Morgunblaðið - 13.04.1994, Side 13

Morgunblaðið - 13.04.1994, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 13 Fullveldið og ESB eftir ÓlafÞ. Stephensen Tvær röksemdir eru þungamiðjan á málflutningi andstæðinga aðildar íslands að Evrópusambandinu (ESB). Annars vegar hefur því verið haldið fram að ESB-aðild þýði að útlendingar taki fiskinn okkar frá okkur. Sjávarútvegskafli aðild- arsamninga Norðmanna við Evrópu- sambandið kippir fótunum undan þessari röksemd, eins og undirritað- ur sýndi fram á í grein í Morgunblað- inu fyrir skömmu. Hins vegar eru þau rök mikið notuð, að um „full- veldisskerðingu" yrði að ræða, ef ísland gengi í Evrópusambandið. Þeir, sem halda þesari síðamefndu röksemd á lofti, eru væntanlega á einu máli um að fullveldi sé gott og skerðing á því sé vond, en útskýra hins vegar sjaldnast hvað þeir eigi við með „fullveldi“. Þar stendur hníf- urinn í kúnni. Skilgreining á fullveld- ishugtakinu er nauðsynleg, ætli menn að beita því fyrir sig í pólitísk- um umræðum. Ef á að vera hægt að ræða þessi mál af viti, þurfa menn sömuleiðis að hafa einhveija hugmynd um hvort ríki heims séu í raun fullvalda, miðað við þá skil- greiningu, sem þeir gefa sér. Þeir þurfa þá jafnframt að átta sig á hvort það sé mögulegt og æskilegt að þau séu fullvalda. Skilgreiningar á fullveldishugtakinu Fræðimenn hafa deilt um fullveld- ishugtakið öldum saman, að minnsta kosti frá dögum Machiavellis og Bodens á sextándu öld, og aldrei hefur náðst fullkomin samstaða um skilgreiningu á því. Það, sem yfir- leitt er þó átt við með fullveldi í al- mennu tali, er „að hafa fullt vald yfir málum sínum“, eins og Orðabók Menningarsjóðs orðar það. Þegar rætt er um fullveldi ríkis í samskipt- um við önnur ríki, er vanalega átt við að uppspretta ríkisvalds sé ein- vörðungu innan landamæra ríkisins; að ekkert erlent vald hafi áhrif á það, sem á sér stað á landsvæði þess. Ólafur Jóhannesson orðar þetta svo í bók sinni Stjórnskipun Islands: „Ríki ... lýtur stjórn, er sækir vald sitt til samfélagsins sjálfs en ekki til annarra ríkja, að öðru en því, er leiðir af reglum þjóðarétt- ar.“ Ymist er notazt við þrönga, form- lega (eða lagalega) skilgreiningu á fullveldishugtakinu eða víðari, póli- tíska skilgreiningu. Formleg skil- greining gerir ráð fyrir að ríki sé fullvalda, ef formlegar stjórnvalds- ákvarðanir eru teknar af innlendum stjórnvöldum. Pólitísk skilgreining gerir hins vegar ráð fyrir að innlend stjórnvöld hafi raunveruleg áhrif á innri mál ríkisins; geti farið sínu „Ef fullveldi er gott, en engu að síður er óger- legt að öðlast það við nútímalegar kringum- stæður — jafnvel óæski- legt — hvaða gagn er þá að fullveldishugtak- inu í umræðum um stefnumótun Islendinga varðandi aðild að Evr- ópusambandinu? Það verða andstæðingar ESB-aðildar að út- skýra, vilji þeir vera teknir alvarlega.“ fram, án tillits til þess, sem gerist utan landamæra ríkisins, og að eng- ar utanaðkomandi hömlur séu á þau lagðar. Skilgreiningar af þessu tagi eru væntanlega þær, sem andstæðingar ESB-aðildar íslands hafa í huga þegar þeir tala um fullveldi eða skerðingu á því. Að því gefnu má svo velta fyrir sér hvaða ríki séu í raun og veru fullvalda. Formlegt fullveldi Samkvæmt formlegri skilgrein- ingu eru þau ríki fulivalda, sem lúta ekki beinlínis erlendri stjórn eða eru hernumin af erlendu ríki gegn vilja sínum. Þetta á við um fiest ríki. Svo dæmi sé tekið var Kúveit hins vegar ekki fullvalda eftir innrás og hernám Iraka, vegna þess að hernámsstjórn- in tók ríkisvaldið í sínar hendur. Svo lengi sem innlend stjórnvöld taka ákvarðanir fyrir hönd ríkisins, án þvingunar af hálfu erlendra ríkja, og fara formlega með æðstu stjórn á landsvæði þess telst ríkið fullvalda að þjóðarétti. Það fer ekki á milli mála, sé laga- leg skilgreining notuð, að aðildarríki Evrópusambandsins eru fullvalda. Flestir fræðimenn á sviði þjóðaréttar viðurkenna þetta. Þótt hluti ríkis- valds sé framseldur til stofnana sam- bandsins, fer það framsal fram með lögformlegum hætti og er eigin ákvörðun stjórnenda ríkisins, án ut- anaðkomandý þvingunar. (Það má minna á að íslendingar hafa þegar framselt hluta ríkisvalds síns tii al- þjóðastofnana og erlendra aðila með frjálsum samningum, eins og bent var á í áliti nefndar, sem skilaði áliti árið 1992 um það hvort EES-samn- ingurinn bryti í bága við stjórnar- skrána. Fáir hafa fram að þessu lit- ið á slíkt framsal á ákvörðunarvaldi sem fullveldisskerðingu í lagalegum skilingi.) í Evrópusambandinu er sérhveiju aðildarríki heimilt að rifta samstarfinu. Þannig liggur ákvörð- unarvaldið um tilvist Evrópusam- bandsins, fjölgun eða fækkun í hópi aðildarríkjanna, hjá hveiju og einu aðildarríki. Hvaða ríki er fullvalda í raun? Hitt er svo annað mál, að lagaleg- ar skilgreiningar segja okkur oft ósköp lítið um það hvernig málum er háttað í raun, jafnt í innanlands- sem alþjóðastjórnmálum. Ef notuð er víðtækari pólitísk skilgreining af því tagi, sem minnzt var á hér á undan, má í raun segja að ekkert ríki hafi „fullt vald yfir málum sín- um“ nú á dögum. Fyrr á tímum þjón- aði það hugsanlega tilgangi að tala um fullveldi, í þessari pólitísku merk- ingu. Við aðstæður, þar sem sam- göngur og fjarskipti eru vanþróuð, hernaðartækni frumstæð, lítil sam- skipti milli þegna mismunandi ríkja og landamæri lokuð, er hugsanlegt að ríki ráði sér að öllu leyti sjálf. Öðru máli gegnir hins vegar nú á dögum. Á tímum fjölþjóðafyrir- tækja, sívaxandi alþjóðaviðskipta, stórbættra samgangna og fjar- skipta, opinna landamæra, gervi- hnattasjónvarps og hernaðartækni sem byggist meðal annars á lang- drægum sprengjuflugvélum og eld- flaugum, er fráleitt að nokkurt ríki geti farið sínu fram og stjórnvöld tekið ákvarðanir án þess að taka tillit til þess, sem er að gerast í umheiminum. Þetta á við um öll ríki, kannski þó sízt þau sem loka sig af frá umheiminum, t.d. Norður- Kóreu eða Albaníu fyrir 1989. Nú- verandi aðildarríki Evrópusam- bandsins, sem öll eru opin lýðræðis- ríki, höfðu því orðið fyrir „fullveldis- skerðingu" vegna þessara alþjóðlegu þróunarferla, löngu áður en sam- bandið var sett á laggirnar. Fullveldi íslendinga og alþjóðleg þróun Fullveldi íslendinga, sem þýddi kannski ennþá fullt vald á eigin málum á fullveldisdaginn 1. desem- ber 1918, fór fyrir lítið 10. maí 1940, þegar erlendur her lagði landið undir sig án þess að spyija leyfís. Hafið, sem fram að því hafði verið helzta vörn Islendinga gegn erlendum áhrif- um, var ekki lengur óyfirstíganleg hindrun vegna þess hvað samgöng- um, fjarskiptum og hernaðartækni hafði fleygt fram. Allt í einu var ís- lahd ekki lengur í útjaðri atburða, heldur réði lega landsins því að sá stríðsaðili, sem hafði vald á íslandi, hafði yfirhöndina í orrustunni um Atlantshafið. Eftir að seinni heims- styijöldinni lauk varð ísland ómiss- andi hlekkur í vörnum Vesturlanda. Hernaðarlega mikilvæg lega landsins hafði þau áhrif að íslendingar gátu ekki með nokkru móti reynt að úti- loka sig frá þróuninni á alþjóðavett- vangi. Þótt flestir, ef ekki allir, ís- Ólíifur Þ. Stephensen. lenzkir stjórnmálamenn á árunum eftir stríð hefðu sennilega kosið að erlent herlið sæti ekki í landinu, var annað ekki veijandi út frá þjóðar- hagsmunum en að gera samning um landvarnir við Bandaríkjamenn árið 1951, á dögum Kóreustríðsins og margvíslegs umróts í alþjóðamálum. Þannig hafði fulveldi íslendinga skerzt; innlend stjórnvöld gátu ekki lengur tekið ákvarðanir án þess að taka tillit til þess, sem gerðist í öðr- um ríkjum. Svo nýrra dæmi sé tekið, hefði það verið fráleitt fyrir íslend- inga að ætla að standa utan nýgerðs GATT-samnings um alþjóðaviðskipti og hafa reglur um viðskipti og tolla eftir eigin höfði, vegna þess hversu háð við erum utanríkisverzlun. Eina leiðin til að taka ákvarðanir, sem ekkert tillit taka til vilja stjórnvalda í öðrum ríkjum, er að loka landinu fyrir erlendum áhrifum og afnema allar alþjóðlegar skuldbindingar rík- isins. Slíkt telst tæplega æskilegt nú á dögum. Niðurstaða margra þeirra, sem hafa fjallað um fullveldishugtakið í Ijósi áðurnefndrar þróunar á alþjóða- vettvangi, er sú að í raun sé ekki hægt að nota það til þess að lýsa núverandi kringumstæðum í alþjóða- málum. Fullveldi, í þeirri merkingu að innlend stjórnvöld verði ekki fyrir neinum utanaðkomandi áhrifum þeg- ar þau taka ákvarðanir sínar og eng- ar ytri hömlur séu á þau lagðar, sé úrelt hugsjón en ekki lýsing á raun- veruleikanum. Hér er komið að kjarna málsins: Ef fullveldi er gott, en engu að síður er ógerlegt að öðlast það við nútíma- legar kringumstæður — jafnvel óæskilegt — hvaða gagn er þá að fullveldishugtakinu í umræðum um stefnumótun íslendinga varðandi aðild að Evrópusambandinu? Það verða andstæðingar ESB-aðildar að útskýra, vilji þeir vera teknir alvar- lega. Evrópusambandið: Brugðizt við fullveldisskerðingu Viðbrögð ríkja við margs konar þróun, sem virðir ekki landamæri, til dæmis í viðskiptamálum, sam- göngumálum og umhverfismálum, hafa verið þau að efna til alþjóða- samstarfs, þar sem settar eru reglur um samskipti ríkja og þegna þeirra í alþjóðlegu samfélagi. Alþjóðlegt samstarf er eina leiðin til að hafa einhveija stjórn á öflum, sem engin ríkisstjórn getur tekizt á við í ein- angrun frá öðrum. I þessu ljósi má færa rök fyrir að það sé villandi að draga upp mynd af Evrópusambandinu sem ógnun við fullveldi aðildarríkjanna. Þvert á móti er fyrirkomulag ákvarð- anatöku í ESB viðbrögð við þeirri skerðingu á fullveldi allra ríkja, sem ég hef lýst hér að framan. Með því að framselja hluta ríkisvalds síns til sameiginlegra stofnana Evrópusam- bandsins hafa aðildarríkin leitazt við að ná tökum á áhrifaþáttum, sem skipta miklu fyrir þjóðarhagsmuni þeirra, þótt ekki sé þar með sagt að þau öðlist fullveldið á ný. Þau hafa áttað sig á því að með því að sameina krafta sína, eru þau miklu sterkari en ef þau reyndu hvert um sig að takast á við vandamál nútím-' ans á eigin spýtur. Það sama á við um ísland og um aðildarríki ESB — í pólitískum skiln- ingi hefur fullveldi ríkisins rýrnað og við erum í síauknum mæli háð því, sem gerist utan landamæra þess. Spurningin er sú, hvort við ætlum að sitjá með hendur í skauti og láta þetta yfir okkur ganga eða hvort við viljum taka höndum saman við aðrar þjóðir til þess að hafa áhrif á ákvarðanir, sem geta haft úrslita- þýðingu fyrir þjóðarhagsmuni okkar í framtíðinni. Núverandi lausn á samskiptum okkar við Evrópusam- bandið, EES-samningurinn, er ekki fullnægjandi að þessu leyti. Hann kemur í veg fyrir efnahagslega ein- angrun Islands, en hann veitir okkur engin áhrif á pólitískar jafnt sem efnahagslegar ákvarðanir á vett- vangi ESB. Aðild að EvrópuSam- bandinu færir okkur hins vegar þessi áhrif. Sá kostur hefur staðið okkur til boða, og muni hann gera það áfram, eigum við að svara kalli tímans og grípa tækifærið. Markmið íslendinga, jafnt nú sem á tíma sjálfstæðisbaráttunnar, hlýt- ur að vera að hámarka þjóðarhag og hafa raunveruleg áhrif á stjórn eigin mála. Hins vegar á allt annar hugsunarháttur við nú en í byijun aldarinnar. Við þurfum að meta raunhæft þá möguleika, sem við höfum til að bregðast við og hafa áhrif á umhverfi okkar, í stað þess að einangra okkur eða laga okkur einhliða að breytingunum. Slík stefna er affarasælli en að veifa í kringum sig aldagömlum og úreltum hugtökum, sem hjálpa engum að átta sig á aðstæðum í veröldinni eins og hún lítur út seint á tuttugustu öldinni. Höfundur er stjórnmálafræðingur og leggur stund á framhaldsnám í alþjóðastjórnmálum í London. Húsatryggingar Reykjavíkur eftirJón G. Tómasson Vegna skrifa undanfarið um mál- efni Húsatrygginga Reykjavíkur, og nú síðast í leiðara Morgunblaðsins 10. þ.m., tel ég rétt að vekja at- hygli á eftirfarandi: 1. Iðgjaldataxtar Húsatrygginga Reykjavíkur hafa verið með því lægsta sem þekkist hér á landi og margfalt lægri en gerist í nágranna- löndunum. Þrátt fyrir að hlutfall atvinnuhúsnæðis vegi mun þyngra í Reykjavík en það gerir í nágranna- bæjunum var meðaltal iðgjalda 1992 af brunabótamati sem hér greinir: Reykjavík 0.34 0/00 Garðabær 0.35 0/00 ,Kópavogur 0.39 0/00 Mosfellsbær 0.40 0/00 Hafnarfjörður 0.50 0/00 Á Akureyri var hlutfallið það sama og í Hafnarfirði, 0.5Ö 0/00. „Ef hlutfall iðgjalda af brunamati væri það sama í Reykjavík og t.d. á Akureyri eða í Hafn- arfirði myndu iðgjalda- greiðslur húseigenda í Reykjavík hækka um 47%, eða um tæplega 100 millj. kr. á þessu Þetta þýðir einfaldlega, að ið- gjaldataxtar í Reykjavík eru lægri en í hinum kaupstöðunum. Ef hlutfall iðgjalda af brunamati væri það sama í Reykjavík og t.d. á Akureyri eða í Hafnarfirði myndu iðgjaldagreiðslur húseigenda í Reykjavík hækka um 47%, eða um tæplega 100 miilj. kr. á þessu ári. Það er því erfitt að rökstyðja nauðsyn þess að leggja niður Húsa- tryggingar vegná hagsmuna hús- eigenda í Reykjavík. 2. Af hálfu Reykjavíkurborgar er rekið öflugt slökkvilið og eldvarna- eftirlit, sem þjónar einnig nágranna- byggðunum. Tekjur af iðgjöldum vegna brunatrygginga hafa að hluta verið notaðar til að greiða kostnað við þennan rekstur. Þá hefur ákvæð- um um iðgjaldataxta verið beitt til að knýja húseigendur til nauðsyn- legra lagfæringa á eldvörnum. Ekki er vafi á, að öflugt slökkvilið og eldvarnaeftirlit hefur leitt ti( þess að tjón af völdum eldsvoða, og þá bæði á húseignum og innanstokks- munum, er lægra en ella. Hætt er við að þetta geti breyst ef slitið er á tengslin milli eftirlits og trygg- inga. 3.1 frumvarpi um brunatrygging- ar húseigna, sem nú liggur Alþingi, Jón G. Tómasson er gert ráð fyrir að Fasteignamat ríkisins framkvæmi virðingu hús- eigna. Kveðið skal á um greiðslu kostnaðar í reglugerð. Ráðagerðir munu uppi um að leggja ákveðið gjald, t.d. kr. 300 á ári, á allar fast- eignir til að standa undir þessum kostnaði Fasteignamatsins. Af öll- um húseignum í Reykjavík hefur þegar verið greitt virðingargjald. Hér yrði því um tvísköttun að ræða. Matseiningar í Reykjavík eru rúml. 60 þús. Árlegur skattur á húseig- endur í Reykjavík gæti því orðið um 18 millj. kr. og um 40 millj. kr. á húseigendur á landinu öllu. Vegna EES-samningsins verður að fella úr gildi einkarétt borgar- stjómar Reykjavíkur til brunatrygg- inga húeigna í borginni og húseig- endum verður ftjálst að tiyggja hjá öðrum tryggingafélögum. En áður en lengra er haldið og starfsemi Húsatiygginga lögð niður er eðli- legt, að borgaiyfirvöld vilji sjá hvað borgarbúum býðst í staðinn. Höfundur er borgarritari í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.