Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1994 B 11 Dans- safna- hátfð SAFNPLÖTUR streyma á markað, nú síðast danssöfnin Reif í staurinn, sem Spor gefur út, og Transdans 2. sem Skífan sendi frá sér. Á báðum plötunum er bland innlendrar tónlistar og er- lendrar, þó meira sé um inn- lenda tónlist á fyrrnefnda disknum. Reif í staurinn er í „reif- “röð frá Spori sem á er danstónlist ýmiskonar. Á plötunni eru lögin Loose Your Mind með Bong og Bubbleflies, Live in a Life með Bong, Lollypops með Tweety, Dans, dans, dans, með Fluxus og Screaming Sax með Atsjú, en þessar sveitir eru allar íslenskar. Erlendir flytjendur eru meðal annars 2 Unlimited, Capella, K3m, Urban Cookie Collec- tive og Maxx. Transdans 2 er líka í út- gáfuröð, eins og nafnið ber með sér. íslensku flytjend- urnir eru Scope, sem leikur gamlan diskóslagara, Was That All it Was, og Ten- nessee Trans, sem flytur lag- ið um Hipp hopp Halla. Er- lendir flytjendur eru meðal annars Dr. Alban, Hadd- away, A Tribe Called Quest, Urban Species og Pandora. Söngbók SÖNGBÆKUR er þarfaþing hið mesta, en slík útgáfa hlýtur að vera mikið vanda- verk, því smekkur manna er ólíkur og síbreytilegur. Fyrir skemmstu kom út frá Set- bergi ný söngbók, með óvenju fjölbreyttu lagavali. ISetbergs- bókinni, sem heitir einfaldlega 550 laga söngbókin, eru einmitt 550 lög, sem spanna allt frá þjóðlögum til þunga- rokks. Þannig er grúi laga sem allir þekkja úr tjald- og rútuferðum, og svo þó nokk- uð af nýrri popp- og rokklög- um, til að mynda lög með Bubba Morthens, Bítlunum, KK bandi, Metallica, Stuð- mönnum, Nirvana, Megasi og Guns ’n’ Roses, svo lítið eitt sé nefnt. Lögin valdi Hallgrímur Óskarsson, sem segir að þau hafi verið valin með tilliti til vinsælda og sönghæfni. DÆGURTÓNLIST Er útgáfa naubsynlegf Þúsund andlit - Ódrepandi Lipstick Lovers. Morgunblaðið/Kristinn Tónlist 25 tíma sólarhringsins LIPSTICK Lovers er ein harðasta tónleikasveit sem um getur og síðustu fjögur ár hafa sveitarmenn spilað nær samfellt. Á næstu dög- um kemur frá þeim lag á safnplötu Spors. Bjarki Kaikumo, söngvari sveitarinnar segir þá félaga hafa mikið spilað á þessu ári, en þeir hafí reynd- ar ævinlega verið iðnir. „Við ætluðum að taka okkur nokkurra vikna frí; hætta að hittast og hætta að hugsa um tónlist, en þegar á reyndi fannst okkur ómögulegt að vera ekki að semja eða spila, enda hefur okkur aldrei gengið betur,“ segir Bjarki og bætir við að þeir félagar hafi alltaf eins gaman af tónlistinni, þo sveitin sé orð- in fjögurra ára gömul. Lipstick Lovers á lag á safnplötu Spors og Bjarki segir sveitarmenn stefna að því að koma að minnsta kosti frá sér öðru lagi á þessu ári, „þó helst vildum við senda frá okkur breiðskífu, en við erum nánast búnir að taka eina slíka upp“, segir hann og bætir við að tónlist sveitarinnar hafi tekið mikl- um breytingum frá því hún sendi frá sér fyrstu lögin á plasti. Eins og áður segir hefur Lipstick Lovers verið iðin við spilirí það sem af er, og Bjarki segir að ekkert verði slegið af. „Það verður tónlist hjá okkur 25 tíma á dag eins og hingað til.“ Alvaran. Safn- plötu- teiti SPOR sendir frá sér um þessar mundir safnplötuna „Ýkt böst“. Sú er í útgáfu röð Spors sem fléttar saman innlendri tónlist og erlendri og til að kynna plötuna verða tvennir útgáfutónleik- ar í næstu viku. * A„Ýktu bösti“ eiga meðal annars lög Alvaran Fantasía, Dead Sea Apple, In Bloom, Rask, Valgerður Guðnadóttir, Lipstick Lovers, Vitrun, Jet Black Joe og Blackout. Á útgáfutónleikun um, sem verða í 2 vinum fimmtudagskvöld og Rósen bergkjallaranum á föstu dagskvöld, leika In Bloom, Dead Sea Apple, Lipstick Lovers, Blackout og Rask Aðgangur er ókeypis. BALLMARKAÐSSÓKN er erfið, að margra mati nú erfið- ari en nokkru sinni. Liður í að hasla sér völl er að vera duglegur að spila og helst að koma frá sér plötu. Ein þeirra sveita sem beitir slfku er Þúsund andlit. eftir Árne Motthtosson Þúsund andlit var áberandi fyrir nokkru, en tók sér svo frí frá störfum allt stðasta ár. Uppúr áramótum fór sveitin svo aftur á kreik og fyrir stuttu kom út með henni fyrsta platan, samnefnd henni, sem á eru fjögur ný lög og sex eldri, þar á meðal lagið Full- kominn, sem náði mikilli hylli fyrir skemmstu. Ari Einarsson, gítarleikari Þúsund andlita og annar lagasmiða hennar, segir að sveitin hafi alltaf ætlað sér að gefa út breiðskífu, en bið hafi orðið á meðal annars vegna frísins á síðasta ári. Hann segir það sitt mat að í útgáfa sé hverri hljómsveit nauðsynleg; „það kemst .eng- inn á kortið nema með því að gefa út plötu“, segir hann og bætir við að næsta skref verði að gefa næst út plötu með öllu nýju efni. „Við erum farin að vinna úr ýmsum hug- myndum sem þegar hafa orð- ið til og eru til og farin að spá í næstu plötu þó þessi piata sé rétt út komin. Það liggur þó ekkert á. við eigum eftir að fylgja þessari plötu vel á eftir." Ari segir að á plötunni megi heyra að Þúsund andlit hafa tekið breytingum, þó Sigrún Eva setji alltaf sterk- an svip á tónlistina. Ari segir að sveitin uni vel við sitt, þó slagurinn sé harð- ari nú en áður, „mörg þessara gömlu laga lifa vel með fólki og það virkar alltaf best að vera að spila eigin lög“, segir hann og bætir við að lögin á plötunni séu öll á Dalldag- skránni og greinilegt að margur kemur á böll með Þúsund andiitum til þess að heyra einmitt þau lög. Þúsund andlit er dans- hljómsveit fyrst og fremst og Ari segir að það sé einmitt það sem þau vilji vera, enda sé fátt skemmtilegra en spila fyrir fólk sem er að skemmta sér. Því geri sveitin lítið af því að halda tónleika, „nema þá tónleika þar sem fólk get- ur dansað“. Konungur söngvaranna Ballsvelt Þúsund andlit KONUNGUR söngvaranna er tvímælalaust spænski bós- inn Julio Iglesias, sem selt hefur fleiri plötur á seinni árum en dæmi eru um. Þó Julio eigi fleiri gull- og plat- ínuplötur en gengur og gerist og sé átrúnaðargoð tug- milljóna um heim allan hyggur hann á frekari landvinn- inga, því fyrir stuttu sendi hann frá sér plötuna frábæru Crazy, þar sem söngtextar eru flestir á ensku. Julio Iglesias hugðist í ár- daga verða at- vinnumaður í knattspymu og var meðal ann- ars í markinu hjá Real Madrid á sjötta ára- tugnum. Alvar- leg slys batt hann við hjóla- stól í tæpt ár og gerði út um knattspyrnufer- ilinn og þá heill- aði , tónlistin hann. Síðan má segja að ferill Julios hafi verið samfelld sigur- ganga, því hann hefur selt um 160 milljón plötur um allan heim og getur vegg- fóðrað heimili sitt með 960 gullplötum og 350 platínu- plötum, sem hefur komið honum í heimsmetabók Gu- inness. Það þykja því meiri háttar tíðindi að Julio Igles- ias sendir frá sér plötu. Óra tíma tók að taka Crazy upp, enda segist Julio verða að geta lagt alla sál sína í lag annars geti hann ekki sungið það og það taki tíma fyrir hann að kafa svo djúpt í lag og texta. Á plötunni nýtur 'Julio aðstoðar ýmissa tónlist- armanna og meðal annars syngur hann dúett með Sting, Dolly Parton og Art Garfunkel. Lagavalið sýnir vel breiðan tónlistarsmekk Julios, því hann syngur með- al annars Crazy Willys Nel- sons, Mammy Blue, lag Everly-bræðra Let it Be Me, Oye Como Va, sem Santana tók upp á sínum tíma, og Óð til gleðinnar úr níundu sinfóníu Beethovens. Bósi Julio Iglesias.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.