengnar upp úr
jarðveginum. Sjálft húsið hefur
ekki verið málað í langan tíma og
þess má geta að síðast þegar það
var málað — fyrir rúmlega tveimur
árum, var norðurhliðinni alveg
sleppt. Þá virðist þak hússins
þarfnast endurbóta sem má sjá af
því að í hvert skipti sem rignir lek-
ur vatn inn á gangana. Svo rammt
hefur kveðið að þessum leka að
eitt sinn varð háaldraður íbúi að
klæða sig upp um miðja nótt vegna
þess að vatn lak í stríðum straum-
um niður í rúmið hans! Nú er svo
komið að íbúar Norðurbrúnar 1,
sem allir eru ellilífeyrisþegar, eru
fyrir löngu orðnir íangþreyttir á
aðgerðaleysi Reykjavíkurborgar. Á
árum áður var lagður metnaður í
að halda húsinu og umhverfi þess
við þannig að sómi var af. Nú er
allt að drabbast niður vegna skorts
á viðhaldi. Það er von okkar íbú-
anna að borgin sjái sóma sinn í
að ráða nú þegar bót á þessu.
Aldraður íbúi
í Norðurbrún 1.
LEIÐRÉTTIN G AR
Rangt föðurnafn
á Lesbókargrein
Ranglega er farið með föðurnafn
greinarhöfundar í Lesbók Morgun-
blaðsins í gær. Þar er greinin
Hraunþúfuklaustur í Vesturdal
sögð eftir Margréti Matthíasdóttur,
en hið rétta er að hún er eftir
Margréti Margeirsdóttur. Margrét
er beðin velvirðingar á þessum mis-
tökum blaðsins.
Hríseyin í hvarfi
Með frétt um kaup bæjarsjóðs
Hafnar í Hornafirði á bátnum Hrís-
ey SF 48 t blaðinu í gær birtist
mynd sem ekki var af Hrísey. Bát-
urinn á myndinni heitir Útlaginn
og lá fyrir utan Hríseyna í höfninni
og í hana griliti ekki nema rétt
aðeins. Hlutaðeigandi eru beðnir
velvirðingar á mistökunum.
Höfundarnafn
féll niður
Undir fyrri minningargreininni
um Guðjón S. Öfjörð rennismið á
blaðsíðu 40 í Morgunblaðinu í gær
féll eitt höfundarnafnanna niður.
Þar átti að standa: Jóhanna, Guð-
laug, Magnús, Birgitta og fjölskyld-
ur. Hlutaðeigendur eru innilega
beðnir afsökunar á þessum mistök-
Rangur tími á
ferming’u
Sagt var í blaðinu í gær að Þór-
hildur Birgisdóttir fermdist klukkan
10.30 í dag frá Grensáskirkju. Hið
rétta er að hún er meðal fermingar-
barna klukkan 14.
Qkuskóli
Islands
Námskeió til undirbúnings að auknum '
ökuréttindum hefjast 14. apríl.
Innritun stendur yfir. J
Ökuskóli islands hf,
Dugguvogi 2, sími 683841.
Geymið auglýsinguna. j
SONGMENN!
Háar tenór-raddir, djúpar bassa-raddir.
Vanir söngmenn óskast í Þjóðleikhúskórinn fyrir
flutning á óperunni VALD ÖRLAGANNA.
Upplýsingar í síma 11204.
II ^ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
FAGOR
bVOITAVÉLAR FE§4 &
O-
Magn af þvotti 5 kg
Þvottakerfi 17
Hitar síöasta skoivatn
Sér hitastillir 0-9CPC
Ryöfrí tromla og belgur
Hraöþvottakerfi
Áfangaþeytivinda
Sjálfvirkt vatnsmagn
Hæg vatnskæling
Sparneytin
Hljóölát
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ NÝTT HEIMILISFANG
RÖNNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI 68 58 68
\
David Waisglass and Gordon Coulthart
/ HEYRNARTÆKJA
RANNSÓKNIR
'777~rrmTTr7
UJA-IS&LACS / Cooc-rrífitP-T
qjmdiíeeöðieiiBqa
-go8 ,T88lári Tióög ,u>Jíla lu inioM .rmi gia á bljri óigxilðlmij
.ipovárV tí J'ioJjio ,inno>lni:)«l
;é skref afturábak