Morgunblaðið - 03.07.1994, Page 2
2 B SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1994
H
MORGUNBLAÐIÐ
Steindu Gluggarair í Fá-
skrúðarbakkakirkju eru
sérstakir fyrir margra
hluta sakir. Þeir bera þess
glögglega merki að vera
sköpunarverk listamanns sem lagt
hefur sál sína í verkið. Þá eru þeir
hinir fyrstu sinnar tegundar sem
unnir eru alfarið á listiðnaðarverk-
stæði hér á landi. Síðast en ekki síst
voru það tvær systur á níræðisaldri
sem alfarið stóðu straum af kostn-
aði. Haustið 1992 lá fyrir ákvörðun
systranna Ingveldar og Ástu Láru
Jóhannsdætra frá Litlu-Þúfu um að
láta fé af hendi rakna til að koma
mætti upp steindum gluggum í Fá-
skrúðarbakkakirkju í Miklaholts-
hreppi. Tilgangur systranna var að
heiðra minningu foreldra sinna og
bræðra. í framhaldinu kom séra
Hreinn Hákonarson, þáverandi sókn-
arprestur í Miklaholtshreppi, að máli
við Benedikt Gunnarsson, myndlist-
armann, og bað hann að gera til-
lögu. Tók sá síðamefndi beiðninni
vel og ákvað að verða við henni.
Þegar hér er komið sögu var Bene-
dikt á leið til Parísar, þar sem hann
hugðist sinna list sinni í Kjarvals-
stofu við Signubakka um tveggja
mánaða skeið. Hann lét sig ekki
muna um að bæta jafn metnaðar-
fullu verkefni við þau járn sem hann
hafði í eldinum. Mér líður vel í Par-
ís, þar er gott að vinna,“ segir lista-
maðurinn og kveðst þegar hafa sett
mestan þunga í þá erfiðu hugmynda-
vinnu sem fylgir kirkjulist sem þess-
ari. Hann segist þó ekki hafa átt í
vandræðum með að sameina hana
þeim verkefnum sem hann fékkst við
samhliða. Benedikt telur fáa staði
ef nokkra betur til þess fallna að
sinna kirkjulist en hjarta Parísar. Þar
sé listamaðurinn í svo nánum tengsl-
um við hina listrænu sköpun. Stór-
fenglegustu listasöfn þjóðarinnar séu
á næstu grösum, auk þess sem kirkj-
ur, þar á meðal kirkja vorrar frúar,
spegli hámenningu kynslóðanna og
veiti ótakmarkaðan innblástur. Bene-
dikt ber mikla lotningu fyrir franskri
list og þá ekki síst kirkjulegri. Hann
telur mikils virði að íslenskir lista-
menn skuli hafa aðgang að samastað
á borð við Kjarvalsstofu til að sinna
skapandi verkefnum í örvandi um-
hverfi. Hann kann því þeim íslensku
aðilum sem veitt hafa þessu brautar-
gengi bestu þakkir.
Frelsið dýrmætt
Aðstæður voru kjömar og Bene-
dikt kveðst hafa unnið stíft. Hug-
myndir kviknuðu ört og innan tíðar
var hin myndskipunarlega fæðing
jafnframt að baki. „Sóknamefndin
lagði engar kvaðir á mig varðandi
efnisval og stflmótun tillagna. Ég var
fijáls í leit minni, allri hugmynda-
vinnu og fagurfræðilegri afstöðu,"
segir Benedikt og telur slíkt frelsi
listamanna í flestum tilfellum reyn-
ast best við listsköpunarstörf. í árs-
byijun 1993 voru tillögur Benedikts
síðan lagðar fram í einföldu kirkjulík-
ani. Þær voru samþykktar af sóknar-
presti og sóknamefnd ásamt Ingveldi
Jóhannsdóttur.
Benedikt bar því tillögumar undir
franska og þýska starfsbræður sína
og gerði þýskt stórfyrirtæki á sviði
glermyndavinnu og mósaíkmynda-
gerðar verðtilboð í fullvinnslu
glugganna. Benedikt hafði áður unn-
ið verk fyrir Háteigskirkju í sam-
vinnu við þetta fyrirtæki. Sú stað-
reynd að tvær aldraðar konur hefðu
upp á sitt eindæmi ákveðið að færa
kirkju slíka gjöf var alfarið á skjön
við heimsmynd Þjóðveijanna. Þeir
voru djúpt snortnir og tóku því tillit
til þessara sérstöku aðstæðna þegar
þeir buðu í verkið. Engu að síður
þótti ekki fært að samþykkja tilboð
þeirra af fj árhagsástæðum. Nú voru
góð ráð dýr. Að öllu óbreyttu leit
út fyrir að verkið yrði ekki unnið í
bráð. Systumar sem veittu ijármagn-
ið eru sem kunnugt er nokkuð komn-
ar til ára sinna og því þótti öllum
hlutaðeigandi brýnt að framkvæmd-
um yrði hraðað svo þær fengju notið
afrakstursins. Benedikt kaus því að
gefa félaga sína í Þýskalandi upp á
bátinn og róa á önnur mið.
Birti yfir Miklahoitshreppi
Við komuna til landsins hug-
kvæmdist honum að leita til hjón-
anna Kristínar Guðmundsdóttur og
Yngva Högnasonar í Listgleri í Kópa-
Morgunblaðið/Kristinn
Krossinn, tákn kristindómsins
RAUÐI litur krossins vísar til blóðs Krists, sorgar og þjáningar.
í neðri hluta myndarinnar er formheildin tilbrigði við krossform-
in og undirstrikar hina harmrænu þætti krossfestingarinnar og
píslarvotta kristninnar. Guli liturinn tengist hinni eilífu birtu
sólar og guðdóms og gefur verkinu ásamt hvíta litnum aukna
trúfræðilega og myndræna dýpt.
Stuðluduað j
nýsköpun í kirkjulist
Gjöf systranna Ingveldar og Ástu
Láru Jóhannsdætra til Fáskrúðar-
bakkakirkju er afar sérstæð. Hún
er rausnarleg og fátítt að einstakl-
ingar kosti jafn viðamikið listaverk
upp á eigin spýtur. Sú staðreynd
er hins vegar ekki það eina sem
veitir gjöfinni sérstöðu. Þótt fram-
lag systranna til kirkjunnar sé mik-
ið er það síst minna til glerlistar á
Islandi. Aldrei fyrr hefur sambæri-
legt verk verið unnið alfarið á verk-
stæði hér á landi. Systurnar frá
Litlu Þúfu hafa því óvænt en verð-
skuldað stuðlað að nýsköpun í
kirkjulist á íslandi. Þakídæti lags-
manna listagyðjunnar er því síst
minna en klerkastéttarinnar.
Hamingjusöm
Systurnar höfðu lengi fóstrað þá
hugmynd að færa Fáskrúðarbakka-
kirkju gjöf til minningar um for-
eldra sína og bræður, hjónin Jóhann
Sigurð Lárusson bónda á Litlu Þúfu
og Kristjönu Björnsdóttur Ijósmóð-
ur og tvíburana Björn og Kristján.
Það var síðan nú á vordögum að
þessi draumur varð að veruleika.
Ásta Lára er búsett í Reykjavík
en Ingveldur hefur alla tíð búið í
Miklaholtshreppi. Hún hefur verið
ábúandi á Litlu Þúfu um áratuga
skeið og einbúi síðustu þijú árin.
Ingveldur segir það alltaf hafa
blundað í henni að bæta útlit kirkj-
unnar og ljómar öll þegar talið be st
að listaverkinu. „Ég er hamingju-
söm,“ segir hún og telur það m3<il
forréttindi að hafa enst aldur til að
sjá jafn stórbrotið minnismerki um
sína nánustu afhjúpað. Hún ber
Benedikt Gunnarsson á höndum sér
og kveður vinnu hans hafa tekið
hennar björtustu vonum fram. „Það
er dásamlegt að fá þetta listaverk
í kirkjuna." Ingveldur segir að þaér
hugmyndir sem Benedikt lagði fyrst
fram hafi gripið hana strax. „Ég
sá að þarna var góð list á ferð.“
Þessi glaðbeitta kona segist alltaf
hafa sótt kirkju og kann því prest-
leysinu sem nú er komið upp í
Miklaholtshreppi illa. Eftir að séra
Hreinn Hákonarson gerðist fanga-
prestur tók séra Rögnvaldur Finn-
bogason á Staðastað við en hann
hefur verið í veikindaleyfi upp á
síðkastið. „Það er mikil eftirsjá í
séra Hreini,“ segir Ingveldur og
Morgunblaðið/Kristín Guðmundsdðttir
Verkið í vinnslu
YNGVI Högnason í Listgleri
vinnur að einu listaverkanna.
ardagur bræðra gefendanna, tvíbur-
anna Björns og Kristjáns Jóhanns-
sona frá Litlu-Þúfu.
Benedikt segir þá athöfn meðal
eftirminnilegustu stunda lífs síns.
Hann segist hafa fundið fyrir svo
miklu þakklæti og vinsemd heima-
manna í sinn garð. Benedikt segir
hina höfðinglegu gjöf systranna hafa
lýst upp helgidóminn á þessari
stundu, en hún sé jafnframt gjöf til
þjóðarinnar í heild. Mikil virðing fyr-
ir kristnum lífsgildum felist í myndg-
jöfinni og vonar Benedikt að hún
verði sem flestum lýsandi fordæmi.
„Þær hafa skrifað nöfn sín gullnu
letri í íslenska sögu og stuðlað að
nýsköpun kirkjulistar á íslandi með
hinu einstaka framtaki sínu. Þeim
sé þökk og heiður.“
Morgunblaðið/Kristinn
Vatnið, tákn lífs, skírnar og hreinleika og tákn frjósemisjarðar.
AUK altæks tákngildis segir listamaðurinn seinna verkið vísa til lífs og farsældar í Miklaholtshreppi.
vogi. Þeim bauð listamaðurinn að
gera tiíboð í verkið. Það tilboð var á
þeim nótum að „það birti yfír Mikla-
holtshreppi og sól vermdi sál og
vanga Ingveldar," eins og Benedikt
kemst að orði. Ölí ljón höfðu nú hrök-
klast úr vegi og seinni hluti mynd-
gerðarinnar, fullvinnslan, gat hafist.
Um sumarið ferðuðust hjónin í
Listgleri um Þýskaland og nýttu
tækifærið til að skoða gler. Áfar
vandað gler var valið til verksins.
„Þetta er toppurinn í þessu,“ segir
Yngvi og bendir á að gler þetta bjóði
upp á sérstaklega skemmtilegt Ijós-
brot. „Það á að duga lengur en hús-
in sem það prýðir," bætir Kristín
við. Yngvi segir að um nákvæmlega
sama hráefni sé að ræða og Þjóðveij-
ar hafí notað í verk af þessu tagi.
I september hófst síðan þessi
frumraun í glervinnslu á íslandi.
Ströng, erfið og margflókin tækni-
vinna var framundan. Benedikt vann
náið með hjónunum og vandvirknin
var í hávegum höfð. Hjónin segja
að vinnslan hafí ekki á neinn hátt
verið frábrugðin þvf sem tíðkast er-
lendis og gluggamir því fyllilega
sambærilegir við þá glugga sem
fluttir hafa verið inn til landsins.
„Fólk virðist einfaldlega ekki hafa
gert sér grein fyrir því að hægt
væri að vinna verk sem þetta hér á
landi," segir Kristín og sér ekkert
því til fyrirstöðu að framhald verði
á vinnu af þessu tagi. Ekki síst þar
sem það sé mun ódýrara. Hjónin
segja mikinn tíma hafa farið í að
velja glerið í hvem glugga um sig
en eftir á að hyggja hafí þeim tíma
verið vel varið. Þau segjast hafa lok-
ið við hvem glugga áður en þau
snem sér að þeim næsta. Á annað
hundrað afmarkaðir glerfletir eru í
flestum gluggum. Þeir minnstu, svo-
kallaðir glerdropar, em einungis um
einn cm í þvermál.
Þau Kristín og Yngvi hafa rekið
Listgler í sextán ár en segjast sjald-
an vinna eftir teikningum annarra.
Þau bera þó listamanninum vel sög-
una og segja samstarfið hafa gengið
mjög vel fyrir sig. I heild tók vinnslu-
ferlið tæpa fjóra mánuði og vora
rúðumar fullgerðar laust fyrir jól.
Lýsti upp helgidóminn
Það var Erlendur Halldórsson í
Dal, formaður sóknamefndar, sem
bar hitann og þungann af lagfæringu
kirkjunnar á Fáskrúðarbakka. Hann
sinnti málinu af kostgæfni og ósér-
hlífni og var uppsetning glugganna
þar engin undantekning. Þeim var
komið fyrir og var listaverkið vígt
við afar eftirminnilega athöfn 23.
apríl síðastliðinn. Það þótti vel við
hæfi, því umræddur dagur er fæðing-
List og trú samofin
Gluggaverkin era fjórtán og öll
sótt í texta Biblíunnar. Öll eiga þau
sér sameiginlegan kjama, Jesú Krist
og öll myndhugsunin hverfíst um
Guð sem skapara alls og að allt sé
bundið örlögum sínum í tilvist hans.
í nokkram myndanna segir Benedikt
að stuðst sé við ríkjandi táknmynda-
fræði kristninnar en vefur spunninn
og felldur að persónulegu myndmáli
hans sjálfs. I öðram sé um nýsköpun
myndmáls að ræða. „Myndirnar eru
samfelldur óður til almættisins um
leið og þær spegla nokkra helstu
þætti kristinnar trúar. Hrynjandin í
breytilegu birtustigi dags og nætur
gefur verkunum síkvikt líf og magn-
ar þá dulúð sem tengist trúarinntaki
þeirra. Ljósið er, ásamt inntaki
myndanna, líf þeirra, mýkt og styrk-
ur. Andinn birtist í ljósi þeirra og
upphefur efnið í æðra veldi listar og
trúar. Ljósið tengir innri og ytri veru-
leika og hvetur manninn til íhugunar
um eðli allrar tilveru og eigin stöðu
í veröldinni.“
■