Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ ATVIN NUAUQ YSINGAR Vélvirkjar - bifvélavirkjar Þekkt og traust fyrirtæki, sem sér um eigið viðhald, óskar að ráða vélvirkja og bifvélavirkja til starfa í viðhalds- og framkvæmdadeild. 1. Vélvirkja, vönum smíði, viðhaldsvinnu og viðgerðum. 2. Bifvélavirkja, vönum alhliða viðgerðum og helst með reynslu af vélastillingum. Leitað er að traustum og reglusömum aðilum. Um framtíðarstörf er að ræða, en einnig kæmi afleysing til greina. Nánari upplýsingar veita Auður Bjarnadóttir eða Torfi Markússon frá kl. 9-12. Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til Ráðgarðs, merktar viðkomandi starfi, fyrir 9. júlí nk. RÁE)GAIŒ)URhf. STJÓRNUNAR OG REKSTRARRÁÐGJÖF NÓATÚN 17 105 REYKJAVÍK SÍMI686688 Sölumenn - meðeigendur Fasteignasala og lögmannsstofa óskar eftir sölumönnum og/eða meðeigendum til að starfa við atvinnuhúsnæðis- og firmasölu. Upplagt tækifæri fyrir áhugasama og fram- takssama menn, sem vilja starfa sjálfstætt. Upplýsingar sendist til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „B - 11748", fyrir 7. júlí. gjjg Frá Gagnfræða- W skólanum á Sauðárkróki Kennara vantar til starfa nk. skólaár. Um er að ræða sér- og stuðningskennslu, kennslu í raungreinum og almennri kennslu. Umsóknir berist fyrir 15. júlí nk. Upplýsingar gefa Björn Sigurbjörnsson, skólastjóri, v/sími 95-35382, h/sími 95-36622, og Óskar Björnsson, aðstoðar- skólastjóri, v/sími 95-35385, h/sími 95-35745. KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG Verkstjórar óskast íhelgarvinnu! Kolaportið óskar eftir að ráða tvo verkstjóra í hlutastarf til að stjórna hópi duglegra starfs- manna, sem vinna við uppsetningu og frá- gang markaðstorgsins á föstudagskvöldum, laugardögum og sunnudögum. Verkstjóri er helsti aðstoðarmaður markaðsstjóra, sem er yfirmaður markaðarins um hverja helgi. Verkstjóri, sem vinnur að meðaltali aðra hverja helgi, sér um að skipuleggja vinnu starfsmanna, stjórna öllum framkvæmdum á staðnum og bera ábyrgð á þrifum. Umsækjendur um ofangreind störf þurfa að vera 25 ára eða eldri og hafa hagnýta reynslu af verkstjórn, þekkja til tölvuvinnslu, vera hugmyndaríkir, duglegir og heiðarlegir. í umsókn þarf að tilgreina aldur, menntun og fyrri störf. Umsóknir um ofangreind störf skal senda til Kolaportsins, Garðastræti 6, 101 Reykjavík. Fyrirspurnum er ekki svarað í síma, en öllum umsóknum verður svarað. jj iiimiiK l!I|l!lfift !■& ífil jfifi Pfíi HEBKKKRSl IIKIlfilll fifififil|fill Frá Háskóla íslands ★ Starf fulltrúa hjá Samstarfsnefnd at- vinnulifs og skóla er laust til umsóknar. Um er að ræða verkefnabundna ráðningu frá l. ágúst nk. Starfið felst m.a. í því að hafa umsjón með nemendaskiptum sem Sam- starfsnefndin annast. Fulltrúinn hefur einnig umsjón með stórum gagnagrunni, sér um bókhald og útsendingar auk ýmissa annarra verkefna. Leitað er að einstaklingi, sem á auðvelt með að vinna að mörgum verkefnum í einu og búi yfir sjálfstæði og frumkvæði í starfi ásamt samstarfs- og skipulagshæfileik- um. Krafist er góðrar enskukunnáttu en þekking á öðrum tungumálum er einnig mjög æskileg. Starfið krefst auk þess tölvukunn- áttu. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. ★ Hjá Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins er laust til umsóknar hlutastarf á Upplýsinga- stofu um nám erlendis. Háskólamenntun og góð tungumálakunnátta er nauðsynleg. Menntun í bókasafnsfræðum æskileg. Um- sækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun skv. kjarasamningi Félags háskóla- kennara og fjármálaráðuneytis. Umsóknarfrestur er til 7. júlí 1994. ★ Starf fulltrúa hjá Sjávarútvegsstofnun er laust til umsóknar. Um er að ræða verkefna- bundna ráðningu í hálft starf. Starfið felst m. a. í umsjón með bókhaldi, skrifleg sam- skipti við erlenda aðila ásamt öðrum verkefn- um er tengjast daglegum rekstri stofnunar- innar. Leitað er eftir einstaklingi, sem getur unnið sjálfstætt að mörgum verkefnum í einu. Góð ensku- og tölvukunnátta nauðsyn- leg ásamt kunnáttu í einu Norðurlandamáli. Æskilegt er að umsækjandi sé með háskóla- próf. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. Við- komandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum um ofangreind störf skal skilað til starfsmannasviðs Háskóla íslands, aðal- byggingu við Suðurgötu, 101 Reykjavík. Kynningarstörf Kynningarfyrirtæki í Reykjavík leitar að raddþýðu fólki á aldrinum 30-50 ára með góða framsögn og framkomu ásamt víð- tækri þekkingu á tónlist. Um er að ræða kynningarstörf á haustdögum. Umsækjendur sendi skriflegar umsóknir um menntun og fyrri störf, merktar „Kynningar- störf". Farið verður með umsóknir sem trún- aðarmál. Umsóknarfrestur er til 15. júlí nk. GuðniTónsson RÁÐGJÖF & RÁÐN l N CARÞJÓN USTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMI62 13 22 Sölufólk óskast nú þegar. Leitum að fólki með reynslu. Skriflegar umsóknir þurfa að berast fyrir 6. júlí 1994 með upplýsingum um fyrri störf ásamt meðmælum. Umsækjendur verða að hafa bíl til umráða. Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl., merktar: „Mark - 12785“. Forstöðumaður - verslunarstjóri Verslunin Borg hf. á Skagaströnd auglýsir eftir manni, vönum verslunarstjórn, til að veita versluninni forstöðu. Um er að ræða sjálfstætt starf. Tilvalið fyrir hjón, sem vilja takast á við skemmtilegt verkefni. Aðeins vanir aðilar koma til greina. Húsnæði er til staðar. Umsóknarfrestur er til 12. júlí nk. Umsóknir skulu vera skriflegar og sendast til Péturs Arnar Péturssonar, Húnabraut 4, 540 Blönduósi, sem jafnframt veitir allar nánari upplýsingar í síma 95-24200. Sölufólk Kraftmikið sölufólk óskast fyrir árbókina Árið 1993 sem kemur út núna íjúlí. Góðir tekjumöguleikar.. Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða. Nánari upplýsingar gefur Brandur í síma 812300. FRÓDI BÓKA & BLAÐAÚTGÁFA Hjúkrunarforstjóri - hjúkrunarfræðingar Staða hjúkrunarforstjóra við Meðferðarheimilið - Sogni - í Ölfusi er laus til umsóknar frá 1. ágúst 1994. Ennfremur stöður hjúkrunarfræðinga (hlutastörf). Æskilegt er að umsækjendur hafi geðhjúkr- unarmenntun eða verulega reynslu af hjúkr- un geðsjúkra. Upplýsingar um störfin veita: Yfirlæknir eða staðgengill yfirlæknis og hjúkrunarforstjóri í síma 98-34853 á Sogni, einnig skrifstofa Sjúkrahúss Suðurlands á Selfossi í síma 98-21300. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og fyrri störf, skal senda framkvæmdastjóra Sjúkrahúss Suðurlands v/Árveg, 800 Selfossi. Frá leikskólum Kópavogs Leikskólakennarar og annað uppeldis menntað starfsfólk. Lausar eru stöður leikskólakennara í leikskól- anum Marbakka v/Marbakkabraut í haust. Á Marbakka er unnið að skapandi starfi, þar sem hugmyndafræði Reggio Emilia er aðlög- uð íslenskum aðstæðum óg menningu. Upplýsingar gefa leikskólastjórar, Lilja Krist- jánsdóttir og Ólöf Guðmundsdóttir, í síma 642737. Einnig eru lausar stöður leikskólakennara í leikskólunum Kópahvoli v/Bjarnhólastíg, sími 40120, Grænatúni v/Grænatún, 100% staða, sími 46580, Smárahvammi v/Lækjarsmára, sími 644300, Efstahjalla v/Efstahjalla, eftir hádegi, sími 46150 og á skóladagheimilinu Ástúni v/Ástún, 100% staða, næsta vetur, sími 641566. Upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Einnig vantar leikskólakennara eða þroska- þjálfa vegna stuðnings barna með sérþarfir. Upplýsingar gefur leikskólaráðgjafi, Anna Karen Ásgeirsdóttir í síma 45700. Ennfremur gefur leikskólafulltrúi upplýsingar í síma 45700. Stjórnin. Starfsmannastjóri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.