Morgunblaðið - 13.04.1994, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 13.04.1994, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 33 Opið bréf til Braga Mikaelssonar — vegna greinar Braga í Vogum, „Félagsmál unglinga“ eftir Kristínu Ottesen Það kom mér virkilega á óvart þegar ég las í marsblaði Voga að þú varst allt í einu búinn að móta nýja stefnu fyrir Sjálfstæðisflokk- inn í unglingamálum hér í Kópa- vogi. I grein þinni „Félagsmál ungl- inga“ byrjar þú að fjalla um grein Ágústs Hauks Jónssonar sem stýr- ir félagsmálum Digranes- og Hjallaskóla núna í vetur. Þú virðist ekki vera mjög hress með Ágúst eða hans skoðanir í unglingamál- um, vakti það þó nokkra undrun mína þar sem ég ætla að skóla- nefnd, og þá þú sem formaður skólanefndar, hafi mælt með hon- um í þetta starf. Þurfa ekki að vera góð tengsl á milli þessara starfsmanna og skólanefndar til þess að þetta starf skilaði þeim árangri sem til var ætlast? Næst í grein þessari verður þér tíðrætt um Guðmund Oddsson og stefnu krata í unglingamálum og segir orðrétt: „Ekki varð hama- gangur þeirra krata minni, í upp- hafí þessa kjörtímabils sem nú er senn liðið, þegar fram komu hug- myndir um félagsmiðstöð á mið- bæjarsvæðinu, og þá yrði að ein- hveiju leyti að draga úr starfsemi í Þinghólsskólanum." Og langar mig í framhaldi af þessum orðum skrifuðum að spyija þig: 1. Hve langt voru þessar hug- myndir um félagsmiðstöð á mið- bæjarsvæðinu komnar? 2. Hvemig átti að standa að framkvæmdinni? 3. Hverskonar félagsmiðstöð var verið að tala um? 4. Hvað kostaði rekstur þessar- ar félagsmiðstöðvar? 5. Hvað var það í raun og vem sem stoppaði að opnuð yrði félags- miðstöð á miðbæjarsvæðinu? Mér er alveg óskiljanlegt ef það hafa verið kratar sem hafa staðið í vegi fyrir félagsmiðstöð, þar sem kratar em í minnihluta en þú og þínir menn í meirihluta, svo að ef það hefði verið fullur vilji fyrir félagsmiðstöð þá hefði meirihlut- inn getað afgreitt það mál án sam- þykkis krata og komma eins og önnur mál sem afgreidd hafa verið á kjörtímabilinu án samþykkis minnihlutaflokkanna. Undarlegt þótti mér er lengra ég las að þú, svo reyndur bæjar- stjómarmaður, skulir halda að þú hagnist eitthvað á því að gera lítið úr þeirri tilraun sem kratar og kommar gerðu í sinni meirihluta- tíð, er þeir reyndu að setja á fót félagsmiðstöð fyrir unglinga í aust- urbænum, og þótt að tilraunin hafí mistekist, sjálfsagt vegna fleiri þátta heldur en einum sófa- settskaupum, þá allavega var þessi tilraun gerð og er það meira held- ur en hægt er að segja um núver- andi meirihluta. Þá eram við komin að þessari skýra stefnu Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi sem þvi miður hefur alveg farið fram hjá mér hingað til, eins og kannski fleiri sjálfstæð- ismönnum. Við lestur greinar Amórs Páls- sonar „Hvert á að stefna“ sem einnig er í Vogum, þá er hann með einhveija allt aðra stefnu í unglingamáium heldur en þú og þar talar hann um að kanna vilja unglinga og foreldra í þessu máli svo það virðist eins og hann hafi ekki heldur áttað sig á þessari nýju stefnu flokksins, frekar en ég. Þú hlýtur að vera nýbúinn að marka þessa stefnu fyrir flokkinn sem einskonar kosningastefnu, því fyrir einu ári þegar ég var að kanna þessi félagsmiðstöðvarmál sem formaður foreldrafélags Digranes- skóla þá var stefna þín önnur. Fyrir einu ári stóð stjórn for- eldrafélagsins í Digranesi fyrir því að kanna hug annarra foreldrafé- laga í austurbænum og boðuðum við stjómir eða unglinganefndir allra foreldrafélaganna í austur- bænum til fundar, einnig mætti á þennan fund unglinganefnd Sam- kóp. Fulltrúar mættu frá öllum skólum nema Snælandsskóla, kveðjurnar sem við fengum frá stjóm foreldrafélagsins þar var að þeir vildu ekki félagsmiðstöð mið- svæðis, þeir væra í viðræðum um félagsmiðstöð í skólann, einn kenn- ari mætti frá þeim sem áheyrnar- fulltrúi, en þótti okkur frekar mið- ur að fá engan frá þessum skóla inn í umræðumar því okkur fannst mjög mikilvægt að kanna sjónar- mið þessa hóps líka. Niðurstaða þessa fundar var sú að við vildum félagsstarf inn í skól- ana og sjálfsagt væri að bæta að- stöðu í skólunum þannig að það væri hægt að hafa eitthvað félags- starf þar, en við viljum líka félags- miðstöð miðsvæðis. Það er skylda Kópavogsbæjar að sjá um að hægt sé að bjóða upp á félagsstarf inni í skólunum og þá sérstaklega fyrir yngri nemend- ur en það er einnig skylda bæjaryf- irvalda að sjá unglingunum fyrir félagsaðstöðu utan skóla. Þetta var svona í grófum dráttum niðurstaða þessa fundar, og ég veit ekki ann- að en þú hafir fengið vitneskju um vilja foreldra í Kópavogs-, Hjalla- og Digranesskóla í þessum málum. Snælandsskóli hefur alltaf verið svolítið sér á báti í þessu máli og lagt mikla áherslu á að fá félags- Vilhjálmur - þú átt leik! eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur Sérstakur skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði í Reykjavík hefur gefíð tilefni til umfjöllunar í fjölmiðlum að undanfömu. Skattur þessi er í fyrsta sinn á þessu ári liður í tekjuöflun Reykjavíkurborg- ar. Skattinn fengu borgaryfírvöld í arf frá fjármálaráðherra sem hluta af þeirri skiptimynt sem ríkið greiddi sveitarfélögunum í landinu fyrir aöstöðugjöldin sem nú hafa verið aflögð. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hafði ekki fyrr lagt þennan sérstaka skatt á en hann lofaði því að leggja hann af aftur - á næsta kjörtíma- bili. Eins og fram hefur komið í íjölmiðlum gef ég lítið fyrir þetta loforð. Fyrir því eru aðallega tvær ástæður. Til bráðabirgða í fyrsta lagi bar Sjálfstæðis- flokknum engin skylda til að taka upp þessa skattlagningu ef honum er það svo mjög á móti skapi. Skatt- urinn byggir á heimildarákvæði í lögum um tekjustofna sveitarfé- laga. Reynslan af þingi og lands- stjóm kennir okkur hins vegar að sjálfstæðismenn hafa ævinlega tal- að hart gegn þessum skatti en ekki lagt hann af þó að þeir hafí verið í aðstöðu til þess. I öðru lagi var heimildin til þess- arar skattlagningar sett inn í lögin um síðustu áramót með sérstöku bráðabirgðaákvæði. Og eins og gef- ur að skilja er ákvæði til bráða- birgða ætlað að gilda til bráða- birgða. Það var því ekki ætlun lög- gjafans að þarna yrði um varanlegt Ingibjörg Sólrún Gísladóttir „í öðru lagi var heim- ildin til þessarar skatt- lagningar sett inn í lög- in um síðustu áramót með sérstöku bráða- birgðaákvæði. Og eins og gefur að skilja er ákvæði til bráðabirgða ætlað að gilda til bráða- birgða.“ form á skattheimtu að ræða. Hitt mun öllum hafa verið ljóst - ekki síst sveitarstjórnarmönnum í Reykjavík sem annars staðar - að það þyrfti að tryggja sveitarfélög- unum einhveija tekjustofna til að vega upp á móti þeim sem vora af þeim teknir. Efndir Ioforða í upphaflegum frumvarpstexta var gert ráð fyrir að heimildar- ákvæðið næði aðeins til ársins 1994 en við aðra umræðu um framvarpið var ártalið fellt úr. Það var gert að tiilögu meirihluta félagsmála- nefndar sem rökstuddi þessa breyt- ingu með eftirfarandi hætti: „Markmiðið er að hinn sérstaki fasteignaskattur verði aðeins lagð- ur á á árinu 1994, en rétt þykir, svo að réttarstaða sveitarfélaganna sé ljós að þessu leyti, að leggja til að við greinina bætist ný málsgrein þess efnis að ákvæðið verði í gildi þar til félagsmálaráðuneytið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa unnið að nánari útfærslu máls- ins.“ Nú á formaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík, næsta leik. Það er í hans verkahring að fínna Ieið til að fella þennan skatt í einhvern þann farveg sem hann og aðrir telja sanngjarnan og eðli- legan, ekki bara í Reykjavík heldur á landinu öllu. Þegar það hefur verið gert leggst þessi skattur væntanlega af í sinni núverandi mynd og þá hefur kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík verið uppfyllt - af löggjafanum. Höfundur er þingmaður Reykvíkinga og borgarsijóraefni R-listans. „Þú hlýtur að vera ný- búinn að marka þessa stefnu fyrir flokkinn sem einskonar kosn- ingástefnu, því fyrir einu ári þegar ég var að kanna þessi félags- miðstöðvarmál sem for- maður foreldrafélags Digranesskóla þá var stefna þín önnur.“ miðstöð við skólann, en ég gerði mér engan veginn grein fyrir því að það væri fastmótuð stefna Sjálf- stæðisflokksins sem verið væri að framfylgja þar, því ekki fyrir svo löngu var ég á opnum fundi hjá Kvennalista og þar flutti Birna Siguijónsdóttir kennari við Snæ- landsskóla tölu og var þetta eitt af stefnumálum kvennalistans að koma öllu félagsstarfi inn í skólana því það væri vilji fólks í austurbæ Kópavogs. Ég sé ekki betur, Bragi, en að þú eigir þama skýra og fast- mótaða stefnu með kvennalista- konum. Að sjálfsögðu gera foreldrar sér fyllilega grein fyrir því að rekstur félagsmiðstöðvar kostar peninga og félagsstarf innan skóla kostar líka peninga, en hverjir era það sem borga þá peninga — eru það ekki foreldramir. Því langar mig að leggja nokkrar spurningar fyrir þig í sambandi við kostnaðinn við rekstur félagsmiðstöðvar: 1. Hvað kostar að reka félags- miðstöð, og vonast ég til að þú getir sundurliðað kostnað, og við hvað langan opnunartíma á dag er miðað? 2. Hvað kostar að ráða starfs- menn við hvern skóla til að sinna félagsmálum? 3. Hafa kennarar ekki hingað til sinnt þessum málum með sóma fyrir yngri bekkina? 4. í hveiju liggur helst þessi 12-15 milljóna króna kostnaðar- munur sem þú talar um í grein þinni? 5. Eru það ekki alltaf foreldrar og aðrir skattgreiðendur sem borga bæði rekstur félagsmið- stöðva og rekstur skólanna þegar upp er staðið? 6. Hve hár var styrkur Taflfé- lagsins á þessu kjörtímabili? 7. Hvað hefur Skátafélagið fengið mikla styrki á þessu kjör- tímabili? 8. Hvað eru íþróttafélögin búin að kosta bæjarfélagið sl. fjögur ár, þ.e. Gerpla, HK, Breiðablik. 9. Hvað kostar leikfélagið bæj- arfélagið á sl. kjörtímabili? Mér þætti gaman að fá svör við þessum spumingum, þetta era helstu aðilar sem þú tíundar sjálfur í grein þinni að bjóði uppá íþrótta- og tómstundaaðstöðu. Hvað þá með unglinga sem era ekki í nein- VJterkurog k-J hagkvæmur auglýsingamiðill! um þessum félögum og hanga bara í sjoppunni við Engihjalla, fyrir utan Digranesskóla, kringum Kópavogsskóla og í sjoppunni niðri í Snælandi, ráfa um götumar og hafa ekkert við að vera, tiltölulega ung leita þessir krakkar í bæjarlíf- ið í Reykjavík og er það það sem við foreldrarnir viljum? Af hveiju skyldum við þá ekki bara flytja til Reykjavíkur svo styttra sé fyrir bömin okkar út á lífið, er Kópavog- ur eingöngu fyrir foreldra sem eiga börn sem era í einhveijum íþróttum og passa inn í einhvern af þeim hópum sem era á spena hjá bæn- um. Bragi, segðu mér, hvað vilt þú gera við þennan hóp, þú veist að hann er nokkuð stór? Hvernig væri nú að hlusta á vilja ungling- anna og vilja foreldranna í þessu máli? Sl. tvö ár hefur þessi meirihluti Iofað unglingunum á unglingadegi félagsmiðstöð og ýmsu fleira en svo hafið þið ekki staðið við neitt, unglingarnir eru reiðir og sárir því þeir hafa verið sviknir og ekki aðeins af pólitíkusum heldur kannski einnig af foreldrum, höf- um við foreldrar verið nógu hörð í þessari baráttu, nei, alls ekki, og ég ætla svo sannarlega að vona að nú taki foreldrar við sér og styðji ■* við bakið á unglingunum nú þegar þeir þurfa á því að halda. Stöndum saman öll sem eitt og fáum félags- miðstöð miðsvæðis í Kópavogi. Það eru hvort sem er við sem komum til með að borga reksturinn við hana. Foreldrar, stöndum með ungl- ingunum okkar, nú þegar þeir taka sig saman og gera kröfu um að staðið verði við gefín loforð. Til þín, Bragi, vona ég svo sann- arlega að þú endurskoðir þessa kvennalistastefnu sem þú ert búinn að móta fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ef þetta er virkilega sú stefna sem flokkurinn í heild vill þá er kannski best að hann verði í minnihluta næstu fjögur ár. Höfundur er foreldri í Kópavogi. Bamaskórfrá Bopy Góðir fyrstu skór í st. 18—24. Margir litir. Ath.: Smáskór erfluttur inní DÓ-RE-MÍ vid Fákafen í eitt afbláu húsunum. smáskór Suðurlandsbraut 52,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.