Morgunblaðið - 13.04.1994, Síða 26

Morgunblaðið - 13.04.1994, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRIL 1994 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Tillögiir sjálfstæðis- manna í Reykjavík ísland og EES- samningurinn Sjálfstæðismenn í Reykjavík hafa á undanförnum dögum kynnt tillögur sínar í atvinnu- málum og fjölskyldumálum, sem þeir hyggjast leggja áherslu á í næstu borgarstjórnarkosning- um. Líklega eru engin málefni borgarbúum jafn ofarlega í huga þessa stundina og atvinnumál og er það mikil breyting frá því sem verið hefur síðasta aldar- fjórðung en síðast gætti mikils atvinnuleysis í Reykjavík snemma árs 1969. Jafnframt er ljóst, að fjölskyldumál verða meira umræðuefni í kosninga- baráttunni nú en oftast áður vegna þeirrar áherzlu, sem báðir framboðslistarnir leggja á þenn- an málaflokk. Og auðvitað eru þessi tvö meginmál nátengd. I inngangi að tillögum Sjálfstæð- isflokksins í atvinnumálum er komið inn á þetta: „Öryggi er það sem fjölskyldunni er mikil- vægast. Grunnur fjárhagslegs öryggis hvílir á atvinnunni, sem er stærsta hagsmunamál fjöl- skyldunnar þótt hið félagslega öryggi sé ekki síður mikilvægt ... I Reykjavík þarf um sex þúsund ný störf fram til ársins 2000 til að mæta árlegri fjölgun fólks á vinnumarkaði og koma í veg fyrir viðvarandi atvinnu- leysi. Skapa þarf traustara fyrir- tækjaumhverfi, sem stuðlar að öflugu nýsköpunar- og þróunar- starfi og hefur í för með sér fjölgun vel launaðra starfa fyrir borgarbúa. Það er helst gert með því að hlúa að vaxtarbroddum í atvinnulífinu eins og ýmsum smáiðnaði, þróunarfyrirtækjum, fyrirtækjum í ferðaþjónustu og nýjum framsæknum hugmynd- um.“ Til að ná þessum markmiðum hyggjast sjálfstæðismenn leggja áherslu á jafnt tímabundin átaksverkefni til að draga úr atvinnuleysi sem langtímaað- gerðir er stuðla að þróttmeira atvinnulífi í framtíðinni. Með þeim tillögum í fjöl- skyldumálum, sem kynntar voru á mánudag, kemur hins vegar fram hvernig sjálfstæðismenn vilja tryggja félagslegt öryggi reykvískra fjölskyldna á næsta kjörtímabili. Sjálfstæðismenn segjast með- al annars ætla að beita sér fyrir því að biðlistum á leikskólum verði útrýmt á næstu tveimur árum og að á næstu þremur til ijórum árum verði komið á ein- setnum heilsdagsskóla í grunn- skólum Reykjavíkur. Þá vilja þeir byggja upp barnadeild á Borgarspítalanum og styðja byggingu barnaspítala við Land- spítalann með hundrað milljóna króna framlagi. Tillögur sjálfstæðismanna í jafnt atvinnu- sem fjölskyldu- málum eru athyglisverðar og í samræmi við þá forystu í þessum málaflokkum sem borgarstjóm- armeirihluti sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur haft á undan- förnum áratugum. Það er órétt- lát gagnrýni að halda því fram að það sé fyrst nú sem hugað sé að þessum málum af borgar- stjórnarmeirihlutanum. í raun væru margar þessar tillögur, til dæmis um að útrýma biðlistum á leikskólum og einsetinn heils- dagsskóla, óframkvæmanlegar ef ekki hefði átt sér stað mikil uppbygging varðandi leik- og grunnskóla í Reykjavík á undan- förnum árum. Það er sú upp- bygging, sem gerir það að verk- um, að nú hillir undir það, að markmið á borð við þessi séu raunhæf. Borgarbúar taka lof- orð af þessu tagi alvarlega, þótt fram séu sett í kosningaharáttu, vegna þess, að þeir hafa þá reynslu af meirihluta Sjálfstæð- isflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, að hann standi við kosningaloforð. Þess vegna skiptir líka máli, að ekki sé lofað meiru en hægt er að standa við. Það ber líka að hafa hugfast, að sá vandi sem nú er við að etja í atvinnumálum, er til kominn á allra síðustu misserum. í upp- hafi yfirstandandi kjörtímabils var atvinnuástand í Reykjavík ágætt og engin ástæða fyrir sveitarfélag á borð við Reykjavík að hefja stórfelld afskipti af at- vinnulífinu. Er efnahagsástandið versnaði var aftur á móti brugð- ist við því af hálfu borgarinnar með því að halda óbreyttu fram- kvæmdastigi allt fram á síðasta ár. Hefur alls verið framkvæmt fyrir 35 milljarða króna af borg- inni á þessu kjörtímabili, sem auðvitað hefur tryggt þúsundum Reykvíkinga atvinnu. Þá hefur á þessu ári verið ráðist í ýmis „átaksverkefni“ sem eiga að tryggja á annað þúsund atvinnu- lausum vinnu í einhvern tíma. Aðgerðir af þessu tagi hljóta hins vegar ávallt að vera tíma- bundnar og þær leysa engan vanda til frambúðar. Það getur heldur aldrei orðið verkefni hins opinbera, hvorki ríkis né sveitar- félaga, að tryggja öllum atvinnu. Hið opinbera getur hins vegar mildað áhrif atvinnuleysisins með tímabundnum aðgerðum jafnframt því, sem reynt er að skapa umhverfi, sem einkafyrir- tæki geta dafnað í. Þó að tillögur sjálfstæðis- manna séu engin allsheijarlausn á ríkjandi vanda eru þær um margt athyglisverðar og til þess fallnar að viðhalda forystu Reykjavíkurborgar á sviði at- vinnu- og félagslegra mála. eftir Stefán M. Stefánsson í. Hinn 5. maí 1993 fór fram loka- afgreiðsla á Alþingi um lögfestingu EES-samningsins. Sama dag var borin upp tillaga frá utanríkismála- nefnd þingsins um að taka upp við- ræður við Efnahagsbandalagið um svonefnd tvíhliða samskipti þess og íslands, einkum með hliðsjón af því að fjögur EFTA-ríki höfðu sótt um aðild að bandalaginu. Samkvæmt tillögunni skyldi Alþingi fela ríkis- stjórninnni að undirbúa slíkar við- ræður. Þessi tillaga var samþykkt samhljóða á Alþingi en nokkrir þingmenn sátu þó hjá við atkvæða- greiðsluna. Formaður utanríkis- málanefndar hefur bent á að þessi tillaga hafi verið túlkuð þannig í umræðum á Alþingi að hún útilok- aði ekki umsókn Islands um aðild að Evrópusamveldinu (ESB). Yrði hins vegar ákveðið að leita eftir slíkri aðild þyrfti ríkisstjórnin að fá umboð Alþingis til þess, þ.e. að ekki yrði sótt um aðild að ESB nema meirihluti þingmanna styddi ákvörðun um það. Samkvæmt þessu er ekki óeðlilegt að líta svo á að í ályktunum Alþing- is felist að EES-samningurinn eða sambærilegur samningur ti-yggi nægjanlega hagsmuni íslands að því er varðar lögskipti þess við ESB þar til annað kemur fram. í grein þessari verður því leitast við að skýra út þá stöðu sem ég tel að ísland muni verða í ef þau EFTA-ríki, sem nú eru aðilar að EES-samningnum, ganga í ESB. 2- EES-samningurinn snýst um margháttuð samskipti aðildarríkja samningsins. Aðalatriði hans eru svonefnd frjáls vöruviðskipti, fijáls þjónustustarfsemi og frjálsir Ijár- magnsflutningar. Ennfremur réttur til að stofnsetja fyrirtæki í öðrum aðildarríkjum og frelsi fyrir laun- þega til að ferðast um yfirráða- svæði aðildarríkjanna í atvinnuleit og til að þiggja atvinnutilboð þar. Samkeppnisreglur eru einnig mikil- vægur þáttur í samningnum svo og ýmis svokölluð jaðarmál, svo sem á sviði félagsmála, sem hér verður ekki getið. Samningnum fylgja svo bókanir og viðaukar og ýmsar gerðir sem getið er í viðauk- unum. Þessar réttarheimildir skoð- ast sem hluti EES-samningsins og þær hafa að geyma mikilvægt efni sem m.a. snertir Island sérstaklega. Ýmsar yfirlýsingar fylgja EES- samningnum án þess að teljast hluti hans og ennfremur hafa sérstakir samningar verið gerðir í tengslum við hann. 3. Reglur ESB eru víðtækari en reglur EES, þ.e. reglur ESB ná til fleiri réttarsviða. Mikilvægt er að hafa hugfast að EES-samningurinn gerir ráð fyrir að ESB og EES regl- ur séu eins eða sambærilegar varð- andi þau svið sem EES-samningur- inn tekur til og að þeim verði beitt og þær túlkaðar með sambærileg- um hætti alls staðar á hinu Evr- ópska efnahagssvæði. Af þessum sökum gerir EES-samningurinn m.a. ráð fyrir því að allar breyting- ar sem verða í framtíðinni á ESB- réttinum skili sér með sambærileg- um hætti inn í EES-kerfið ef breyt- ingarnar varða það svið sem EES- samningurinn tekur til. EES-samn- ingurinn sjálfur gerir því ráð fyrir því að hann sé sífellt í þróun. Þar fyrir utan hefur EES-samningurinn að geyma ýmsar mikilvægar reglur úr ESB-réttinum sem eiga að tryggja að túlkun og beiting EES- reglna verði sambærileg á hinu Evrópska efnahagssvæði. Sem dæmi um þetta má nefna regluna um forgangsáhrif EES-reglna og um bein réttaráhrif þeirra. Loks tóku EFTA-ríkin þá skyldu á herð- ar með EES-samningnum að setja á stofn sérstaka eftirlitsstofnun og dómstól sem hefur það meginhlut- verk að tryggja að eftirlit með því að EES-reglum sé framfylgt rétti- lega og með sambærilegum hætti og gerist innan ESB. Einnig eiga þessar stofnanir að sjá um sam- ræmda túlkun og beitingu EES- lagareglna. 4. Til þess að geta fullnægt skyld- um sínum samkvæmt EES-samn- ingi um að koma á fót sérstöku eftirlitskerfi og nauðsynlegum málsmeðferðarreglum urðu EFTA- ríkin að gera með sér sérstakt sam- komulag um stofnun eftirlitsstofn- unar og dómstóls (hér nefndur ESE-samningur). Samningur þessi er ekki hluti af EES-samningnum en er þó gerður í tengslum við hann. Samningi þessum fylgja ýmsar bók- anir sem hafa ma. að geyma nauð- synlegar málsmeðferðarreglur. Jafnframt var gerður samningur um fastanefnd EFTA-ríkjanna. Hún hefur einkum það hlutverk að sinna störfum sem snerta sameigin- lega ákvarðanatöku, stjórnun og samráð EFTA-ríkjanna þegar á slíkt reynir samkvæmt EES-samn- ingnum. 5. Aðilar EES-samningsins eru annars vegar ESB sem slíkt svo og öll aðildarríki þess en hins vegar fimm EFTA-ríki. Það fer eftir atvik- um hvort einstök ákvæði EES- samningsins taki til aðildarríkjanna ESB eða ESB sem slíks eða til hvors tveggja. EES-samningurinn er þó einkum á valdsviði ESB þann- ig að hann snýr að samveldinu sem slíku að stærstum hluta til. Form- lega séð er þó bæði ESB sem slíkt og sérhvert aðildarríki þess aðilar að EES-samningnum. Af þessum sökum er rétt að hafa í huga að EES-samningurinn verð- ur aldrei tvíhliða samningur form- lega séð jafnvel þó öll önnur EFTA- ríki en ísland kjósi að gerast aðilar að ESB. Hann verður eftir sem áður marghliða samningur milli ís- lands annars vegar og ESB og að- ildarríkja þess hins vegar. Þess er ennfremur að geta að EES-samningurinn gerir ráð fyrir því að önnur aðildarríki EFTA eða ný aðildarríki EFTA geti orðið aðil- ar að EES-samningnum, sbr. 128. gr. Skúlu þá samningsaðilar og ríki sem sækir um aðild gera með sér samkomulag um skilmála fyrir slíkri aðild. Þannig er ljóst að EES-samning- urinn gerir einnig ráð fyrir því að ný ríki geti orðið aðilar að samn- ingnum EFTA-megin jafnvel þó eitt þeirra eða fleiri kunni að ganga út. 6. Samkvæmt 127. gr. EES-samn- ingsins getifr sérhver samningsaðili sagt upp aðild sinni að samningnum að því tilskildu að hann veiti öðrum samningsaðilum a.m.k. tólf mánaða fyrirvara með skriflegum hætti. Samningsaðilarnir eiga því kost á því að segja upp aðild sinni að EES-samningnum. Það þýðir hins vegar alls ekki að EES-samningur- inn sem slíkur sé niður fallinn held- ur þvert á móti ber þeim aðilum sem eftir standa að gera nauðsyn- legar breytingar á EES-samningn- um þannig að hann geti nýst áfram. Verður síðar að þessu vikið. Á hinn bóginn má sennilega segja að EES-samningurinn verði óvirkur ef honum er sagt upp með þeim hætti að hann verði ófram- kvæmanlegur. Það ástand getur varað um stundarsakir eða að jafn- vel fullu og öllu svo sem t.d. vera myndi ef öll EFTA-ríkin segja upp aðild sinni að honum eða ef ESB sem slíkt gerir það. 7, í 50. gr. ESE-samningsins er gert ráð fyrir því að EFTA-ríki sem segi EES-samningi upp sé ekki lengur aðili að ESE-samningi og að EFTA-ríki sem gerist aðili að ESB sé ekki lengur aðili að ESE- samningnum. í þessum tilvikum er gert ráð fyrir því að ríkisstjórnir annarra EFTA-ríkja skuli með sam- hljóða samkomulagi taka ákvarðan- ir um nauðsynlegar breytingar á ESE-samningnum. Loks er gert ráð fyrir því að EFTA-ríki sem gerist aðili að EES-samningi skuli gerast aðili að ESE-samningi með þeim skilmálum sem EFTA-ríkin ákveða með samhljóða samkomulagi. Af þessum ákvæðum verður dregin sú ályktun að ESE-samning- ur falli ekki úr gildi þó að eitt eða fleiri EFTA-ríki segi honum upp eða gangi í ESB en hann getur þó orðið óframkvæmanlegur og þar með óvirkur, a.m.k. um stundarsak- ir, ef aðeins eitt eða ekkert EFTA- ríki situr eftir. 8. í 2. mgr. 127. gr. EES-samnings- ins segir orðrétt um þá réttarstöðu sem upp er komin ef samningsaðili hefur tilkynnt um uppsögn sína að EES-samningi: „Jafnskjótt og fyrirhuguð upp- sögn hefur verið tilkynnt skulu hin- ir samningsaðilarnir boða til ráð- stefnu stjórnarerindreka til þess að meta hvaða breytingar sé nauðsyn- legt að gera á samningnum." Af þessum orðum og að öðru leyti með hliðsjón af því sem sagt hefur verið hér að framan verða a.m.k. dregnar þijár mikilvægar ályktanir sem hér skipta máli: I fyrsta lagi að uppsögn eins eða fleiri samningsaðila þýðir ekki upp- sögn EES-samningsins sem slíks. I öðru lagi að samningsaðilum er skylt að boða til ráðstefnu til þess að aðlaga samninginn að nýj- um aðstæðum (sbr. orðin („skulu hinir samningsaðilarnir“)). I þriðja lagi á ráðstefnan einung- is að snúast um þær breytingar sem „nauðsynlegt“ er að gera á EES- samningnum í tilefni af hinum nýju aðstæðum en ekki aðrar breytingar. 9. Eg tel varla bundið miklum vafa að Evrópusamveldinu (og aðildar- ríkjum þess) væri skylt að þjóða- rétti gagnvart íslandi að setjast að samningaborði til þess að aðlaga EES-samninginn að breyttum að- stæðum ef svo fer að einungis Is- land sitji eftir EFTA-megin að EES-samningnum. Þessi skylda er að sjálfsögðu gagnkvæm jiannig að hún hvílir einnig á Islandi. Skylda þessi hefur ótvíræða, stoð í fyrrnefndri 127. gr. EES-samn- ingsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.