Morgunblaðið - 10.07.1994, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 10.07.1994, Qupperneq 10
10 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/RAX eftir Orra Pál Ormarsson í DAG, sunnudaginn 10. júlí 1994, eru ná- kvæmlega 2000 dag- ar þar til árið 2000 rennur upp. Einhver viðburðaríkasta öld mannkynssögunnar mun senn hverfa í aldanna skaut. 20. öldin hefur verið vett- vangur mikilla svipt- inga og kynslóðirnar sem hún hefur fóstrað hafa upplifað um- skipti sem eiga sér enga hliðstæðu í sög- unni. Og enn er tími til stefnu, ekki síst í ljósi þess að á tækni- öld getur ýmislegt gerst á tvö þúsund dögum. Afþví tilefni er ekki úr vegi að taka púlsinn á þjóðlíf- inu. Kannað verður hvernig hinirýmsu aðilar á ólíkum svið- um hyggjast verja tímanum sem eftir lif- irtil aldamóta, sér, atvinnugrein sinni og þjóðinni allri til heilla. Hvernig skyldi verða umhorfs í aldamóta- þjóðfélaginu? í dag eru 2000 dagar til ársins 2000. Mörgu hefur verið komið til leiðar á tuttugustu öld- inni. Engu að síður eru aðilar í landbúnaði, fískiðnaði, fjármálaheiminum, atvinnulífí, fjarskiptum, ferðaþjónustu og landgræðslu á einu máli um að íslenskt þjóðfélag eigi enn eftir að upplifa umskipti áður en öldin er öll Bjartsýni og eftirvænting einkennir viðhorf þeirra. Þeir vekja þó athygli ______áaðmargs beri að gæta næstu tvö þúsund dagana. -w-^aldvin Jónsson, ráðgjafi hjá bændasamtökunum, telur I M brýnt að íslendingar taki höndum saman og styrki efnahag- skerfið með því að ein- blína á atvinnustefnu sem þjóni hagsmunum heildarinnar. Þan'nig megi leggja grunn sem kjörið sé að byggja ofan á. Hann segir áríðandi að setja fram skýr markmið sem öll þjóðin geti sameinast um. „Matvælamiðstöð sem byggir á okkar eigin auðlind getur orð- ið okkar stóriðja," seg- ir hann og horfir þá til fisksins í hafinu, lands- ins sjálfs, afurða þess og menntunar fólksins. Fyrsta skrefið hefur þegar verið stigið í landbúnaði. Baldvin hefur lagt sitt af mörkum með því að leggja drög að alhliða þróunar- og gæðastjómunaráætlun fyrir hönd bændasamtakanna. Aætlunin nær til allra framleiðslu- stiga íslensks landbúnaðar og hefur það markmið að leiðarljósi að kynna íslenskar búvörur innanlands og erlendis undir merkjum hollustu, heilnæmis og umhverfisverndar ár- ið 2000. Stefnt er að því að fá þær viðurkenndar sem lífrænar afurðir. „Verði matvælaiðnaðurinn skil- greindur sem sameiginleg auðlind þjóðarinnar þurfum við að nýta aðrar auðlindir eins og raforkuna þessari stóriðju til framdráttar," segir Baldvin og telur eðli- legt að sameignir þjóð- arinnar vinni þannig hver fyrir aðra. Hann telur að á þennan hátt megi leggja grunn að öflugu efnahagskerfi sem byggi á eigin for- sendum. Gæðastjórnun í matvælaiðnaði geti leitt til aukinnar hæfni á öðrum sviðum. Enn- fremur telur Baldvin slíkt fyrirkomulag kjörið til að treysta til- vist smærri fyrirtækja. Það sé kostur því þann- ig aukist fjölbreytni og áhætta minnki. Ræktun mannsins Baldvin segir gömlu efnahags- kerfin hafa gengið sér til húðar og tímar nýrra áherslna séu gengnir í garð. Að hans mati kemur mann- gildið til með að skipa aukinn sess í hinu nýja fyrirkomulagi á kostnað gömlu efnahagsgildanna. „Ræktun landsins er auðvitað hluti af ræktun mannsins. Betri heilsa leiðir til betra samfélags." Baldvin telur að það sé einmitt þetta sem vesturlandabú- ar komi til með að sækjast eftir í nánustu framtíð. „Efnahagskerfið hefur verið gott og við höfum getað veitt okkur allt sem hugurinn hefur girnst. Nú er miðaldra fólk hins vegar að vakna upp við að það var ekki þetta sem það var að sækjast eftir. Það var eitthvað allt annað.“ Baldvin skorar á framleiðendur í landbúnaði og íslendinga alla að nýta þessa tvö þúsund daga sem eftir lifa til aldamóta til að klára heimavinnuna sína. Hann segir for- gangsverkefni íslendinga næstu tvö þúsund dagana vera að aðlagast breyttum búskaparháttum og vinnubrögðum og endurskipuleggja þjóðfélagið út frá nýjum forsendum. Pramtíðin felist í því að sameina þjóðina undir einu merki. Á sama Baldvin Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.