Morgunblaðið - 03.07.1994, Page 10

Morgunblaðið - 03.07.1994, Page 10
10 B SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Munu allir tala íslensku íDisneyteiknimyndunumf Konungur Ijón- anna á íslensku Nýjasta Disneyteiknimyndin, Konungur ljónanna eða „The Lion King“ verður sýnd með íslensku tali um næstkomandi jól í Sambíóunum að sögn Bjöms Árnasonar, sem hefur umsjón með talsetningu hennar. Líkt og með síðustu Disneymynd, Aladdín, verður jafnhliða boðið upp á Konung Ijónanna með ensku tali en íslenska talsetningin á Aladdín þóttist takast svo vel að framkvæmdastjórarnir hjá Disney, sem setja strangar kröfur um talsetningar á myndir sínar, leyfðu að Konungur ljónanna yrði einnig á íslensku. Von er á Kirsten Saabye til landsins eftir helg- íslenskt tal; úr Konungi ljónanna, sem sýnd verður í Sambíó- unum um jól ina en hún hefur umsjón með talsetningum á Disneyteikni- myndum á Norðurlöndunum og víðar og mun hún taka þátt í að velja leikara til að tala inná Kon- ng ljónanna, að sögn Björns. | Þegar raddprufur hafa verið teknar verða þær sendar vestur til Disney- fyrirtækisins í Burbanks þar sem Todd, einn af yfirmönnum fyrirtæk- þurfa að leggja endanlega blessun sína yfir val á leikurum. Randver Þorláksson hefur verið ráðinn ieikstjóri tal- setningarinnar en hann leik- stýrði talinu á Aladdín með frábærum árangri en alls sáu tæp 35.000 manns þá teikni- mynd hér á landi. Þá mun Júlíus Agnarsson sjá um hljóðsetningu hann sá einnig hana fyrir Fjölskrúðugt dýralíf; híenur tvær sem Cheech Marin og Whoopi Goldberg tala fyrir í myndinni. og eftir Arnald Indriðason Aladdín. „Við höfðum tuðað lengi í þeim hjá Disney að fá að talsetja einhvetja mynd wmmmmmmmmm þeirra loksins samþykktu þeir Aladd- ín, sem gekk frá- bærlega vel,“ sagði Bjöm í samtali. „Eftir hana gáfu þeir grænt ljós á Konung ljónanna." Berglind Björk Jónasar- dóttir í Borgardætrum hefur þegar sungið aðallagið í myndinni, „Circle of Life“ eftir Elton John, við kynn- ingarmynd af Konungi ljón- anna, sem farið er að sýna á undan teiknimyndum Sam- bíóanna. „Talsetning á teiknimyndum er krafan í dag,“ sagði Bjöm, „og við erum að bregðast við henni. Myndirnar skila sér betur í kvikmyndahúsunum og þeg- ar þær koma út á myndbönd- um vill fólk gjarnan kaupa þær og eiga.“ Nýjasta teikni- mynd Dons Bluths, Þumalína sem Warner Bros. framleiðir, hefur þegar verið talsett fyr- ir Sambíóin í leikstjórn Ágústs Guðmundssonar og hefur hún fengið mjög góð viðbrögð hjá Warner Bros. að sögn Bjöms. Með hlutverk fara m.a. Felix Bergsson, Edda Heiðrún Backman, Þórhallur Sigurðsson (Laddi), Örn Árnason, Jóhann Sigurðar- son og Magnús Ólafsson. Einnig munu Sambíóin hafa í hyggju að láta talsetja teiknimyndina „Pagemast- er“ og verður hún einnig sýnd um næstu jól. Og loks verður teiknimyndin Batman talsett þótt hún komi ekki í bíóin heldur fáist eingöngu á myndböndum og svoköll- uðum sölumyndböndum. Konungur ljónanna er ein af sumarmyndunum vestra og búast menn við að henni eigi eftir að vegna vel í miða- sölunni og jafnvel slá mynd- um eins og Fríðu og dýrinu og Aladdín við hvað aðsókn snertir. Stórleikarar fara með hlutverk dýranna, þetta er fyrsta Disneyteiknimynd- in þar sem engin mannleg vera kemur við sögu, menn eins og Jeremy Irons, James Earl Jones, Matthew Brod- erick, Whoopi Goldberg og Cheech Marin. Disneyteiknimyndir hafa aldrei verið vinsælli og nokk- ur stórvirki eru í bígerð. Er gleðilegt til þess að vita að þær muni að líkindum allar verða með íslensku tali eftir að svo vel tókst til með frum- raunina, Aladdín. Er þá ekki annað eftir en að fá gullmola eins og Mjallhvíti, Gosa og Bamba og fleiri sígild teikni- myndalistaverk Disney- manna á íslensku. PÓLK ■ Carl Franklin vakti á sér verðskuldaða athygli með sinni fyrstu spennu- mynd, „One False Move“. Hann er byijaður á nýrri sem heitir „Devil in a Blue Dress“ og fara Jennifer Beals og Denzel Washin- ton með aðalhlutverkin. MSamstarf James Woods og Olivers Stones gat af sér þá ágætu mynd „Salvador“. Stone fram- leiðir nýjustu mynd Woods, sem heitir einfaldlega Drápari eða „Killer“ og byggist á sannri sögu um margfaldan morðingja, sem krafðist þess að vera tekinn af lífi. Woods var spurður að því hvort hann fengi hlutverk í nýjustu Stonemyndinni, „Nori- ega“, með A1 Pacino. „Ef hann bæði mig að leika mundi ég sannarlega slá til.“ MLeikritið Englar í Ameríku eftir Tony Kus- hner hefur vakið athygli víða um heim og nú mun ætlunin að kvikmynda það. Robert Altman hefur ver- ið ráðinn leikstjóri. MNæsta mynd Kevins Costners verður „Wat- erworld", 100 milljóna dollara framtíðartryllir sem allur gerist neðansjáv- ar og er leikstýrt af vini hans, Kevin Reynolds. Tökur hefjast á Hawaii í sumar. Costner hefur ekki mestar áhyggjur af kostn- aðinum, hann gæti grætt 20 milljónir dollara per- sónulega, heldur hvernig málin standa nú skömmu fyrir tökun „Raunin er sú að við höfum ekkert hand- rit og það er ekki beint ákjósanleg staða,“ lét hann hafa eftir sér fyrir skemmstu og meinti að handritið sem þeir hefðu í höndunum væri ekki nógu gott. Sýningar hafnar; úr Bíódögum Friðriks Þórs Friðriks- sonar. 20.000 hafa séð Ffladelfíu Lifandi teiknimyndir Ótrúlegar brellur; úr myndinni „The Mask“, sem vænt- anleg er í Laugarásbíó. í BÍÓ Heimsmeistarakeppnin í fótbolta dregur til sín áhorfendur og af því að leikirnir eru á bíótíma hafa kvikmyndahúsin fundið fyrir keppninni. Aðsóknin er „frekar róleg“ eins og einn orðaði það á meðan boltinn rúllar. Annar sagði bíóin óneitanlega „fá spark í punginn". Það fer þó eftir leikjum. Leikir stórliðanna draga auðvitað til sín mest áhorf og búast má við að dragi mest úr bíósókn þegar úr- slitaleikirnir hefjast í Los Angeles um miðjan júlí. En það er svosem ekki úr háum söðli að detta í aðsókn. Karl 0. Schiöth í Stjörnubíói sagði að margir vildu meina að dregið hefði úr aðsókn vegna keppninn- ar en benti á að júnímánuð- ir væru frekar lélegir í að- sókn yfirleitt. Hvað sem því líður er fótboltinn hin ánægjuleg- asta skemmtun, frísklegur bæði og spennandi, sjaldn- ast leiðinlegur en oftast hasarkenndur og drama- tískur; sumsé ekta bíó. Alls höfðu um 20.000 manns séð alnæmis- myndina Fíladelfíu í Stjörnu- bíói eftir síðustu helgi að sögn Karls O. Schiöths bíó- Þá höfðu 11.500 séð Dreggjar dagsins, 3.500 Tess í pössun og Stúlkan mín 2 byijaði ágætlega um síðustu helgi að sögn Karls. Bíódagar eftir Friðrik Þór Friðriksson var frumsýnd fyrir helgi í bíóinu en næsta mynd eftir hana verður að líkindum Úlfur með Jack Nicholson, sem áætlað er að byiji 19. ágúst. Síðan kemur „Threesome" og Fjörkálfar II í september. Eftir hana áætlar bíóið að frumsýna ásamt Laugarásbíói framtíð- artryllinn „Escape From Ab- solom“, sem áður hét „No Eseape“ og er með Ray Li- otta í aðalhlutverki. Ein af tæknibrellu- myndum sumarsins í Bandaríkjunum er Gríman eða „The Mask“ með Jim Carrey í aðalhlutverki en hann leikur Ace Ventura í samnefndri mynd í Sam- bíóunum. Gríman, sem kemur í Laugarásbíó að líkindum um mánaðamótin ág- úst/september, segir frá bankastarfsmanni sem kemst yfir dularfulla grímu er gerir hann að súper- menni en í stað þess að nota kraftana til góðs fyrir mannkynið allt tekur hann að hefna sín á þeim sem hafa leikið hann grátt. New Line, nú í eigu Teds Tumers, framleiðir og von- ast til að hafa metsöluefni í höndunum en menn virð- ast sammála um að brell- urnar í myndinni séu sér- lega skemmtilegar. Það tók fjóra tíma á hveijum degi að koma grímunni fyrir á andliti Carreys. „Ég leik svona góðmenni í líkingu við Jimmy Stewart," er haft eftir leikaranum, „sem með hjálp grímunnar breyt- ist í Fred Astaire á sýru.“ Myndin er byggð á teiknimyndaseríu og með brellum getur Carrey gert flest það sem teikni- myndapersónur geta eins og misst augun útúr sér og breyst í fellibyl ef því er að skipta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.