Morgunblaðið - 03.07.1994, Side 8

Morgunblaðið - 03.07.1994, Side 8
8 B SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ SKITI.^H VBffl) VHIBUINN eftir Brynju Tomer SKÁTAR HAFA jafnan sett sterkan svip á þjóðhátíð íslendinga og hvers kyns hátíðahöld. Uppáklæddir skátar með fána prýða götur og torg, en bak við búninginn og formlega framkomu býr sterk hreyf- ing, sem á sér nokkuð langa sögu og hugsjónir sem miða að mann- kærleika og styrk, eða í sem fæstum orðum: betra lífí á betri jörð. Skátahreyfingin er öflug hér á landi og stór hópur fólks víða um land er virkur í hreyfingunni, frá komungum ylfingum og ljósálf- um upp í ráðsetta Gilwell-skáta, sem sumir eru komnir yfir sjötugt. Skátahreyfing er alþjóðleg uppeld- ishreyfing, sem Robert Baden-Pow- ell, lávarður, stofnaði í Bretlandi árið 1907. Þremur árum síðar var anum, sem tekur nokkuð langan tíma og er fjölbreytt. Björgvin er allt að því hátíðlegur þar sem hann færir veðurfréttir og dagskrá inn í þar til gerða dagbók skólans, með gotnesku letri sem hann skrifar er með sérstökum skrautritunar- penna. Sá hópur sveitarforingja sem staddur er á Úlfljótsvatni þegar Sveitarforingjar vinna saman í hóp undir stjórn annara í Gilwell-skólanum og rif ja upp hvernig þaó er aó vera ung- ur skóti og nem- andi. Skótum er skipt í vinnuhópa í Gilw- ell-skólanum. Þeir fó ýmis verkefni aó leysa og hér eldar einn hópurinn hó- degisveró við frem- ur frumstæó skil- yrói. skátahreyfing stúlkna stofnuð. Ekki leið á löngu þar til skátahreyf- ingin náði til íslands, en Ingvar Ólafsson, sem búsettur var í Dan- mörku hafði kynnst starfsemi skáta þar og kynnti hana fyrir íslending- um árið 1911. Hann stofnaði skáta- flokk, sem hélt áfram að starfa þótt Ingvar héldi aftur utan. Félag- ar flokksins stofnuðu síðan Skáta- félag Reykjavíkur, elsta skátafélag landsins, 1912. Björgvin Magnússon er einn af eldri skátum landsins, gekk í skáta- hreyfinguna 1938 og er skólastjóri Gillwell-skólans við Ulfljótsvatn, æðstu menntastofnunar hreyfing- arinnar. Björgvinn fellur skemmti- lega að ímynd skáta, þar sem hann situr á skrifstofu Gilwell-skólans, uppáklæddur eftir kúnstarinnar reglum, með Gilwell-merki um háls- inn. Þessi einkenni fá þeir skátar sem lokið hafa prófi úr Gilwell-skól- Morgunblaðið kemur þangað, er í þann mund að hefja nám sem lýkur ekki fyrr en að ári liðnu með leyni- legri athöfn í Úlfljótsvatnskirkju. Dálítillar dulúðar gætir og engum er heimilaður aðgangur að kirkj- unni nema Gilwell-skátum og þeim sem á að vígja. Einu sinni gaukur, ávallt gaukur Skátar dvelja í viku í Gilwell- skólanum, sem starfræktur er á sumrin, og er skipt í vinnuflokka sem keppast við að leysa margvís- leg verkefni sem sanna hæfni skáta til að vinna í flokki að því að bjarga sér við erfiðar aðstæður. Flokkarnir eru nefndir eftir dýrum og menn verða því allt í einu gaukar, spæt- ur, hrafnar, dúfur eða uglur. Þeir taka flokkstarfíð alvarlega, enda skiptir samheldni flokksins megin- máli. SKIPULA6 SKÁTASTARFS Gunnar Eyjólfsson er skátahöfð- ingi íslands og því æðsti mað- ur hreyfingarinnar. Hann er jafn- framt formaður Bandalags ís- lenskra skáta, sem heldur utan um skátahreyfinguna hér á landi. Flokkakerfi er ríkjandi í skáta- starfi og má rekja það til reynslu og hugmyndafræði stofnanda hreyfingarinnar Baden-Powells. Hann sá þá tilhneigingu barna að mynda hópa eða félög og þótti því eðlilegt að mynda skátaflokka. Innan flokksins er lögð áhersla á að hver einstaklingur njóti sín, enda er litið svo á að hann sé ómissandi hlekkur í keðju. Geta byijað 8 ára Böm geta gengið í skátahreyfing- una um 8 ára aldur. í hveijum skátaflokki eru venjulega 8-10 skátar sem vinna undir stjórn flokksforingja. Hann er verk- stjóri og stjórnar fund- um og þjálfun. Flokkar halda fundi einu sinni í viku, þar sem meðal annars eru gerðar áætlanir um verkefni í framtíðinni, ferðalög, útilegur, gönguferðir eða handa- vinnu og farið yfir skátapróf, sem eru kennd og æfð. Skátasveit Þrír til fimm flokkar mynda skátasveit, sem kemur fram sem ein heild út á við. Sveitarforingi stjómar sveitinni og skipuleggur skátastarfið. Sveitarforingi, að- stoðarsveitarforingi og flokksfor- ingjar mynda svokallað sveitarráð, sem skipuleggur starf sveitarinnar og heldur fundi einu sinni í mán- uði. Segja má að sveitarráð sé eins konar foringjaflokkur með sveitar- foringja sem flokksforingja. Deild Tvær eða fleiri sveitir mynda deild sem stjórnað er af deildarfor- ingja. Venjulega eru drengjasveitir og stúlknasveitir í aðskildum deild- um. Deildarforingi er nokkurs kon- ar framkvæmdastjóri og sátta- semjari deildarinnar og deildar- ráðs, sem hann skipar ásamt sveit- arforingjum hverrar sveitar, starfsmönnum deildarinnar og að- stoðarforingjum. Félag Félag er myndað af tveimur eða fleiri deildum. Einn flokkur getur þó myndað félag, ef fáir skátar eru á viðkomandi stað. Félags- stjórn heldur öðru hvetju foringja- fundi, þar sem allir sveitar- og deildarforingjar mæta til að ræða vandamál félagsins. Félagsstjórn sér um fjármál og málefni út á við og er ábyrg fyrir starf- seminni. Fleiri en eitt skátafélag á ákveðnu svæði geta myndað samband, sem hefur ákveðna stjórn og sér um ýmsa þjón- ustu, sameiginleg mál félag- anna og er málsvari gagnvart opinberum aðilum og Banda- lagi íslenskra skáta. Skáta- samband er eins konar hags- munasmaband viðkom- andi félaga. Nám og próf fyrir skáta Stór hluti af skáta- starfi er þjálfun, sem smám saman þyngist eftir því sem reynslan eykst. Farið er í útilegur þar sem verkleg þjálfun á sér stað og reglulega eru tekin próf, til dæmis í skyndihjálp, hnútagerð, notkun áttavita og viðbrögðum við óvæntum atburðum. Nýliðapróf er tekið eftir um það bil tveggja mán- aða starf í skátahreyfingunni. Eftir þann tíma eiga krakkar til dæmis að kunna og skiija skátalögin, þekkja tilhög- un félags síns og kunna a.m.k. fjóra skátasöngva. Einnig eiga þeir að kunna að gera fimm hnúta sem nota má í útilegu eða sjó- mennsku, kunna áð sauma tölu á flík og stoppa í sokka. Til að ná þessu prófi þurfa þeir jafnframt að vita hvað forseti íslands heitir, skátahöfðingi íslands, kunna 1. erindi þjóðsöngsins, þekkja gerðir íslenska fánans og þekkja gerðir hans og hafa dregið fána að húni að minnsta kosti einu sinni. Klífa fjöll og kunna skyndihjálp Fjórða stig í prófum skátahreyf- ingarinnar er tekið eftir nokkurra ára starf. Að þeim tíma liðnum á hann til dæmis að vera vel að sér í skyndihjálp og geta hnýtt a.m.k 20 mismunandi hnúta. Hann á að hafa klifið 800 m hátt fjall eða geta sýnt fram á kunnáttu og fími í bjargsigi. Gerðar eru kröfur um að hann kunni Morse-stafrófið, kunni aðferð til að mæla stöðu himintungla og til að mæla hnatt- stöðu sína. Hann þarf að hafa far- ið ásamt öðrum skátum, gangandi um vegleysur, að minnsta kosti 50 kílómetra. Ferðin á að taka minnst tvo sólarhringa og á skát- inn sem þreytir prófið að velja sjálfur leiðina í samráði við sveitar- foringja sinn. Þá á framkoma skát- ans að vera í anda skátalaganna, að hans mati og mati sveitafor- ingja. Björgvin Magnússon skólastjóri Gilw- ell-skólans: „Þvi er ekki að neita aö ókveóin dulúö hvilir yfir Gilwell-skút- um," segir hann, en sú alþjóölega for- ingjaþjúlfun sem fram fer í skólanum er æösta menntun skóta. Þeir taka hlutverk sitt í flokknum svo alvarlega að gamlir Gilwell- skátar koma yfirleitt í heimsókn og hvetja sitt fólk til dáða. „Einu sinni gaukur, ávallt gaukur“ er ríkjandi, eða „einu sinni dúfa, ávallt dúfa.“ Sá sem á sínum tíma var „dúfa“ í Gilwell-skólanum liðsinnir nýjum „dúfum“ og stappar stálinu í þær við nám í skólanum. Keppni ríkir milli hópanna, enda fá þeir einkunnir fyrir verkefni sem þeir leysa. Viðardrumbar og kaðlar eru helsti efniviður sem þeir fá. Úr honum gera skátarnir ótrúleg- ustu mannvirki, brú, hlið, vinnuborð eða hvaðeina sem þeir gætu hugs- anlega þurft að gera við erfiðar aðstæður í óbyggðum. Matartímar í Gilwell-skólanum eru formlegir. Farið er með bæn Skátaíögín frfiW ívftCl ö9tt oi ‘it*np.n a/áre'. é bet ör1$Ji gln SiíttWíoptúf. í vi tmwnku! i nugí^h^m, tjt&M 00 ýftnwn, S-k.fttl ákrt'j w ’jUt&vm. Ökétt ÍMBftr Íttfem. ttjófpÍSBíHrt, SkAtt wr 1 aflid SW. ty’Ssst.tvti.i-nu QWxi *r öýre.’ltvjr. Alfe fevÁúsr eu UQ&mn’t. Skáíaheiifö «9 t/fW'ó jþifS, s©m í mnáí yafdi ísmk) jf, W pv ítfs hjáiíis fic-íum, ftfi Kjörofð sfeita Vnm HtbWml fyrir mat og allir setjast niður á sama tíma. Að loknum málsverði er þakkað fyrir matinn með form- legum hætti. Kvöldvökur eru stór hluti af félagsstarfi skáta og eins og gefur að skilja eru haldnar fjör- ugar kvöldvökur í Gilwell-skólan- um. Skólastjórinn stjórnar þeim af skörungskap og er manna kátastur innan um alla félaga sína. Nemend- ur setja á svið leikþætti og gera gjarnan grín að honum eða öðrum viðstöddum, eða skemmta með öðr- um hætti. Mikið er sungið og radd- böndin þanin til hins ítrasta og í sumum söngvum er enn og aftur látið reyna á samheldni flokkanna og keppni, þar sem þeir keppast um að láta sem mest í sér heyra þegar þeir koma við sögu í söngvun- um. Dulúð í kringum Gilwell-skáta „Gilwell-skáti nýtur virðingar og því er ekki að neita að ákveðin dulúð hvílir yfir Gilwell-skátum," segir Björgvin sposkur og gefur til kynna að hann muni ekki svipta dulúðinni af þeim. „Skátar þurfa að hafa náð 18 ára aldri og vera sveitarforingjar til að komast í Gilwell-skólann. Þeir þurfa með- mæli félagsforingja eða bandalags- stjórnar og síðan að standast marg- vísleg próf sem lögð eru fyrir þá. Sveitarforingjar hafa í langflestum tilfellum verið í foringjastarfi í mörg ár áður en þeir koma í Gilw- ell-skólann. Hér fara þeir annað hlutverk og verða sjálfir nemendur. Þeir vinna í hópum undir stjórn Gilwell-skáta, sem eru þeim æðri innan hreyfingarinnar. Með því móti geta þeir rifjað upp öll grund- vallaratriði skátahreyfingarinnar og hvernig það er að vera ungur skáti undir stjórn foringja.“ Litlir njósnarar Björgvin segir að stefna og upp- eldisaðferðir skátahreyfingarinnar séu upprunnar í hernaði. „Upphaf- lega var takmarkið að efla hæfileika drengja, sem gæti gert þá að góðum njósnurum. Þeir áttu að vera við-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.