Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994
Sköpum innlendum skipa-
smíðaiðnaði starfsvettvang
eftir Þráin
Sigtryggsson
Ekki munu þeir sem til þekkja
efast um að nýkynntar stuðningsað-
gerðir ríkisstjómarinnar við bág-
borna stöðu málmiðnaðarins, og þá
sérstaklega skipaiðnaðinn, eru fram
komnar á elleftu stundu. Við verðum
að vona, að þetta sé byrjun öflugs
átaks, sem alltof lengi hefir verið
beðið eftir.
Ég fullyrði að málmiðnaður,
hvaða grein og hverju nafni sem
nefnist, er undirstaða alls annars
atvinnurekstrar í landinu. Menn
veita þessu ekki athygli, þetta er svo
sjálfsagt að við tökum ekki eftir því,
í hinu daglega amstri. Það er stað-
reynd að nútíma þjóðfélag væri ekki
til ef við hefðum ekki málma og
kynnum að nýta okkur þá.
Þetta á jafnt við um einstakling-
ana, hvern og einn einasta, eins og
fyrirtæki og stofnanir, hvert sem lit-
ið er í þjóðfélaginu. Ég held að mig
misminni ekki, að í Bandaríkjum
N-Ameríku verður ekkert skip skráð,
sem smíðað er utan Bandaríkjanna.
Hvernig væri að taka þessa reglu
upp hér? Hvers vegna ekki? Við
getum byrjað á að miða við öll fiski-
skip, stór og smá, feijur og flutn-
ingaskip upp að t.d. 3.000 brúttólest-
um.
Ef einhveijum dettur í hug að
halda að við getum þetta ekki, þá
er slíkt eintómur misskilningur og
vanmat á staðreyndum.
Málið er að við stöndum mjög
framarlega í öllu, sem viðkemur
skipasmíðum sog búnaði, og íslensk-
ir skipahönnuðir hafa þróað nýjung-
ar bæði á stefni og skut skipa sem
útlendingar hafa tekið upp eftir okk-
ur. Sama má segja um vinnslubúnað
á millidekki.
Vita landsmenn yfirleitt, að svo-
kölluð flæðilína sem hvert frystihús-
ið á eftir öðru tekur nú í notkun,
er hönnuð og þróuð af íslendingum?
Svona flæðilínur, smíðaðar hér
heima, voru sendar til Noregs og
þar settar í skip, sem Norðmenn
„Að sækja þessa þjón-
ustu til nágrannaþjóð-
anna, við núverandi að-
stæður, er einfaldlega
það sama og að dæma
jafnmarga Islendinga
til atvinnuleysis.“
voru að smíða fyrir íslendinga. Norð-
menn voru fljótir að mæla, teikna
og mynda þessa nýjung, og bjóða
nú slíkar flæðilínur í öll fiskiskip sem
þeir smíða, sé hægt að koma því
við, en einnig eru þeir að bjóða þess-
ar flæðilínur á báða bóga vítt og
breitt um heiminn. íslendingar hafa
burði og getu til að smíða eigin skip
og þurfa engrar hjálpar að leita til
útlanda, það sanna þau skip, sem
þegar hafa verið smíðuð og stoltir
sjómenn okkar sækja sjóinn á frá
hinum ýmsu höfnum landsins.
Við smíðum hér heima fullkomn-
ustu nýtísku tæki og tól til notkunar
á millidekki, sem þekkt eru í heimin-
um í dag. Háþróuð tækniundur
tölvualdar, eins og skipavogirnar frá
Pólnum og Marel, og sjálfvirkt stað-
setningarkerfi með viðeigandi til-
kynningu, (Tilkynningarskyldan)
eru dæmi um framúrskarandi ís-
lenskt hugvit. Sama verður sagt um
veiðarfærin.
Með Hampiðjuna í fararbroddi
getum við framleitt öll okkar veiðar-
færi sjálfir. Þegar síðan kemur að
nútíma togbúnaði er heldur ekki
fátæklegt um að litast. Þar ber fyrst
að telja Vélaverkstæði Sigurðar
Sveinbjörnssonar, sem framleiðir
spil og vindur af öllum stærðum og
gerðum, alit eftir óskum og þörf.
Vélsmiðjan Oddi á Akureyri fram-
leiðir stálbobbinga og annan búnað
fyrir fótreipi á trolli. Rafboði Rafur
í Garðabæ framleiðir svokallað auto-
troll, ómissandi um borð í nútíma
togveiðiskipum. Síðast en ekki síst,
Jósafat Hinriksson smíðar toghlera
og annan búnað til togveiða, sem
nær allur íslenski flotinn notar og í
framhaldi hafa þessir toghlerar verið
seldir til allra heimshluta þar sem
togveiðar eru stundaðar við vaxandi
vinsældir.
Fjölmörg önnur fyrirtæki hafa átt
dtjúgan þátt í að móta og þróa ís-
lenskan sjávarútveg og fiskvinnslu,
að því marki að vera í allra fremstu
röð, meðal fiskveiðaþjóða heimsins
í dag. Þar má nefna fyrirtæki eins
og Borgarplast, Sæplast og Stjörnu-
stein með fiskikör og -kassa, Hans-
vélar/Kvikk með slægingarvél og
vélar til að nýta fiskhold úr hausum,
Stálvinnsluna með Stava-flokkunar-
búnað og DNG með færavindur,
marga fleiri væri verðugt að nefna.
Hvernig er búið að þessari bráð-
nauðsynlegu starfsemi? Gera stjórn-
vöid og það opinbera sér grein fyrir
mikilvægi þess að sá atvinnurekstur
sem hér er fjallað um blómgist og
dafni? Það er raunalegt að þurfa að
viðurkenna að mjög oft, alltof oft,
hefir maður það á tilfinningunni að
opinbera kerfið geri sér ekki grein
fyrir þeirri staðreynd að vöxtur og
viðgangur þessara atvinnuskapandi
fyrirtækja er undirstaða allrar verð-
mætasköpunar í landinu.
Ef við tökum skipasmíðaiðnaðinn,
nauðsyn og áhrif hans einan og sér,
til umfjöllunar, þá blasa ýmsar áber-
andi staðreyndir við. Það er óum-
deilt að hvert stöðugildi við skipa-
smíði skapar a.m.k. annað stöðugildi
annars staðar í þjóðfélaginu.
Við eðlilegar aðstæður eru störf
við skipasmíði þokkalega borguð
þannig að sveitarfélög og ríki hafa
verulegar skatta og útsvarstekjur
af starfsmönnum og viðkomandi fyr-
irtækjum. Staðlar og töflur um þessi
atriði eru til hjá Þjóðhagsstofnun,
þar er einnig að fínna gagnlegar
upplýsingar um hve margir einstakl-
ingar eru á framfæri umræddra
starfsmanna. (margfeldisáhrif).
Vegna samdráttar í inniendum
skipasmíðaiðnaði á undanförnum
árum hefir störfum fækkað og flest-
ir sem glata við það starfi hafa
hægt og bítandi færst yfir á atvinnu-
leysisbætur.
Þetta er auðvitað með öllu óþol-
Þráinn Sigtryggsson
andi, við verðum að færa skipasmíð-
ar og viðhald skipastólsins inn í land-
ið.
Að sækja þessa þjónustu til ná-
grannaþjóðanna, við núverandi að-
stæður, er einfaldlega _það sama og
að dæma jafnmarga Islendinga til
atvinnuleysis, eins og þá erlenda
menn sein fá atvinnu við að vinna
viðkomandi verk á erlendri grund.
Við þessar aðstæður á hiklaust
að nota sjóðakerfið til að halda at-
vinnu í landinu með því að stýra
útlánum og binda útlán því skilyrði
að smíði og/eða viðhaldsvinna við
skipaflota landsmanna fari fram inn-
anlands.
Vilji menn ræða mismunandi
kostnað við að smíða skip, annars
vegar t.d. í Noregi og hins vegar
hér heima, þarf að taka inn í dæmið
ansi marga pósta sem ég veit að
gleymst hefir að reikna með, sé skip-
ið smíðað erlendis. Það er ekki nóg
að segja að skip kosti x krónur til-
búið til heimsiglingar frá skipa-
smíðastöð í Noregi.
Ég er búinn að geta þess að ríki
og sveitarfélög tapa skatttekjum og
í viðbót greiðum við öllu starfsfólki,
sem að verkinu kemur, laun í gjald-
eyri, síðan eru jafnmargir á atvinnu-
leysisbótum hér heima, eins og áður
er nefnt.
Eitthvað kosta samningar, teikni-
vinna, ferðalög og uppihald á meðan
á samningum stendur, og uppihald
eftirlitsmanna á smíðatímanum, eitt-
hvað kostar líka að sækja skipið
þegar smíðinni er lokið. Þessi kostn-
aður hverfur að sjálfsögðu ekki þótt
smíðað sé heima, en það fækkar í
hópi atvinnulausra og það þarf ekki
að greiða þennan kostnað með gjald-
eyri.
Sem betur fer eru enn, og hafa
alltaf verið til, útgerðir, sem ekki
þurfa að leita á náðir sjóðakerfisins
til þess að láta smíða, kaupa notuð
skip, eða láta gera við og endurnýja
skipin sín. Þessum útgerðum verður
að sjálfsögðu ekki bannað að skipta
við erlendar skipasmíðastöðvar.
í þessum tilfellum er sjálfgefið
að íslenska ríkið setji einhverskonar
innflutningsgjöld (jöfnunartolla?) á
nýsmíði eða viðhaldsvinnu, nægilega
há til þess að íslenskur skipasmíða-
iðnaður sitji við sama borð og sá
erlendi, þannig skapi ríkið þessari
undirstöðuiðngrein eðlilegan starfs-
grundvöll án opinberra styrkja, og
um leið, eðlilegan samkeppnisgrun-
dvöll. Við vitum að norsksmíðuð
skip eru ódýrari en íslensk, en það
er líklega eingöngu vegna þess að
norska ríkið greiðir skipasmíðar nið-
ur með olíugróða. Pólsksmíðuð skip
eru ódýrari en íslensk vegna lágra
launa pólskra skipasmiða.
Síðustu atburðir, varðandi viðgerð
og breytingar á nótaveiðiskipnu
Svan RE og pólsku skipasmíðastöð-
ina, sem að því er ráða má af frétt-
um, beinlínis lækkaði sitt tilboð eftir
að tilboð höfðu verið opnuð, eru
auðvitað svo forkastanlegt athæfi
að stjórnvöld geta ekki annað en
tekið á málinu.
Til þess að koma með raunhæfum
hætti til móts við þarfir íslensks
skipasmíðaiðnaðar þurfa Reykjavík-
urhöfn og ríkið nú þegar að hafa
forgöngu, um gerð þurrkvíar á hafn-
arsvæði Reykjavíkur.
Atvinnuskapandi verk eins og
gerð þurrkvíar er hárrétt tímasett
einmitt núna, verulega atvinnuskap-
andi framkvæmd við varanlegt at-
vinnu- og gjaideyrisskapandi mann-
virki til hags og hagsældar fyrir
höfuðborgina og landið allt.
Höfundur er
framkvæmdastjóri.
f
I
(
|
c
I
I
1
i
i
í
i
• •
Onnur öld jafnaðarmennsku
eftirÁsgerði
Jónsdóttur
Miðvikudaginn 23. febrúar fór ég
á fund. Það væri svo sem ekki í frá-
sögu færandi nema vegna þess, að
fundarboðendur nefndust FFJ eða
Félag fijálslyndra jafnaðarmanna
og þrír fyrirlesarar þeirra á fundin-
um, af fímm, dembdu yfir fundar-
menn svo göróttu markaðshyggju-
flæði að helst mátti líkja við grenj-
andi stórhríð. Hinn augljósi leiðtogi
þessa flæðis, prófessor Þorvaidur
Gylfason, flutti nýja hugmynd eða
kenningu — í raun gamla í nýjum
klæðum: Til þess að glæða og efla
þjóðarhag er heillaráð að lækka laun
og koma á fót persónulegri mismun-
um launa við sömu störf á sama
vinnustað. Dáfögur tiliaga frá jafn-
aðarmanni! Ég hef fylgst með stjórn-
málum síðan ég komst til vits og
ára og man ekki aðra ömurlegri.
Þessar fyrrnefndar hugmyndir eru,
eins og ég tók fram, ekki nýjar af
nálinni, hvorki innan lands né utan.
Ég minnist þess, að á kreppuáratug-
unura fyrir seinni heimsstyijöld áttu
þær hijómgrunn hjá lítilsigldum
stjórnmálahugsuðum og einstaka
atvinnurekendum. En ekki hjá jafn-
aðarmönnum. — Nú er runnin önnur
öld jafnaðarmennsku.
Sainningar og afköst
Á ísiandi er launamunur svo gróf-
ur, að líkja má við þróunarríki. Það
gerist þrátt fyrir íjölbreytt launþega-
„Eigi að síður hafa, eins
og flestir vita, síðustu
fjóra til sex áratugi ríkt
sömu eða svipaðar
grundvallarreglur um
launasamninga á sömu
atvinnusviðum. Þær
hafa gefið launþegum
vissa réttarfarslega
stöðu og traust í tilver-
unni. Nú skulu þær á
brott numdar.“
og stéttasamtök. Ég hygg, að van-
hugsað starfsmat eigi hér nokkra
sök á máli svo og hinn stóri hópur
manna, við hlið hinna, sem hafinn
er yfir starfsmat. Einnig forskrúfað
hlutfall milli launa dagvinnu og eftir-
vinnu. Eflaust mætti nefna fleiri
orsakir og ekki allar viðráðaniegar.
Eigi að síður hafa, eins og flestir
vita, síðustu fjóra tii sex áratugi ríkt
sömu eða svipaðar grundvallarregiur
um launasamninga á sömu atvinnu-
sviðum. Þær hafa gefið iaunþegum
vissa réttarfarsiega stöðu og traust
í tilverunni. Nú skulu þær á brott
numdar. Tillögur prófessors Þor-
valds Gylfasonar varðandi launa-
samninga framtíðarinnar eru m.a.
þessar: Að firra þá öllum áhrifum
frá launþegasamtökum hveiju nafni
sem þau nefnast. Að hvert fyrirtæki
semji fyrir sig við sína starfsmenn.
Að síðan semji það (fyrirtækið) einn-
ig við hvern starfsmann sérstaklega
samkvæmt óútskýrðu afkastamati.
Ég endurtek; óútskýrðu afkasta-
mati, því prófessorinn minntist ekk-
ert á matsreglur eða matsmenn hvað
þá heldur hvort takast megi að fá
menn með heiðarlega sjálfsvirðingu
til þeirra starfa. Þegar prófessorinn
vísaði þessum afkastamælingum veg
inn í skólana, spurði ég hvernig og
hver ætti að mæla afköst kennara.
Ég fékk ekki svar. Ég minnist þess
að hafa lesið um atferli í þessa veru
í Bandaríkjunum. Það var fyrir all-
löngu síðan. Það endaði með ósköp-
um. í sjálfsvörn gripu nokkrir kenn-
arar til þeirra örþrifaráða að gefa
einkunnir, sem ekki svöruðu til
kunnáttu. Af því hlutust málaferli.
Ég hef ekki síðan haft spurnir af
slíkum málum sem betur fer.
Um vinnustaði
Einn fundarmaður úr sal lýsti
opinberlega stuðningi við tillögur
prófessors Þorvalds Gylfasonar. Það
var Jón Sigurðsson seðlabankastjóri.
Það er eflaust flestum kunnugt, að
þeir tveir embættismenn, er lýstu
sig hollvini fyrrgreindra tillagna,
lúta ekki afkastamati (ellegar starfs-
mati). Þeir standa báðir í turni laun-
þegastigans og hafa því hvorki sam-
band við né kunnugleika á almenn-
um vinnustöðum og þeim samstöðu-
og samstarfsanda, sem þar þarf að
Ásgerður Jónsdóttir
ríkja ef vinnustaðurinn á að skila
sómasamlegum árangri; sá andi
þrífst ekki við sérstöðustjórnun og
launamakk á vinnustað. Það finnast
dæmi á íslandi, er sýna það. Ég er
viss um, að hvorki prófessorinn né
seðlabankastjórinn vilji vinna á slík-
um vinnustöðum þótt þeir kjósi þá
öðrum til handa.
Góðir þjóðfélagshættir?
Prófessor Þorvaldur Gylfason
vitnaði til Bandaríkjanna varðandi
skipulag vinnumarkaðarins. í
Bandaríkjunum flytja fjölskyldur sig
(allar?) milli fylkja á þriggja ára
fresti, sagði hann og svo var að
heyra sem það væri af hinu góða.
Ég gat ekki betur heyrt en að hér
væri um að ræða vísun á farand-
verkafólk og spurði hvort slíkt væru
ákjósanlegir þjóðfélagshættir. Ég
fékk ekki svar. Ég er sannfærð um
að hvorki prófessorinn né seðla-
bankastjórinn telja þá sér við hæfi
og ég er þeim sammála um það.
Afþráhyggju
Prófessor Þorvaldur Gylfason tal-
aði að sjálfsögðu fjarskalega illa um
landbúnað, sem virðist vera orðinn
þráhyggja hans og sálarmein og því
ekki til umræðu hér.
Um gagnsemi
í mörg ár hef ég lesið blaðagrein-
ar prófessors Þorvalds Gylfasonar
um atvinnumál. (Ég á m.a.s. þó
nokkurt safn þeirra.) En hvernig
sem ég hef lagt mig fram hefur mér
reynzt afar torvelt að handsama þar
heillavænlegar niðurstöður eða til-
lögur til nytsemdar fyrir þann hvers-
dagslega raunveruleika sem mann-
legt samfélag og atvinnulíf þess er.
Það sezt jafnan að mér sú leiða
kennd, að greinarhöfundurinn Þor-
valdur Gylfason prófessor hafi
hvorki persónuleg né þekkingarleg
tengsl við þennan raunveruleika
heidur líti hann úr turni faglegrar
einsemdar sem líkan og tölur sem
hægt sé að stýra að æskilegri niður-
stöðu. Þess vegna falli orð þessa
gáfumanns oftar en ekki utan vegar
gróandi þjóðlífs.
Skrifað 10. marz 1994
Höfundur er kennari.
i
í
i
i
i
i
i
i
i
I
I