Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 20
20 B SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Mikill áhugi á hesta- íþróttinni í Ólafsvík >Ólafsvík - Hestaeigendafélagið Hringur í Ólafsvík stóð nýlega fyr- ir reiðnámskeiði og var þátttaka framar björtustu vonum en þátt- takendur voru 30 börn og 8 konur. Reiðnámskeiðið stóð í eina viku og var kennari Lárus H. Hannes- son. Nemendum var skipt í fimm hópa og voru þátttakendur mjög ánægðir með þetta námskeið enda var veður mjög gott þá daga sem námskeiðið stóð yfir. Óvænt uppákoma var þegar konurnar, sem tóku þátt í nám- skeiðinu, voru í kennslu inn við Fróða að eiginmenn þeirra tóku af skarið og buðu þær velkomnar í sumarbústað þar sem voru bornar fram léttar veigar og spilað á harmoniku. Morgunblaðið/Alfons Lárus Hannesson, kennari, í broddi fylkingar með einum hópi barna í reiðnámskeiðinu sem hestaeigendafélagið Hringur í Ólafsvík stóð fyrir. Mikill áhugi er meðal bæjarbúa á hestaíþróttinni og hefur Hestaeig- endafélagið Hringur byggt nýtt og glæsilegt hesthús og góðan keppnisvöll. Að sögn Jennýjar Guð- mundsdóttur, félagsmanns í hesta- eigendafélaginu, er fýrirhugað að Hringur verði með keppni og sýn- ingu á Ólafsvíkurvökunni sem hald- in er dagana 14. til 17. júlí. Jenný sagði að unglingar hefðu sýnt hest- um mikinn áhuga og fari hann vaxandi og námskeið sem þetta vel undir áhuga hjá bömum og ungl- ingum. Hún sagði þegar nokkra unglinga hafa nóð mjög góðum árangri á stórmótum hestamanna. tlíKOAUGL YSINGAR Utboð Húsfélagið Seilugranda 1-9 og Rekagranda 2-10 óskar eftir tilboðum í eftirtalið verk: Bílastæði við Seilugranda og Rekagranda Helstu magntölur ern: Steypt stétt 110 m2 Malbik - 170m2 Lagnir 200 m Fyllingar 400 m3 Verklok eru áætluð 30. september 1994. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistof- unni Hnit, Háaleitisbraut 58-60, frá hádegi, miðvikudaginn 6. júlí 1994, gegn 2.000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skila á Verkfræðistofuna Hnit hf., fyrir kl. 10, þriðjudaginn 12. júlí, þar sem þau verða opnuð að viðstöddum þeim bjóð- endum sem þess óska. Útboð Stálþil í Hrísey Hafnarstjórn Hríseyjarhrepps óskar eftir til boðum í byggingu stálþilsbakka. Helstu magntölur eru: Rekstur stálþils 64 m, steyptur kantbiti 64 m, dýpkun 4.000 m3. Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. desem- ber 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hrís- eyjarhrepps og Vita- og hafnamálaskrifstof- unni, Vesturvör 2, Kópavogi, frá þriðjudegin- um 5. júlí, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum fimmtu- daginn 21. júlí 1994 kl. 11.00. Hafnarstjórn Hríseyjarhrepps. Útboð Sjóvörn á Borgarfirði eystra Hafnamálastofnun ríkisins og Borgarfjarðar- hreppur óska eftir tilboðum í að leggja út grjótgarð. Helstu magntölur eru: Grjótvinnsla og grjótröðun um 5.000 m3. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. október 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Borgarfjarðarhrepps og á Vita- og hafna- málaskrifstofunni, Vesturvör 2, Kópavogi, frá 5. júlí, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðju- daginn 19. júlí 1994 kl. 11.00. Hafnamálastofnun ríkisins, Borgarfjarðarhreppur. ■ i auglýsingar Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Aimenn samkoma í kvöld kl. 20.00. —? Hjáipræðis- herinn Kirkjustræti 2 Hjálpræðissamkoma kl. 20.00. Starfsfólk gestaheimilisins sér um samkomuna. Verið velkomin á Her. VEGURINN Kristið samfélag Smiðjuvegi 5, Kópavogi Á sunnudag: Almenn samkoma kl. 20.00. Tom James frá Bandaríkjunum prédikar. Allir velkomnir. „Verið því eigi hryggir, því að gleði Drottins er hlífiskjöldur yðar.“ Neh. 8:10. Ungf fófk fm með hlutverk YWAM - fsland Fræðslu- og bænasamvera ( Breiðholtskirkju í kvöld kl. 20.30. Eirný Ásgeirsdóttir fjallar um orð guðs, lifandi raunveruleiki. Allir velkomnir. Auðbrekka 2 . Kópavoqur Sunnudagur: Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasamkoma kl. 20.30. *Nýja postulakirkjan, íslandi, Armúla 23, 108 Reykjavík Guðsþjónusta sunnudag kl. 11.00. Peter Tege safnaðar- prestur þjónar. Ritningarorð: „Allt vald er mér gefið á himni og jörðu." (Mt. 28:18). Hópur frá Bremen í heimsókn. Verið velkomin í hús Drottins. Þingvellir- helgardagskrá 2.-3. júlí Sunnudagur: Kl. 13.00 Gönguferð í Skógarkot og Vatnskot. Fjallað um búsetu og mannlíf fyrr á öldinni. Tekur um þrjár og hálfa klukkustund. Farið frá Skáldareit aftan við Þingvallakirkju stundvíslega kl. 13.00. Kl. 17.00 Guösþjónusta í Þing- vallakirkju. Allir eru hjartanlega velkomnir. FERÐAFÉLAG ÍSLAND5 MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 Ferðafélag íslands - sumarleyfisferðir: Árbókarferðin 7.-14. júlí. Ystu strandir norðan Djúps Hlöðuvík - Hornvík. Enn eru laus pláss (þessa stuttu og þægilegu Hornstrandaferð, sem er sérstaklega tileinkuð ár- bókini. Brottför frá Reykjavík á fimmtudegi 7. júlí og til baka á fimmtudagsmorgni 14. júlí. Far- angur ferjaður milli staða. Gist í góðum húsum á Horni og í Hlöðuvík (aðeins 18 pláss á hvorum stað). Einnig hægt að vera með tjöld. M.a. verður ( boði sigling undir Hælavíkur- bjarg. Pantið og takið farmiða strrax. Snæfell - Lónsöræfi og dvöl á Lónsöræfum Þesi gönguferö nýtur vaxandi vir.sælda. Brottför í 7 daga ferð- ir 16. og 30. júlí (aukaferð), 6. og 13. ágúst. 7 daga ferðir með dvöl í Múlaskála á Lónsöræfum eru með brottför 22. júlí og 12. ágúst. 9.-16. júlí (8 dagar) yfir Vatnajökul á skíðum. Gist á Skálafellsjökli fyrstu nótt- ina. Á næstu dögum gengið yfir að Goðheimum á Goðahnúk og þaðan niður að Snæfelli. Flogið til baka frá Egilsstöðum. Ferð fyrir þjálfað skíðagöngufólk! 16.-20. júlí (5 dagar) Suðurfirðir Fariö verður um svæðið við ræt- ur Vatnajökuls og austan við Höfn, Lón og Suðurfirðina ásamt dölum, s.s. Flugustaðadal, Hofsdal og Múladal. Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu F.l. Ferðafélag Islands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MÖRKINNI 6 SÍMI 682533 ísfirðingar, ferðafólk! Miðnætursólarsigling frá ísafirði með Fagranesi. Kynning á árbók Ferða- félagsins. Sigling út (safjaröardjúp þar sem ætlunin er að skoða sólarlagið. Komið í land á Hesteyri. Áætlað er að ferðin taki 4 klst. Ferðafélag (slands mun kynna nýja árbók sína „Ystu strandir norðan Djúps'' sem fjallar um svæðið og veröur hægt að eign- ast bókina með því aö gerast félagi í Ferðafélaginu. Djúpbát- urinn kynnir áætlun sína. Hægt verður að fá veitingar um borð. Harmóníkufélag (safjarðar sér um fjörlega tónlist. Fararstjóri Gisli Hjartarsson. Verð aöeins 1.000 kr. fyrir fullorðna og 500 kr. fyrir börn. Fjölmennið Ferðafélag (slands. FERÐAFÉLAG © ÍSLANDS MÖRKINNI 6 - SÍMI 682533 Dagsferðir Ferðafélagsins: Sunnudagur 3. júlí: Kl. 9.00 Skarðsheiði frá austri til vesturs. Gengið frá Gelding- ardraga til vesturs. Verð kr. 1.800. Kl. 13.00 Innstidalur (Ölkeldur), Þrengsli. Gengið upp Sleggju- beinsskarð, til baka meðfram Skarðsmýrarfjalli. Verð kr. 1.100. Miðvikudagur 6. júií: Kl. 20.00 Búrfellsgjá - Búrfell. Létt kvöldganga. Laugardagur 9. júlf: Kl. 8.00 Hekla. Verö kr_ 2.300. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin og Mörkinni 6. Helgarferðir 8.-10. júlí: Kl. 20.00 Yfir Fimmvörðuháls. Kl. 20.00 Þórsmörk. Gist í báð- um feröum í Skagfjörðs- skála/Langadal. 9.-10. júlí: Kl. 8.00 Hvitárnes - Karlsdrátt- ur, bátsferð. Feröafélag (slands. UTIVIST [Hallveigarstig 1 • simi 614330] Dagsferð sunnudag 3. júlf Kl. 10.30 Sandfell við Þing- vakavatn, 5. áfangi lágfjalla- syrpu. Brottför frá BSl bensín- sölu. Verð kr. 1.400/1.500. Dagsferð laugardag 9. júlí Kl. 8.00 Hvalfell 3. áfangi háfjallasyrpu. Dagsferðir sunnudag 10. júlí Kl. 8.00 Hítardalur. Kl. 10.30 lýöveldisganga. Helgarferðir 8.-10. júlí Básar við Þórsmörk. Nú er sumarið komið i Þórsmörk og á Goðalandi. Fjölbreyttar göngu- ferðir með fararstjóra. Gist í skála eða tjöldum. Fararstjóri: Margrét Bjömsdóttir. Helgarferð 9.-10. júlí Fimmvörðuháls. Fullbókað er í ferðina. Fararstjóri: Gunnar Gunnarsson. Upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Útivist. f j UTIVIST [Hallveigarstig 1 • simi 614330 Vatnajökull: Snæfell - Goðahnjúkar - Skálafells- jökull 9.-16. júlí. Fullbókað er í ferðina. Fararstjóri: Reynir Sig- urðsson. Aðalvík - Hornvík 11.-18. júlí. Gengið frá Aðalvík um Látra, Fljótavík og Hlöðuvík til Hornvíkur. Frá Hornvík er m.a. gengið á Hornbjarg. Sjá grein í Ársriti Útivistar nr. 16 eftir Gísla Hjartarson: „Gönguleiðir í Sléttuhreppi". Fararstjóri: Gunn- ar Hólm Hjálmarsson. Núpsstaðarskógur - Grænalón 13.-17. júlí. Geng- ið verður m.a. að Tvílitahyl, Núpsárgljúfri, Nautavöðum, Grænalóni og Súlutindum. Far- arstjóri: Sigurður Einarsson. Hornvík - Reykjarfjörður 18.-25. júll. Örfá sæti laus. Fararstjóri: Gisli Hjartarson. Landmannalaugar- Básar 18.-24. júlí. Fullbókað í ferð- ina, Fararstjóri: Hörður Haralds- son. Snæfellsfjallgarður 21.-24. júlí. Vatnsskarð - Loðmundar- fjörður - Vestdalsheiði 25.-29. júlí. Sumardvöl í Básum. Hægt er að dvelja heila eða hálfa viku í þessari náttúru-, paradís. Upplýsingar og miðasala á skrifstofu Útivistar. Útivist. Fjölskylduferð skíðadeildar Ármanns verður helgina 8.-10 júlí. Farið verður að Arnarstapa á Snæ- fellsnesi. Ef veðurútlit er slæmt verða aðrir möguleikar um stað- arval kannaðir. Upplýsingar verða á símsvara deildarinnar 620005 þegar nær dregur. Skíðadeild Ármanns. Orð lífsins, Grensásvegi 8 Almenn samkoma með Tom James kl. 11. Allir velkomnir! Sjónvarpsútsending á ÓMEGA kl. 16.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Brauðsbrotning kl. 11.00. Ræðumaður Hreinn Bernharðs- son. Almenn samkoma kl. 20.00 í umsjón unga fólksins. Ræðumaður Dögg Harðardóttir. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. fomhjólp Almenn samkoma í Þríbúðum, Hverfisgötu 42, í dag kl. 16.00. Dorkas-konur sjá um samkom- una með miklum söng og vitn- isburðum. Stjórnandi Ásta Jónsdóttir. Kaffi að lokinni sam- komu. Allir velkomnir. Samhjálp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.