Morgunblaðið - 13.04.1994, Side 38

Morgunblaðið - 13.04.1994, Side 38
38 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 Minning Jóhann Jónsson frá Seyðisfirði Jóhann Jónsson kennari varð bráðkvaddur á heimili sínu, Sunnu- braut 9, Garði, á helgasta degi árs- ins 1. apríl sl. Hann fæddist á Hánefsstaðaeyr- um við Seyðisfjörð 27. september á því herrans ári 1918 er íslendingar heitu frelsi sitt úr hendi Dana — sonur hjónanna Jóns Bergmanns sjómanns, Guðmundssonar bónda í Brimneshjáleigu Jónassonar, og konu hans, Sesselju Sigurborgar Guðjónsdóttur. bónda á Amastöð- um í Loðmundarfirði, Gíslasonar. Hann óx úr grasi á Eyrunum, eins og Hánefsstaðaeyrar nefndust í daglegu tali, og lauk þar bama- skólanámi með láði og fór svo í fyllingu tímans i Alþýðuskólann á Eiðum og var þar framarlega í flokki ágætra námsmanna er hann útskrifaðist 1938. Síðan gerðist hann kennari á Eyrunum en stund- aði útgerð og sjómennsku á sumr- um. Jóhann var féiagslyndur og tók alla tíð virkan þátt í félagsmálum. Hann var í hreppsnefnd Seyðis- fjarðarhrepps um tíma og oddviti þar um árabil. Hann kvæntist efirlifandi konu sinni, Önnu Bimu Björnsdóttur, 2. janúar 1943, fríðri konu og föngu- legri. Foreldrar hennar voru Mar- grét Grímlaug Guðjónsdóttir frá Breiðuvík á Borgarfirði eystra og Björn Bjömsson frá Galtastöðum ytri í Hróarstungu. Hjónaband þeirra Önnu Bimu og Jóhanns var alla tíð farsælt og eignuðust þau 7 mannvænleg böm sem öll eru á líf! og nutu einstakrar umhyggju í upp- vextinum. Þáttaskil urðu í lífi fjölskyldunn- ar árið 1960 er hún fluttist suður og settist að í Garði, Gerðahreppi á Reykjanesskaga. Þar settu Anna Birna og Jóhann saman bú og byggðu sér hús og kom sér þá vel hagleikur húsbóndans og nýtni hús- móðurinnar og útsjónarsemi. Heim- ili þeirra hjóna við Sunnubraut 9 er orðlagt fyrir gestrisni, góðvild og glaðværð. Allir eru þar aufúsu- gestir. Margt hefur verið spjallað á þeim bæ, því mörg voru áhugamál- in og mikið sungið á liðnum ámm enda höfðu þau hjón bæði yndi af söng. Jóhann fékk kennarastöðu við Gerðaskóla og gegndi henni til árs- ins 1988 en fór þá á eftirlaun. Ekki til að setjast í helgan stein. Því fór fjarri, heldur til að sinna áhugamálum sínum, einkum íþrótt- um. Hann réðist ekki á garðinn þar sem hann var lægstur en hóf æfíng- ar af kappi og tók þátt í fijáls- íþróttamótum öldunga hérlendis og erlendis og varð stjarna um sjö- tugt, ósigrandi í hlaupum, stökkum, köstum og fjölþrautum, Norður- landameistari í þrístökki 1989 og heimsmeistari í langstökki og þrí- stökki sama ár. Hann hugði á þátt- töku í Evrópumeistaramóti öldunga í Aþenu á sumri komanda, en for- sjónin greip í taumana. Jóhann kemst nú ekki til keppni hjá þeirri þjóð er skóp Ólympíuleikana en al- mættið mun í stað þess ætla honum sess meðal grískra íþróttakappa í t Elskuleg eiginkona mín, móöir okkar, tengdamóðir og amma, SIGURBORG KOLBEINSDÓTTIR, Viðarási 91, lést á heimili sínu að kvöldi mánudagsins 11. apríl. Svavar Sigurðsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Eiginkona mín og móðir okkar, ÁSTRÚN JÓNSDÓTTIR (RÚNA), er lést að kvöldi föstudagsins langa í sjúkrahúsi í Danmörku, verður jarðsungin frá Bessastaðakirkju laugardaginn 16. apríl kl. 13.30. Haukur Dór Sturluson, Tinna Hauksdóttir, Tanja Hauksdóttir. t Elskuleg systir okkar, SIGRÍÐUR ANNA VALDIMARSDÓTTIR, Freyjugötu 46, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 15. apríl kl. 13.30. Þorkell Valdimarsson, Sigurður Valdimarsson. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, SIGURRÓS JÓNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Höfða, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 15. aprfl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á dvalarheimilið Höfða. Sveinbjörn Valgeirsson. börn, tengdabörn og barnabörn. bústað guðanna á Ólympstindi. Jóhanni var margt til lista lagt. Hann var prýðilega gefrnn til munns og handa, námsmaður góður, söngvinn og söngelskur, bragvís hagyrðingur og lét fjúka í kviðling- um þegar sá gállinn var á honum og samdi smásögur fyrir börnin sín, málaði myndir og smíðaði nytsama hluti í frístundum. Jóhann vr glað- lyndur og gamansamur, vinsæll og vinmargur sem glöggt mátti sjá er hann var borinn til grafar frá Út- skálakirkju sl. föstudag og hygg ég að sjaldan hafi sést annað eins fjölmenni við útför þar um slóðir. Séyðfirðingar syðra stofnuðu með sér félag 1981 og þeir hafa drukkið saman sólarkaffí í 15 ár og komið sér upp átthagahúsi aust- ur á Seyðisfírði með sameiginlegu átaki. Við það verk reyndist Jóhann okkur betri en enginn. Hann sýndi Seyðfírðingafélaginu ætíð rnikinn áhuga og sat í stjórn þess frá stofn- un félagsins til ársins 1989. Hann lét sig ekki muna um að koma allar götur sunnan úr Garði á stjórnar- fundi og hljóp iðulega undir bagga, ef skemmtiatriði skorti fýrir Sólar- kaffí og orti þá kvæði til söngs eða setti saman smellinn texta er hann flutti og var góður rómur jafnan gerður að máli hans. Við Seyðfírð- ingar hér syðra munum sakna vinar í stað á næsta Sólarkaffi þegar við minnumst 100 ára afmælis Seyðis- íjarðarkaupstaðar. Það er mikill sjónarsviptir að slíkum manni. Nú ríkir þögn og sár söknuður á Sunnubraut 9 þar sem gleðin réð áður ríkjum en það er huggun harmi gegn að ljúfar minningar lifa um látinn ástvin. Margir minnast nú hins horfna heiðursmanns með þakklæti og virðingu, ekki síst gamlir vinir og kunningjar frá Seyðisfírði. Fyrir hönd Seyðfírðingafélagsins í Reykjavík sendi ég Önnu Birnu, frænku minni, bömum hennar, barnabörnum og öðru venslafólki samúðarkveðjur. Ingólfur A. Þorkelsson. Að morgni 1. apríl barst okkur sú harmafregn, að hann Jói væri dáinn. Okkur setti hljóða, þessu var svo erfítt að trúa og enn erfíðara að sætta sig við. Það hefur verið höggvið stórt skarð í Víðisfélagið. Skarð sem erfítt verður að fylla. Jóhann, eða Jói kennari eins og hann var ávallt kallaður, flutti í Garðinn árið 1960 ásamt konu sinni Önnu Birnu Björnsdóttur og börn- um þeirra, en þau áttu saman sjö böm. Hann gerðist kennari við Gerðarskóla og kenndi þar til ársins 1988. Hann var góður kennari og mikill vinur nemenda sinna. Hann gerði meira en bara að kenna hin almennu fög. Hann kenndi nemend- um sínum að koma fram, leika og sýna allra handa listir. Hann var með í öllu, samdi leikrit og setti upp með nemendum sínum og lék við þá í boltaleikjum og fleira mætti telja. En það sem okkur er efst í huga er að hann átti þátt í að endurreisa Knattspymufélagið Víði. Og lék hann fótbolta með okkur fram að fímmtugu. Hann var mikill félagi, snöggur að hlaupa og mjög mikill íþróttamaður. Það var ekki sjaldan að hann sást á skólalóðinni með kúluna sína eða spjótið að æfa, og svo seinna á íþróttavellinum okkar. Og höfðu margir gaman af að fýlgj- ast með æfingum hans. En hann gerði fleira, það varð að hefð að halda árshátíð Víðis á vetuma og þá var ekki ónýtt fyrir félagið að eiga í sínum hópi eins ijölhæfan mann og Jóa. Hann samdi bæði leikþætti og vísur og lék og söng á þessum skemmtunum okk- ar. Það var ósjaldan sagt ef eitt- Minning Björn Þórðarson Mig langar í örfáum orðum að minnast móðurbróður míns vegna einlægrar væntumþykju minnar og minna barna, sem hann var mjög góður. Hann bar hag þeirra alla tíð fyrir brjósti og fylgdist með lífi þeirra og starfí alla tíð þrátt fyrir mikinn heilsubrest. Skal það nú þakkað. Björn var mjög sérstakur per- sónuleiki og fetaði aðrar leiðir en hversdagsmaðurinn. Bjöm bar af öðmm hvað fríðleika og atgervi snerti, auk dugnaðar, ósérhlífni og góðmennsku. Ævinlega var hann boðinn og búinn að passa smáfólkið í fjölskyldunni. Mikill hagleiksmað- ur var Bjöm og allt gat hann gert við öðrum betur. Lengst af stundaði Björn sjó- mennsku og var um tíma skipstjóri á Grindvíkingi, sem þá var jafnan aflahæsta skip vertíðar. En heilsan gaf sig. Þann harm bar hann í hljóði, æðraðist aldrei, lítillátur og þakklátur fyrir að fá að halda lífi. Það ætti að vera okkur sem eftir lifum til eftirbreytni og jafnframt draga úr fordómum. Ég kveð þig, elsku góði Bjössi minn, með trega, tárum og eftirsjá. Þín munu bíða vinir í varpa. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin, á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem) Erna Katrín Óladóttir. Bjössi minn, kæri bróðir, ég vildi minnast þín fyrir alla þína hjálp og góðvild í minn garð og fjölskyldu minnar. Óbeðinn varst þú farinn að hjálpa til að laga það sem af- vega fór. Ég hugsaði oft að heimur- inn væri öðruvísi ef allir væm eins og Bjössi. Hann var mjög góður og frægur sjómaður á sínum tíma. Þetta em fátækleg orð, en ég geymi minning- arnar. Nú er skarð fyrir skildi, ég sakna þess að fá ekki oftar að hitta þig í þessu jarðlífi. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRARINN ST. SIGURÐSSON fv. sveitarstjóri í Höfnum, Hringbraut 136B, Keflavfk, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 15. apríl kl. 14.00. Þorbjörg Daníelsdóttir, Daníel Þórarinsson, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Ingibjörg Þórarinsdóttir, Jóhanna Þórarinsdóttir, Hrönn Þórarinsdóttir, Magnús Þórarinsson, Þórarinn Þórarinsson, Þorbjörg Þórarinsdóttir, Ingibjörg Norðdahl, Kristján Guðmundsson, Áskell Agnarsson, Kristinn Pálsson, Steinunn Snæbjörnsdóttir, Sigurveig Þorkelsdóttir, Haraldur Gfslason og barnabörn. hvað vantaði: Biðjum Jóa, hann getur allt. Eftir að Jói hætti að kenna og hafði meiri tíma fyrir sig, þá lagð- ist hann ekki bara niður og beið eftir að eldast, aldeilis ekki. Þá fór hann að æfa af fullum krafti, stökk, hlaup, kúluvarp, spjótkast og allt sem heyrir til fijálsra íþrótta. Hann byijaði að keppa árið 1987 á ís- landsmótum öldunga og hann keppti í nafni Víðis. Hann hefur sett yfír 50 íslandsmet. En það er ekki allt. Hann hefur verið Víði og Garðinum mikil og góð kynning á íslandi og einnig víða um heim. Hann varð Norðurlandameistari í þrístökki árið 1989 og síðan hefur hann orðið Evrópu- og Norður- landameistari nokkuð oft. Og síðan varð hann heimsmeistari líka. Það em örugglega ekki mörg félög í ekki stærra byggðarlagi en við bú- um í, sem geta státað sig af svo miklum íþróttamanni sem Jói var. Verðlaunabikarar, peningar og við- urkenningar alls konar sem hann hlaut á ferli sínum em nú orðin á annað hundraðið. Vorið var að koma og Jói hugði stórt, hann æfði alla daga, því hann stefndi á Evrópumót öldunga í Aþenu í júní. Þar átti hann að keppa í 75 ára aldursflokki í fyrsta sinn. Og það er vissa okkar að hann hefði orðið meistari þar. En nú er hann farinn í aðra ferð, og við vitum að þar hefur verið tekið vel á móti honum. Jói mun lifa í minningu okkar alla tíð sem merkasti og af- reksmesti Víðsimaðurinn. Minning- in um hann mun ylja okkur og efla íþróttaanda Víðis um ókomin ár. Við kveðjum þig með söknuði, kæri vinur. Við sendum eiginkonu Jóa, Önnu Birnu, börnum, tengda- bömum og íjölskyldum þeirra og öllum ástvinum hans innilegar sam- úðarkveðjur. Guð blessi minningu þína. Knattspyrnufélagið Víðir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrij- allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Rut systir. Erfidrykkjur Glæsileg kaffi- hlaðborð iallegir síilir og mjög g(Sð þjónusta. Upplýsingar í síma 2 23 22 FLUGLEIDIR UðTEL LOFTLEIIIK

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.