Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.07.1994, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 3. JÚLÍ 1994 B 23 við búi á Páfastöðum, eignaðist böm og bum og býr þar enn. Síðan skildu foreldrar mínir og pabbi kvæntist þýskri konu, Ingu Hagen, ljómandi ópemsöngkonu af sænskum ættum. Þau eignuðust eina dóttur, sem Sigfried heitir og er fræg listakona í Hamborg, en hefur haldið sýningar á verkum sín- um um alla Evrópu og er einkum rómuð fyrir svartlistarmyndir sínar. Mörg verk hennar eru á Kunsthall- en-listasafninu í Hamborg. Við Sigfried töpuðum sambandi okkar á milli um 20 ára skeið, en það hefur nú verið endurnýjað og er í góðu lagi. Edda systir mín kom í heimsókn til okkar í fyrra, og það er gott samband okkar á milli. Skagfield ættin og Páfastaðafólkið í Skagafirði er því enn við líði þó það sé dreift um heimsbyggðina. Sterkt brot af ættinni fluttist til Kanada á síðustu öld og fagnaði ég sjötugsafmæli mínu með því fólki á ættarmóti í íslendingabyggðum Kanada í fyrra og mig rak í roga- stanz að eiga svo mörg skyldmenni þar.“ Músíkin hefur alltaf heillað - Þú varst sjálfur virkur í músík- inni áður en þú fórst að heiman? - „Ég hef að sjálfsögðu alltaf haft gaman af músík, því músík var snar þáttur í uppeldi mínu. Faðir minn var vel þekktur á því sviði og söng á sviði fram á efri ár. Ég erfði það að minnsta kosti að hafa gaman af tónlist, þó ég sé enginn snillingur á því sviði eins og hann. Ég átti t.d. þátt í því í Reykjavík að stofna svokallaðan Hawaii- kvartett. í honum voru Ólafur Gaukur Þórhallsson, Dúddi eða Eyþór Þorláksson, Hallur Símonar- son og ég sem lék á Hawaii-gítar. Leikur þessa kvartetts var ávallt skemmtiatriði á árshátíðum og samkomum og átti góðum vinsæld- um að fagna. Við lékum líka oft í útvarpinu og höfðum yndi af þessu samstarfí okkar. Dagskráin var allt- af vel undirbúin og aldrei kastað höndum til neins. Við lásum allir nótur svo snjallar útsetningar Ólafs Gauks og Dúdda nutu sín vel og við lékum eins og vel þjálfuð Hawa- ii-hljómsveit. Við höfðum líka söng- konur með okkur, t.d. söng Edda systir mín með okkur og hún mynd- aði líka tríó með tveimur öðrum. Allt þetta varð mjög vinsælt. Síð- asta skemmtunin sem við komum fram á var 4. júlí 1950, á þjóðhátíð- ardegi Bandaríkjanna, sem haldin var í Sjálfstæðishúsinu við Austur- völl. Þar settum við á svið alls kon- ar atriði og fengum m.a. þijár stúlk- ur til að dansa húla-dansa í strápils- um. Sendiherra Bandaríkjanna trúði því ekki, að þarna væru ekki aðrir en íslendingar að verki, og kom sérstaklega til að ganga úr skugga um, hvort við værum í raun og veru íslendingar, og til að þakka okkur fyrir frammistöðuna." Það var Hilmar sem lék á Hawaii- gítarinn og setti því sterkastan svip á leik Hawaii-kvartettsins. Fyrsta Hawaii-gítarinn smíðaði hann sjálf- ur með aðstoð tæknimanns hjá Útvarpinu og notaði gamalt útvarp sem magnara. Síðan fékk hann Hawaii-gítar frá Englandi og stend- ur hann enn við athafnaborðið hans í tónstofu heimilis hans, en er ekki notaður Iengur. Tónstofan er hins vegar merkileg salarkynni, því þar er m.a. Steinway and Sons flygill, sem smíðaður var 1895, og var í algerri niðurníðslu þegar Hilmar keypti hann og lét síðan endursmíða í New York. í tónstofunni eru fullkomin hljómlistartæki með hátölurum í hveiju horni svo flutningur hljóm- listar skilar sér þar einstaklejga vel. Dóra Þórhallsdóttir, systir Ola Gauks, sem var með okkur hjónun- um í þessari för okkar til Talla- hassee, færði Hilmari hljóðritun nokkurra ódauðlega sönglaga flutt af föður hans, Sigurði Skagfield og fýrir voru í safni hans hljóðritanir af óperulögum hans, sem e.t.v. eru hvergi til á íslandi og því ómetan- legur fjársjóður. HILMAR á skrifstofu sinni í Skandia Industries. Þar er íslenzkur fáni á fagurri stöng - og oddfáni frá Sauðárkróki hengdur á toppinn. SÉÐ inn í tónstofu heimilisins. Fremst er flygillinn frá 1895, sem var endurbyggður í New York og þykir nú kjörgripur mikill. Þarna eru fullkomin hljómflutningstæki og þarna ómar ýmiskon- ar tónlist, söngur Sigurðar Skagfields og tónverk Jóns Leifs og allt þar milli. Stofnaði fyrsta jazzklúbbinn - En gerði Hilmar eitthvað meira í músíkmálum á íslandi áður en- hann fór til Bandaríkjanna? - „Ég átti líka þátt í stofnun fyrsta jazzkúbbsins á íslandi. Það gerðist líklega 1947-48. Þá hafði verið mikil umræða um það, hve íslendingar ættu marga frábæra músíkanta á ýmsum sviðum, en þeir hefðu að allt of litlu að keppa. Við vildum skapa þeim fleiri og meiri verkefni. í þessum hópi voru m.a. Ólafur Gaukur, Eyþór Þorláks- son, Björn R. Einarsson, Gunnar heitinn Orms'.ev, frábær saxófón- isti, og margir fleiri. Þessir menn höfðu lengi spilað hér og þar án samstillingar eða innbyrðis örvunar. Það varð því að ráði milli okkar Bjöms R., Óla Gauks og fleiri að stofna Jazzklúbb íslands. Stofnunin fór fram í Breiðfirðingabúð við Skólavörðustíginn og ég varð víst fyrsti formaður klúbbsins. Þarna var ,jammað“ a.m.k. einu sinni í mánuði af miklum glæsibrag og innlifun og tóku margir hljóðfæra- leikarar þátt í þessu framtaki.“ Á nýjum vígstöðvum - Hversu mikil urðu þáttaskilin í lífi þínu þegar þú fórst utan 1950? Stökkstu inn í betri heim? - „Ég skal ekkert segja um það hvort það var beint betri heimur. Ég held að ísland sé mjög góður heimur á margan hátt. Ég held t.d. að Reykjavík hafi á þeim tíma ver- ið - og er kannski enn - meiri menn- ingarvöllur en Tallahassee, sem þá var einskonar sveitabær. Hún var á þeim tíma ekki mikið meiri en Sauðárkrókur og kannski státaði Sauðárkrókur af meiri menningu með sinni Sæluviku og þeirri leik- list sem þar hefur lengi blómstrað. En þetta hefur breyst hér ekki síð- ur en á Fróni. Ég veit ekki hvort hægt er að segja að hlaupið sé úr einni menn- ingu í aðra þegar farið er frá Is- landi til Bandaríkjanna, en kerfið var og er allt öðru vísi. Þeirri miklu breytingu þurfti ég að aðlagast. Hér var samkeppni og allt frjálst, en á árunum 1950-60 var ísland eins og Austur-Evrópa, nema að því leyti, að þar var málfrelsi og prentfrelsi í heiðri haft. Hér í Flórída voru hins vegar engar viðjar og maður botnaði ekkert í því, af hverju ekki þurfti að fá leyfi til alls. Þetta hafði mest áhrif á mig. Ég tel mig frekar framsækinn og ég stóð frammi fyrir því, eftir námið hér, hvort ég vildi taka þá áhættu sem fylgir því að brjóta sér braut. Ég gerði það og náði ör- uggri siglingu. Ég fékk fyrst marga mjög góða viðskiptavini í endur- skoðuninni og í mínum einkarekstri hef ég ávallt haft mjög gott starfs- fólk. Mikilsverðast tel ég að ráða fólk í lykilstöður, fólk sem kann meira en maður sjálfur. Margir for- stjórar og framkvæmdastjórar eru hræddir um að þeir fái óþægilega samkeppni með því, en það er rangt. Viðkomandi er ekki góður leiðtogi, ef hann getur ekki notið aðstoðar starfsmanna sem vita og kunna meira en hann sjálfur á ýmsum sviðum. Það þarf að byggja upp gagnkvæmt traust til allra átta, líka t.d. í bönkunum. Lánstraustið er leiðin að velgengni í Bandaríkjunum og ráðamenn banka eru meðreiðar- sveinar að þeim takmörkum sem að er keppt. í sland er mitt land - Ertu mikill Islendingur í þér? - „Skagfirsku einkennin fara aldrei af mér og sú ættjarðarást, sem maður fær við fæðingu og drekkur í sig með móðurmjólkinni hverfur aldrei. ísland hefur verið mér gott og ég hef yfir engu að kvarta í þeim efnum. Ég ætlaði að leita mér aukinnar menntunar og fara með hana heim, en ég ílentist og mér hefur vegnað vel. Island er mitt land og ég vil allt fyrir það gera sem ég get, þó ég sé orðinn Ameríkani, því annað var ekki um að ræða vegna viðskipta minna hér. Ég er rammíslenskur að því leyti að ég kann vel að meta hrútspunga og annað súrmeti, en get vel látið sviðin vera. Ég styð það heilshugar að íslendingar erlendis haldi tryggð við sínar venjur bæði fornar og nýjar, í mat sem öðru. Ég fæ tals- vert af íslenskum bókum og hef gaman af, og ég held ég eigi verk flestra íslenskra stórmenna á rit- sviðinu. Á dögunum var mér færður geisladiskur með sinfóníum Jóns Leifs. Ég hef lengi álitið að hann væri Bach eða Beethoven íslands, og fékk með diskinum staðfestingu á því að hann er eitt af bestu tón- skáldum heimsins, þó hann hafí ekki hlotið viðurkenningu á íslandi. Það eru fáir viðurkenndir á íslandi. - Af hverju ekki? - „Vegna þeirrar óskapar af- brýðisemi og einkennilega hugar- fars, sem íslendingar hafa gagn- vart þeim sem skara fram úr á ein- hveiju sviði. íslendingar hafa sem heild verið firrtir hæfileikanum til að viðurkenna aðra. Ég veit vel hvernig þessu var varið með föður minn og fleiri bæði á sviði tónlistar og bókmennta. En sem betur fer er þetta að breytast og þann fijó- anga er fyrst og fremst að fínna hjá yngri kynslóðinni, sem er að komast yfir smáborgaraháttinn, sem einkenndist af fámenni t.d. í 30 manna hreppi, þar sem allir vissu allt um alla og kjöftuðu um allt og lituðu og ýktu allar frásagnir. ís- lenska þjóðin er að stækka og með vaxandi menntun er hún að ná þeim þroska sem nægir til að viðurkenna hæfíleika náungans." Skipaður ræðismaður íslands Við vikum talinu að starfí Hilm- ars sem ræðismanns íslands og hvenær hann var skipaður til þess. - „Það gerðist 1980. Ég hafði þá um langt skeið haft hönd í bagga með íslendingum sem hér voru við nám eða búsettir. Hér hafa 35-40 íslendingar útskrifast með háskóla- próf, m.a. tveir með doktorsgráðu, þeir Benedikt Jóhannesson Zoega og Finnur Geirsson. Ég var víst fyrstur íslendinga sem hér nam en í kjölfarið komu margir m.a. Pétur i Kók, Siguijón Ragnarsson í Hress- ingarskálanum, Daníel Pétursson flugstjóri, Guðjón Bachmann verð- bréfasali í Orlando og margir fleiri. Þeir hafa verið góð auglýsing fyrir skólann, sem líka er mjög góður - og Flórída hefur sitt mikla aðdrátt- arafl. Miðstöð Islendinga hér hefur alltaf verið hjá okkur Kristínu og til okkar hafa einnig leitað ýmsir aðrir, sem vildu fá upplýsingar um ísland og íslendinga. Við höfum líka alltaf haft tæki- færi til að taka á móti löndum okk- ar og verið tilbúin til þess. Sumir íslendingar sem flytja út reyna hins vegar að komast hjá því að vera íslendingar. Slíkt fólk er í flestum ríkjum Bandaríkjanna og þykist vera búið að slíta öll tengsl við sitt gamla land og gleyma tungunni. Þetta geta menn auðvitað aldrei, en vilja bara hafa þetta þannig. Mér fannst gaman að því 1985 að vera skipaður aðalræðismaður í Flórída og held upp á tvö skipunar- bréf, annað frá Kristjáni Eldjárn frá 1980, hitt frá Vigdísi Finnbogadótt- ur frá 1985. Þessar skipanir breyttu í raun litlu nema hvað ákveðin skyldustörf bættust við, t.d. kosn- ingar og afskipti af sakamálum sem íslendingar hafa lent í. í þessum efnum skiptum við Þórir Gröndal, sem er ræðismaður íslands í S- Flórída, með okkur verkum og sinnir hann S-Flórída, en ég Or- lando, Jacksonville og svæðunum til vesturs. Þessi afskipti eru sem betur fer óveruleg, en öll slik mál eru þó tímafrek.“ Heimilið er eins og listasafn Heimili þeirra Hilmars og Krist- ínar líkist höll frekar en venjulegu húsi. Þar hafa ótal breytingar orðið frá því þau fluttu þar inn á sjötta áratugnum, hver viðbyggingin verið reist af annarri og sundlaug sett f garðinn með miklu rými og gróðri. Alls staðar eru listaverk og styttur og fágaðir gripir, þannig að þó hlýj- an sé þama mikil eins og góðu heimili sæmir, minnir það á lista- safn. - Er það árátta þín að safna listaverkum? - „Ég hef alltaf haft áhuga á listum yfírleitt og byrjaði snemma að safna fallegum hlutum, án þess að það sé kerfisbundið á nokkurn hátt. Upphafið var kannski að ég fékk þijár litlar myndir eftir Kjarv- al úr dánarbúi föður míns, allar ómerktar. Seinna benti vinur minn mér á að verið væri að selja muni úr dánarbúi norsks manns. Þar voru m.a. tvær myndir málaðar af syni Knuts Hamsuns. Ég keypti þær og sé ekki eftir. Síðan hef ég keypt eða óskotnast ýmis önnur listaverk^ bæði málverk og höggmyndir." Sú saga fylgdi Kjarvalsmyndun- um að Hilmar tók þær með sér til íslands 1957 til að reyna að fá Kjarval til að árita þær. Meistarinn brást hinn versti við þegar hann hringdi og sagði með þjósti: „Hvaða Skagfíeld ert þú?“ Að nefna óperu- söngvarann var eins og lykilorð: „Já, komdu blessaður, elsku vinur minn. Hvað get ég gert fyrir þig?“ Hann tók því vel að árita myndirn- ar og bað Hilmar að hitta sig á Hótel Borg næsta morgun. Hann var þar er Hilmar kom og bauðC honum að ganga með sér til vinnu- stofu sinnar í Austurstræti. Á leið- inni sá meistarinn bananahýði í rennusteini, tók það upp og hélt á því eins og það væri blys, breytti um stefnu og stefndi á lögreglustöð- ina í Pósthússtræti og Hilmar hik- andi á eftir með listaverkin í fang- inu. Hýðinu henti Kjarval inn um dyr lögreglustöðvarinnar með þeim orðum, „að þarna inn ætti að varpa öllum óþverra". Svo illa vildi til að hýðið lenti á lögreglumanni sem var í vel pressuðum einkennisbúningi og skildi blett eftir. En ekkert var aðhafst gegn meistara Kjarval, og þeir Hilmar gengu síðan í vinnustof- una þar sem hann áritaði föðurarf- inn! Þijú börn og sex barnabörn í þessu húsi Hilmars og Kristín- ar, sem hefur verið stækkað með nokkrum viðbyggingum, ólust upp þijú börn þeirra hjóna, sem nú eru öll flogin úr hreiðri eftir að hafa lokið námi við Florida State Uni- versity og síðan framhaldsnámi. Hilmar Ólafur er yngstur þeirra barna. Hildur Anna er næstyngst en Lovísa Sigríður elst. Kona HilmV’ ars Ólafs heitir Karen og eiga þau tvö börn eins og systur hans, svo barnabörn Hilmars og Kristínar eru nú sex talsins. Hildur Anna er gift Henry Jones, virtum lækni í Alabama. Sjálf hefur hún meistaragráðu í tæknilegri læknisfræði. Lovísa Sigríður, eða Lucy eins og hún er kölluð, starfaði lengi hjá IBM og var þar komin í mikla virð- ingarstöðu á vettvangi alþjóðavið- skipta. Hún lét af því starfí, þegar henni þóttu ferðalögin, sem fylgdu starfinu, vera farin að móta líf hennar. Maður hennar Jack Baney er einnig hátt settur hjá IBM. Þau búa í Fairhope í Connecticut. - „Hilmar Ólafur og Karen búa í Tallahassee, en dæturnar koma oft í heimsókn eða við förum til þeirra,“ segir Hilmar. Þetta er mjög samheldin fjölskylda, dugleg og sterk og það gleður foreldrana þeg- ar þau finna að börn þeirra eru heiðarlegt og duglegt fólk. Takmark eða tilviyun? - Ef þú lítur um öxl finnst þér líf þitt og árangur hafa verið tak- mark eða tilviljun? - „Ég held að ekkert sé tilviljun og aðhyllist því frekar að þetta hafi verið takmark. Kannski hef ég ekki skrifað niður hvað ég vildi, ég held að þetta hafi verið í undir- meðvitundinni. Ef þú hefur ein- hvern metnað og vilt láta þér og þínum líða betur dag frá degi, og hugsar um börn þín og fjölskyldu, þína náunga og fólk sem hjá þér vinnur, þá er það að sjálfsögðu allt- af í undirmeðvitundinni að gera betur. Það er því ábyrgðin sem ákveður stefnuna, ábyrgðin gagn- vart fjölskyldunni og starfsfólkinu og þeir sem hafa ábyrgðartilfinn- ingu bíða ekki eftir tilviljunum. Þeir setja sér „prinsip" í lífínu eða ófrávíkjanlegar lífsreglur og standaT við þær hvað sem á dynur. Á slíkt lífsmynstur skortir því miður nokk- uð hjá mörgum íslendingum,“ sagði Hilmar Skagfield, strákurinn frá Páfastöðum í Skagafirði, sem varð „milli“ í Ameríku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.