Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ1994 B 3 Morgunblaðið/Kristinn INGVELDUR Jóhannsdóttir, Litlu Þúfu, sem gaf hina rausnar- legu gjöf ásamt systur sinni, Astu Láru. Benedikt Gunnarsson telur augljóslega minna gagn af glæstu guðshúsi ef enginn er prest- urinn. Vill vera heima Ásta Lára stendur á áttræðu en Ingveldur verður 85 ára þann 11. júlí næstkomandi. Hún er með af- burðum ern. Gildir þá einu hvort horft er til sálar eða líkama. Hún segir að eftir að systkini hennar hafi farið að heiman eitt af öðru hafi hún ekki haft hjarta til þess að yfirgefa foreldra sína líka. Það varð því úr að hún varð þeim innan handar við búskapinn á Litlu Þúfu. Þegar kraftar foreldranna þrutu tók Ingveldur síðan alfarið við búinu og hefur stýrt því síðan. Fýrir ríf- lega þremur áratugum réð hún stúlku í kaupavinnu og sáu þær um búskapinn saman allt þar til fyrir þremur árum að sú síðarnefnda flutti á dvalarheimilið i Borgarnesi. Ingveldur hefur því búið ein á Litlu Þúfu síðan. Hún er hætt búskap en er engu að síður treg til að yfir- gefa æskustöðvarnar. Ingveldur segist oft heimsækja „stúlkuna" sína á dvalarheimilið og líst alls ekki illa á aðstæður þar. „Það yrði hins vegar skrýtið að setjast þar að,“ segir hún og telur slík heimili fyrst og fremst sniðin að þörfum fólks sem á orðið erfitt um vik að bjarga sér. „Það er leitt að þurfa að sitja og bíða eftir þessu eina,“ segir hún alvarleg í bragði og segist kunna best við sig heima, í það minnsta á meðan hún er ról- fær. Fylgist með mörkunum Það er eftirminnilegt að sækja Ingveldi heim á Litlu Þúfu. Hún ber aldurinn vel og er augljóslega mjög smekkvís. Hún líður um þessi snaggaralegu húsakynni eins og táningur og stjanar við gesti af stakri alúð. Reyndar segir hún mesta lífsþróttinn 'vera á bak og burt. Maður kemst því ekki hjá því að hugleiða hvernig hún hafi verið í háttum þegar hún var upp á sitt besta. Heimilið er einkar smekklegt og fullkomlega í stíl við þessa tign- arlegu konu. Gamlir munir prýða það að mestu en nýtískulegt sjón- varpstæki stingur í stúf. „Eg horfi töluvert á sjónvarp," segir Ingveld- ur en fínnst knattspyrnan full fyrir- ferðarmikil þessa dagana. Ekki er hún þó gersneydd öllum áhuga því hún kveðst oft kveikja á tækinu undir lok leikjanna í heimsmeistara- keppninni. „Ég hef gaman af því að athuga hvort einhver mörk hafi verið skoruð." Benedikt Gunnarsson er fæddur á Suðureyri við Súgandafjörð árið 1929. Hann stundaði listnám við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, málaradeild listaháskólans í Kaupmannahöfn og teikniskóla R.P. Boyesens í Ríkislistasafninu í Kaupmannahöfn. Þá nam hann ennfremur myndlist í París og Madrid. Benedikt lauk myndmenn- takennaraprófí frá MHÍ árið 1964. Hann kenndi myndlist við sama skóla frá 1959 til 1968 og hefur kennt við Kennaraháskóla Islands frá 1965. Benedikt var skipaður lektor í myndlist við KHI árið 1977. Benedikt hefur haldið tuttugu einkasýningar og tekið þátt í 22 samsýningum víða um heim. Mál- verk eftir hann eru til í Listasafni íslands og mörgum öðrum lista- söfnum víðsvegar um landið. Einn- ig eru verk eftir hann í eigu fjöl- margra íslenskra sveitarfélaga, fyrirtækja, sjúkrahúsa og skóla. Þá eiga margir erlendir málverka- safnarar verk eftir Benedikt. Benedikt er einn af brautryðj- endum „geometriskrar" abstrakt- listar á Islandi. Hann hélt sína fyrstu einkasýningu hér á landi árið 1954 og sýndi þar einungis verk í óhlutbundnum stíl. Benedikt hefur lagt mikla rækt við persónu- leg vinnubrögð í málaralist. Árið 1961 hélt hann tímamótasýningu á ferlinum. Þrátt fyrir „abstrakt" myndmál voru ýmis náttúrufyrir- brigði kveikja margra myndanna sem þar voru til sýnis. Þær voru stórar í sniðum og einkenndust annars vegar af þéttum sveiflu- kenndum formahreyfingum og hins vegar af rólegum en samofn- um formheildum. Á sjöunda ára- tugnum þróaðist myndstíll Bene- dikts hægt í átt til „abstrakt- expressionisma". Þá fór hann að beita lazur-tækni í málun sem var nánast óþekkt meðal „abstrakt"- málara á þeim tíma. Þá varð Bene- dikt fyrstur til að sýna „photogr- am“ myndir á opinberri listsýn- ingu. Frá 1970 hafa viðfangsefni Benedikts orðið fjölbreyttari og persónulegur stíll hans styrkst. Verkin hafa mörg hver orðið hlut- bundnari en áður. Myndmálið er þó oftast sveigt undir lögmál skáldskapar og véfur spunninn þar sem kjarni hugmyndar er mótaður í persónulegri myndheild. Bene- dikt hefur unnið mjög að nýsköpun myndmáls á sviði trúarlegrar listar og sjást hin myndfræðilegu tengsl við kjarna myndlistar hans vel þar. Benedikt segist alltaf hafa verið trúaður. „List og trú eru samofin í eðli sínu,“ segir hann og bendir á að listasaga sé að miklu leyti athug- un á því sem unnið hefur verið fyrir kirkjuna. Hann hefur unnið töluvert fyrir kirkjuna á undanförnum árum og segir trúaráhuga sinn hafa aukist samhliða því. Árið 1992 vann hann altarismynd úr mósaík fyrir Háteigs- kirkju. Viðfangsefnið var María mey og kveðst Benedikt hafa sökkt sér í lestur Maríufræða meðan á vinnu myndarinnar stóð. Reyndar er altar- ismynd þessi afar merk. Benedikt telur að María Guðsmóðir sé ekki þungamiðja neinnar annarrar altaris- myndar sem sett hefur verið upp í íslenskri mótmælendakirkju frá siða- skiptum. Meðal annarra kirkjuverka Benedikts má nefna steinda glugga sem hann gerði fyrir Keflavíkur- kirkju árið 1977 og Hábæjarkirkju í Þykkvabæ 1981. Þá vann hann aðra altarismynd úr mósaík fyrir Háteigs- kirkju árið 1986. Sé eitthvað að marka áhuga listamannsins og eld- móð á sviði kirkjulistar munu fleiri vafalítið bætast í hópinn áður en langt um líður. Einstakur stórhugur Séra Hreinn Hákonarson, fyrrver- andi sóknarprestur í Miklaholts- hreppi, fylgdist náið með vinnslu listaverksins. „Ég held að allir ljúki upp um það einum munni að vel hafí tekist til,“ segir hann og stolts gætir í röddinni, „það er eitthvað í þessum verkum sem kallar á mann að staldra við.“ Séra Hreinn kveðst vera leikmaður á sviði lista en engu að síður segist hann hafa velt því fyrir sér hvernig kirkjan hafi getað verið eins og hún var fyrir breyting- una. „Benedikt hefur unnið þetta verk af einstakri alúð og mér er til efs að hann hefði lagt sig betur fram þótt um stóra dómkirkju úti í heimi hefði verið að ræða.“ Séra Hreinn segir að gluggarnir komi út eins og predikun líkt og steindir gluggar hafi gert fyrr á öldum. Hann viður- kennir að mikil vinna liggi að baki en tekur fyllilega undir það viðhorf Benedikts að eftir hundrað ár verði ekki spurt hversu langan tíma verkið hafi verið í smíðum, heldur hvernig til hafi tekist. Séra Hreinn dregur engan dul á það að framlag systranna frá Litlu Þúfu lýsi einstökum stórhug. „Ég efa að nokkurri annarri kirkju hafi verið færð jafn stór gjöf af tveimur ein- staklingum." Hann dáist að hugprýði systranna því að fljótt hafí komið á daginn að verkið var miklu viðameira en ráð var fyrir gert í fyrstu. Séra Hreinn segir þetta gott dæmi um það hversu miklu einstaklingurinn geti komið í kring ef hugarfarið er rétt. Renault I9 RT 4ra dyra, á aðeins I«495*000 b b r innifalinn * 1800 cc vél — bein innspýting * 95 hö.din * Eyðsla 9,8/100 km, innanbæjar * Rafdrifnar rúðuvindur að framan * Vökvastýri og veltistýri * Olíuhæðarmælir í mælaborði * 460 lítra farangursrými * Ryðvöm, skráning * Fjölstillanlegt ökumannssæti * Höfuðpúðar að aftan * Litað gler * Niðurfellanlegt aftursæti * Samlitir stuðarar * Samlitir útispeglar * Stillanleg hæð á bílbeltum * Þokuljós að framan * Fjarstýrðar samlæsingar * Fjarstýrðir útispeglar * Öryggisbitar í hurðum * Vönduð velour innrétting * Snúningshraðamælir * Málmlitur * Veghæð 17 cm * Útvarp/segulband RENAULT -fer á kostum! Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1, Reykjavík - sími 876633 Reynsluakstur er vel þess virði! Renault 19 RT, FUUMÚINN ijm lesáll

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.