Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Fyrir- lestur um sálfræði DR. DAN I. Slobin, prófessor við sálfræðideild háskólans í Berkeley í Kaliforníu, heldur opinberan fyrir- lestur í boði heimspekideildar Há- skóla íslands, Rannsóknarstofnun- ar Kennaraháskóla íslands og ís- lenska málfræðifélagsins, mánu- daginn 4. júlí kl. 17.15 í stofu M- 201 í Kennaraháskóla íslands. Fyrirlesturinn nefnist „Language acquisition in cross linguistic perspective“ og verður fluttur á ensku. Dr. Dan I. Slobin stundaði nám við Michigan-háskóla og síðar fram- haldsnám við Harvard þar sem hann lauk doktorsprófi árið 1964 í félags- legri sálfræði. Auk kennslustarfa við Berkeley-háskóla er hann for- stöðumaður þeirrar stofnunar skól- ans sem vinnur að samanburðar- rannsóknum á máltöku barna auk þess sem hann vinnur við rannsókn- arstofnun skólans í hugfræði svo og við stofnun í þroskarannsóknum. Dr. Slobin er heimsfrægur fyrir rannsóknir sínar á máltöku barna og tengslum hennar við eðli hugs- unar, menningu og tjáskipti manna. í rannsóknum sínum hefur hann nýtt sér og borið saman gögn um ensku, þýsku, spænsku, ítölsku, rússnesku, serbó-króatísku, hebresku og tyrknesku. Hann hefur skrifað nokkrar bækur og fjölmarg- ar ritgerðir um efnið og haldið fyrir- lestra víða um heim. Þess má geta að í bókinni Mál og máltaka, sem kom út hér á landi 1979, er meiri- hluti efnis eftir hann. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Sigurður Þór Sigurðsson, eig- andi fyrirtækisins 2001. ■ FYRIRTÆKIÐ 2001 býður nú í fyrsta skipti eigendum laserdisks- spilara (hljóð og mynd) á íslandi upp á ítarlega verslun með laser- diska frá Bretlandi og Bandaríkjun- um auk pöntunarþjónustu. Laser- diskasala hefur til langs tíma verið mikil í Bandaríkjunum og eru flest- ar kvikmyndir gefnar út á laserdisk- um þar í landi. í Bretlandi aftur á móti hefur Iaserdiskasala aukist til muna á undanförnum mánuðum með tilkomu Surround-hljóðkerfa fyrir heimili en laserdiskurinn er einn besti hugbúnaðurinn sem völ er á í dag fyrir slík kerfi. Þessi tækni er því vel þekkt í þessum löndum en hefur einhverra hluta vegna farið fyrir ofan garð og neð- an hér á landi. Laserdiskurinn sem slíkur býður upp á mun betri hljóm- og myndgæði en gengur og gerist á venjulegum myndbandstækjum fyrir heimili, sbr. VHS-kerfið. Því hefur fyrirtækið ákveðið að bjóða áhugamönnum um kvikmyndir upp á sérhæfða þjónustu með þá tækni sem býður upp á hvað mest gæði á þessu sviði. Laserspilarar fást nú orðið hjá öllum helstu heimilis- tækjafyrirtækjunum hér á Jandi. Einnig má geta þess að hægt er að spila venjulega CD-geisladiska í flestum nýjustu laserspilurunum. Innilegt þakklœti sendi ég öllum þeim, sem hafa veitt mér gleöi á ýmsan hátt á 90 ára afmceli mínu þann 24. júní. Guð blessi ykkur öll. Systir Gabrielle. SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ1994 B 5 ST. PETERSBURG BEACH FLÓRÍDA Einstaklings og 2ja herb. íbúðir m/eldhúsi, sundlaug, nálægt strönd. Verð frá 225$ á viku á sumrin. LAMARA MOTEL APTS. TEL. 813/360-7521 FAX 399-1578 Vandamönnum, vinum og kunningjum, sem á margháttaÖan máta geröu mér afmœlisdag minn, 22. júní sl., aÖ ógleymanlega ánœgju- ríkum degi, sendi ég mínar bestu þakkir og kveöjur. Ragnar Stefánsson, Skaftafelli. Ágætu vinir. Eg þakka öllum þeim, sem gerðu mér þá ánægju aÖ hitta mig á sjötugsafmæli mínu, 22. júní sl., svo og öllum þeim, sem sendu kveðjur, blóm og gjafir. Við hjónin og fjölskylda okkar sendum ykkur alúÖarkveÖjur. Marteinn Friðriksson. VEITINGAHÚS - LAUGAVEGUR Nú er rétti tíminn. Hef til sölu veitingahús á besta stað við Laugaveg, þar sem hægt er að stórauka velt- una fyrir duglegt fólk. Allur aðbúnaður og leyfi til stað- ar. Tækifæri þar sem verð og kjör eru viðráðanleg. Áhugasamir sendi inn nafn og símanúmer á auglýs- ingadeild Mbl. merkt: „Veitingahús - 10275“. - kjarni málsins! Starfsmaður í móttöku Starfsmaður í móttöku er rödd og andlit skrifstofu okkar út á við. Starfið gerir miklar kröfur um að hafa hraðar hendur og vinna með skilvirkum hætti jafnvel þótt tími sé stundum naumur. Starfið felst m.a. í því að bera ábyrgð á símaþjónustu og að sjá um farpantanir. Veigamikill þáttur í daglegu starfi er að beina erindum samstarfsmanna okkar á Norðurlöndum til réttra einstaklinga og að koma þeim áleiðis um bréfsíma eða á annan hátt. Tilfinning fyrir þjónustulipurð er mikilvæg og áskilin er reynsla af ritvinnslu. Nauðsynlegt er að viðkomandi skilji vel sænsku, norsku og dönsku. Kunnátta í finnsku er kostur og ensku- kunnátta nauðsynleg. Æskilegt er að umsækjandi hafi reynslu af hliðstæðu starfi og góð meðmæli eru mikilvæg. Ráðningartími er fjögur ár með möguleika á framlengingu. Ríkisstarfsmenn eiga rétt á leyfi frá starfi á ráðningartímanum. Leitast er við að hafa jafnt hlutfall milli kynja á skrifstofu forsætisnefndarinnar. Góð launa- og starfskjör eru í boði. Vinnustaðurinn er í Stokkhólmi. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Frekari upplýsingar um starfið fást hjá Stig Stenberg, innkaupastjóra, í síma 90-46-8-453 47 14. Formaður starfsmannafélagsins er Svenolof Karlsson, sími 90-46-8-453 47 25 og varaformaður er Ingimar Einarsson, sími 90-46-8-453 47 33. Umsókn skal senda fyrir 15. júlí nk. til Nordiska rádets presidiesekretariat, Box 19506, S-104 32, Stockholm. Norðurlandaráö er samstarfsvettvangur norrænna þingmanna. Ráðið hefur frumkvæði í norrænum málefnum og beinir tilmælum til ríkisstjórna Norður- landa. Deildarskrifstofur eru á vegum ráðsins í hverju Norðurlandanna og á sjálfstjórnarsvæðunum í Færeyjum, á Grænlandi og Álandseyjum. Daglegu starfi ráðsins er stjórnað af skrifstofu forsætis- nefndar, sem hefur aðsetur í Stokkhólmi. Skrifstofan er alþjóðleg stofnun sem lýtur sérstökum reglum. Starfsmenn eru um 30. Vinnumál ráösins eru sænska, danska og norska. FC 202K6 14" skjár • Mónó Aðgerðir sýndar á skjá Fjölþætt sjálfleitarkerfi SMITH & NORLAND NÓATUNI 4 • SIMI 628300 SIEMENS HM1934USA miðum og ferðum tr If Munið o&ðSme”” °kkar um /and allt! FS 268M6 „BLACK-LIME SUPER myndlampi • 28" skjár • (slenskt textavarp • Víðómur („Nicam stereo") • 2 x 20 W hljóðmagnari FC 21286 21 “ skjár • Mónó (slenskt textavarp Aðgerðir sýndar á skjá Fjölþætt sjálf leitarkerf i rrr. TRYGGÐU ÞÉR FYRSTA, ANNAÐ eða ÞRIÐJA SÆTIÐ! Við bjóðum þessi frábæru Siemens sjónvarps- og myndbandstæki á sérstöku tílboðsverði í tilefni af knattspyrnuviðburði ársins - í beinni útsendingu. Það er engin ástæða til að missa af einum einasta leik. Hér eru tvö hágæða Siemens myndbandstæki á mjög góðu verði. 1) FM 722Q6: 36.955,- Stgr. 2) FM 724Q6: 49.755,- Stgr. Viljir þú endingu og gæði - velur þú SIEMEIUS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.