Morgunblaðið - 13.04.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 13.04.1994, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRIL 1994 Tónverkið Verum vinir í Hafnarborg NÆSTKOMANDI miðvikudags- kvöld verður frumflutt í Hafnar- borg, Hafnarfirði, kl. 20 tónverk- ið „Verum vinir“ eftir Ólaf B. Ólafsson kennara. Verkefnið er samið sem nýsköpun í námsefnis- gerð og sem slíkt hlaut það Von- arstyrk frá Kennarasambandi Is- lands og var í framhaldi af því boðið fram sem sérstakt lýð- veldisskólaverkefni í Hafnarfirði í tilefni 50 ára afmælis hins is- lenska lýðveldis. í verkefninu er unnið út frá tón- list og textum Ólafs með ýmsa list- ræna þætti s.s. ljóðagerð, hljóðfæra- leik, kórsöng og myndmenntarverk- efni af ýmsu tagi en þungamiðjan í boðskap verksins er friðaruppeldi og umhverfisvemd. Tónverkið, sem hafnfírsku ung- mennin munu frumflytja í Hafn- arborg, er í þremur þáttum: Verum vinir, sem fjallar um vináttuna, Burt með ofbeldið en þar er farið inn á ofbeldi og mengun og skyldur mannsins við móður jörð, Fiiður á jörð en sá hluti er nokkurs konar friðarákall. Hver þáttur inniheldur þijú sönglög, alls níu lög. Hluti þeirra verður fluttur af stórkór bama og unglinga frá grunnskólum Hafnarijarðar og tónlistarskóla bæj- arins, en tónlistarskólakórinn og Kór Öldutúnsskóla munu auk þess syngja einir sér. Þá em, auk söng- laganna, fjögur hljómsveitarverk, nokkurs konar danssvítur, sem tengja þættina þijá saman. Tónlist- arskóli Hafnarfjarðar sá um að koma tónlistinni í viðeigandi búning. Við frumflutninginn verður form- lega opnuð sýning á verkefnum gmnnskólanemendanna. Hluta verkefnanna hefur nú þegar verið komið fyrir í kaffistofu Hafnarborg- ar og kennir þar margra grasa í ýmis konar myndlist og ljóðagerð. Útsetningar nýja tónverksins annað- Ólafur B. Ólafsson ist Guðni Þ. Guðmundsson og stjóm- andi frumflutningsins verður Guð- rán Ásbjörnsdóttir. Dansatriði era unnin af Fimleikafé- laginu Björk. Annar flutningur verksins verður fimmtudaginn 14. apríl kl. 20. Nína Margrét Gríms- dóttir í Norræna húsinu __________Tónlist______________ Ragnar Björnsson Aðrir píanótónleikar starfsárið 1993-4, á vegum EFTA, Evrópu- sambands píanókennara, fóru fram sl. mánudag. Nína byijaði tónleikana með Tokkötu í D-dúr, sem eins hefði mátt kalla sautjándu aldar sónötu, fantasíu eða eitthvað enn annað, svo rannu þessi formheiti fram í festu- leysi þar til þau fengu á sig ákveðn- ari mynd. Hvort verkin eru útsetn- ingar milli hljóðfæra, færð frá einu yfir á annað, er ekki alltaf á hreinu, eða verkið unnið útfrá öðru eldra verki, þetta eru allt áhugaverðar spurningar sem þó virðast ekki hafa valdið Bach sjálfum áhyggjum, einn- ig að fjöldi verka Bachs eru aðeins til í handskrift vina hans og nem- enda. Um þetta hafa verið ritaðar marg- ar og stórar bækur að viðbættu því hvernig eigi svo að túlka höfundinn, Bach, og lítið lætur hann sjálfur uppi um það annað en oft ill-læsileg- ar nótur. Þó skyldi maður vara sig á mjög rómantískri meðferð verka Bachs og víst er að ætli maður að spila Bach „brilliant" er innihaldið Bach rokið út í veður og vind. I kynningu á Tokkötunni í efnis- skrá virðist Nína Margrét vera svolít- ið annars sinnis og ekki skal deilt um það, en „augnabliks tilfinninga- hughrif" í byijun átjándu aldar birt- ust í öðra. formi en t.d. hughrif nítj- ándu aldar. Sérlega músíkalst og fallega lék Nína Fantasíuna í c-moll eftir Moz- art, svo og fyrsta þátt sónötunnar. Adagioið verður að passa sig á að yfirmúsísera ekki, það vill þá fljót- lega verða of langdregið. Molto Alle- gro-þátturinn þolir meiri hraða og „brillians“. „Gloría“ Atla Heimis er í mörgu mjög fallegt verk og vel skrifað fyrir píanóið og ekki bregst Atla að sýna vald sitt yfir ólíkum stíltegundum. Nínu Iét sérlega vel að flytja þennan tráaróð Atla, en ekki get ég að því gert að á mörkun- um finnst mér Atli vera að teygja sínar ágætu hugmyndir ekki um of. Með fjórum Impromptus í f-moll, As-dúr, B-dúr og f-moll eftir Schu- bert lauk Nína tónleikunum og náðu tvær síðustu mestum endurhljómi í undirrituðum. Nína Margrét er vand- aður og góður píanóleikari og músík Nína Margrét Grímsdóttir virðist henni í blóð borin. Það sem undirrituðum finnst enn á vanta er meiri tilbreytni í túlkun. Um of heyri ég sömu Nínu í Bach til Schuberts og það getur orðið þreytandi, þrátt fyrir Nínu Margréti. Forystumenn EFTA hér á landi eiga þakkir skyldar fyrir að standa fyrir þessum og öðram slíkum píanótón- leikum, en það má ekki verða regla að einleikstónleikar innlendra hljóð- færaleikara verði illa sóttir, slík menning stendur á brauðfótum og gæti orðið okkur hættuleg. DAGBÓK ITC Korpa og ITC Stjarna halda sameiginlegan fund í kvöld kl. 20 í safnaðarheimili Lágafellssóknar. Upplýsingar veitir Guðríður í síma 667797. GREN SÁSKIRKJ A. Hádeg- isfundur aldraðra kl. 11. Margrét Eggertsdóttir bókmenntafræðing- ur ræðir um Passíusálma Hall- gríms Péturssonar. Kór aldraðra í Nessókn, Litli kórinn, ásamt Ingu Backman stjórnanda og Reyni Jón- assyni organista koma í heimsókn og syngja við helgistundina. Að lokum verður snæddur hádegis- verður. NESSÓKN. Kvenfélag Neskirkju hefur opið hús í dag kl. 13-17 í safnaðarheimilinu. Kínversk leik- fimi, fótsnyrting og hárgreiðsla á sama tíma. Kóræfing litla kórsins í dag kl. 16.15. Nýir söngfélagar velkomnir. Umsjón hafa Inga Backman og Reynir Jónasson. DIGRANESPRESTAKALL. Kirkjufélagsfundur í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg annað kvöld, fimmtudag, kl. 20.30. Myndasýning, kaffíveitingar, helgistund. GRAFARVOGSKIRKJA verður með opið hús fyrir eldri borgara fimmtudaginn 16. apríl kl. 14. Anna Sigurkarlsdóttir, öldrunar- fulltrúi Hjallasóknar, segir frá starfinu í öðrum kirkjum. Spilað, kaffiveitingar, allir velkomnir. BÚSTAÐASÓKN. Félagsstarf aldraðra í dag kl. 13.30. KIRKJUSTARF ÁSKIRKJA. Samverustund fyrir foreldra ungra barna í dag kl. 10-12.10-12 árastarfí safnaðar- heimili í dag kl. 17. DÓMKIRKJAN: Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur frá kl. 12. Létt- ur hádegisverður á kirkjulofti á eftir. Opið hús í safnaðarheimili í dag kl. 13.30-16.30. HALLGRÍMSKIRKJA: Opið hús fyrir foreldra ungra barna á morg- un, fimmtudag, kl. 10-12. HÁTEIGSKIRKJA: Kvöld- og fyrirbænir í dag kl. 18. BREIÐHOLTSKIRKJA: Kyrrð- arstund kl. 12 á hádegi. Tónlist, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimili eftir stundina. Unglingastarf (Ten- Sing) í kvöld kl. 20. ÁRBÆJARKIRKJA: Mömmu- morgunn í fyrramálið kl. 10-12. Opið hús fyrir eldri borgara í dag kl. 13.30. Fyrirbænaguðsþjónusta í dag kl. 16. Starf 10-12 ára (TTT) í dag kl. 17. LANGHOLTSKIRKJA. Aft- ansöngur kl. 18. NESKIRKJA: Bænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. SELTJARNARNESKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12. Söngur, altar- isganga, fyrirbænir. Léttur hádeg- isverður í safnaðarheimili. FELLA- og Hólakirkja: Helgi- stund í Gerðubergi kl. 10.30 á morgun, fimmtudag. Umsjón Ragnhildur Hjaltadóttir. HJALLAKIRKJA: Starf fyrir 10-12 ára börn TTT í dag kl. 17-19. KÁRSNESSÓKN. Mömmumorg- unn í dag kl. 9.30-12 í safnaðar- heimilinu Borgum. Starf fyrir 10-12 ára í dag kl. 17.15-19. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Kyrrðarstund kl. 12 á hádegi og léttur hádegisverður í safnaðarat- hvarfinu, Suðurgötu 11, að stund- inni lokinni. FORELDRA- og styrktarfélag Tjaldanesheimilisins í Mosfells- sveit heldur aðalfund sinn í Bjarkarási kl. 14 laugardaginn 16. apríl. SILFURLlNAN - sími 616262. Síma- og viðvikaþjónusta fyrir eldri borgara alla virka daga milli kl. 16 og 18. Ösk Vilhjálmsdóttir Myndlist Eiríkur Þorláksson Það er margtuggin klisja í okkar menningaramræðu, að fjölskyldan sé hornsteinn samfélagsins og heimilið undirstaða þjóðlífsins. Klisjan er hins vegar oftast látin nægja, og lítið gert í því að kanna hvernig fjölskyldulífi landsmanna er háttað, eða á hvern hátt upp- bygging heimilanna mótar þjóðfé- lagið á öðrum sviðum. Það er helst á vettvangi viðamikillar vanda- málaumræðu, sern tæpt er á þess- um viðfangsefnum, en á því sviði erum við íslendingar að verða jafn alvörugefnir og leiðinlegir og helstu fyrirmyndir okkar meðal vestrænna þjóða. Fjölskyldan og heimilið kemur sjaldan upp í íslenskri myndlist, og því er frískandi að skoða þá sýningu, sem nú er í gangi í sýn- ingarrými Gerðubergs. Þar hefur Ósk Vilhjálmsdóttir komið fyrir ljósmyndum og innsetningu, þar sem áherslan er annars vegar á einstaklinginn heima hjá sér og hins vegar á þann sem dvelur fjarri heimahögum. Ósk útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskólanum 1985, og hefur frá þeim tíma stundað framhaldsnám við Lista- háskólann í Berlín; hún hefur tek- ið þátt í nokkrum samsýningum og hélt m.a. einkasýningu í Gall- eríi Sævars Karls 1991. Sýningin í Gerðubergi er tví- þætt. Annars vegar er um að ræða tólf myndir af jafmörgum einstakl- ingum, sem hafa verið festar á steinhellur og lagðar á gólfið; á myndunum liggja viðkomandi á gólfinu heima hjá sér, og myndirn- ar eru teknar beint að ofan. Bak- grunnur myndanna er fjölbreyttur (trégólf, parket, munstruð teppi og einlit, dúkar) sem og fólkið á þeim (börn, unglingar, fullorðið fólk), en af öllum geislar samt ein- hver sá friður, sem væri vart finnanlegur annars staðar. í sýn- ingarskrá lýsir listakonan þessari tilfinningu á eftirfarandi hátt: „Fólkið leggst á gólf í herbergi sínu - heima - ... hvílir sig eftir daginn og horfir án þess að horfa endilega - upp - hugsar ekki um neitt sérstakt ... Opið og óvarið - enda líður því vel, hjúpað öryggi heimilisins." Það er söknuðurinn eftir þessum öryggishjúp heimkynnanna sem kemur sterkast fram í hinum þætti sýningarinnar. Þar er um að ræða eins konar innsetningu; sex stólar standa í kringum hringborð, þrír þeirra með fjölda ljósmynda fyrir framan sig, en fyrir framan hina eru sjónvarpsskjáir greyptir ofan í borðið. Myndirnar eru af ólíkum fjölskyldum, sumar gulnaðar og velktar, og í sjónvarpstækjunum eru einstaklingar af ýmsum þjóð- ernum, sem dvelja fjarri heimahög- um, að sýna myndir af fjölskyldu og vinum, og á ólíkum tungumál- um eru rifjaðar upp minningar sem tengjast þeim. Á borðinu eru síðan kaffibollar, vínglös, fullir ösku- bakkar og fleiri merki langrar setu og söknuðar. Fjölskylduljósmyndin hefur sjaldan verið talin merkilegt fyrir- bæri í listrænum skilningi, en er auðvitað ómetanleg fyrir þann sem tengist henni. Þessi sýning Óskar leggur einmitt áherslu á þetta mik- ilvæga gildi: „Æskan, uppruninn, identitetið er e.t.v. falið í myndun- um. Á Ijósmyndinni er það sem var það sem ER ... augnablikið ódauð- legt.“ Þessa er of sjaldan minnst, og hér er það gert á viðkunnanleg- an og nærfærinn hátt. Sýning Óskar Vilhjálmsdóttur í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi stendur til sunnudagsins 24. apríl. Sundurtætt ást Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Yann Queffélec: Gættu þín á úlfin- um. Sigurður Pálsson þýddi. For- lagið 1993. Gættu þin á úlfinum eftir Frakk- ann Yann Queffélec er ástríðufull saga og máluð skærari litum en við eigum að venjast hér í fásinninu. Queffélec hefur vakið athygli í heimalandi sínu, fékk m. a. Gonco- urt-verðlaunin fyrir skáldsögu sína Blóðbrúðkaup sem komið hefur út í íslenskri þýðingu. í Gættu þín á úlfinum segir frá ást drengsins Tona á Maí, frænku sinni og uppeldissystur sem er tveim- ur árum eldri en hann. Þetta er for- boðin ást sem veldur fremur þjáning- um en sælu. Ekkert getur hindrað hana. Toni er haldinn af Maí: „Honum er í nöp við Maí síðan hún stækkaði. Ef Maí hættir að stækka ætlar hann að giftast henni. Að giftast Maí ér að giftast augna- ráði Maí, skásettum augunum, hár- inu, fílabeinshöndunum, foraryrjun- um, býfluguilminum, hárlónni á handleggjunum, nöguðum hægri þu- malfingri. Glufunni líka sem hún vill ekki lengur sýna honum.“ Það vantar ekki æsilegar hugsanir og æsilega atburði í Gættu þín á úlfinum. Milli Tona og hins veraldar- vana Júlíusar fara fram átök þar sem Maí er í aðalhlutverki. Júlíus er kald- hæðinn og grófur í tali, hann ógnar draumaheimi Tona. En Toni grípur til sinna ráða, ekki bara í ímyndunum sínum þótt þær yfirskyggi óftast veruleikann. Eftir samræður þeirra félaga um konur og ástir þar sem Júlíus varar Tona við lauslæti og ótrygglyndi kvenna kemur Maí ekki heim. Sama kvöld bíður Toni eftir að hún birtist. Það er hvassviðri og eldingar dynja. Toni liggur á hnjánum og biður. Minningar um sundurtættan fugl sem hann hafði fundið kvöldið sem amma hans dó: „Hann hugsaði með sér að Maí væri að deyja. Maí var Yann Queffélec dáin, hún myndi finnast sundurtætt í poka. Honum að kenna að hún var sundurtætt. Hann hefði aldrei átt að láta hana fara eina.“ Komi Maí heim ætlar hann að kvænast henni, komi hún ekki dugar ekki minna en að skera sig á púls.“ Draumkennd og raunsæ Gættu þín á úlfinum er skáldsaga sem gerist á mörkum draums og veruleika jafnframt því sem hún get- ur verið nöturlega raunsæ. Þetta á sérstaklega við um þann hluta sög- unnar sem hermir frá störfum Tona við námuvinnslu þar sem dagurinn líður við sprengingar og dauðinn er innan seilingar. Tilfínningarótið í Gættu þín á úlf- inum gerir söguna nokkuð óljósa og stundum flókna um of. Skáldleg tök era aftur á móti kostur og sagan er þess eðlis að annar lestur skýrir þá mynd sem höfundurinn vill draga UPP- Sigurður Pálsson hefur þýtt sog- una með nokkrum tilþrifum og teflir oftar en einu sinni á tæpasta vað í málbeitingu. Útgáfa þessarar skáldsögu Yann Queffélecs á íslensku er gott teikn um að útgefendur telji að samtíma- bókmenntir Evrópu eigi erindi við lesendur hér heima.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.