Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1994 B 21 Islenzk frímerki FRÍMERKI Myndband ÞRÓUNARFERILL FRÍMERKJANNA Saga íslenzkra frímerkja í ináli og myndum. Nýja bíó hf. gerði kvik- myndina. Umsjón ogtexti: Guðjón Arngrímsson. Á LIÐNU ári lét Nýja bíó hf. í Reykjavík gera kvikmynd um sögu íslenzkra frímerkja í máli og mynd- um frá upphafi þeirra árið 1873 og fram á okkar daga. Þótt undarlegt megi telja, hef ég ekki orðið var við miklar auglýsingar eða umsagn- ir í blöðum um þessa mynd. Er hún þó þess verð að vekja athygli á henni meðal frímerkjasafnara. Kápa myndbandsins. Mér er kunnugt um, að úr rnörgu var að velja við gerð myndarinnar. Lengd hennar í útgáfunni er um 45 mínútur, en alls mun myndefn- ið, sem upp var tekið, hafa verið um tíu klukkutímar. Ljóst er því, að úrvinnsla þessa efnis hefur verið mikið verk og vandasamt. Sá, sem þetta ritar, kom nokkuð að undir- búningi myndbandsins, en fylgdist lítið með verkinu á vinnslustigi og alls ekki við lokagerð þess. Þar hefðu einmitt sérfróðir menn um frímerki að ósekju mátt koma betur að. Umsjón og samning handrits var í höndum Guðjóns Arngríms- sonar fréttamanns. Jafnframt flyt- ur hann skýringartexta myndarinn- ar og það mjög skilmerkilega. Myndin hefst á örstuttum inn- gangi um upphaf frímerkja og hvernig bréf bárust til viðtakenda fyrir daga þeirra. Jafnframt er lögð áherzla á að sýna, hvernig saga lands og þjóðar fyrr og síðar teng- ist frímerkjaútgáfu okkar. Er sögu- legt myndefni Alþingishátíðarfrí- merkjanna 1930 notað til að bregða upp því svipleiftri. Auðvitað er það í sjálfu sér vel skiljanlegt, ekki sízt frá sjónarmiði leikmanna. Þó er að mínum dómi ekki heppilegt að draga þessa útgáfu um of fram í sviðsljósið, því að hún kom aldrei út á vegum íslenzku póststjórnar- innar, svo sem vel kemur fram í umsögn um hana í myndinni sjálfri, og tilurð hennar var vægast sagt mjög vafasöm, þegar öll kurl komu til grafar. Viðtöl eru í myndinni við ýmsa sérfróða menn um íslenzk frímerki og sögu þeirra. Jafnframt er brugð- ið upp mjög skemmtilegum mynd- um af íslenzkum frímerkjum frá upphafi 1873 og síðan allar götur fram á okkar daga. Þær myndir eru m. a. sóttar í hið fræga safn, sem kennt er við Hans Hals og íslenzka póststjórnin á. Við sjáum einnig brot úr söfnun þekktra safnara, og um leið fjalla þeir um söfn sín og segja frá því helzta, sem þar má sjá. Eru þessu viðtöl mjög áhuga- verð. Þá er rætt við frímerkjakaup- menn, en hér hefði að mínum dómi mátt fara fljótar yfir sögu en gert er. Um leið og sýnd eru mörg falleg íslenzk frímerki á skemmtilegum bakgrunni, er leikin undir þægileg og þjóðleg tónlist eftir íslenzk tón- skáld. Þá er víða brugðið upp með broti úr gömlum kvikmyndum eða með föstum myndum ýmsu efni, sem síðan má sjá á frímerkjum okkar. Er þetta tengt sérlega vel saman í myndinni, og hlýtur að vekja athygli, ekki sízt meðal er- lendra safnara. Rakin er gerð íslenzkra frímerkja allt frá þvf, er útgáfa þeirra hefur verið ákveðin, og þar til þau koma fullprentuð til póststjórnarinnar og eru tekin í notkun. Hér hefur þróun- arsaga flugfrímerkjanna, sem komu út 9. okt. sl., verið valin sem sýnis- horn um þennan feril. Þröstur Magnússon, sem er víðkunnur hönnuður íslenzkra frímerkja og hefur hlotið mörg verðlaun fyrir, teiknaði þessi frímerki. Hér má sjá hann fara höndum um teikningar sínar. Jafnframt er brugðið upp myndum af fallegum blóma-, dýra- og landslagsfrímerkjum, sem hann hefur teiknað. Um leið er sagt frá starfí Þrastar í þágu íslenzkrar frí- merkjasögu. Flugrnerkin voru prentuð í Dublin á írlandi. Sýndur er undirbúningur undir prentun merkjanna, og síðan fylgjumst við með ferli þeirra allar götur til út- gáfudags. Á degi frímerkisins 9. október sl. kom út sérstök smáörk, sem var helguð þessum degi. Þar sem 60 ár voru liðin frá hópflugi ítala hing- að til lands á leið þeirra til Banda- ríkjanna, voru valin sem myndefni þau þijú frímerki úr flokki Kristjáns konungs X., sem höfðu verið yfir- prentuð með orðunum Hópflug ít- ala 1933 og einvörðungu notuð á þann póst, sem héðan fór með flug- flotanum. Frá þessari örk er sagt í myndinni og um leið brugðið upp mjög skemmtilegum kvikmyndum, sem teknar voru við komu ítalanna. Þennan sama dag var sett upp lítil frímerkjasýning í Kringlunni, um leið og þar var almenn frí- merkjakynning á vegum íslenzku póststjórnarinnar og frímerkjasam- taka í Reykjavík. í þessari fræðslu- mynd má sjá ýmislegt af því, sem þar fór fram. Allt veitir það nokk- urt innsæi í heim frímerkja og frí- merkjasöfnunar. Að sjálfsögðu vantar ýmislegt í þessa kvikmynd, sem nákvæmir safnarar munu sakna, en hún er engu að síður ágæt heimild um margt í íslenzkri frímerkjasögu. Hafa má og í huga, að þetta er frumsmíð á þessum vettvangi og henni hljóta að fylgja ýmsir ann- markar, sem lagfæra má síðar. Ég vil eindregið hvetja íslenzka safnara til þess að eignast þetta myndband. Þá er það góð vinargjöf til skipti- vina erlendis og um leið landkynn- ing, enda fáanlegt bæði með ensku og þýzku tali. Frímerkjasala póststjórnarinnar hefur myndband þetta til sölu, en einnig fæst það að sjálfsögðu hjá framleiðanda, Nýja bíói hf., Skip- holti 31, 105 Reykjavík. Jón Aðalsteinn Jónsson Viðbragðsfljótir félagar Atlasklúbbsins detta í sólarpottinn! Sólarlandaferð á verði frá a mann Viðbragðsfljótir handhafar Atlas-korta og Gullkorta Eurocard eiga nú möguleika á að detta í Sólarpottinn - þann líflega lukkupott. ♦ I boði eru nokkrar pottþéttar sólarlandaferðir á frábæru verði þar sem tryggð er fyrsta flokks gisting nærri strönd og allri þjónustu. Um er að ræða ferðir til Benidorm á Spáni, Mallorca eða Portúgal. Hvert ferðinni er heitið nákvæmlega kemur í ljós 4 dögum fyrir brottför! 1. Þú hringir í síma 88 90 80 og tilgreinir t hvaða viku þú vilt fara út, hversu löng ferðin á að vera (1,2, eða 3 vikur), fjölda og aldur ferðalanga og bókar brottför þína. 2. Bókun er staðfest þegar staðfestingargjald hefur verið greitt: 14.000 kr. fyrir fullorðna og 7.000 kr. fyir bóm. 3. 4 dögum fyrir brottför er hringt til þín með staðfestingu um áfangastað og hótel t Portúgal, Benidorm eða Mallorca. Allar nánari upplýsingar í síma 88 90 80. Hér er um örfá sæti að ræða og því ekki eftir neinu að bíða! Verðdæmi 1: 34.900 kr. á mann (2 fullorðnir og 2 böm) í hálfsmánaðarferð. Verðdæmi 2: 49.900 kr. á mann (2 fullorðnir) í hálfsmánaðarferð. i, 1 þessum verðdæmum er gert ráð fyrir að korthafi nýti 4.000 kr. ajsláttarávísun frá Átlasklábbnum. osSiÍíkÍlfcÍÉk' Þessa ávísun fá allirAtlas- og Gullkorthafar einu ATLAS nýtur sérkJara! Innifalið í verði: Flug, gisting, akstur til og frá flugvelli erlendis, íslensk fararstjórn, skattar og gjöld. HVÍTA HÚSIO / SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.