Morgunblaðið - 10.07.1994, Qupperneq 18
18 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson.
Reykofninn
í súrheystumi
msxamammií
ÁSUNNUDEGI
►SKÚLI Hauksson bóndi í Útey við Apavatn er fædd-
ur 8. nóvember 1950 í Reykjavík. Hann er sem sé
Reykvíkingur, ólst þar upp og stundaði sitt nám.
Hann er útskrifaður búfræðingur frá Hvanneyri og
stundaði síðan nám við norskan landbúnaðarvéla-
skóla. A heimaslóðum starfaði hann um tíma sem
sölumaður í landbúnaðardeild Globus og síðan var
hann í sjö ár sölustjóri hjá Véladeild Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga. Hann tók við jörðinni Útey
árið 1979 og flutti þangað búferlum 1980 og hefur
búið þar síðan með fjölskyldu sinni.
eftir Guðmund Guðjónsson
að má eiginlega segja að
við höfum neyðst til að
snúa okkur að því að
framfleyta okkur á veiði-
skap. Við hófum búskap í Útey
árið 1980 og höfðum lagt gífurlega
fjármuni í að byggja þar íbúðarhús,
kaupa okkur bústofn og vélar og
gera upp útihús. Næstu fjögur árin
byggðum við upp mjólkurfram-
leiðslu. Þá var skellt á kvóta og það
afturvirkum. í einu vetfangi var
grundvellinum kippt undan bú-
skapnum okkar. Þá mátum við stöð-
una svo að leita yrði á önnur mið,
seldum mjólkurkvótann og snérum
okkur alfarið að veiðiskap og úti-
ræktun á grænmeti," segir Skúli
Hauksson bóndi í Útey, sem 'á nú
orðið fullt i fangi með að anna eftir-
spum eftir beinlausum ferskum sil-
ungsflökum, taðreyktum og reyk-
soðnum silungi og laxi fyrir innan-
landsmarkaðinn. Erlendur markað-
ur er einnig fyrir hendi, en framboð
á hráefni er ekki nægilegt. Skúli
segir hér frá uppbyggingu og braut-
ryðjendastarfi sínu í Útey og mikl-
um möguleikum íslendinga í mat-
vælaframleiðslu af þessu tagi, bæði
innanlands og utan.
Skúli segir að starfsemin hefði fyrst
komist á skrið í kjölfarið á stórri
landbúnaðarsýningu árið 1984,
hjónin í Útey, Elsa Pétursdóttir og
Skúli, hafi þá boðið upp á beinlausa
og flakaða smábleikju. „Það eru öll
vötn hér á landi ful! af smásilungi,
en enginn var kominn í flökun og
þetta vakti mikla hrifningu, enda
er þetta feiknagóður matur. Upp
frá þessu vorum við beðin um að
útvega silung í vaxandi mæli og
Ijóst var að við gátum selt allt sem
við gátum veitt,“ segir Skúli.
En hver var hvatinn að því að
reyna þessa nýjung?
„Það má segja, að Jón Kristjáns-
son fískifræðingur eigi heiðurinn
af þessu. Hann var um þetta leyti
í miklu silungsverkefni og hann
kenndi okkur handtökin og leiddi
okkur fyrstu sporin."
Skúli sækir í sig veðrið og heldur
áfram: „Já, þetta fór að stigmagn-
ast, og árið 1988 var fjárfest í litl-
um reykofni. „Við vorum að fikra
okkur áfram og ætluðum fyrst um
sinn að hafa heimasölu á reyktum
silungi, en nokkru áður höfðum við
tekið upp á því að vera með grafsil-
ung í heimasölu. 1991 fengum við
okkur annan lítinn reykofn, til
reyðsuðu, þar sem sá sem fyrir var
dugði engan veginn."
Smakkarar
Skúli heldur áfram að ræða um
reykingu og segir þau Elsu hafa
lagt áherslu á að taðreykja og reyk-
sjóða silunginn. „Við náðum tökum
á þessu og alveg frá byijun höfum
við verið svo lánsöm að kokkamir
á Hótel Sögu hafa bragðað á vör-
unni okkar. Auk þess getum við
kallað Rúnar Marvinsson veitinga-
mann í veitingahúsinu við Tjörnina
yfirsmakkara Úteyjar. Tengslin við
Sögu hafa orðið þess valdandi, að
hótelið hefur alltaf keypt sinn silung
hjá okkur og er til mikils að vinna
að halda gæðum til að missa ekki
viðskipti af því tagi. Annað stórt
veitingahús sem skiptir mikið við
okkur er Perlan og svo við Tjörn-
ina, svo eitthvað sé nefnt.
„Enn þurftum við að taka á hon-
um stóra okkar í reykmálunum í
fyrra, er stangaveiðimenn fóru í
stórvaxandi mæli að óska eftir þjón-
ustu. Afkastageta okkar var afar
takmörkuð þrátt fyrir að ofnarnir
væru keyrðir allan sólarhringinn og
var ljóst að aðstaðan var ekki leng-
ur fullnægjandi. Við tókuni því á
okkur rögg og breyttum gömlu
húsi sem hafði verið notað til að
hýsa folöld. Við einangruðum það
og komum fyrir kæli, frysti og stóru
góðu aðgerðarsvæði. Nýjan, stóran
og stórum afkastameiri reykofn
smíðuðum við inn í gamlan súrheys-
turn. Settum í hann falskt gólf, ein-
angruðum hann og nýttum okkur
síðan jarðhita sem hér er nóg af,
til að ná rétta hitastiginu. Þetta er
nú komið í gagnið hjá okkur og
ekki seinna vænna, því eftir að við
vorum með sýningarbás á Stanga-
veiðimessunni í Perlunni í maí síð-
astliðnum, má heita að sprengja
hafi orðið í ásókn frá stangaveiði-
mönnum. í Perlunni vorum við með
einfalda en árangursríka markaðs-
sókn; Við gáfum smakk, bæði tað-
reyktan og reyksoðinn silung og
lax. Þetta gerði stormandi lukku.
Þá er ekki minnst um vert, að við
tökum á móti öllum físki og bein-
hreinsum hann. Við erum að vinna
í því að koma okkur upp móttöku
í Reykjavík um þessar mundir."
En er ekki silungsveiði tímabund-
ið starf, miðast það ekki við veiði-
tímann sem er aðeins hluti af árinu?
Skúli tekur undir þetta og segist
hafa þurft að sækja vinnu til
Reykjavíkur um tíma á veturna hin
síðari ár, en nú séu horfur á því
að hann geti lagt slíkt af. „Eftir
að við komum stækkuninni í lag
hefur horft til enn betri vegar fyrir
okkur. Það er rétt, að silungsveiðin
er tímabundin'en frá 27. september
til 1. febrúar á vetri hverjum er
óheimilt að veiða í Apavatni. Til að
brúa þetta bil, höfum við keypt
mikinn fisk, bæði lax og silung frá
Silfurstjömunni sem er með sér-
staklega góðan fisk. Við höfum
meira að segja keypt mikið af fiski
frá Þingvallavatni og Spóastöðum
við Brúará, þannig að það er alltaf
eitthvað í gangi, þótt enn séu um-
svifin minni heldur en yfir veiðitím-
ann.“
Þú talar um lax, eru þið einnig
að reykja lax? „Já, við höfum náð
góðum viðskiptum með taðreyktan
lax og seljum hann til sömu við-
skiptavinanna og hafa keypt mest
af silungnum af okkur, s.s. Hótel
Sögu og Perluna."
Einhvem veginn hljómar það
ekki rétt, að veiðibóndi við tvö af
veiðisælustu vötnum landsins, Apa-
vatn og Laugarvatn, þurfi að kaupa
fisk af eldisstöðvum og Þingvalla-
bændum til að anna eftirspurninni.
Hvernig má það vera?
Skúli segir að það sé von að spurt
sé og tekur undir að slíkt ætti ekki
að geta átt sér stað. „í fyrsta lagi
er það þessi friðun um háveturinn.
Tæknin leyfir okkur að veiða þótt
ís sé á vatninu og flestir ef ekki
allir fiskifræðingar eru á því að svo
mikill fiskur sé í vötnunum að veið-
arnar gætu ekki skaðað stofninn.
Því miður er ekki hlustað á vísinda-
mennina á þessu sviði, en ég hygg
að ef þeir væm að ræða um naut-
gripi eða sauðfé þá yrði rokið upp
til handa og fóta.
„Svo er hitt, að á veiðitíma hefur
verið sett stopp á mig í arðskrá
veiðifélags Apavatns. Þannig má
ég núna aðeins veiða með 12 netum
þótt aðrir megi hafa þar úti 45
net. Stjórn veiðifélagsins lét reikna
þetta út í arðskránni og fyrir vikið
verð ég að kaupa fisk í tonnavís,
allt að tvö tonn á mánuði til að
halda í horfinu."
Félagsleg vandamál
Er einhvað sem réttmætir þetta?
„Ég held að þessu verði best lýst
með þeim hætti að hér sé á ferð-
inni félagslegt vandamál eins og svo I
víða annars staðar við íslensk veiði- |
vötn þar sem hver höndin er upp á
móti annarri í stað þess að menn
standi saman um mikla og sameig-
inlega hagsmuni. Eiginlega get ég
ekki fundið aðra skýringu á þessum
aðgerðum en þá að hér sé öfund á
ferðinni. Þetta verður tekið fyrir
aftur í haust og þá reikna ég með
því að fá leiðréttingu.“
Og á meðan kaupir þú allt að tvö
tonn af fiski á mánuði á meðan
mörg tonn synda fram og aftur um
Apavatn? „Þetta er mín lífsafkoma.
Það er vegið að henni og ég gef
ekkert eftir. Kaupi heldur fisk þótt
ég beri minna úr býtum, heldur en
að Ieggja upp laupana og játa mig
sigraðan."
Þú talaðir áðan um samstöðu um
verðmæta auðlind. Var ekki reynt
að ná slíkri samstöðu fyrir nokkrum
árum með stofnun fyrirtækisins
Vatnafangs sem átti að selja ís-
lenskan silung til útlanda?
Jú, það er rétt og ég á meira að
segja að heita að vera í stjórn
Vatnafangs. En satt best að segja
á Vatnafang erfitt uppdráttar.
Markaðirnir eru vissulega fyrir
hendi, í Sviss, Svíþjóð, Frakklandi
og víðar. En það þarf að skila
ákveðnu magni á ákveðnum tíma
og ef það gengur ekki upp, þá snúa
kaupendur baki við mönnum svo
hratt að ekki verður deplað auga.
Þetta er í raun sorglegt, því þessi
smásilungur sem um er að ræða er
í miklu magni um allt land, en
bændur hafa ekki aðstöðu eða tíma
til að standa almennilega að þessu.
Mín fjölskylda hefur gefið sig alla
i þetta, en flestir hinna eru að vas-
ast í öðru, sauðfé, heyskap og öllu
sem því fylgir. Aðstöðu til verkunar
er ábótavant og það kostar peninga
að bæta hana. Menn eru hreinlega
ekki tilbúnir í þetta.“
Er verðið jafn gott ytra og heima?
Ekki eins og áður var. Núna
myndi ég segja að verðið væri ívið
betra innanlands. Hins vegar hef
ég heyrt að það hæsta sem völ er
á erlendis sé hærra heldur en heima,
en til þess að ná því þarf stöðugt
framboð og gæðamál á góðu róli.
Sjálfur seldi ég flakaðan silung til
Boston í nokkur ár, sendi hann með
sjávarfiski sem Vogar hf í Höfnum
sendu á þann markað. Verðið var
gott og ég hefði haldið þessu áfram
ef eftirspurnin heima fyrir hefði