Morgunblaðið - 10.07.1994, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 10.07.1994, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ 6 SUNNUÐAGUR 10, JÚLÍ 1994 FRÉTTIR Ekkert bendir til að grundvallarviðhorf Rússa til hins opinbera sé að breytast Saga úr sveitinni orðin óhemju dýr og í öðru lagi hefur skrifræðisbáknið sem sér um húsbyggingar heldur versnað frá því sem áður var, en hitt. Og það breytist ekki svo glatt, því í landi þar sem meðallaun duga varla til framfærslu einstaklings, gera menn út á annað en kaupið sitt og séu þeir svo heppnir að Það virðist ganga treglega að breyta þeirri til- hneigingu opinbera kerfisins í Rússlandi, segir Jón Ólafsson, fréttaritari Morgunblaðsins, að reyna með öllum hugsanlegum aðferðum að gera fólki lífíð sem erfíðast og þungbærast. Fyrir nokkrum árum töldu leiðtogar Sovétlýðveld- anna sig hafa komist að því, að Sovétríkjunum væri ekki hægt að breyta til hins betra og því væri best að leggja þau niður. Þau væru ekki og gætu aldrei orðið frjálst sam- bandsríki, of lengi hefði þeim ver- ið stjómað með alræðisvaldi frá Moskvu, til þess að þegnar lýð- veldanna sættu sig við minna en fullt sjálfstæði. Um þessar mund- ir er sömu spurningar spurt um Rússland, hvort það sé mögulegt í fyrirsjáanlegri framtíð að stjóm- vald í landinu verði byggt á sjálf- ræði héraða og sjálfstjómarlýð- velda, eða hvort valdið í Rússlandi hljóti ævinlega að koma að ofan, sem alræði stjómar ríkisins í Moskvu, hvort sem hún lýtur ein- hverskonar lýðræðisreglum, eða varpar þeim fyrir róða í þágu ein- ingar ríkisins. Á síðustu mánuðum hefur Moskvustjómin náð umtalsverð- um árangri í samningaviðræðum við fulltrúa héraðsstjórna í Rúss- landi og nú er svo komið að að- eins Tsjetsjnja, dálítið lartd í Kákasusfjöllum, hefur ekki samið um aðild að Rússneska sambands- ríkinu. En árangur í stóm málun- um, eins og formlegri valdaskipt- ingu ríkis og héraða snertir hinn almenna borgara í Rússlandi raunar harla lítið. Að mörgu leyti fer lagasetning Dúmunnar, eða stjómvaldsákvarðanir forseta og ríkisstjórnar fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi, sem vill gjaman sjá jákvæðar breytingar á daglegu lífí, svo sem eins og þær að það verði auðveldara, ein- faldara og betra. Og vegna þess að slíkar breytingar láta bíða eft- ir sér, freistast margir til að draga þá ályktun að umbætur séu ómögulegar í Rússlandi, á mikil- vægum sviðum, hvað svo sem valdsmönnum tekst að semja um sín á milli. Að gera lífið þungbært Það sem treglega virðist ætla að ganga að breyta til hins betra í Rússlandi er sú tilhneiging hins opinbera, að reyna með öllum hugsanlegum aðferðum að gera fólki lífið sem erfiðast og þungbæ- rast. Opinberar stofnanir virðast alls ekki hafa það markmið að þjóna fólki í samræmi við tiltekn- ar reglur, heldur aðallega að tefja fyrir og tmfla fólk við það sem það er að gera. Fyrir þetta líður allt einkaframtak, einkum það sem er í smáu sniði, eins og til dæmis húsbyggingar fólks eða dútl í kringum sumarbústaði sína. Sumarbústaðabyggingar em líklega besta dæmið um það, hvernig fólk þarf að heyja harðan bardaga við embættismenn og skrifstofufólk til að fá einföldustu í SVEITUM fyrrum Sovétríkjanna hefur fátt breyst til batnaðar. málum framgengt. Sumarhúsa- menningin í Rússlandi er annars saga útaf fyrir sig. í öllum stærstu borgum Rússlands, einkum þó í Moskvu og Pétursborg þykir mönnum sumarið hafa farið fyrir lítið ef ekki gefst tími til að dvelj- ast um hríð í sumarhúsi einhvers- staðar fyrir utan borgina. Hér á árum áður lagði fólk gífurlega hart að sér til að koma sér upp sumarhúsi, og í Moskvu var það til dæmis furðu algengt að fólk ætti heilt hús uppi í sveit, þótt inni í bænum hírðist það í örs- máum blokkaríbúðum eða jafnvel í félagsíbúðum, þar sem fleiri en ein fjölskylda mátti deila eldhúsi og baði. Margir voru árum saman að smábyggja sér hús, fyrst þurfti að útvega sér land, svo fá bygg- ingarleyfí og svo var hægt að hefjast handa og með útsjónar- semi, sparnaði og óhemju mikilli vinnu mátti koma sér upp þægi- legasta afdrepi, jafnvel stóru húsi ef efnin voru sæmileg. En um þessar mundir er lítið byggt í Moskvuhéraði og þeir fáu sem byggja eru almennt tor- tryggðir og taldir hafa auðgast með vafasömum hætti, því fyrir það fyrsta eru byggingarefni öll hafa yfír stimplum að ráða eða í þeirri aðstöðu að fólk þurfí á und- irskriftum þeirra að halda væri flónska að notfæra sér það ekki. Til þess að fá byggingu sam- þykkta, gaslagnir eða rafmagns- lagnir, þarf her manns að kanna hvernig verkið hafí verið unnið, svo dæmi sé tekið. Sjálfsagt er það ekki öðruvísi í Rússlandi held- ur en í öðrum Iöndum, ekki nema að því leyti, að rússnesku embætt- ismennirnir virðast líta á það sem sérstakan greiða við fólk að þeir sinni starfí sínu eins og þeir eiga að gera. Til þess að fá eftirlits- mann til að koma á staðinn þarf því undantekningarlítið að borga sérstaklega, méð öðrum orðum múta honum til að koma. En þá tekur ekki betra við. Reglur um byggingar, einkum um hverskyns lagnir, eru svo nákvæmar í Rúss- landi að eftirlitsmaðurinn getur eiginlega alltaf gert athugasemd- ir, neitað að skrifa undir, og sagst verða að koma aftur eftir að eitt- hvert tiltekið smáatriði hafí verið lagfært. Til þess að koma í veg fyrir slíkar ófarir verður sumar- hússeigendinn að stinga einhveiju til viðbótar að embættismannin- um, til þess er leikurinn gerður. Öllum þarf að múta Svona er hægt að halda áfram endalaust og afleiðingin er sú að einföldustu hlutir dragast von úr viti og verða svo flóknir að venju- legu fólki stendur ógn af. Um leið og búið er að múta einum þarf að múta þeim næsta líka, því um leið og einn hefur litið framhjá einhveiju smáatriði verð- ur að sjá til þess að aðrir geri það sömuleiðis. Nú væri það vissulega í al- mannaþágu að einfalda reglurnar og gera eftirlitið virkara en þann- ig gerist það nú ekki. Embættis- mennirnir reynast nefnilega líka vera sérfræðingar og eiga auðvelt með að sýna fram á að allar breyt- ingar á kerfínu séu til hins verra. Sömu embættismenn eru líka þeir einu sem geta gefið skikkanlegar upplýsingar um kröfur sem gerðar eru til húsbygginga eða lagna, en slíkar uþplýsingar virðast varð- veittar betur en ríkisleyndarmál. Og svo er það auðvitað lífsspurs- mál fyrir embættismennina, að halda öllu óbreyttu. Venjulegur deildarstjóri eða skrifstofumaður í stofnun af því tagi sem fer með byggingaeftirlit, getur haft 100-200 þúsund rúblur í laun á mánuði, eða sem svarar til 4-7.500 krónum. Hann getur hinsvegar hæglega krafist 30 til 50 þúsund rúblna fyrir eina heim- sókn og undirskrift. Embættismaður með stimpil getur þessvegna vel verið með tekjur upp á eina til tvær milljón- ir rúblna á mánuði, ef hann er nógu útfarinn. Þetta dæmi úr sveitinni lýsir venju sem nær út yfír allt rúss- neskt skrifræði. Svona gera allir, það er ekkert til sem heitir lög- mætur gangur hlutanna, þegar farið er eftir reglunum stendur allt í stað, ekkert mál fæst af- greitt. Þannig hefur það alltaf verið og er nema von að rússnesk- ur almenningur freistist til að draga þá ályktun að þannig verði það áfram? Svo mikið er víst, að hversu trúverðugt sem Rússum kann að takast að gera lýðræði sitt út á við með ti'ð og tíma, þá bendir enn ékkert til þess að stjómvöldum í Rússlandi sé að takast að breyta því grundvallar- viðhorfi fólks til hins opinbera að það sé versti fjandinn og óforbetr- anlegt. Italskir siómenn myrtir Murayama flutt- ur á sjúkrahús Napólí. Reuter. Réttað í Simpson- málinu Los Angeies. Reuter. FYRRUM ruðningshetja og kvik- myndaleikari, O.J. Simpson, eyddi 47. afmælisdegi sínum í fangelsi í gær, eftir að dómari í Los Angel- es hafði kveðið upp úr með að rétta skuli í máli Simpsons, sem er gefíð að sök að hafa myrt fyrr- um eiginkonu sína og vin hennar. Næg sönnunargögn Dómarinn, Kathleen Kennedy- Powell, sagði í úrskurði sínum á föstudag að réttinum þætti að sönnunargögn nægðu til þess að grundvöllur væri fyrir sterkum grunsemdum um að hinn ákærði væri sekur. Hún gerði Simpson að mæta til formlegrar ákæru 22. júlí. Sérfræðingar lögreglu í Los Angeles sögðust í gær hafa rann- sakað blóð sem fannst nærri morðstaðnum, og komist að því að það flokkur þess var sá sami og Simpsons. Sá blóðflokkur væri mjög sjaldgæfur. Róm. Reuter. MÚSLIMSKIR ofsatrúarmenn í Alsír myrtu sjö italska sjómenn á fimmtudag og hefur ódæðið vakið mikinn óhug á Italiu. Móðir eins sjómannanna grætur hér við kistu hans, þegar komið var með lík sjó- mannanna til Napólí í gær. Frétta- skýrendur sögðu að atburðurinn sýndi fram á nauðsyn þess að Vest- urlönd snerust til varnar gegn ofsatrúaröflum í röðum múslima og það væri vart tilviljun að öfga- mennirnir hefðu látið til skarar skríða þegar fundur leiðtoga sjö heistu iðnríkja heims, G-7, var að hefjast í Napólí. „Þeir voru skorn- ir á háls í svefni eins og skepn- ur“, var fyrirsögnin í dagblaðinu L’Indipendente. Fómarlömbin voru áhöfn kornflutningaskipsins Lucina, er lagt hafði að bryggju í hafnarborginni Jijel, um 300 km austan við Algeirsborg. Mennirnir vora á aldrinum 24 til 49 ára. VIÐRÆÐUR leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims hófust í Napólí í gær án þátttöku japanska forsætisráð- herrans, Tomiichi Murayama, sem varð að draga sig í hlé vegna veik- inda. Murayama var fluttur í skyndi á sjúkrahús á föstudagskvöld þegar hann varð veikur við hátíðarkvöld- verð leiðtoganna sjö. Japanski forsætisráðherrann þjáðist af bólgu í meltingarfærum, en eftir læknisskoðun hafði ekkert komið fram sem benti til þess að annað þjáði hann. „Við höfum eng- ar áhyggjur, hann nær sér,“ sagði ritari ráðherrans í gær. Aðstoðarforsætisráðherrann, Yo- nei Kono, hljóp í skarðið fyrir Murayama á morgunfundinum í gær, en ekki var vitað hvort Muray- ama myndi treysta sér til þess að sitja síðdegisfundinn. Aðstoð til Úkraínu Leiðtogarnir samþykktu í gær að veitt skyldi 100 milljónum doll- ara í aðstoð til Úkraínu, til þess að loka Tsjernóbyl kjamorkuverinu. Aðstoðin kemur í kjölfar 125 millj- óna dollara sem leiðtogar ríkja Evr- ópusambandsins ákváðu á fundi sínum á Korfú í síðasta mánuði, að veita til Úkraínu í sama til- gangi. Enn vantar því nokkuð upp á að Úkraínu verði veittur sá 300 milljóna dollara styrkur sem Evróp- uráðið hefur ákveðið að skuli verða fyrsta skrefíð til áætlunar um end- anlega lokun Tsjemóbyl-versins og byggingu þriggja, nýrra kjarnaofna í staðinn. Missætti Það verður væntanlega niður- staða fundar G7 að sá efnahags- bati sem náðst hefur í heiminum muni ekki duga til þess að skapa störf fyrir þær 24 milljónir manna sem eru atvinnulausar, í ljósi harðn- andi samkeppni frá Asíulöndum og öðrum svæðum þar sem laun eru lág. En nokkurt missætti kom í ljós við hátíðarkvöldverðinn á föstudag. John Major, forsætisráðherra Bret- lands, og Silvio Berlusconi voru fylgjandi því að létt yrði að reglu- gerðum um vinnumarkaðinn, en Francois Mitterand, Frakklandsfor- seti, og Bill Clinton, Bandaríkjafor- seti, að það væri tilgangslaust að skapa atvinnu með aðferðum sem ykju enn á fátækt þeirra sem verst væru stæðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.