Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1994 B 15 ATVINNU Arkitektar ■ ■■ » ■ - honnuðir Verkfræðistofa á góðum stað í Reykjavík óskar eftir samstarfi við arkitekta eða hönnuði. Tii boða stendur húsnæði fyrir allt að fimm starfsmenn. Sameiginleg símaþjónusta, fundaraðstaða, Ijósritun, fax., tryggingar o.fl. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Hagvangs hf., merktar „Samstarfsaðilar". Hasva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir Afgreiðslustörf Óskum eftir að ráða duglegt og ábyggilegt fólk í eftirtalin störf á veitingastað í nýju IKEA versluninni við Holtagarða: Verkstjóri í eldhús og sal Ábyrgur fyrir daglegri starfsemi í eldhúsi og í afgreiðslu. Reynsla í eldhússtörfum og af- greiðslu á matsölustað æskileg. Fullt starf frá kl. 8-16.30 og helgarvinna eft- ir samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Afgreiðslustarf Almennt afgreiðslustarf á veitingastað. Hreinsa af borðum, uppvask o.s.frv. Fullt starf frá kl. 10-18.30 og helgarvinna eftir samkomulagi. Viðkomandi þarf að geta hafið störf um miðjan júlí. Afgreiðslustarf (10 manns) Almennt afgreiðslustarf á veitingastað. Hreinsa af borðum, uppvask o.s.frv. Aðstoða í 2-3 vikur kringum opnun veitingastaðarins um miðjan ágúst og helgarvinna í vetur. Umsókn, merkt: „Veitingastaður", með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda til IKEA, Kringlunni 7, eigi síðar en 8. júlí 1994. I® fyrir fólkið í landinu, Kringlunni 7, sími 91-686650. Frá Fræðsluskrifstofu Austurlandsumdæmis Sálfræðingar Laus er staða forstöðumanns sálfræðideild- ar fræðsluskrifstofunnar. Byrjunartími eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur til 18. júlí. Upplýsingar veitir undirritaður í síma 97-41211. Fræðslustjóri. Grunnskólakennarar Kennara vantar að unglingadeildum Borgar- hólsskóla, Húsavík. Kennslugreinar m.a. íslenska, samfélags- fræði, danska, enska, stærðfræði, líffræði. Niðurgreitt húsnæði í boði o.fl. Upplýsingar gefa Halldór Valdimarsson, skólastjóri, vinnusími 96-41660, heimasími 41974, Gísli Halldórsson, aðstoðarskóla- stjóri, vinnusími 96-41660, heimasími 41631. FJÓRÐUNQSSJÚKRAHÚSIO A AKUREYRI Leikskólakennarar Leikskólakennari óskast til starfa á leikskól- ann Stekk frá 15. ágúst 1994. Upplýsingar veitir leikskólastjóri í síma 96-30826. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra, Vigni Sveinssyni, fyrir 15. júlí nk. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Kórstjóri Verzlunarskóli íslands óskar að ráða kór- stjóra til þess að æfa Verzlunarskólakórinn næstu ár. Æskilegt er að kórstjóri geti jafnframt tekið að sér útsetningu laga fyrir Nemendamót en þá eru jafnan teknir til flutnings vinsælir söngleikir. Verzlunarskólakórinn allur eða hluti hans tekur þátt í Nemendamóti. Gerður er sér- stakur samningur um þann þátt starfsins. Umsóknum skal skila til skólastjóra fyrir 20. ágúst 1994. Umsókn fylgi tillögur um- sækjanda um skipulag starfseminnar, vinnu- tíma og laun kórstjóra. Verzlunarskóli Islands LANDSPITALINN I þágu mannúðar og vísinda BARNASPITALI HRINGSINS Aðstoðarlæknar Tvær aðstoðarlæknisstöður á Barnaspítala Hringsins eru lausar frá og með 1. ágúst nk. og ein frá 1. september. Ráðið er í stöðurn- ar til 6 eða 12 mánaða eftir því sem um semst. Bundnar vaktir. Um getur verið að ræða námsstöðu í barna- lækningum eða starfsþjálfun fyrir aðrar sér- greinar. Auk venjubundinna starfa aðstoðar- læknis er ætlast til virkrar þátttöku í rann- sóknarstarfsemi deildarinnar. Lækni, sem ráðinn ertil eins árs (1. aðstoðar- læknir) eru falin ábyrgðarmeiri störf, eftirlit með yngri aðstoðarlæknum, þátttaka í kennslu læknanema og nemenda eða starfs- fólks í öðrum heilbrigðisgreinum. Starfsreynsla á barnadeild æskileg. Umsóknum skal skila á eyðublöðum lækna og senda forstöðulækni, Víkingi H. Arnórs- syni, prófessor, sem vetir nánari upplýsingar þar á meðal um vaktskyldu og vaktafyrir- komulag. Sími 601050. Ljósrit af prófskír- teini og upplýsingar um starfsferil ásamt staðfestingu yfirmanna fylgi. Umsóknarfrest- ur er til 20. júlí 1994. BLOÐBANKINN Hjúkrunarfræðingur Hjúkrunarfræðingur óskast til afleysinga til eins árs frá 15. ágúst 1994. Starfið felur í sér blóðtöku, blóðsöfnunarferðir, blóðhluta- vinnslu og gæsluvaktir. Upplýsingar veitir Björg Ólafsson, hjúkrunar- framkvæmdastjóri, í síma 602023. GEÐHJUKRUNARSVIÐ Aðstoðardeildarstjóri Staða aðstoðardeildarstjóra er laus til um- sóknar nú þegar á unglingadeild. Einnig vant- ar hjúkrunarfræðinga til sumarafleysinga. í boði eru morgun- og kvöldvaktir. Upplýsingar gefa Anna Ásmundsdóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602600 eða Guðríður Þorleifsdóttir, deildarstjóri, í síma 602500. Grunnskóli Siglufjarðar Kennarar Kennara vantar í almenna kennslu og heimil- isfræði við Grunnskóla Siglufjarðar. Skólinn greiðir húsnæðishlunnindi og flutningsstyrk. A Siglufirði er góð aðstaða til íþróttaiðk- ana, eitt besta skíðasvæði landsins og nýtt íþróttahús. Þar er góður tónlistarskóli og nýr leikskóli með enga biðiista. í bænum er öll almenn þjónusta, þ.m.t. gott sjúkra- hús og heilsugæsla. Umsóknarfrestur er til 20. júlí. Allar frekari upplýsingar gefa Baldvin Valtýs- son, skrifstofustjóri bæjarins, í síma 96-71700 og Kristján L. Möller, forseti bæjar- stjórnar, í síma 96-71866. Grunnskóli Siglufjarðar. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldismenntað starfsfólk í neðangreinda leikskóla. í fullt starf: Bakkaborg v/Blöndubakka, s. 71240. Brákarborg v/Brákarsund, s. 34748. Efrihlíð v/Stigahlíð, s. 18560. Gullborg v/Rekagranda, s. 622455. í hálft starf: Lækjarborg v/Leirulæk, s. 686351. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími27277. Óskum að ráða sjúkranuddara Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði óskar að ráða einn sjúkranuddara í fullt starf. Aðeins löggiltur sjúkranuddari kemur til greina og æskilegt væri að viðkomandi hefði lært sogæðanudd. Þá vill stofnunin ráða sjúkranuddara frá 1. september nk. til 1. janúar. Þeir, sem áhuga hafa á þessum störfum, vinsamlega hafi samband við Wolfgang Roling, yfirmann nudd- og baðdeildar, í síma 98-30300. Heilsustofnun NLFÍ. B R U M M S C H E R E1 1 SPORTARTIKEl AC Svissnesk veiði- og sportvöruverslun hefur áhuga á að selja íslenska fram- leiðslu í Sviss, s.s. treyjur, boli og aðratískuvöru. Vinsamlegast sendið viðskipta- heimilisfang ykkar á símbréfi eða hafið samband í síma. Fischerei & Sportartikel AG, Stadhausquai 1, CH-8022 Ziirich, Mr. Ruedi Brumann. Sími 90 41 1 211 55 40, símbréf 90 41 1 212 11 24.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.