Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 12
12 B SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ -f Steikjandi hiti i Njálsbúö Svitnaö ð sveitaballi með SSS6I SSSól er ein vinsælasta rokkhljómsveit landsins og sveitaböll hljómsveitarinnar eru landsþekkt. Það sem dregur hvað flesta aðdáendur að hljómsveit- inni er kraftmikil sviðsframkoma, grípandi tónlist og rafmögnuð stemmning. Eitt þessara sveitaballa var haldið á Njálsbúð laugardaginn 25. júní. Þangað hópuðust skemmtanaþyrstir unglingar hvaðanæva að með það markmið að gefa sig á djöfulsvald rokktónlistar og gera kvöldið sér ógleymanlegt og fyrir þann sem fylgdist með unglingunum þetta kvöld var það vissulega ógleymanleg lífsreynsla. Ofáir Islendingar öðlast sína fyrstu reynslu af skemmtanalífi á sveitaböllum. Þar hófst mörg sam- búðin í villtum dansi í skjólgóðu myrkri þvögunnar og við dunandi dægurtónlist eða dillandi harmon- ikkuleik. Margt gamalmennið roðnar áreiðanlega enn í vöngum þegar það minnist ástarfundar sem átti sér stað inni á dansleiknum eða í ilmandi rjóðri úti í sumargrænni náttúrunni. Sú kyrrð sem fylgir þessum minningum fuðrar þó fljótt upp ef litið er inn á sveitaball með SSSól. Scope var upphitunarhljómsveit á ballinu og óhætt er að kalla hana eina efnilegustu hljóm- sveit landsins í dag. Söngkona hljómsveitarinnar sem heitir Svala Björgvinsdóttir sagði að það hefði verið dálítið erfitt að bjóða upp á danstón- list á sveitaballi þar sem flestir væru innstilltir á rokk. Tónleikarnir hefðu þó gengið vel og hún væri ánægð. A meðan blaðamaður Morgun- blaðsins spjallaði við Svölu rifu upprifnir ballgest- ir söngvarann Helga Björnsson í sig í trylltum dansi og Helgi lét ekki sitt eftir liggja, svo húsið hristist og skókst í hamförunum. Honum gafst lítil hvíld frá atganginum þetta kvöld og ekki var að sjá að blæðandi magasárið sem olli því að hann hneig niður á tónleikum fyrrí sumar hefði haft mikil eftirköst. Helgi sagói eftir ballió að stemmningin hefði verið engu lík og hann væri afar ánægður með undirtektirnar. Þetta kvöld hefði tónninn fyrir sum- arið verið sleginn og það yrði rokkað mikið á böllum Sólarinnar. Ef einhver vefengir orð Helga ætti hann að láta sannfærast vió það að skoóa myndirnar af sveitaballinu. Þær sýna svo ekki verður um villst að Sólin er alveg jafn heit þetta sumar og undanfarin sumur, ef ekki heitari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.