Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 13.04.1994, Blaðsíða 3
Minnispeningar Seðlabankans MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRIL 1994 3 Sérslátt- an nánast uppseld SÉRSLEGNA forsetamyntin sem gefin var út af Seðlabanka ís- lands í tilefni 50 ára lýðveldisaf- mælis landsins er nánast uppseld að sögn Stefáns Þórarinssonar hjá Seðlabankanum. Um þriðj- ungur venjulegu sláttunnar er einnig seldur. Alls voru framleidd 3.000 sett af sérsleginni mynt, en í hveiju setti eru þrír minnispeningar sem bera myndir þriggja fyrrverandi forseta íslands, þeirra Sveins Björnssonar, Ásgeirs Ásgeirssonar og Kristjáns Eldjárns. Á hinni hlið peninganna er mynd af skjaldar- merki íslands. Einnig voru slegin 6.000 sett af venjulegri mynt. Sérsláttan er einnig til sölu er- lendis og segir Stefán að salan hafi farið hægt af stað. Salan er í höndum Royal Mint í Bretlandi, sem einnig framleiddi peningana. Upphaflega stóð til að reyna að selja þriðjung sérsláttunnar erlend- is, 1.000 sett, en vegna þess hve salan gekk vel hér var ákveðið að bjóða 500 peninga til sölu erlendis, segir Stefán. Stærsta vika í sögu lottósins Báðir pott- ar þrefaldir POTTARNIR í laugardagsl- ottóinu og víkingalottóinu eru þrefaldir að þessu sinni. Vilhjálmur Vilhjálmsson framkvæmdasljóri Islenskr- ar getspár segir að þetta sé í fyrsta skipti sem báðir eru þrefaldir í einu. Vilhjálmur býst við að heild- arupphæð 1. vinnings verði 150-160 milljónir í víkingal- ottóinu og 10 milljónir í laugardagslottóinu. Hann seg- ir jafnframt að það hafi gerst tvisvar sinnum að 1. vinningur hafi lent í höndum Islendinga í víkingalottóinu. Sá vinningur skiptist gjarnan milli Norður- landanna en 2. vinningur og aðrir fyrir neðan falla óskiptir í hendur íbúa hvers lands fyr- ir sig. Borg í Miklaholtshreppi Utigengnar kindur finn- ast ennþá Borg í Miklaholtshreppi. NÝLEGA fundust fimm úti- gengnar kindur á afrétti í Hraundal í Álftaneshreppi í Mýrasýslu. Þetta var ær með hrútlambi frá Hítardal og þijár kindur frá Háhól. Allar þessar kindur líta þokkalega út þótt hold séu farin að þynnast, enda veturinn senn liðinn. Þá er stutt síðan ær með tvö lömb fannst í Álftaneshreppi. Þessi ær var frá Eyrholtum í Hraunhreppi. Eflaust munu þessar kindur fjölga sér áður en langt um líður, eins og náttúran býður þeim. Tíðarfar hefur verið þokkalega gott í vetur, þar til nýafstaðið páskahret gekk hér yfir og festi þá mikinn snjó, einkanlega til ij'alla. - Páll. YOLVO 400 LÍNAN 94 2,0 lítra vél FRA: 1.498.000 kr. KOMINN Á GÖTUNA! ÞAÐ ER ÓTRÚLEGT EN SATT AÐ ÞÚ GETUR KEYPT FRAMHJÓLADRIFINN VOLVO HLAÐINN BÚNAÐI Á 1.498.000 KR. KOMIMN Á GÖTUNA. Vökvastýri • samlæsing • veltistýri • rafknúnir speglar 2,0 lítra vél • plussáklæði • fellanlegt sætisbak bílbeltastrekkjarar • sjálfvirk aðlögun belta • fjölmargar t stillingar á framsætum ásamt mörgu fleiru! —*--------------------------------------------- 7 JVPWU 1 1 fflðu A BETRA VERÐI FYRIR Þ I GI FAXAFENI 8 • SIMI 91- 68S870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.