Morgunblaðið - 13.04.1994, Side 24

Morgunblaðið - 13.04.1994, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 Hlé á samningaviðræðum Israela og PLO Sátt um löggæslu Palestínumanna Jerúsalem. The Daily Telegraph. ÍSRAELAR og Frelsissamtök Palestíumanna (PLO) komust í gær að samkomulagi um hvaða skilyrðum löggæsla Palestínumanna á herteknu svæðunum verði háð. Að því búnu gerðu þeir fjögurra daga hlé á viðræðum um sjálfstjórn Palestíunumanna en það verð- ur til þess að þeir munu ekki ná þeim tímamörkum sem sett voru í friðarsamningi þjóðanna í september sl. en hann kvað á um brott- flutning ísraelska hersins frá hernumdu svæðunum fyrir 13. apríl. Samkvæmt samningnum verða 9.000 manns í lögregluliði PLO á Gaza-svæðinu og í Jeríkó. Enn er hins vegar deilt um lausn paiestín- skra fanga en ísraelar samþykkja ekki að félagar í Hamas-öfgasam- tökunum verði látnir lausir. Fækka palestínskum verkamönnum Stjórnvöld í ísrael hafa ákveðið að fækka verulega palestínskum verkamönnum í landinu eftir sprengjutilræðið í síðustu viku sem kostaði sjö Israela lífið. Samþykkti stjórnin að ráða 18.000 verka- menn, aðallega frá fyrrverandi lýð- veldum Júgóslavíu og Tælandi, í staðinn fyrir Palestínumenn frá hernumdu svæðunum, Vestur- bakkanum og Gazasvæðinu. ísra- elum verða einnig boðnir styrkir fyrir að taka að sér lágt launuð störf, sem arabar hafa sinnt. Ráðherrar sögðu að hernumdu svæðin yrðu lokuð í að minnsta kosti viku í viðbót. ísraelar tóku að takmarka ferðir Palestínu- manna til ísraels eftir nokkur til- ræði í fyrra. Yitzhak Rabin forsætisráðherra gaf til kynna að hann vildi ein- angra hemumdu svæðin enn frek- ar. „Við þurfum að grípa til að- gerða svo við verðum ekki eins háð vinnuafli frá hernumdu svæðun- um,“ sagði hann. Nokkrir vinstrisinnaðir ráðherr- ar sögðu þó að einangrun her- numdu svæðanna til langframa myndi skaða Palestínumenn sem hafa starfað í ísrael. Talsmenn hersins sögðust einnig hafa áhyggjur af því slíkt gæti kynt undir ofbeldi á hernumdu svæðun- um. Þunguð palestínsk kona lét í gær lífið í kúlnaregni ísraelsks vörubíl- stjóra, en hann skaut í allar áttir þar sem Palestínumenn grýttu bíl hans. Konan var inni á heimili sínu er ein kúlan fór í gegnum glugga á hurð og varð henni að bana. ^ Reuter Utlendingar fluttir burt BELGÍSKIR og franskir hermenn hafa safnað saman útlendingum í Rúanda og flutt þá til flugvallarins í Kigali þaðan sem flogið er með þá úr landi. Búist var við, að borgin félli á hverri stundu í hendur uppreisnarliði Tútsí-manna. Blóðbaðið í Rúanda skelfilegra en orð fái lýst „Höfum ekki séð það versta enn“ Hallar undan fæti hjá Zhírínovskíj Moskvu. The Daily Telegraph, Reuter. VLADÍMÍR Wolfovítsj Zhírínovskíj, leiðtogi rússneskra þjóðemisöfga- manna, hefur ekki þótt með öllum mjalla á Vesturlöndum eins og framkoma hans í Evrópuráðinu í StraSsborg er gott dæmi um en það hefur hins vegar valdið vestrænum sérfræðingum í málefnum Rúss- lands heilabrotum að alþýðan þar í landi virtist ekki vera á sama máli. Á því kann þó að verða breyting. Síðasta vika var Zhírínovskíj sér- lega óhagstæð og þá sáust fyrstu merki þess að „Villti Vlad“ væri kominn í pólitískar ógöngur. Til að byija með gróf blaðamaður upp óyggjandi sannanir þess að hann er kominn af gyðingum sem þykir vafa- samur heiður í Rússlandi og lét meir að segja breyta nafni sínu sem með réttu ætti að vera Edelstein. Þessu næst sögðu fimm þingmenn sig úr flokki Zhírínovskíjs, Fijáls- lynda lýðræðisflokknum, og hafði einn þeirra í hótunum um að eyði- leggja orðspor leiðtogans. í vikulok- in lenti Zhírínovskíj loks í handalög- málum við annan þingmann á göngum þinghússins. Menn sem fylgst hafa með rúss- neskum stjórnmálum hafa tekið eft- ir því að Zhírínovskíj hefur ekki fylgt eftir sigri í þingkosningunum í des- ember. Með hegðan sinni í þinginu hafí hann sýnt af sér skort á gáfum og hæfiieikum til að færa sér í nyt einföldustu atriði stjómmála- kænsku, að þeirra sögn. Samkvæmt hans hugmyndum snýst hugtakið málamiðlun í mesta iagi um það að fækka ofurvöxnum lífvörðum sem fylgja honum inn í þingsalinn. Óánægjufylgi Stuðningur við Zhírínovskíj þykir fara þverrandi. Fari hann í forseta- framboð yrði hann enn meira undir smásjánni og gæti átt von á meiri samstöðu í röðum andstæðinga. Þess er þegar farið að gæta í umræðum innanlands að hann þurfí fyrst og fremst á hjálp að halda; frá fólki í hvítum sloppum. Þannig sagði Alexander Rútskoj fyrrum varaforseti í siðustu viku að Zhírínovskíj væri „hælismatur." Er Rútskoj væntanlegur keppinautur Zhírínovskíj um stuðning frá þjóð- ernissinnum í forsetaframboði. Sá Kigali. Daily Telegraph. MENNIRNIR meðfram moldarveginum litu upp frá „vinnu“ sinni þeg- ar okkur bar að og stóðu hljóðir eins og börn, sem hafa verið staðin að því að hnupla kökubita. Þeir voru vopnaðir lurkum, sveðjum og löngum hnífum og það, sem þeir höfðu verið vinna að, lá skammt frá, þijú blóði drifin lík. Þegar við komum aftur klukkustund síðar með hóp Belgiumanna voru líkin orðin 11. Ein konan gægðist yfir vörubíls- grindina og hryllti sig: „Svona er þetta alls staðar,“ sagði hún. Það er blaðamaður við breska menn sína en þeir og eftirlitsmenn boðskapur ætti að hafa komist til skila þegar forsetakosningar fara fram, líklega árið 1996. Framkoma og yfirgengilegar yfír- lýsingar Zhírínovskíjs hjá Evrópur- áðinu í Strassborg benda auðvitað ekki til, að hann sé alveg heill á geði og í gær varaði franska stjórn- in hann við annarri uppákomu af þessu tagi. Honum var þó ekki vísað úr landi eins og sumir töldu þó ástæðu til. blaðið The Daily Telegraph, sem er að lýsa því, sein fyrir augu bar í Rúanda en átökin milli tveggja helstu ættbálkanna í landinu, Hútú og Tútsí, hafa leitt til blóðbaðs, sem varla á sinn líka á síðari árum. Eng- inn er óhultur og ofbeldið birtist alls staðar, bíður bak við næsta leiti, skýst út úr skógunum og að ganga fyrir götuhorn getur haft dauðann i för með sér. Geta ekkert gert Talið er, að tugir þúsunda manna hafa fallið í Kigali, höfuðborg Rú- anda. Teknar hafa verið tvær fjölda- grafír en vitni segja, að sjúkrahúsin séu yfírfull af Iíkum. Belgískir og franskir hermenn eru komnir til borgarinnar til að flytja burt lands- Sameinuðu þjóðanna, sem hafa fylgst með samningnum, sem upp- reisnarmenn og stjómvöld gerðu í ágúst sl., skipta sér ekki af fjölda- morðunum. „Við getum ekkert gert til hjálp- ar,“ sagði Oliver Carlens, foringi í SÞ-sveitinni. „Ég hef séð konum og bömum slátrað fyrir framan stöðvar okkar en við getum ekkert gert.“ Fjöldamorð í trúboðsstöð Belgísku og frönsku hermennnim- ir hafa verið að flytja burt alla útlend- inga, sem margir em illa á sig komn- ir andlega eftir martröð síðustu daga. Marie Helene Adot, spænsk nunna, segir frá því, að á fimmtudag í síð- ustu viku hafi sjö menn úr forsetalíf- verðinum, sem er sagður hafa átt upptökin að voðaverkunum, komið í trúboðsstöðina hennar og smalað öll- um Rúandabúunum inn í eitt her- bergi. „Sumir vilja verða vitni að blóðbaði í þessu landi. Nú fáið þið að sjá það,“ sagði einn hermannanna og kastaði handsprengju inn í her- bergið. Þar létu 17 manns lífið, nunn- ur, prestar og munkar, bæði af Hútú- og Tútí-ættbálknum. Felldur af eigin mönnum Belgískir yfírmenn í SÞ-sveitunum hafa staðfest, að flugvél Habya- rimana forseta hafí verið skotin niður af hans eigin mönnum en ekki af uppreisnarmönnum Tútsí-ættbálks- ins. Urðu Belgíumennirnir vitni að því þegar vélinni var grandað og þeir benda á, að engir nema æðstu yfirmenn í hernum hafi vitað með hvaða vél forsetarnir voru eða hve- nær hún átti að lenda. Uppreisnarl- ið Tútí-manna þrengir nú að Kigali en það mun enginn friður fylgja inn- reið þeirra í borgina. „Við höfum ekki séð það'versta enn,“ segir einn starfsmanna Rauða krossins. Kissinger og Carrington til Suður-Afríku Bínda vonir við sáttaumleitanir Jóhannesarborg. The Daily Telegr.aph. Reuter. HENRY Kissinger, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, og Carrington lávarður, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, komu í gær til Suður-Afríku þar sem þeir munu stýra sáttaumleitunum Afríska þjóðarráðsins (ANC) og Inkatha, frelsisflokkur Zúlumanna. Kissin- ger og Carrington fara fyrir sjö manna hópi sem búist er við að hefjist handa á morgun, miðvikudag. í hópnum eru Iögmenn og stjórn- ætti kosningunum sem fram eiga Reuter Jeltsín boðinn velkominn BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti sagði í gær í ávarpi á spænska þing- inu að erfíðasti áfanginn i markaðs- og lýðræðisþróun Rússlands væri að baki. Sagði hann að enn væri þó mikils siðferðisstyrks, andlegs og líkamlegs átaks þörf til að komast yfír það sem hann kallaði „lesti hins liðna". Jeltsín er í þriggja daga opinberri heimsókn á Spáni, sem lýkur í dag, miðvikudag. A myndinni heilsar hann Felipe Gonzales, forsætisráðherra landsins. lagafræðingar frá Indlandi, Þýska- landi, Kanada, Ítalíu, Noregi og Bandaríkjunum. Vestrænir sendimenn í Suður- Afríku sögðu að hlutverk Kissingers og Carringtons yrði að kanna hvað væri hæft í umkvörtun Inkatha- hreyfingarinnar um stjórnarskrána og um að ANC hefði ekki gert ráð fyrir auknum völdum héraðanna. Talið er að það hafi ráðið úrslit- um um þá ákvörðun Kissingers og Carringtons að allir deiluaðilar full- vissuðu þá um að þeir þyrftu ekki að taka ákvörðun um hvort fresta að fara 26.-28. apríl. ANC fullyrðir að Inkatha voriist þó enn til að það takist að fá kosningunum frestað. Ljóst er að sáttasemjaranna bíð- ur erfitt verkefni. Þó eru vonir bundnar við að sáttaumleitanir kunni að leysa vanda sem samn- ingaviðræður ANC og Inkatha réðu ekki við, þar sem hinar fyrrnefndu kunni að gera Mangosuthu But- hulezi, leiðtoga Inkatha, mögulegt að gefa eftir án þess að tapa andlit- inu þar sem einhverjar af kröfum hans kunni að verða viðurkenndar. (

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.