Morgunblaðið - 13.04.1994, Side 50

Morgunblaðið - 13.04.1994, Side 50
50 MORGUNBLAÐIÐ IÞRÖTTIR MIÐVIKUDAGUR 13. APRÍL 1993 foám 'FOLK ■ KEVIN Campbell var hetja Arsenal er liðið tryggði sér í gær- kvöldi sæti í úrslitaleik Evrópu- keppni bikarhafa í knattspyrnu. Hann skoraði í 1:0 sigri gegn Par- is Saint Germain í London. ■ IAN Wright, félagi Campbells í framlínunni, fékk að líta gula spjaldið í fyrri hálfleiknum í gær- kvöldi fyrir klaufalegt brot á Alain 'jíioche. Það er því ljóst að Wright missir af úrslitaleiknum, sem fram fer í Kaupmannahöfn 4. maí. Það kemur í ljós í kvöld Arsenal mætir Parma eða Benfica í úrslitunum. ■ LOTHAR Matthiius, fyrirliði þýska landsliðsins og Bayern Munchen skrifaði í gær undir nýjan samning við félagið til þriggja ára. Matthaus er 33 ára og er því samn- ingsbundinn Bayern til 36 ára ald- urs. Fréttir herma að árslaun hans verði um 105 milljónir króna. Matt- haus hafnaði tilboði frá ítalska fé- laginu Roma og ákvað að vera frek- ar áfram í Miinchen. ■ FRANZ Beckenbauer, fyrrum fyrirliði og þjálfari landsliðsins, sem tók tímabundið við þjálfun Bayern Miinchen fyrr í vetur og er á góðri leið með að stýra því til meistara- tignar, gaf í skyn í gær að svo gæti farið að Klaus Augenthaler tæki við þjálfun Bayern fyrir næsta keppnistímabil. Augenthaler er fyrrum fyrirliði liðsins og hefur verið aðstoðarþjálfari undanfarið. Hann hefur verið hjá Bayern síðan 1975. ■ BANDARÍSKA landsliðið í knattspymu mætir Bayern —-IJunchen í vináttuleik í Cleveland 21. maí. Þess má geta að íslending- ar mæta Bandaríkjamönnum í vináttuleik nú í apríl. ■ SALVATORE Schillaci, hetja ítalska landsliðsins í knattspymu á HM fyrir fjórum árum, tilkynnti í gær að hann hefði samið við ítalska félagið Juvilo Iwata til tveggja ára. „Toto“ Schillaci, sem varð markahæstur í HM 1990 með 6 mörk, fer til Japan strax í dag og byijar að æfa með nýja liðinu. „Eg þarfnaðist breytinga og hefði verið bijálaður að hafna tilboðinu," sagði Schillaci í gær. Talið er að hann fái 3 milljónir dollara fyrir að leika með liðinu í tvö ár, andvirði um 220 milljóna króna. HANDBOLTI íslenskir dómarar í úrslita- leiki EM Tveir íslenskir handknatt- leiksdómarar, þeir Rögn- vald Erlingsson og Stefán Arn- aldsson, munu dæma annan úr- slitaleikinn í Evrópukeppni bik- arhafa i handknattleik. Þeir fara til Frakkiands og dæma 24. apríl leik OM Vitrolles og Bars- elona. Kjartan Steinback hefur einn- ig verið úthlutað úrslitaleik. Hann verður eftirlitsmaður á leik ABC Brga og Teka Sant- ander í Evrópukeppni meistara- liða en leikurinn fer fram í Port- ^J .úgal 23. apríl. Þetta ásamt eftirlitsstörfum Kjartans í úrslitakeppni Evrópu- móts landsliða síðar í sumar eru það lengsta sem íslenskir dóm- arar hafa komist. „A dauða mínum átti ég von en ekki þessu. Ég hélt aö ég myndi ekki fá fleiri verkefni eftir að ég fékk undan- ýrslitaleikinn á dögunum," sagði Kjartan í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. KORFUKNATTLEIKUR Einstefna hjá Gríndvíkingum Njarðvíkingar slakir og gerðu aðeins 27 stig í iyrri hálfleik GRINDVÍKINGAR léku eins og þeir sem valdið hafa á heimavelli sínum í gærkvöidi. Þá tóku þeir á móti Njarðvíkingum í þriðja ieik liðanna um íslandsmeistaratitilinn og sigruðu örugglega, 90:67. Staðan er nú 2:1 fyrir Grindavík og verður UMFN að sigra á morgun í Njarðvík ætli þeir sér titilinn. Njarðvíkingar gerðu fyrstu stigin en síðan fór allt í baklás hjá þeim og hrökk í raun- inni aldrei almennilega úr honum, þó svo liðið næði sér aðeins á strik í síðari hálfleik. Grindvíkingar fóru á kostum í sókninni og í vörninn stigu menn gríðarlega vel út þannig að Njarðvíkingr komust ekki í fráköstin. Annað var að Njarðvíkingar flýttu sér svo að skjóta að samherjar komust varla til að taka fráköstin. Allt of mörg skot hjá Njarðvíkingum voru lengst utan af velli. Þríðji úrslitaleikur liðanna i úrvalsdeildinni. Leikið íGrindavik 90 STIG 67 15/20 Vrti 12/21 5/20 3ja stiga 9/37 56 Fráköst 40 38 (varnar) 24 18 (sóknar) 16 14 Bolta náð 6 12 Bolta tapað 12 23 Stoðsendingar 10 21 Villur 22 Ikvöld Körfuknattleikur Úrslitakeppni kvenna, 4. leikur: Hagaskóli: KR-ÍBK............19 Handknattleikur Átta liða úrslit karla, 1. leikur: Selfoss: Selfoss - KA........20 Strandgata: Haukar - UMFA....20 Blak Úrslitakeppni kvenna, 1. leikur: Víkin: Víkingur - IS.........20 Knattspyrna Reykjavíkurmótið: Gervigras: Léttir - Fjölnir..20 Morgunblaðið/Bjarni Wayne Casey gaf níu frábærar stoðsendingar í gærkvöldi og átti stór- góðan leik. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Heimamenn höfðu 21 stigs for- ystu í leikhléi, en menn voru minnugir þess að í fyrsta leiknum hafði UMFG 23 stig yfir. Grindvíkingar pössuðu sig á að láta leikinn ekki endur- taka sig í síðari hálf- leik. Þeir gengu reyndar í gildru Njarðvíkinga í upphafi og léku hratt eins og þeir, en það lagaðist. Bak- verðirnir fóru aftur að taka boltann upp völlinn og menn voru ekkert að flýta sér. Eðlilegt og skynsam- legt í stöðunni. Rondey fékk fimmtu villu sína um miðjan síðari hálfleikinn og í kjölfarið lenti honum og Casey sam- an. Kristinn Óskarsson dómari hefði hæglega getað vikið Casey af velli fyrir að slá til Rondey, en lét það ógert og sluppu Grindvíkingar þar með skrekkinn. Njarðvíkingar máttu ekki við þessu en minnkuðu þó muninn í tíu stig, 71:61, þegar 6 mínútur voru eftir. Þá lengdu Grindvíkingar enn sóknir sínar og Njarðvíkingar, sem höfðu tekið ágætan sprett, hófu á ný að leika sem einstaklingar en ekki lið og sigur Grindvíkinga var mjög sanngjar. Liðsheild Grindvaríkur var góð. Þeir höfðu mjög gaman af því sem þeir voru að gera og baráttan var alveg einstök. Sem dæmi má nefna að Pétur tók 6 sóknarfráköst og Guðmundur 7, og alls 21. Casey lék stórvel. Hann átti góðar sendingar, keyrði óhræddur inní vöm UMFN og tók góð skot utan af velli. Guð- mundur, Pétur, Hjörtur og Nökkvi voru allir góðir og varamennirnir komu sterkir inná. Njarðvíkingar voru hreinlega úti að aka á löngum köflum í leiknum. Hittnin var hræðileg og það þykir sjálfsagt saga til næsta bæjar að liðið gerði aðeins 27 stig í fyrri hálfleik. Njarðvíkingar voru varla með í fyrri hálfleik. Teitur lék þó ágæta vörn á köflum. Njarðvíkingar voru óheppnir með villur framan af leiknum og það kom þeim í koll í síðari hálfleik. Það fór greinielga í taugarnar á þeim hversu illa gekk í upphafi, enda hafa þeir sjálfsagt ætlað að bæta leik sinn í fyrri hálf- leik en í undanförnum leikjum hefur fyrri hálfleikur verið illa leikinn af hálfu Njarðvíkinga. Ætlum okkur alla leið núna - segir Guðmundur Bragason, þjálfari Grindvíkinga skrifar frá Grindavik Við vorum staðráðnir í gefa ekki eftir í seinni hálfleik eins og síðast og komum grimmir til leiks. Við náðum að bijóta Frímann þá niður eftir góðan Ólafsson fyrri hálfleik. Þá var stemmningin í hús- inu engu lík, áhorf- endur mættir löngu fyrir leik og sungu, það stappar í okkur stál- inu,“ sagði Guðmundur Bragason þjálfari og leikmaður Grindvíkinga eftir sigurleikinn gegn Njarðvík. „Liðsheildin í þessum leik var á bak við sigurinn og okkur tókst að spila góðan varnarleik sem sést á því að þeir skora aðeins 27 stig í fyrri hálfleik sem er frábært. Nú getum við mætt afslappaðir í næsta leik því við eigum heimaleikinn til góða, en við ætlum okkur alla leið núna.“ Torfi Magnússon, nýráðinn landsliðsþjálfari „Ég vonaðist eftir jafnari leik og að Njarðvíkingar færu í gang. Grindvíkingar léku yfirvegað í þess- um leik. Það er erfitt að dæma körfuboltann í úrslitakeppninni því það er annar bragur á henni en venjulegum leik. Njarðvíkingar voru óheppnir með villur í byijun en ég spái því að þetta fari f fimmta leik. Það væri best fyrir körfubolt- ann,“ sagði Torfi eftir leikinn. URSLIT UMFG - UMFN 90:67 Iþróttahúsið t Grindavík, úrslitakeppni úr- valsdeildar í körfuknattleik, 3. leikur, þriðju- daginn 12. apríl 1994. Gangur leiksins: 0:2, 13:2, 26:8, 34:18, 40:24, 48:27, 56:32, 60:35, 64:49, 71:52, 71:61, 76:64, 80:64, 90:67 Stig UMFG: Wayne Casey 29, Marel Guð- laugsson 17, Guðmundur Bragason 15, Nökkvi Már Jónsson 12, Hjörtur Harðarson 11, Pétur Guðmundsson 6. Stig UMFN: Teitur Örlygsson 17, Rondey Robinson 11, Rúnar Árnason 10, Friðrik Ragnarsson 8, Valur Ingimundarson 8, Ástþór Ingason 7, Jóhannes Kristbjömsson 6. Dómaran Kristinn Albertsson og Kristinn Óskarsson. Dæmdu ágætlega en þó ekki eins vel og þeir hafa gert í öðrum leikjum úrslitakeppninnar. Áhorfendur: Um 1.000 NBA-deildin Leikir í fyrrínótt: Charlotte — Miami...............99:97 New Y ork — Orlando...........100:108 Indiana — Boston..............121:108 San Antonio — Minnesota........101:89 Golden State — Dallas.........122:108 Sacramento — LA Clippers......118:97 Víkingur - FH 26:23 Víkin, úrslitakeppni 1. deildar karla í hand- knattleik, 1. leikur, þriðjudaginn 12. apríl. Gangur leiksins: 1:0, 3:1, 3:5, 5:7, 8:11, 9:12, 11:12, 13:13, 15:13, 17:14, 17:16, 18:16, 18:17, 19:17, 19:19, 20:19, 20:20, 22:20, 22:21, 25:21, 26:23. Mörk Víkings: Bjarki Sigurðsson 8/5, Frið- leifur Friðleifsson 6, Birgir Sigurðsson 4, Gunnar Gunnarsson 3, Slavisa Cvijovic 3, Kristján Ágústsson 2. Utan vallar: 8 mínútur. Mörk FH: Sigurður Sveinsson 5, Knútur Sigurðsson 5, Hans Guðmundsson 4, Hálf- dán Þórðarson 4, Guðjón Ámason 3, Gunn- ar Beinteinsson 1, Kristján Arason 1. Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Einar Sveinsson og Þorlákur Kjartansson. Virkuðu ekki nógu yfirvegað- ir. FH-ingar högnuðust á dómgæslunni í fyrri hálfleik en dæmið snérist við eftir hlé. Þess ber þó að geta að leikurinn var harður og langt frá því auðdæmdur og frammi- staða þeirra skipti ekki sköpum. Áhorfendur: Fékkst ekki uppgefið. Valur - Stjarnan 21:20 Hlíðarendi: Gangur leiksins: 1:0, 1:1, 1:2, 2:2, 7:7, 9:7, 9:8, 11:8. 11:9, 12:9, 14:11, 15:15, 18:16, 20:17,, 20:10, 21:20. Mörk Vals: Ólafur Stefánsson 6/4, Rúnar Sigtryggsson 5/4, Valgarð Thorodsen 4, Jón Kristjánsson 2, Sveinn Sigfinnsson 2, Dagur Sigurðsson 2. Utan vallar: 4 mín. Mörk Stjörnunnar: Patrekur Jóhannesson 8, Konráð Olavson 4/1, Sigurður Bjarnason 3, Skúli Gunnsteinsson 2, Einar Einarsson 2, Hafsteinn Bragason 1. Utan vallar. 14 mín. Dómarar: Stefán Arnaldsson og Rögnvald Erlingsson, sem hafa oftast dæmt betur. Blak íslenska karlalandsliðið í blaki tók þátt í móti í Lúxemborg um síðustu helgi og lenti þar í þriðja sæti. Liðið tapaði fyrst 1:3 fyr- ir úrvalsliði þýska hersins, vann heimamenn 3:1 og tapaði fyrir Skotum 2:3. Knattspyrna Reykjavíkurmótið KR-Fylkir.........................2:0 Evrópukeppni bikarhafa Highbury, London: Arsenal - París St. Germain.......1:0 Kevin Campbell (6.). 34.212. ■Arsenal vann samanlagt 2:1 og mætir Parma eða Benfica í úrslitaleiknum í Kaup- mannahöfn 4. maí. UEFA-keppnin Karísruhe, Þýskalandi: Karlsruhe - Salzburg..............1:1 Rainer Krieg (54.) — Hermann Stadler (12.). 23.000. ■Salzburg komst áfram á markinu skoruðu á útivelli, 1:1. Mílanó, Italíu: Inter - Cagliari..................3:0 Dennis Bergkamp (38. - vítasp.), Nicola Berti (54.), Wim Jonk (63.). 58.848. ■inter vann samanlagt 5:3 og leikur til úrslita heima og heiman gegn Salzburg. Skotland Undanúrslit í bikarkeppninni: Aberdeen - Dundee United..........0:1 -Jim Mclnally (20.). ■Þetta var fyrsta mark Mclnally á keppnis- tímabilinu. Dundee Utd. mætir Rangers eða Kilmarnock á Hampden Park 21. maí. Engiand Leikir í 1. deild: Bamsley - Watford.................0:1 Bolton - Southend.................0:2 Grimsby - Sunderland..............0:1 Luton - Wolves....................0:2 Notts County - Tranmere...........0:0 Oxford - WBA......................1:1 Félagslíf Aðafundur Ungmennafélagsins Fjölnis verður haldinn mánudaginn 18. apríl i íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi, við Dalhús 2, og hefst kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Skallatennis Skagamanna Fyrsta opna mótið á Islandi í skallatennis fer fram á Akranesi um næstu helgi, en það er fyrir 16 ára og eldri. Þáttt.aka verð- ur að berast fyrir fimmtudag — Hörður (93-12243, 12479) og Karl (92-12474),

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.