Morgunblaðið - 13.04.1994, Síða 51

Morgunblaðið - 13.04.1994, Síða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1994 HANDKNATTLEIKUR / ÚRSLITAKEPPNIN Morgunblaðið/Bjami Friðleifur Frlðleifsson, fyrirliði Víkings, lék mjög vel í gærkvöldi. Hann var öryggið uppmálað í hominu og gerði sex mörk. Háspenna LEIKUR Vals og Stjörnunnar að Hlíðarenda bauð upp á há- spennu á lokamínútunum, þar sem leikmenn stigu mikinn darraðadans undir hrópum og trommuleik áhorfenda, sem voru vel með á nótunum. Valsmenn fögnuðu sigri, 21:20, en þegar leikurinn var að renna út hafnaði knötturinn á stönginni á marki þeirra — sigurinn hékk því á bláþræði. Sigmudnur Ó. Steinarsson skrifar Spennan setti mark sitt á leikinn — strax í byijun leiksins var greinilegt að leikmenn liðanna sættu sig við ekkert nema sigur. Þeir tóku púls- inn á hvor öðrum og þegar níu mín. voru búnar var staðan 1:1. Það var stiginn rólegur vals til að byrja með — Valsmenn voru yfír, 11:8, í leikhléi og 20:17 þegar sjö mín. voru til leiksloka. Sigur þeirra virtist í höfn, en þeir misstigu sig í lokadansinum og Stjörnumenn skor- uðu þrjú mörk í röð, 20:20. Gunnar Ingvarsson, markvörður Stjörnunnar, varði þá þrisvar mjög vel og Haf- steinn Bragason jafnaði þegar 27 sek. voru eftir. Stjörnumenn fengu knöttinn, en Guðmundur Hrafnkels- son varði skot Patreks Jóhannesson- ar. Valsmenn fara í sókn og Ólafur Stefánsson fiskar vítakast þegar 18,4 sek. voru eftir, sem Rúnar Sigtryggs- Morgunblaðið/Bjami Eirfksson Ölafur Stefánsson skorar eitt af sex mörkum sínum fyrir Val gegn Stjörn- unni. Hann fiskaði vítakastið rétt fyrir leikslok, sem færði Val sigur. son skoraði úr, 21:20 — hans fjórða vítakast í röð. „Þetta var ekki fyrirfram ákveðið — var ekki inni í leikkerfi okkar, en heppnin var með mér þegar vö««* Stjörnunnar opnaðist. Ég var ákveð- inn að vinna upp þau mistök sem ég hafði gert á lokasprettinum,“ sagði Ólafur Stefánsson, sem fiskaði vítak- astið — hann hafði misnotað þrjár sóknir á stuttum tíma rétt áður. Rún- ar skoraði ijögur síðustu mörk Vals- manna á síðustu ellefu mín. leiksins öll úr vítaköstum. Hann kom af bekknum til að taka vítaköstin. „Ég kom kaldur af bekknum og var þess vegna ákveðinn að notfæra mér allar þijár sekúntumar sem ég fékk til að taka vítaköstin. Þannig náði ég að einbeita mér að reikna hreyfingar markvarðarins út. Það var stórkost- legt að sjá á eftir knettinum hafna í netinu í síðasta vítakastinu," sagði Rúnar. Stjömumenn áttu síðasta orð leiks- ms, en þeir fengu aukakast þegar 6,4 sek. vora eftir og aftur þegar tvær sek. vora eftir. Hafsteinn Bragason fékk þá knöttinn, en hafði ekki heppnina með sér — skot hans hafnaði á stönginni um leið og flaut- að var til leiksloka. Gunnar Einarsson, þjálfari Stjörn- unnar, var ánægður með leik sinna manna. „Við voram klaufar að missa knöttinn þegar við voram með hann í stöðunni tuttugu tuttugu [20:201 , og stutt til leiksloka. Ég var ekk^ ánægður með dómgæsluna — mér fannst Valsmenn hagnast á vafaatr- iðum,“ sagði Gunnar. Það var mikil spenna í leiknum og þá sérstaklega undir lokin, en leikur- inn var þó ekki skemmtilegur á að horfa. Varnarleikur Valsmanna var sterkur og sóknarleikurinn lengst af agaður, en ekki fyrir augað. Vamar- leikur Stjörnunnar var ekki góður og markvarslan eftir því. Samvinna leik- manna var ekki nægileg í sókn og leituðu leikmenn of mikið inn á miðj- una, þar sem Valsmenn era sterkast- ir fyrir. Patrekur Jóhannesson snýndi mikið einstaklingsframtak — skoraði átta mörk og átti tvær línusending- ar, sem gáfu mörk. Friðleifur Friðleifsson fyrirliði Víkings Höfum alla burði til að gera góða hluti Við tókum okkur tak í seinni hálfleiknum og sýndum að við getum þetta — það er engin spurning. En þó sigurinn hafi verið sætur í kvöld erum við bara komnir hálfa leið og við ætlum okkur að klára dæmið í Firðinum á fimmtudaginn, sagði Friðleifur Friðleifsson, fyrir- liði Víkings, eftir leikinn í gærkvöldi, en hann lék mjög vel. Var örygg- ið uppmálað í hominu og barðist vel í vöm. „Eftir tvö töp fyrir FH í vetur héldu menn að við væram kannski haldnir einhverri FH-„fóbíu“, en það er langt frá því. Við urðum í fjórða sæti í deildinni en þeir í fimmta, og við sýndum það í kvöld að við erum betri. Ég hef trú á að við förum alla leið í þessu móti; við höfum alla burði til að gera góða hluti. í kvöld lék einn fyrir alla og allir fyrir einn og það sýnir karakterinn í liðinu — hann er geysigóð- ur,“ sagði Friðleifur. Sanngjam Vfldngssigur VIKINGAR sigruðu FH-inga ífyrstu viðureign liðanna í átta liða úrslitum íslandsmótsins íhandknattleik ígærkvöldi íVíkinni, 26:23. Eftir að FH-ingar höfðu verið sterkari ífyrri hálfleiknum komu heimamenn grimmir fram á völlinn eftir hlé og sigurinn var sanngjarn. Bjarki Sigurðsson gerði fyrsta markið fyrir Víking en síðan tóku FH-ingar völdin á vellinum. Vörn Hafnfírðinga var mjög góð fram- an afleiknum, Berg- sveinn fann sig vel í markinu og sóknin var í nokkuð góðu lagi. FH náði mest þriggja marka forystu, og það var fyrst og fremst vegna mjög góðrar markvörslu Reynis Reynis- sonar Víkings að munurinn varð ekki meiri. Vörn heimaliðsins var lek og sóknarleikurinn fálmkennd- ur. Undir lok fyrri hálfleiksins tví- Skapti Hailgrímsson skrifar efldust Víkingar hins vegar við það mótlæti að missa Serbann Cvijovic tvívegis útaf í tvær mínútur vegna brottreksturs; voru greinilega allt annað en ánægðir með þá ákvörðun dómaranna, en beittu skapinu rétt og minnkuðu muninn í eitt mark. FH-ingar voru að sama skapi heill- um horfnir undir lok fyrri hálfleiks; klúðruðu fimm síðustu sóknunum og síðan tveimur fyrstu eftir hvíld- ina. Það var allt annað að sjá til Vík- inganna í seinni hálfleiknum. Gunn- ar þjálfari hefur greinilega talað í þá sjálfstraustið í hléinu því strax varð ljóst að þeir ætluðu sér sigur og ekkert annað. Vörnin var mjög hreyfanleg og góð og sóknarleikur- inn gekk vel upp. FH-ingar gáfu að sama skapi eftir og sýndu fátt af því besta sem hægt er að ætlast til af liðinu. í sókninni voru þeir í vandræðum gegn öflugri vörn Vík- ings og Reynir var þeim erfiður, vörnin var einnig slakari og Berg- sveinn var langt frá sínu besta í markinu. Því fór sem fór og Hafn- firðingarnir urðu að játa sig sigr- aða. „í stöðunni 12:9 fyrir okkur, þegar þijár mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum var eins og við yrðum of værukærir," sagði Guðjón Árnason, fyrirliði FH, á eftir. „Þetta var gott hjá okkur fram að því, vörnin var góð, en það var eins og við héldum að hlutirnir kæmu af sjálfu sér þegar þarna var komið. Ánnars var þetta eins og búast mátti við; mikill barningur eins og venjulega þegar tvö jöfn lið mæt- ast.“ Guðjón sagði sókn FH-liðsins hafa verið alltof þunglamalega í seinni hálfleik, „og þá þurfum við líka að bæta vörnina fyrir nsta leik. En það eru tveir leikir eftir og við ætlum okkur áfram,“ sagði Guðjón. Reynir markvörður lék mjög vel fyrir Víking sem fyrr segir og var besti maður liðsins. Annars var liðs- heildin góð þegar útileikmennirnir náðu sér loks á strik; vörnin sam- hent og menn aðstoðuðu hver annan vel í sókninni þar sem leikflétturnar gengu upp. FOLK ■ JÓN Zoega, formaður Vals, minntist Alberts Guðmundssonar fyrir leik Vals og Stjörnunnar að Hlíðarenda. Leikmenn Vals léku með sorgarbönd. ■ KRISTJÁN Arason hefur lengi verið meiddur í öxl og ekki getað skotið, enda ekki skorað í langan tíma. Það var þvi gaman að sjá til Kristjáns í fyrri hálfleiknum þegar hann fékk knöttinn á hægri vængn- um, hljóp meðfram vörninni eins og í „gamla daga“ og þrumaði í bláhorn Víkingsmarksins. Ánægjuleg sjón, sérstaklega fyrir stuðningsmenn FH, en þess má geta að þetta var í eina skiptið sem Kristján skaut að marki í leiknum. Þannig vörðu þeir Markvarslan í leikjum gærkvöldsins (innan sviga varið en knötturinn aftur til mótherja). Reynir Þ. Reynisson, Víkingi - 14(2) 7(1) langskot, 4 horn, 2(1) af línu, 1 hraðaupphlaup. Bergsveinn Bergsveinsson, FH - 8(1) 2 langskot, 2 horn, 3(1) af línu. Guðmundur Hrafnkelsson, Val - 12(4) 6(2) langskot, 3 horn, 2(1) gegnumbrot. Ingvar Ragnarsson, Stjörnunni - 1 1 langskot. Gunnar Erlingsson, Stjörnunni - 8(3) 6(2) langskot, 1(1) horn, 1 gegnumbrot. SÓKNAR- NÝTING Víkingur FH Mðik Sóknir % Mðik Sóknlr % Valur Mðik Sóknir % Stjarnan Urslitakeppnin í handknattleik 1994 pr '2T 46 F.h 12 25 48 11 18 61 Fh 8 18 44 15 26 58 S.h 11 26 42 10 18 55 S.h 12 19 63 í 26 50 52 Alls 23 51 45 l: 21 36 58 Alls 20 37 54 1 4 Langskot 11 i 4 Langskot 8 1 Gegnumbrot 3 2 Gegnumbrot 3 1 5 Hraðaupphlaup 2 Hi | 1 Hraðaupphlaup 2 • 7 Horn 5 . 46 Horn 2 4 Lína 2 fy; • 1 Lina 3 ■ 5 ; Víti 0 .ot; 8 Víti 2

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.