Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRIL 1994 Ráðgjafamefnd þingflokka um hvalveiðimál Tillaga nm veiðar á hrefnu í undirbúningi TILLAGA um að Alþingi leggi til að sjávarútvegsráðherra heim- ili hrefnuveiðar nú í sumar verður, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins, lögð fyrir nefnd sem á að undirbúa tillögur fyrir Alþingi um framhald hvalveiðimála. Fallist nefndin á tillög- una mun hún 'að öllum líkindum flytja þingsályktunartillögu þessa efnis á Alþingi innan skamms. Umrædd nefnd var skipuð af sjáv- arútvegsráðherra í haust og til- nefndu þingflokkamir fulltrúa i hana. Formaður nefndarinnar er Matthías Bjamason þingmaður Sjálfstæðisflokks og hefur Morg- unblaöið upplýsingar um að hann sé að undirbúa áðumefnda tillögu en Matthías vildi ekki tjá sig um málið við Morgunblaðið. Matthías flutti í vetur, ásamt Guðjóni Guð- mundssyni þingmanni Sjálfstæð- isflökksins, þingsályktunartillögu á Alþingi um að ríkisstjórninni verði falið að hefja undirbúning hvalveiða á næsta sumri. Guðjón situr einnig í ráðgjafamefndinni. Hlutafjáreign innlánsstofnana Landsbankí á í flestum fyrirtækjum LANDSBANKINN, dóttur- félög hans og dótturdóttur- félög, eiga hlut I nærri 40 hlutafélögum. Flest þeirra eru félög sem áður voru í eigu Sambands íslenskra samvinnufélaga. Þetta kemur fram í skrif- legu svari viðskiptaráðherra á Alþingi við fyrirspum Matthí- asar Bjamasonar þingmanns Sjálfstæðisflokksins um hlutafjáreign banka og inn- lánsstofnana og dótturfyrir- tækja þeirra. Búnaðarbankinn á hlut í 7 hlutafélögum, þar af meiri- hluta í tveimur. íslandsbanki og dótturfyrirtæki hans tengj- ast nærri 30 félögum með hlutafjáreign. Sparisjóða- banki íslands á aðeins hlut í einu fyrirtæki og hlutafjár- eign 10 stærstu sparisjóðanna er að mestu leyti bundin við félög sem stunda fjármála- starfsemi. Sjá bls. 20: „Landsbanki ..." 100 dýra kvóti? Hrefnuvertíð stendur frá júní til ágúst en hrefna hefur ekki verið veidd hér við Iand i atvinnuskyni síðan hvalveiðibann Alþjóðahval- veiðiráðsins tók gildi árið 1986. Ef- miðað væri við veiðistjómunarreglur Alþjóðahvalveiðiráðsins yrði hrefnu- kvótinn innan við 100 dýr á svæðinu næst landinu, að sögn Jóhanns Sig- uijónssonar sjávarlíffræðings hjá Hafrannsóknastofnun. Jóhann sagði að þá væri miðað við mjög varfærn- ar forsendur og ef ná ætti hámarks- nýtingu á hrefnustofninum gæti kvótinn orðið allt að 200 dýr á ári. Samkvæmt Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga ríki eink- um að starfa á vettvangi viðeigandi alþjóðastofnana að verndun og stjórnun hvala. Þar sem íslendingar eru ekki aðilar að Alþjóðahvalveiði- ráðinu yrðu hrefnuveiðar í sumar stundaðar á vettvangi Norð- ur- Atl antshafs sj ávarspendýraráðs- ins, NAMMCO. Að sögn Halldórs Arnasonar aðstoðarmanns sjávar- útvegsráðherra og formanns ís- lensku sendinefndarinnar hjá NAMMCO er það ótvírætt mat sendinefndarinnar að samtökin upp- fylli þessi skilyrði Hafréttarsáttmál- ans, en um það hafa verið nokkuð skiptar skoðanir hér á landi. Halldór sagði að formlegt sam- þykki NAMMCO þyrfti ekki að koma til þótt íslendingar hæfu hrefnuveið- ar. Hins vegar yrði haft eðlilegt samráð innan NAMMCO um málið en fjallað væri um hrefnu innan samtakanna, svo sem í vísindanefnd og eftirlitsnefnd. Morgunblaðið/Júlíus Víða lagður eldur í sorptunnur Slökkviliðið í Reykjavík var fjórum sinnum kvatt út síðdegis í gær vegna þess að kveikt hafði verið í sorpgeymslum húsa í mið- og austurbænum. Laust eftir klukkan 15 var með 15 mínútna millibili kveikt í sorptunnum við Hverfisgötu 64 og Laugaveg 138. Tveimur stundum síðar var farið inn f sorpgeymslu húss við Hvassaleiti og eldur lagður í tunnur og loks var kveikt í sorpi við Smiðjuveg 11 laust fyrir klukkan hálfátta í gærkvöldi. í engu tilfellanna varð telj- andi tjón á öðru en sorptunnunum. Ovíst er hveijir voru þarna að verki. í dag Ferðaafsláttur innanlands ASÍ gerir samning um hótel 7 Viðskipti/atvinnulíf Bati á afkomu Ármannsfells 20 Dalvík 20 ára_______________ Fólkvangur í Böggvisstaðafjalli 22 Ráðstefna i San Francisco Grænmeti og ávextir draga úr tíðni krabbameins 25 Leiðari_____________________ Tillögur sjálfstæðismanna í Reykjavík 26 r i nuul i urWINU\ SÉRBLAS UM SiÁVARÚTVEG ► Marbakki ístros eykur sölu á rússaþorski, 90% þorskafla Rússa tíl Vesturlanda - Bleikj- an stöðugt vinsælli - Hlutdeild alaskaufsa eykst vestanhafs ► Hjálpaðu unganum - Hug- rún og Valgeir - Dengsi hugg- ar Barböru - Gestaþraut - Mýs geta sungið - Pennavinir - Uppruni Óiympíuieikanna Samkomulag náðist í Kaupmannahöfn um skiptingu loðnukvótans Rýmkað um veiðar Norð- manna og Grænlendinga > /* Afram fara 78% kvótans til Islendinga en 11% til Noregs og Grænlands SAMNINGAR náðust í gær í þríhliða viðræðum íslendinga, Norð- manna og Grænlendinga um framlengingu á samningi um skipt- ingu loðnukvótans á fundi í Kaupmannahöfn með fyrirvara um samþykki stjórnvalda í aðildarlöndunum. Meginbreytingin frá núgildandi samningi felst í að Norðmenn og Grænlendingar fá aukna möguleika í byijun vertíðar á sumrin til að veiða þau 11% af heildarkvótanum sem þeir hafa átt rétt til, en hlutdeild þjóð- anna í heildarkvótanum verður áfram óbreytt. Gert er ráð fyrir að nýi samningurinn nái til fjögurra vertíða og framlengist síðan sjálfkrafa um tvær vertíðir í senn nema honum sé sagt upp. Meira flutt inn af rússaþorski Um 90% þorskafla Rússa seld til Vesturlanda INNFLUTNINGUR á rússafiski virðist fara vaxandi hérlendis, enda skórtir fisk til vinnslu, einkum í söltun. Á öllu síðasta ári keyptum við 6.000 til 7.000 tonn af rússafiski til vinnslu hér, en nú þegar hefur eitt fyrirtæki, Marbakki ístros hf., flutt inn um 1.500 tonn. Rússar selja um 90% þorskafla síns til Vesturlanda og fara því aðeins 10% af þorskaflanum í Barentshafinu til vinnslu í Rússlandi, samkvæmt heimildum frá Múrmansk. Rússafiskurinn fer mest í salt og blokk hér á landi, en mikið af þessum fiski fer einnig til Danmerkur, Kanada og Portúgals, þar sem hann er ýmist endurfrystur eða saltaður. Eftirspurn eftir þessum fiski stöðvar sem kaupa þorskinn af hefur verið mikil og er verð fyrir tonnið af hausuðum og slægðum þorski um 1.550 dollarar á tonnið, en það svarar til um 85 króna á kíló af slægðum þorski með haus á innlendum fískmörkuðum. Um miðjan febrúarmánuð hélt 81 togari af fískimiðunum og til hafnar, en aðeins átta þeirra lönd- uðu í rússneskri höfn. Það eru fyrst og fremst norskar fískvinnslu- Rússum. 48 af togurunum 81 lönd- uðu afla sínum til fiskvinnslu- stöðva í Noregi en 20 lönduðu um borð í rússnesk verksmiðjuskip á miðunum. Samkvæmt heimildum frá Noregi fer megnið af þorskin- um, sem landaÓ er til vinnslu í verksmiðjuskipunum, til Vestur- landa. Sjá nánar í Úr verinu á bls. B1 og B2. „í grundvallaratriðum er byggt á grunninum, sem var lagður í fyrri samningum,“ sagði Ámi Kolbeins- son, sem situr í íslensku viðræðu- nefndinni. Hlutfallsskipting kvót- ans milli þjóðanna er óbreytt þann- ig að íslendingar fá áfram að veiða 78% en hinar þjóðirnar 11% hvor. Reglur um gagnkvæmar veiðiheim- ildir í lögsögu hverrar þjóðar verða í grundvallaratriðum eins og í nú- gildandi samningi, sem rennur út í lok apríl. „En samningamir snér- ust að miklu leyti um þá ósk við- semjenda okkar að fyrirkomulag- inu verði breytt þannig að þeim verði auðveldara að ná sinni hlut- deild í veiðinni. Niðurstaðan varð sú, að það yrði gert með því að gefa þeim heldur rýmri heimildir af upphaflegum bráðabirgðakvóta í byijun vertíðar, seint á sumrin, sem við fáum svo að sjálfsögðu tií baka þegar endanlegur kvóti er ákveðinn á haustin,“ sagði Árni. Einnig eru gerðar breytingar á ákvæðum sem varða útreikninga á bótum ef einhver aðilinn veiðir ekki sinn hluta á tiltekinni vertíð með auknum veiðiheimildum á næstu vertíð. Þá eru rýmkuð ákvæði um þann fjölda norskra og græn- lenskra skipa sem mega veiða inn- an íslenskrar lögsögu samtímis að sumarlagi, sem fjölgar úr 25 skip- um í 36, en takmarkanir eru hins vegar áfram óbreyttar á vetrarver- tíðinni. Með samningsgerðinni í gær náðu Norðmenn fram hluta af sín- um kröfum en meginkrafa Norð- manna snérist um að bæta mögu- leika sína á að veiða þau 11% sem þeir eiga rétt á í upphafi hverrar vertíðar en Norðmenn vildu einnig fá anknn möíruleika á veiðum eftir 15. febrúar ár hvert, fyrir sunnan Hvalbak, en ekki var fallist á það. „Getum vel við þetta unað“ „Það er mitt mat að við getum vel við þetta unað,“ sagði Árni. „Því er ekki að neita að viðsemjend- ur okkar hafa náð fram að hluta til sínum óskum um að ná samn- ingi sem gefur þeim möguleika á að nýta sína umsömdu hlutdeild betur,“ sagði hann. Að sögn Árna blönduðu Norð- menn veiðum íslendinga í Smug- unni á engan hátt inn í viðræðurn- ar i Kaupmannahöfn. Núverandi samningur rennur út í apríllok en taka þarf ákvarðanir um upphafs- kvóta næstu loðnuvertíðar fyrir lok maí. Leggja þarf samninginn, sem gerður var í gær, fyrir Alþingi til staðfestingar. ♦ ♦ ♦ Alþjóðaskákmótið 1 Kópavogi Fimmjafnir í efsta sæti FJÓRÐA umferð alþjóðaskák- mótsins í Kópavogi var tefld í gær. Að þeim loknutn eru efstir með þijá vinninga Jón L. Árna- son, Hannes Hlífar Stefánsson, J. Emms, D. Kumaran og Z. Almasi. Helstu úrslit í fjórðu umferð urðu þau að jafntefli gerðu Jón L. og Emms og Kumaran og E. Grivas. Almari vann Jón G. Viðarsson Hannes Hlífar vann Þröst Þórhalls- son, Helgi Ólafsson vann Andra Áss Grét'arsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.