Morgunblaðið - 13.04.1994, Síða 19

Morgunblaðið - 13.04.1994, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 19 Mexíkó-kynning á Hótel Sögu hófst í gær og stendur í viku Mexíkó ekki eingöngu sól og baðstrendur „ÍSLENDINGAR hafa verið iðnir við að heimsækja Mexíkó undanfarin tvö ár, þrátt fyrir að þessi nýi ákvörðunarstaður hafi verið lítið kynntur. Nú ætlum við að reyna að bæta úr því og kjósum að gera það á afmælisári lýðveldis ykkar. Við viljum sýna Islendingum að í Mexíkó er ekki eingöngu sól og strendur, heldur merkileg, 3.000 ára menning,“ sagði Dr. Gerardo Hemken, svæðisstjóri mexí- kóska ferðamálaráðuneytisins í Bret- landi, írlandi og á Norðurlöndum. Blaðamaður hitti Dr. Gerardo að máli á Hótel Sögu, en hann er hingað kominn í til- efni mexíkóskrar kynningar, sem hófst þar í gær og stendur í eina viku. Hann er ánægð- ur með þær móttökur, sem Mexíkóferðir hafa fengið hjá íslendingum, en nú er að renna upp þriðja sumarið sem flogið er í leigu- flugi til borgarinnar Caneun. „Við höfum ákveðeið að halda eins konar afmælisveislu fyrir íslendinga vegna 50 ára afmælis lýð- veldis ykkar og ætlum að kynna fjölbreytta menningu okkar,“ segir hann. „Fólk gerir sér ekki grein fyrir hvað Mexíkó er stórt land og margbreytilegt. Hvert svæði á sína sérstöku tónlist, dans og mat.“ Bandittar og kaktusar? Dr. Gerardo segir að þegar íslendingar heyri á Mexíkó minnst detti þeim ef til vill fyrst í hug bandittar og kaktusar. „Mexíkó er miklu meira en sú mynd sem dregin hefur Dr. Gerardo Hemken, svæðissljóri mexí- kóska ferðamálaráðuneytisins á Norður- löndum. verið upp í kúrekakvikmyndum," segir hann og brosir. „Það er í raun ágætt að þeir íslend- ingar, sem núna ferðast til landsins, komi fyrst til Cancun, því þar njóta þeir Karíba- hafsins, fallegra stranda og matarmenningar Yucatan-skaga, sem er blanda af matar- menningu Spánveija og Maya-indíána. Og það má ekki gleyma því að þjóðirnar tengjast í raun, því Golfstrauminn eigum við sameigin- legan. Þá hefur reynslan undanfarin tvö ár sýnt okkur að íslendingar eru vel liðnir, enda þykja þeir viðkunnanlegir." Dr. Gerardo segir að af 80 milljónum Mexíkóbúa ferðist um 30 milljónir þeirra árlega og flestir fari þeir til Bandaríkjanna. „Margir hafa ferðast víða, eru miklir náttúru- unnendur og vilja upplifa ný ævintýri. Við stefnum þess vegna að því að bjóða pakkaf- erðir hingað til lands fra Mexíkó og vonandi verður af því næsta sumar, ef ekki strax á þessu ári. Þrír ræðismenn íslands í Mexíkó munu taka þátt í að kynna Island fyrir lönd- um_ mínum." Á Mexíkó-kynningunni á Hótel Sögu mun mexíkóskur kokkur elda ofan í gesti GriIIs- ins, hljómsveit leikur mexíkóska tónlist og danshópur sýnir dansa úr ýmsum sveitum Mexíkó, enda á hvert svæði sína sérstöku dansmenningu, eins og Dr. Gerardo nefndi. „Við höfum einnig ákveðið að halda nám- stefnu 12. maí fyrir starfsfólk ferðaskrif- stofa, sem hefur áhuga á að læra meira um land okkar. íslendingar eru reyndir ferða- langar og ég held að þeir vilji gjarnan kynn- ast fleiri hliðum á land og þjóð en þeir eiga nú kost á. Til að það sé mögulegt verðum við að byija á því að uppfræða starfsfólk ferðaskrifstofa, sem skipuleggur ferðirnar," segir Dr. Gerardo Hemken. Framboðs- listar Sjálf- stæðisflokks og F-lista á Siglufirði Á SIGLUFIRÐI munu fjórir listar bjóða fram í komandi sveitarsljórnarkosningum. D- listi Sjálfstæðisflokksins, F- listi, sem er listi óháðra og Alþýðubandalagsins, hefur áður birst hér í blaðinu, B-listi Framsóknarflokks, og A-listi Alþýðuflokksins, eru enn ekki komnir fram. Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins 1. Björn Jónasson sparisjóðs- stjóri, 2. Runólfur Birgisson rekstrarstjóri, 3. Valbjörn Stein- grímsson veitingamaður, 4. Magn- ús Stefán Jónasson bankafulltrúi, 5. Olafur Pétursson verkamaður, 6. Elvur Hrönn Þorsteinsdóttir skrifstofutæknir, 7. Kolbeinn Eng- ilbertsson lögregluþjónn, 8. Selma Hauksdóttir verslunarmaður, 9. Haukur Jónsson skipstjóri, 10. Hermann Einarsson kaupmaður, 11. Vibekka Arnardóttir verslun- armaður, 12. Ingvar Hreinsson flugvallarstjóri, 13. Sigurður Gunnar Hilmarsson framkvæmda- stjóri, 14. Þórarinn Hannesson íþróttakennari, 15. Þorsteinn Jó- hannesson verkfræðingur, 16. Anna Lára Hertvig kaupmaður, 17. Guðmundur Skarphéðinsson framkvæmdastjóri og 18. Birgir Steindórsson bóksali. Árni Sigfússon Ingibjörg Sól- borgarstjóri rún Gísladóttir alþingismaður Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segist óttast að kosningabaráttan verði hálfgerður skrípaleikur Segir stefnubreytingu Sjálf- stæðisflokksins mgla kjósendur Kveðst telja markmið flokksins að vera við völd en ekki að fylgja markvissri stefnu INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni Reykjavíkur- listans, segist óttast að kosningabaráttan, sem framundan er, verði hálfgerður skrípaleikur. Sjálfstæðisflokkurinn sé að hlaupa frá öllum sínum gömlu stefnumálum og sæki til R-listans við mótun nýrrar stefnu. Hún segir greinilegt að markmið Sjálfstæð- isflokksins sé að vera við völd en ekki að fylgja fram einhverri markvissri stefnu. Hún sagði að þetta hlyti að rugla kjósendur og valda þeiin erfiðleikum við að skilja um hvað þessi kosninga- barátta snúist. Ingibjörg og Arni á fundi FORYSTUMENN framboðslist- anna til^ borgarsljórnar Reykja- víkur, Árni Sigfússon og Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, halda opinn kosningafund í Háskóla- bíói í dag. Þetta er í fyrsta skipt- ið í kosningabaráttunni sem leið- togar listanna leiða saman hesta sína á opnum fundi. Það er Stúd- entaráð Háskóla Islands sem boð- ar til fundarins. Á fundinum munu báðir fram- bjóðendur flytja ávörp, en síðan gefst fundarmönnum kostur á að spyrja þá spurninga. Fundurinn hefst kl. 12.15. Ingibjörg Sólrún hélt blaða- mannafund í gær. Þar sagði hún að framganga Sjálfstæðisflokks- ins í kosningabaráttunni væri al- veg ný reynsla fyrir sig. Meðan hún hefði starfað í borgarstjórn hefði minnihlutinn alls staðar rek- ið sig á veggi. Nánast allar tillög- ur hans hefðu verið felldar. Nú sæi hún Sjálfstæðisflokkinn taka upp baráttumál minnihlutans eitt af öðru. Ingibjörg Sólrún sagði að sjálfstæðismenn hefðu sagt að flokkarnir sem standa að R-listan- um hefðu málað yfir nafn og núm- er, en hún sagðist ekki sjá betur en Sjálfstæðisflokkurinn hefði málað yfir nafn og númer. Ingibjörg Sólrún gagnrýndi sér- staklega að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi í stefnuskrá sinni lýsa því yfir að hann vildi hrinda í fram- kvæmd ýmsum stefnumálum sem væru á verksviði ríkisvaldsins, eins og lengingu fæðingarorlofs og breytingu á persónuafslætti. Ingi- björg Sólrún sagðist telja það vera fallið til að rugla kjósendur í rím- inu að taka þessi atriði inn í kosn- ingabaráttuna. Margir kjósendur gerðu sér ekki grein fyrir því að borgarstjórn réði ekki yfir þessum málaflokkum. Biðlistum tæplega útrýmt á kjörtímabilinu Ingibjörg segir tæplega vera rétt að tala um að Sjálfstæðis- flokkurinn ætli sér að eyða biðlist- um eftir leikskólaplássi á tveimur árum. Flokkurinn undanskilji bið- lista barna sem eru undir tveggja ára aldri. Hún sagði athyglisvert að Sjálfstæðisflokkurinn vilji núna allt í einu auka stuðning við leik- skóla sem foreldrar reka. Hingað til hefði flokkurinn ekki viljað styðja tillögur sem fulltrúar minni- hlutans í borgarstjórn hefðu flutt þessa efnis. Hún sagðist einnig vilja vekja athygli á því að Sjálf- stæðisflokkurinn hefði staðið að því að skera niður stuðning við leikskóla sem foreldrar reka árið 1989. Ingibjörg Sólrún sagði að leikskólamál væru eitt af for- gangsmálum R-listans. Þar væri gífurlega mikið verk óunnið. Hún sagðist ekki treysta sér til að segja hvenær biðlistum eftir leikskóla- plássum verði útrýmt nái R-listinn völdum í borginni, en sagðist ekki telja að það tækist á einu kjörtíma- bili. Ingibjörg Sólrún sagði að mikið verk væri óunnið í málefnum grunnskólans. Reykjavík væri það sveitarfélag sem ætti einna.lengst í land með að geta boðið upp á heilsdagsskóla. Þetta segði manni hvaða forgang skólamál hefðu haft hjá Sjálfstæðisflokknum til þessa. Hún sagði það jákvætt ef Sjálfstæðisflokkurinn vilji núna bjóða upp á heilsdagsskóla, en vakti athygli á því að það kosti líklega 1-1,5 milljarða að hrinda þessu markmiði í framkvæmd. R-listinn með fundaherferð R-listinn er að fara af stað með fundaherferð um borgina. Fyrsti fundurinn, sem var um atvinnu- mál, var í gærkvöldi. Næstkoin- andi þriðjudag verður fundur um skólamál og 26. apríl verður fjallað um ýmis félagsleg vandamál í borginni. Ingibjörg Sólrún sagði þessa fundi marka upphafið að lýðræðislegri vinnubrögðum í borginni sem R-listinn vilji inn- leiða. Hún sagðist ekki ætla að gefa mörg loforð í kosningabarátt- unni, en hún ætli hins vegar að lofa að halda fundi á hveiju ári með borgarbúum verði hún kosin borgarstjóri og fá þá til að koma með ráð og ábendingar varðandi ýmislegt í stjórn borgarinnar. Hún sagðist ætla að beita sér fyrir því að nefndir og ráð borgarinnar haldi einnig slíka fundi með borg- arbúum. Félagsleg- ar íbúðir í Hveragerði Hveragerði. NÝLEGA voru afhentar hér í Hveragerði þrjár íbúðir í fé- lagslega kerfinu. Bygging ibúðanna hófst síðastliðið sumar og hefur verkið gengið mjög vel. Byggingameist- ari var Hafsteinn Bjarnason. íbúðirnar eru allar hinar glæsi- legustu og það voru ánægðir íbú- ar sem fluttu inn um síðustu helgi. - A.H. Ánægð börn fyrir utan ný heimkynni. Morgunbladið/Aldís

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.