Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Gjörið svo vel, nú ætlar hans hágöfgi, Karl Bretaprins, að sýna ykkur að hann er bara
ósköp venjulegur maður . . .
HORFT yfir land bókagerðarmanna þar sem á að leg-gja nýjan átján holu golfvöll.
Land bóka-
gerðarmanna
undir átján
holu golfvöll
FYRIRHUGAÐ er að byggja
átján holu golfvöll á landi Fé-
lags bókagerðarmanna í Miðdal
innan við Laugarvatn rétt við
sumarbústaðabyggð félags-
manna. Það er golfklúbbur
Dalbúa, sem mun gera golfvöll-
inn og reka hann en samningur
milli félagsins og golfklúbbsins
var undirritaður í gær. Fram-
kvæmdir eru þegar hafnar við
níu holu golfvöli en Dalbúar
fjármagna framkvæmdina að
sögn Sæmundar Árnasonar for-
manns Féiags bókagerðar-
manna.
Félagið leggur til landið og
aðstöðu til reksturs. GolfvöIIur-
inn verður engin einkaparadís
bókagerðarmanna að sögn Sæ-
mundar heldur munu þeir fá
afslátt á völlinn og njóta þess
að hafa átján holu golfvöll í
næsta nágrenni við sumarbú-
staðina. Að öðru leyti verður
golfvöllurinn rekinn eins og
venjulegur völlur og opinn öll-
um.
Sömdu óperu við
ævintýri Jónasar
Hallgrímssonar
Hlutar óperunnar voru fluttir í
Rúmeníu við góðan orðstír
FINNUR Torfi Stef-
ánsson tónskáld og
Sveinbjörn I. Bald-
vinsson rithöfundur
sömdu fyrir Listahá-
tíð Hafnarfjarðar
1993 óperuna
„Leggur og skel“
byggða á ævintýri
Jónasar Hallgríms-
sonar. Vegna kostn-
aðar var ekki hægt
að setja hana upp á
listahátíðinni en
Kammersveit Hafn-
arfjarðar lék hluta
úr henni á listahátíð
í Rúmeníu í apríl síð-
astliðnum. Viðtök-
urnar voru mjög
góðar að sögn Sverr-
is Ólafssonar fram-
kvæmdastjóra lista-
hátíðarinnar.
Listahátíðar-
nefndin greiddi höf-
undum óperunnar
tvær milljónir fyrir
hana og er hún því
í eigu Hafnarfjarð-
arbæjar. Finnur
Torfí samdi tónlist-
ina en Sveinbjörn
textann og er hún
skrifuð fyrir fáa
söngvara og litla
hljómsveit.
„Þetta er mjög spennandi
stykki. Kammersveit Hafnar-
fjarðar flutti hluta úr óperunni
á tónlistarhátíð í Rúmeníu við
gríðarlega fínan orðstír og ég
meira að segja heyrði mikið um
hana talað á tónlistarhátíð á
Spáni núna nýlega," sagði Sverr-
ir Ólafsson í samtali við Morgun-
blaðið. „Þessi ópera var samin
fyrir listahátíð 1993. Finnur
Torfi er gestalistamaður í listam-
iðstöðinni Straumi og þar af leið-
andi var þetta kannski að hluta
til afrakstur vinnu hans hér,“
sagði hann.
Leikföng lítils drengs
Finnur Torfi Stefánsson segir
að óperan sé byggð á ævintýri
Jónasar Hallgrímssonar, sem var
samið í anda H. C. Andersens.
Aðalpersónurnar eru leikföng í
eigu lítils drengs, leggur og skel.
Leggurinn verður hrifinn að
skelinni, sem fínnst hann þó ekki.
nógu góður fyrir sig.
Svo skilja leiðir þegar skelin
fer fýrir óheppni á öskuhauga á
meðan leggurinn kemst til æðri
metorða. Þegar leggurinn lendir
svo einnig fyrir óheppni á ösku-
haugunum og hittir skelina
stendur hann
frammi fyrir erfiðu
vali; á hann að vera
eftir hjá skelinni,
sem hann elskar,
eða fara aftur í virð-
ingarstöðuna við
fyrsta tækifæri.
Finnur segir
þetta vera harm-
þrungið drama með
spaugilegu ívafi og
eru leikföngin tákn
fyrir menn. Hann
segir óperuna end-
urspegla nútímann.
Fjórir söngvarar
taka þátt í sýning-
unni en þeir bregða
sér í ýmis hlutverk
og leikur tólf manna
kammersveit undir.
Finnur segist hafa
tekið nokkra búta
úr óperunni og sett
saman í svítu fyrir
Kammersveit Hafn-
arfjarðar til að spila
S Rúmeníu og gefí
svítan góða hug-
mynd um tónlistina
í óperunni. Hún sé
nútímaleg án þess
þó að vera óað-
gengileg. Hann á
von á því að óperan
verði tekin til sýn-
ingar næsta sumar.
Varð að skera niður
„Við höfum verið að reyna að
koma sem flestum listamönnum
hér fyrir og þetta var náttúrlega
alveg kjörið tækifæri til að láta
hann skrifa þetta verk, kannski
vegna þess að stefnan hjá Lista-
hátíð Hafnarfjarðar hefur verið
sú að taka ákveðinn hlut af
áætluðum kostnaði í að semja
ný verk af öllu tagi,“ sagði hann.
Finnur Torfi og Sveinbjörn I.
Baldvinsson fengu um tvær millj-
ónir króna greiddar fyrir óperuna
„Legg og skel“ að sögn Gunnars
Gunnarssonar, formanns stjórn-
ar listahátíðarinnar. „Þetta verk
á Hafnarfjarðarbær.
Því miður þegar við fórum að
leggja þetta dæmi niður fyrir
okkur þá sáum við að það hefði
orðið svo dýrt að setja óperuna
upp að við treystum okkur ekki
í það. Við urðum að skera niður
og sáum þann kostinn vænstan
að skera þarna,“ sagði Gunnar.
Hann vonar að hægt verði að
setja hana upp hvort sem um
verði að ræða leikræna uppsetn-
ingu eða konsertuppfærslu.
Finnur Torfi
Stefánsson
Sveinbjörn I.
Baldvinsson
18 punda úr EUiðaánum
„ÞAÐ VAR kannski mest gaman
að því að fá svona stóran fisk í
Elliðaánum, ég hef að mestu
stundað stórfískaárnar Sogið og
Stóru-Laxá, en aldrei fengið stærri
lax en 15 punda. Svo þegar maður
setur í þann stóra þá er það í Ell-
iðaánum, sem eru ekki beinlínis
þekktar fyrir stóra fiska,“ sagði
Hákon E. Guðmundsson, sem
veiddi 18 punda hæng í Efri-Kistu
í Elliðaánum síðdegis á föstudag.
Svo stórir laxar eru fátíðir í Elliða-
ánum.
Laxinn veiddi Hákon á Blue
Charm míkrótúbu númer 12 með
taum að 0,30 sverleika. „Þetta var
allt í nettari kantinum og því var
þetta mjög spennandi, því laxinn
lét illa, strikaði mikið og stökk
nokkrum sinnum.
Þetta var hörkufiskur og það
tók mig þijú kortér að ná honum.
Það er svo sem ekki langur tími
miðað við stærð laxins og bún-
aðinn, en hann hefur slitið sér út
við hamaganginn,“ sagði Hákon.