Morgunblaðið - 10.07.1994, Page 12

Morgunblaðið - 10.07.1994, Page 12
12 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Á bak við lokaðar dyr Ofbeldið á heimilunum er mikið í sviðs- ljósinu í Bandaríkjunum um þessar mundir vegna Simpson-málsins enda er líf milljóna kvenna þar í landi ein samfelld martröð líkamsmeiðinga og andlegrar niðurlægingar. Árlega falla 1.400 til 2.500 konur í valinn í þessu „stríði gegn konunum“ eins og það hefur verið kallað Málið gegn bandaríska fótbolta- og kvik- myndaleikaranum O.J. Simpson hefur mikið verið í fréttum að undanförnu en hvort sem hann er sekur eða sak- laus af því að hafa myrt fyrrver- andi eiginkonu sína og vin henn- ar, þá á hann það sameiginlegt með allt of mörgum mönnum að hafa beitt konu sína ofbeldi. Það er ekki ailt, sem sýnist með sum hjónabönd þótt þau séu slétt og feild á yfirborðinu og á bak við lokaðar dyr og byrgða glugga á sér oft stað mikili harmleikur. Atvikin geta verið með ýmsu móti og ofbeldið birtist ekki alltaf í barsmíðum, það getur falist í því að kalla konuna hvers kyns ónefn- um og niðurlægja á aila lund. Maðurinn segir, að konan sé of feit, að hún veki allt of mikla at- hygli annarra karlmanna eða þá, að hún sé púkaleg. „Þú ert ómögu- leg móðir,“ heyrist ósjaldan og eiginmaðurinn segir, að eiginkon- an sé svo aumkunarverð, að eng- um öðrum geti þótt vænt um hana. Verði konunni það á að brosa til fólks í búðinni eða annars staðar gýs bræðiþrungin afbrýðisemin upp í eiginmanninum og hann hugsar konunni sinni gott til glóð- arinnar þegar heim er komið. „Ekki meiða mömmu“ Dag nokkurn kemur að því, að maðurinn lemur konuna sína, slær hana kannski utan undir. Oft er það bara byijunin. Næst lemur hann kannski höfði hennar utan í vegg, tekur fyrir vit henni, brenn- ir hana með sígarettu eða dregur hana eftir gólfinu á hárinu. „Pabbi, ekki meiða mömmu,“ hrópa börnin grátandi en faðir þeirra heyrir það ekki í æðiskast- inu. Þegar af ofbeldismanninum bráir, fyllist hann gjarna mikiili iðrun og eftirsjá. „Mér þykir þetta svo leitt, ástin mín,“ segir hann. „Þú ert eina konan, sem ég elska, ég gæti ekki lifað ef þú færir frá mér.“ Svo undarlegt sem það er þá er það oft konan, sem fyllist mestu sektarkenndinni og sköm- minni en hún er líka lömuð af ótta. Þess vegna þorir hún ekki að reyna að btjótast út úr prísundinni en þegar hún loksins lætur verða af því, getur það endað með ósköp- um, jafnvel dauða. Hugsanlegt er, að það ejgi við um Nicole^Simp- son, eiginkonu O.J. SiiflpsQns.’ -Eélagsráðgjafar I Barltlaríkjun- um og aðrir, sem starfa að þessum málum, hafa áratugnm- saman reynt að vékja almenning til vit- nndar um hve ofbeldið inni á heim- ilinu er alvarlegt en oft með litlum árangri. Löggjöfin hvað þetta varðar er ákaflega ófullkomin, lög- reglan, saksóknarar og dómarar bregða gjarna kíkinum fyrir blinda augað þegar til þeirra er leitað og framlög til kvennaathvarfa og annarrar aðstoðar við konur, sem hafa verið beittar ofbeldi, er allt of lítið. Tölurnar tala þó sínu máli um afleiðingar ofbeldisins: 100.000 legudagar árlega á sjúkrahúsunum; 30.000 heimsókn- ir á slysavarðstofu og um tvær milljónir skráðra tilfella um of- beldi. Hér er ekki verið að tala um andlegu örkumlin, sem ofbeld- ið skiiur eftir, ekki síst hjá börnun- um, og þessar tölur eru í raun aðeins toppurinn á ísjakanum. Tímamót með Simpson-málinu? Stundum verður einhver einn atburður til að breyta rás sögunn- ar, að minnsta kosti um stundar- sakir, og það hefur nú gerst með Simpson-málinu og allri þeirri auglýsingu, sem það hefur fengið. Þegar málið hafði verið rakið í fjöl- miðlum og sagt frá því, sem eigin- kona hans hafði mátt ganga í gegnum, fylltust tug- eða jafnvel hundruð þúsunda kvenna loksins kjarki til að segja frá sinni eigin reynslu og gera eitthvað í málinu. Blöð og sjónvarp voru allt í einu yfirfull af sögum um ofbeldi gegn konum og undirleikurinn var alls staðar sá sami, hringingar Nicole Simpson í neyðarlínuna, 911, og örvæntingarfullt ákall hennar um hjálp. Löggjafarvaldið hefur líka tekið við sér. I New York hafa verið samþykkt lög, sem gera það að skyldu að handtaka hvern þann, sem grunaður er um alvarlegt of- beldi á heimilinu, en þess má raun- ar geta, að sams konar lög eru í gildi í 25 ríkjum Bandaríkjanna. Þeir, sem til þekkja, segja þó, að lögin ein muni aldrei breyta miklu, heldur verði til að koma viðhorfs- breyting meðal almennings. Úr- bæturnar munu líka alltaf hvíla fyrst og fremst á herðum kvenn- anna. Þær geta kynnt sér það, sem boðið er upp á í bæjarfélaginu, og hvers þær megi vænta í dómskerf- inu og þær geta lært að þekkja einkennin, sem benda til þess, að eiginmaðurinn eða unnustinn sé líklegur til að beita þær ofbeldi. „Það er aldrei of seint að koma sér burt,“ segir Margarete Hintz, kona í Pennsylvaníu, sem fór frá manni sínum eftir að hann hafði beitt hana ofbeldi í 38 ár. „Ég bjó yfir krafti, sem ég vissi ekki um.“ Fagurgalinn getur verið blekkjandi Konur verða ekki ástfangnar af manni, sepi þær vita að muni meiða þær og niðurlægja. Þfier falla hins vegaT oft fyrir mönnum, sem segja það, sem Hoilywood og samfélagið hafa kennt þeim að líta á sem merki um hina einu sönnu ást. „Ég þrái þig eina,“ segir hann. „Þú ert drottning drauma minna, enginn skilur mig eins og þú.“ Ástarblossinn er mikill og fljótlega rýkur fólk til og giftir sig og fer að búa saman. Upp úr því fara dökku hliðarnar að koma í ljós, sjúkleg afbrýðisemi og ofbeldis- hneigð sem oft er tengd minni- máttarkennd. Menn, sem beita konur ofbeldi, eru oft ágætir leikarar, og ekki er óalgengt, að þeir og fórn- arlömbin hafi verið beitt ofbeldi í æsku eða orðið vitni að því. Þau hafa hins vegar dregið af því ólíka lærdóma. Maðurinn, sem hefur kannski séð föður sinn beija móð- ur sína, telur að ofbeldið sé merki um karlmennsku en konan heldur, að sökin sé sín vegna þess, að þannig brást móðir hennar við og kannski amma hennar líka. Gott hjónaband er griðastaður þar sem fólk fæp-nýjan kraft til að takast á við daglega lífið en fyrir konuna, sem er beitt ofbeldi, er það eins og martröð, sem hún fær ekki að vakna af. Ofbeldis- mennimir nýta sér það og reyna að einangra konuna með því að ijúfa sem mest böndin við um- heiminn, vini og ættingja. Sektar- kenndin, sem konan er búin að koma inn hjá sér, veldur því líka, að hún vill heldur láta vinina róa en segja þeim frá sannleikanum. Ofbeldið þrífst í skjóli þagnarinnar Það er einmitt þögnin, sem held- ur ofbeldismanninum við efnið. Ráðgjafar í þessum málum ráð- leggja konum að segja einhveijum frá því strax og eiginmaðurinn hefur barið þær í fyrsta sinn. Jafn- vel þótt ekki sé víst, að einhveijir vinir þeirra eða ættingjar sýni þeim mikinn skilning. Það hefur þó sýnt sig, að það er erfitt fyrir konur að stíga þetta skref og of- beldismaðurinn færist allur í auk- ana þegar konan reynir að sýna eitthvert sjálfstæði. Konur, sem ætla að flýja of- beldi í hjónabandi, verða hélst að Undirbúa það því annars. er hætt víð, áð þær uppgötvi allt -í elnu, að þær. geti ekki séð sjálfum sér og bömum sínum farborða. Um leið hrynur það litla, sem eftir var af sjálfsvirðingunni, og konunni fer kannski að finnast það vænsti kosturinn að búa áfram við bar- smíðarnar. Besti kosturinn í þess- um málum öllum er hins vegar sá, segja sérfræðingar, að konan fari burt strax eftir að maður hennar hefur greitt henni fyrsta höggið. (Byggt á U.S.News & World Report) Hvíti draumurinn ÞAÐ virðist með öllu útilokað fyrir Bandaríkjamenn að komast hjá um- fjölluninni um leikarann og íþróttahetjuna O.J. Simpson, sem sakaður er um að hafa myrt fyrrum eiginkonu sína og vin hennar. Sjónvarpsfrétta- mennirnir sem sendir voru á vettvang í Persaflóa-stríðinu, skunda nú til Los Angeles, og segja andstuttir frá því að engin réttarhöld í sögu heims- ins muni hljóta eins mikla umfjöllun og mál Simpsons. Þá sjá margir gróðavon í réttarhöldunum og ganga pakkar með tíu myndum sem tengj- ast málinu kaupum og sölum á uppsprengdu verði. Meðal þeirra eru myndir af Simpson í haldi lögreglu, af Nicole, konu hans, og Ronald Goldman, vini hennar, bíl Simpsons á meðan eltingarleik við lögreglu stóð, o.s.frv. Viðurkenna myndasalarnir að starf þeirra sé ógeðfellt ep sinni þeir því ekki, geri það bara einhver annar. ekki aðeins velt sér upp úr óhugnanlegum smá- atriðum þessa harm- leiks, þeir hafa einnig spurt um hvað málið fjalli raunverulega. Það snýst m.a. um ofbeldi á heimilum. Nafn hinnar föllnu ruðningshetju hefur nú þegar öðlast nýja merkingu ef marka má nýlegt símtal til neyð- arlínu, þar sem kona bað um hjálp þar sem eiginmaðurinn ætlaði að „ojoða“ hana. Svartur eða hvítur SIMPSON lagði sig fram «m að læina, atbyglinni í'rá litarhætti sínum, talaði og klæddist, eins og hvítur maðór, giftist hvftri krrau og spilaðí golf. Mál Simpsons snýst þó ekki síður um litar- hátt hans. Þrátt fyrir að hann hafi lagt sig fram um að beina at- hyglinni frá litarhættí síuum og að mörgu leyti tekiát, vel upp, hefur ákæran á hendur honum minnt Bandaríkjamenn óþyrmilega á að hann er svartur og að meint fórnarlömb hans eru hvít. Málið hefur dregið fram hin skörpu skil, sem eru á milli kyn- þáttanna, þrátt fyrir að menn eins og Simpson hafi gert allt sem í þeirra valdi hefur staðið til að draga úr þeim. Afstaða svartra og hvítra til Simpsons er enda býsna ólík. Marg- it- blökkumenn telja að sá vandi sem Simpson er í, sé enn eitt dæmið um það hvernig bandarískt þjóðfé- lag reyni að fella hinn stolta svarta mann, eða jafnvel fyrirboði aukiniji- ar andstöðu gegn svörtum. Rithöf- undurinn Earl Ofari Hutchinsdn n fleira hangir á spýtunni. Pjölmiðla- menn hafa

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.