Morgunblaðið - 10.04.1994, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 10.04.1994, Qupperneq 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 10. APRÍL 1994 4 DRAUMALAND . . . HILMARS ARNAR HILMARSSONAR Vildi eyða ellinni í Túnis „Túnis er draumalandið mitt,“ segir Hilmar Orn Hilmarsson. „Það er bæði fallegt og á mikla sögu að baki. Þar getur maður bæði séð gamlar rómverskar og grískar rústir, þar finnast alls konar hlutir frá öllum tímum. Mér líkar sérstaklega vel við araba, þeir eru gott fólk upp til hópa. Túnismenn bjóða auk þess upp á bestu vín í heimi. Þeir eru lélegir múhameðstrúarmenn hvað bindindismálin snertir, þeir eru undir sterkum frönskum áhrifum í þeim efnum og raunar líka í matargerð. Margir arabar eru þekktir fyrir að laga ömurlegan mat, en Túnismenn eru snilldar- kokkar. Hilmar Örn Hilmarsson tónlistar- maður Túnis er mjög gjöfult land að öllu leyti, enda var það kornf- orðabúr bæði Grikkja og Rómverja á sínum tíma, það af landinu sem er í rækt er ótrúlega fijósamt. Það kom upp sýking í vínvið Túnis- manna á síðustu öld, en þá fengu þeir vínvið frá Ameríku. Síðan hafa þeir framleitt sérstaklega góð vín, sem er laust við öll aukaefni, svo sem saltpétur, og þess vegna mjög góð fyrir heilsuna. Það er ekkert skemmtilegra en drekka vín í Túnis við fagurblátt haf og hvíta strönd með ævagamlar rúst- ir bak við sig. Ég kom til Túnis árið 1987 og varð ástfanginn af landinu. Mér finnst reyndar gaman að vera í Norður-Afríku, en Túnis er þó sérstakt, það er opnasta landið. Fyrrum forseti landsins, Bourgiba, gekk mjög fram í kvenréttindum og kom því í lög að ekki mætti gifta konur nema þær væru því samþykkar sjálfar, þær fengu rétt tii mennta og losnuðu við blæjuna. Þetta er í raun heiðarlegasta dæm- ið um islam, því í þeim trúarbrögð- um var í upphafi réttur kvenna sterkur, þær máttu reka fyrirtæki og hafa mannaforráð og ráða sér sjálfar til jafns við karlmenn. Þetta er enn við lýði í Túnis, en því miður hafa þó hlutirnir breyst til hins verra. Þegar ég var þar var ástandið betra en það er í dag. Þá hafði Bourgiba verið veikur um tíma og áhrif bókstafstrúarmanna voru að aukast. Eftir að honum var velt úr sessi hafa áhrif bók- stafstrúarmanna orðið ríkari og óttinn hefur læðst inn í hugskot landsmanna að sama skapi. Ég hygg á Túnisferð sem fyrst og vonast til þess að geta eytt þar góðum tíma. Seinna mundi ég vilja eyða þar ellinni við þversagna- kenndan kóranlestur og rósavín- drykkju. ÚR MYNDASAFNINU . . . ÓLAFUR K. MAGNÚSSON Barátta í bæjarstjórn Nú líður senn að því að lands- menn gangi að kjörborðinu og kjósi sér bæjar- og sveitar- stjórnir fyrir næstu fjög- ur ár. Sjálfsagt er kom- inn glímuskjálfti í fram- bjóðendur og stuðnings- menn þeirra enda tals- vert í húfi að vel takist til, þótt sumir séu á því að sami rassinn sé undir þeim öllum. Pólitísk átök og sviptingar eru hins vegar ekki ný bóla og hér áður fyrr var baráttan jafnvel enn illvíg- ari en á okkar dögum. Við grípum hér niður í bæjar- og sveita- stjórnarkosningar sem háðar voru í ársbyijun 1954, en þar segir meðal annars í baksíðugrein Morg- unblaðsins á kjördag, sunnudaginn 31. janúar: „Jafnframt því að kjósa sér bæjarstjórn velja Reykvíkingar í dag borgarstjóra sinn. Ef D-list- inn sigrar og fær hreinan meiri- hluta verður Gunnar Thoroddsen áfl'am borgarstjóri Reykjavíkur. Ef tæt- ingsliðið sigrar og kommúnistum skapast hér forystuaðstaða veit enginn, hvað við tekur. Glundroðaflokkarnir fjórir hafa ekki getað svo mikið sem nefnt neinn mann, sem fengist til þess að taka að sér borgarstjórastarf fyrir þá.“ Svo mörg voru þau orð og það þarf ekki að taka það fram að Sjálfstæðisflokkurinn vann sig- ur í kosningunum og fékk hreinan meirihluta, eins og svo oft áður og síðar. Myndirnar eru teknar á fyrsta bæjarstjórnarfundi eftir kosningarnar 1954. Auður Auðuns í ræðustól, en hún var kjörin forseti bæjarstjórnar, fyrst kvenna til að gegna því embætti. ÞANNIG . . . HELDUR SIGURÐUR HALL SÉR FRJÓUM MEISTARAIiOKKARNIR ÓSKAR OGINGVAR Vond samviska betrumbætt Spennandi að vasast ímörgu ÞAÐ er ekkert grín að stunda krefjandi starf sem þarf stöðugt að endurskoða með tilliti til ferskleika í hugmyndum og úr- vinnsiu þeirra. Margir landsmenn eru hæfi- leikamenn á sínu sviði og því mætti nefna marga til í hugrenningum sem þessum. Einn í hópnum er sá landsfrægi kokkur, Sigurður L. Hall, sem oft hefur miðlað les- endum Morgunblaðsins úr uppskrifta- brunni sínum. Það væri fróðiegt að spyrja kokkinn hvernig hann fer að því að halda sér ferskum og fijóum í hugsun þegar matseld er annars vegar. Hvort það tengist því ef til vill, að allt frá því að hann kom I hingað til lands árið 1988 eftir dvöj í Nor- egi um árabil og hóf störf á Hótel Örk og í veiðihúsinu við Laxá í Kjós hafi hann nánast verið á stöðugum þönum úr einni vinnu í aðra? Sigurður, sem er nú kominn aftur á Hótel Örk sem nokkurs konar verks- stjóri, svarar þessu þannig: * Eg var í veitingarekstri í Noregi öll þessi ár og það var auðvitað mikill skóli. Þegar ég kom svo heim byijaði ég í Kjósinni og var . j þar með 20 tii 25 manns í mat alla daga allt sumarið. Mér var sagt að gera hvað sem ég ■ vildi, eina skilyrðið var,, að. maturinn yrði /að I vera „delux“. Það eru yndislegustu skilaboð sem Tiáégt'ér ‘að'húgsa s'ér til kökks: Kjósarsumrin; Sigurður L. Hall sem urðu flögur, voru því frábær tími og ég gat leyft mér að þróa og prófa allt milli himins og jarðar. Ég bý að því. Samhliða Kjósinni var ég svo í ýmsu, á Örkinni, hjá Islenskum matvæl- um, útflutnignsráði, sjónvarpskokkur hjá Stöð 2 og ritstjóri Matar- og vínklúbbs AB. Ég hef aldrei verið hrifínn af því að festa mig á einum stað. Elnhveiju veitingahúsi. Að vasast í mörgu er spennandi og heldur manni fijóum. Maður verður að tefla stöðugt fram einhveiju nýju og leiðinleg vanabinding á ekki við. í matargerð virðist vera af nógu að taka,“ segir Sigurður. En er það ekki viss vanabinding að vera nú kominn í hring, aftur á Hótel Örk? „Nei, nei, ekki lít ég nú þannig á það. Mér þótti það reyndar svolítið fyndið fyrst og mér leið eins og ég hefði aldrei farið úr sporunum. En Örkin er svo mikið breytt til hins betra síð- an að ég var þar að þetta var eins og allt ann- ar staður. Ég er auk þess þarna meira sem nokkurs konar verkstjóri og verð bara fram á ■yprjð, þá tek ég við Hótel Valhöll. Alltaf á ferð- inni, það er það sem beífurs!", segir Sigurður fc.'hafhað'iokunr--------* ------------------- eistarakokkar Morgunblaðsins og Rásar 2, þeir Óskar og Ingvar á Argentínu steikhúsi, eru með línurnar í huga að þessu sinni, enda nýafstaðin ein af mestu átveislum landsmanna, páskarnir eins og þeir leggja sig, eða eins og þeir segja: — Eftir páskana þjást margir af þeirri hugsun að hafa ekki gætt hófs í mat og drykk, rétturinn hans pabba hefur reynst honum mikil hjálp við þessar kringumstæður. Tekur hann ávallt gleði sína aftur eftir að hafa eldað þennan rétt og öll hugsun af frekari megrun er óþörf. Vonum við að þessi aðferð geti orðið fleirum að liði í baráttunni við ofátshugsunina. Megrunarrétturinn hans pabba fyrir 4 800 g ýsuflök, bein- og roðhreinsuð 1 msk. matarolía 1 stk. sítróna 1 stk. sellerí 1 stk. gulrót 2 stk. tómatar 1 stk. paprika, lítil rauð 1 stk. epli, grænt salt — pipar Aðferð: Þessi réttur er eldaður á pönnu sem er með þéttu loki ef það er lpftgat á Ipkiriu ■ - er því lokað ávÓ rétVú7iWrLhárað<jirfusjöðá!:' IIJ ■Pannan smurð með olíunni. Ýsuflökin eru - skorin í u.þ.b. 100 g bita og raðað á pönn- una, sítrónan er kreist yfir, kryddað með salti og pipar. Grænmetið skorið í strimla, gulrótin er þó skorin þynnra svo hún nái að eldast jaf nt og annað hráefni í réttinum, þar sem hún þarf lengri eldun. Eplið og tómatarnir skorið í þunna báta. Grænmetið sett yfir ýsuna, lokið sett á pönnuna og eld- að, gætið þess aðeins að ofelda fiskinn ekki Meðlæti: ferskt salat. Gratinerad Farfalle fyrir 4 300 g Farfalle, slaufur 10 stk. sveppir 1 stk. paprika, rauð 1 stk. blaðlaukur 4 stk. sellerí 4 stk. smjörbaunir 10 sneiðar ostur 4 msk. ólífuolía krydd: basilikum, svartur pipar, salt Aðferð: Pastað er soðið á hefðbundinn hátt með matarolíu út í vatninu. Grænmetið er skorið smátt niður og ristað í ólífuolíunni, síðan er pastanu blandað saman við, kryddað með basilikum, nýmuldum svörtum pipar og salti. Þessu er blandað vel saman og að lokum er ostinum raðað yfir og gratiner- ^iAfofrÍfí^9 !9S VÞ °?8 .ílinxoiaiifib Meðlæti: fersktealat og nýbakað brauð.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.