Morgunblaðið - 01.05.1994, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.05.1994, Qupperneq 21
B 21 MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 1. MAÍ 1994 Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Drykkirnir skreyttir að tjaldabaki. Allt var gert samkvæmt ströngum reglum Barþjónafélagsins og kokkteilarnir voru blandaðir á tíma. KEPPNI Kokkteilmeistarinn Fremstu barþjónar landsins reyndu með sér á Hótel Sögu á sunnudaginn, þegar haldin var keppni Barþjónafélagsins. Þar voru hristir kokkteilar af hjartans list og keppt til Islandsmeistara í blöndun „long drinks“. Gunnar Arnar Hilmarsson reyndist hlut- skarpastur og sigurdrykkurinn var grænleitur Kermit-drykkur hans. Græna línan var ráðandi á kvöldi barþjóna, en margir kokk- teilar voru blandaðir með græn- leitu áfengi. „Þetta er tískan í dag, en Hollendingar hafa verið duglegir að framleiða líkjöra sem hentar vel til kokkteil-blöndunar. Liturinn setur skemmtilegan blæ á drykkina," sagði Gunnar í sam- tali við Morgunblaðið. Árangur hans er enn athyglis- verðari fyrir þá sök að hann hefur ekki mörg ár að baki sem bar- þjónn, útskrifaðist 1991 frá Hótel og veitingaskólanum. Hann varð í fimmta sæti í sömu keppni í fyrra og hreppti gullið í ár. Gunnar lærði til þjóns á Hótel Sögu, en vinnur núna á Naustinu. Auk þess er hann meðeigandi að veitingastaðnum Pisa í Reykjavík. „Það eru engar töfraformúlur til, menn blanda kokkteila eftir eigin hugdettum. Það eru þijár vikur síðan ég datt niður á mína sam- setningu. Kermit-kokkteillinn samanstendur af fjórum áfengis- tegundum, 1,5 cl af Bacardi- rommi, 1,5 cl af Pisang Ambon, 1,5 cl af Curacao og 1,5 cl af Creme de Banana Bols. Glasið er síðan fyllt upp með 9 cl af Florid- ana-appelsínusafa.“ Árangur Gunnars þýðir að hann verður sendur ásamt tveimur öðr- um á heimsmeistaramót barþjóna 1996, en mótið er haldið á'þriggja ára fresti. í fyrra varð Bárður Guðlaugsson heimsmeistari í keppni í Vínarborg, en keppt var í þremur flokkum. Bárður vann í flokki þurra kokkteila. „Fólk á öllum aldri pantar sér kokkteil á íslandsmeist- ari í kokkteil- blöndun, Gunnar Arnar Hilmarsson þjónn á Naust- inu, með drykkinn Kermit, sem reyndist sá besti í keppni barþjóna. Fyr- ir framan hann eru teg- undirnar sem notaðir voru í kokkteilinn og til hliðar skrautlegar kampavíns- flöskur bars- ins. börum hérlendis. Léttvín hafa ver- ið að ryðja sér til rúms í auknum mæli og vín frá Chile hafa náð nokkrum vinsældum undanfarið. Mér fínnst gaman að fikta við blöndun kokkteila og útbý oft eitt- hvað sem mér dettur í hug. Ég lét nokkra smakka Kermit-drykkinn fyrir keppni og mönnum líkaði hann vel og dómarar voru á sama máli. Ég hitti því í mark í þetta skiptið,“ sagði Gunnar. CUPOLA Glæsilegasta úrval matarstella á landinu Kristalglös, hnífapör, gjafavörur. Brúðhjónalistar og gjafakort. Nýjar hársnyrtivörur frá JHERI REDDING® VOLUMIZEIT Gefur hárinu lyftingu og gljáa Suiiiarlíiiiiim hjá okkur er frá átta til fjögur Vorið er komið og sumarið nálgast óðurn. Hjá SJÓVÁ-ALMENNUM og Tjónaskoðunarstöðinni skiptum við yfir í sumarafgreiðslutíma, sem er frá klukkan átta til fjögur. Sumartíminn gildir frá 1. maí til 15. september. SJOVAaeiALMENNAR Kringlunni 5 Draghálsi 14-16

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.