Morgunblaðið - 13.04.1994, Page 21

Morgunblaðið - 13.04.1994, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRIL 1894 21 Verslun Flug ESB skeri upp herörgegn ríkisrekstri flugfélaga Briissel. Reuter. REKSTUR flugfélaga kann að ógna svokölluðu þriðja samkomulagi Evrópusambandsins (ESB) um aukið frelsi í flugflutningum að sögn Alistairs Tuckers, sérfræðings í í þessum málum í London. Tucker sagði að þótt fram- kvæmdanefnd Evrópubandalagsins hefði unnið merkilegt afrek með umræddu samkomulagi 1992 væri það fallvalt. „Eftir aðeins fímm ár munu 12 aðildarríki hafa sagt skilið við flókið kerfi reglugerða og ríkis- rekstrar," sagði hann „og tekið upp einfalt margþjóðakerfi, þar sem höft verða afnumin og markaðsöfl og samskipti ráða ríkjum." „En árangurinn er fallvaltur enn sem komið er,“ sagði hann enn frem- ur, „og kann að byggjast á þegjandi samþykki, sem gæti breytzt, jafnvel andúð, en ekki á skuldbindingu, sem vekur áhuga og hrifningu. Agrein- ingur getur hæglega komið upp um ríkisaðstoð og fleiri mál og þar með gert samkomulagið að engu.“ Tucker lét þessi orð falla við setn- ingu tveggja daga ráðstefnu um flug- flutninga í Evrópusambandinu og minntist á rannsókn framkvæmda- stjórnarinnar á aðstoð ríkisstjórna Frakklands og írlands við Air France og Aer Lingus. „Nefndinni verður að takast í rík- um mæli að beita reglum gegn ríkis- aðstoð við flugfélög — hversu voldug og áhrifamikil sem þau eru,“ sagði Tucker. „Takist það ekki verða áhrif afnáms hafta fram að þessu þynnt út og jafnvel gerð að engu.“ Hann sagði að flugfélög yrðu að tryggja framtíð samkeppni í grein- inni og sjálfa tilveru sína með veru- legri fækkun í starfsliði. „... þetta gjald verður að greiða. Mér sýnist að flestir geri sér grein fyrir vandan- um, en átti sig ekki á því hve mikill hann er að vöxtum og hve brýnt það er að hann verði leystur." Tucker kvað of snemmt að kom- ast að niðurstöðu um áhrif ESB-sam- komulagsins á samkeppni, þótt hann segði að vísbendingar sem nú væru fyrir hendi væru ekki uppörvandi. 10-11 opnarí Borgkringlunni Á að vera samkeppnisfær við Hagkaup og 10-10 Morgunblaðið/Kristinn GERT KLART — Eiríkur Sigurðsson var að raða í hillurnar í nýju versluninni í Borgarkringlunni í gær. NÝ 10-11 verslun verður opnuð í Borgarkringlunni á morgun. Verður hún á 1. hæð í 500 fer- metra húsnæði, þar sem verslun- in Borð fyrir tvo var meðal ann- ars áður, en sú verslun er nú komin á annan stað í Borgar- kringlunni. Staðsetning 10-11 verslunarinnar hefur vakið at- hygli þar sem Hagkaup er innan seilingar í Kringlunni, svo og 10-10 verslun í Suðurveri við Stigahlíð. „Eins og 10-11 verslanir eru hugsaðar er tekið mið af því að vera við fjölfarnar umferðaræðar og um leið nálægt íbúðarhverfi. Þessa staðsetningu tel ég vera eina þá bestu á Stór-Reykjavíkursvæð- inu,“ sagði Eiríkur Sigurðsson framkvæmdastjóri Vöruveltunnar hf. sem rekur 10-11 verslanirnar. „Við ætlum okkur hlutdeild á mark- aðnum og teljum að það sé pláss fyrir okkur, þar sem við byggjum verslunina upp á samkeppnisfæru verði, góðu vöruúrvali og fersk- leika.“, Að sögn Eiríks telur hann 10-11 verslaunarkeðju vera fyllilega sam- keppnisfæra við aðra stórmarkaði í verði fyrir utan Bónus. Hins vegar segir hann að vöruúrval í 10-11 sé meira en í Bónusverslunum, auk þess sem tekið sé við greiðslukort- um. „Við erum með ákveðið forskot við aðra stórmarkaði, því við erum búnir mjög góðum tölvubúnaði sem hjálpar okkur vel að vinna verkin, auk þess sem skipulag verslananna er byggt á löngum opnunartíma frá byijun. í öllum verslunum er unnið á vöktum, þannig að fjórir starfs- menn eru á vakt í einu.“ Bílar Daimler tap- aði 1,8 millj- örðum marka Stuttgart. Reuter. MIKIÐ tap varð á rekstri stærsta iðnfyrirtækis Þýzkalands, Daiml- er-Benz AG, 1993, en búizt við að fyrirtækið skili aftur hagnaði 1994. Nettótap Daimlers 1993 nam 1,839 milljörðum marka samanborið við 1,350 milljarða marka hagnað 1992 samkvæmt bandarískum bók- haldsreglum (GAAP), sem fyrirtækið tók upp þegar það ákvað að skrá hlutabréf sín í New York í fyrra. Samkvæmt þýzkum bókhaldsregl- um, sem eru ekki eins strangar, skil- aði fyrirtækið nettóhagnaði í fyrra að upphæð 615 milljónir marka sam- anborið við 1,451 milljarða marka 1992. Rekstartap Daimlers 1993 nam 3,3 milljörðum marka samanborið við 2,2 milljarða marka rekstrar- hagnað 1992. Taprekstur varð hjá dótturfyrir- tækinu Mercedes-Benz AG og nam rekstrartap þess 1,267 milljörðum marka samanborið við 2,284 millj- arða marka rekstrarhagnað árið áð- ur. Edzard Reuter stjórnarformaður kveðst hins vegar viss um rekstrar- hagnað á þessu ári vegna greinilegr- ar söluaukningar. Hann sagði að fyrirtækið hefði skilað um 21 milljarðs marka rekstr- artekjum á fyrsta ársfjórðungi 1994 og að sala hefði aukizt um 15%. A síðasta ársfjórðungi síðasta árs hefðu rekstrartekjur aukizt um 442 milljón- ir marka, sem hefði minnkað árstap- ið 1993 í 3,3 milljarða marka eftir 3,7 milljarða marka tap fyrstu níu mánuði ársins. URVAL NOTAÐRA BILA TOYOTA COROLLA XL 1300, árg. ‘89, 5 gíra, 4ra dyra, hvítur, ek. 37 þ. km. Verð 620 þ. MMC LANCER GLX 1800 4x4, árg. ‘91,5 gíra, 5 dyra, rauður, ek. 20. þ.km.Verð 1.190 þ. LADA STATION 1500, árg. ‘91, 4ra gíra, 5 dyra, hvítur, ek. 36 þ. km. Verð 390 þ. NISSAN PRIMERA 2000, árg. ‘91, 5 gíra, 4ra dyra, grár, ek. 54 þ. km.Verð 1.090 þ. LADA SAMARA 1500, árg. ‘92, 5 gfra, 4ra dyra, grænn, ek. 10 þ. km. Verð 580 þ. MMC COLT GLX 1500, árg. ‘91, 5 gíra, 3ja dyra, rauður, ek. 41 þ. km. Verð 930 þ. TOYOTA COROLLA GLI 1600, árg. ‘93, sjálfsk., 5 dyra, grænn, ek. 30 þ. km. Verð 1.290 þ. CHRYSLER LE BARON, árg. ‘88, sjálfsk., 4ra dyra, brúnn, ek. 47 þ. km. Verð 840 þ. MMC LANCER GLX 1500, árg. ‘89, sjálfsk., 4ra dyra, bleikur, ek. 82 þ. km., topplúga, álfelgur, spoiler. Verð 730 þ. MMC COLT 1500, árg. ‘89, sjálf- sk., 3ja dyra, grænn, ek. 71 þ. km. Verð 690 þ. MAZDA 323 GLX 1500, árg. ‘89, sjálfsk., 4ra dyra, grár, ek. 85 þ. km. Verð 590 þ. LADA SPORT 1600, árg. ‘91, 5 gíra, 3ja dyra, rauður, ek. 46 þ. km. Verð 540 þ. DAIHATSU CHARADE 1000, árg. ‘90, 5 gíra, 3ja dyra, hvítur, ek 39 þ. km. Verð 570 þ. SUBARU SEDAN TURBO 4X4 1800, árg. ‘87, 5 gíra, 4ra dyra, grænn, ek. 62 þ. km., topplúga, álfelgur. Verð 750 þ. HYUNDAI ELANTRA 1600, árg. ‘93, 5 gíra, 4ra dyra, vínrauður, ek. 13 þ. km. Verð 1.090 þ. Greiðslukjör til allt að 36 mánaða án útborgunar ácrimgai Opið virka daga kl. 9-6, laugardaga kl. 10-14. I»>NOTAI>IR BIIAR S14060/681200 LADA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.