Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRIL 1994 41 Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir. Guðmundur Karl sýnir nokkur stór olíumálverk í Staufen en flestar myndanna eru vatnslitamyndir. Hægra megin er mynd af Breiðamerkurlóni sem hann málaði um bjarta sumarnótt. ÁSTARSAMBAND Woody og Soon-Yi enn saman Það er ekki sem sýnist að hér sé afi á ferð með barnabarni sínu, heldur eru þetta skötuhjúin Woody Allen leikari og leikstjóri og fóstur- dóttir hans Soon-Yi, sem sáust á göngu nýlega. Ekki er annað að sjá en þau virðist jafn ást- fangin og árið 1992 þegar upp komst um samband þeirra, en það leiddi til skilnaðar Woódys og leikkonunnar Miu Farrow eins og menn rekur eflaust minni til. LIST Guðmundur Karl sýnir í Staufen í Þýskalandi Ziirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. Guðmundur Karl Ásbjörnsson, listamaður, hefur haldið sýn- ingar í Staufen, Köln, Greifswald, Dortmund og Bremerhaven í Þýska- landi undanfarin fjögur ár. Nú er hann aftur með sýningu í Staufen en í sumar mun hann sýna verk sín heima á íslandi, þar sem hann hefur ekki sýnt síðan 1988. Á sýningunni í Staufen eru 34 myndir flestar vatnslitamyndir en einnig nokkrar stórar olíumyndir. Myndirnar sýna landslag frá íslandi og svæðinu í kringum Staufen. „Það er allt annað að mála íslenskt lands- lag,“ sagði Guðmundur Karl. „Þar er miklu meiri stemmning og spenna." Staufen er 7.000 manna bær sunnan við Freiburg. Elísabet, kona Guðmundar Karls, ólst upp á því svæði og annað heimili þeirra hjóna er þar. Sýningin er í Goethe-stofn- uninni og stendur til 20. apríl. Kjart- an Jóhannsson, sendiherra íslands í Genf, opnaði sýninguna 20. mars og Cristina Ziener von Bauer-Broda, listfræðingur, flutti ræðu um list Guðmundar Karls í íslensku sam- hengi. Mjög fjölmennt var við opnun- ina, „fjölmennara en við nokkra aðra opnun í Staufen," sagði Elísabet. Kynningarbæklingur _ frá ferða- skrifstofu í bænum um íslandsferðir Flugleiða frá Þýskalandi liggur frammi á sýningunni. Elísabet sagði að sýningar Guðmundar Karls vektu ávallt áhuga fólks á landinu og nátt- úru þess. Fjandinn sjálfur... KYLFINGURINN Tom Lehman er ekki að dansa stríðsdans eins og ætla mætti af myndinni. Trumbu- slagurinn á höfðinu og taktfastur sláttur á grasvellinum eru viðbrögð hans við þeim vonbrigðum að mis- takastpútt á 15. holu í US Masters um helgina, sem varð til þess að hann tapaði fyrir Spánvetjanum Jose Maria Olazabal. Reutér STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN m BRUNO MAGLI kvenskór að helgi Mikið úrval af skóm frá kr. 4.995 Dœmi um verð: Verð áður kr.ll.995 Verð nú kr. 4.995 STEINAR WAAGE > STEINAR WAAGE / SKOVERSLUN ^ SÍMl 18519 <3° SKOVERSLUN ^ SÍMI689212 Elsa E. Guðjónsson textílfræðingur. af honum. Loksins mundi ég fá þjóð- búninginn á hreint. Það reyndist rétt, en líka miklu meira en það. Ég lærði um aðrar hliðar á íslenskri sögu og menningu. Nú eru myndirnar í ís- lensku bókunum mínum miklu skilj- anlegri. Ég get jafnvel skýrt þennan skrýtna og margbreytilega höfuðbún- að. Eina sem á skorti var að ekki var nægur tími fyrir spurningar á eftir. En þessar fáu sem að komust og svörin við þeim voru frábærar." í greininni, sem er lengri en hér er rúm fyrir, segir Bill Valgardsson frá því að á vegum Beck-sjóðsins, sem var stofnaður til að fá fyrirlesara um íslenskar bókmenntir til Kanada, hafi verið fluttir flölbreyttir fyrirlestrar, Carol Clover flutti fyrirlesturinn Köld eru kvennaráð um íslensku fornsög- urnar, Aðalsteinn Ingólfsson um nýj- ustu þróun í íslenkri list, Sigurður A. Magnússon um íslenska tónlist frá aldamótum og margir fleiri. Þegar hann var í skóla voru engir sjóðir til að fá fyrirlesara frá íslandi til að segja kanadísku stúdentunum frá ýmsunt hliðum íslenskrar tungu, bók- mennta og menningar þótt prófessor Haraldur Bessason kenndi þeim forn- sögumar. Walter Líndal, sem tók hann undir sinn verndarvæng þegar hann var stúdent, hefði orðið furðu lostin að heyra um hvað væri nú að gerast. Svo og Will Kristjánsson og margir aðrir sem lögðu svo hait að sér við að halda líft í íslenskri tungu og menningu í Manitoba. |jú af ÍMdts osu Man afilltmeð parísarkartöjlu Konfelí með Qri Húsið opnað fyrirmatargesti kl;49. Vérð kr. 3,900,- Fyrir aðra en méargesti vgfðuropnað kl. Veirð kr. 1.50 íislustjórar: DagbjarturG. E|narsson, Guðlaugur Þorvjildsson, ríkiss utger árngerðarstaðaætt? Ættarmót á Hótel íslandi ^vftfílófiinn 4R nnríl / „Innleiöing ætternisins“ / Leikstjóri: Þórir Steingrímsson / Sviðsmyíid og lýsing: Tolli Moráens Sögumenn: Álfheiður Ingadó.ttir, Árni Bergmann, Elva Ósk Óláfsdóttir, Guðrún Svava Svavarsdóttir. Efttrtaldlr tónlistarmenn ættinni koma fram; Kjartansson, Magnús Þór ortflóhanna Linnet, Rúnar Júlíusson, , Edda Sigurðardóttir. sar Kjartanssonar Miða- og borða og niðjar af Járngerðarstaðaætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.