Morgunblaðið - 10.07.1994, Side 23
22 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ1994
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI
FRAMKVÆMDASTJÓRI
RITSTJÓRAR
Árvakur hf., Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð 691100:
Auglýsingar: 691111. Askriftir 691122. SÍMBRÉF: Ritstjórn 691329, frétt-
ir 691181, íþróttir 691156, sérblöð 691222, auglýsingar 691110, skrif-
stofa 681811, gjaldkeri 691115. Áskriftargjald 1.400 kr. á mánuði innan-
lands. í lausasölu 125 kr. eintakið.
UTFLUTNINGUR A
ÞEKKINGU
IMORGUNBLAÐINU í gær var
frá því skýrt, að starfsmenn
Flugleiða hefðu um skeið unnið
að stofnun flugfélags á Indlandi
í samvinnu við indverskan auðjöf-
ur. Hinn indverski aðili fjármagn-
ar fyrirtækið en Flugleiðir leggja
til alia þekkingu á sviði flug-
rekstrar, viðhalds og stjórnunar.
Að auki á fyrirtækið kost á að
eignast fjórðung í hinu nýja flug-
félagi.
Hér er á ferðinni eitt dæmi af
allmörgum um, að útflutningur á
þekkingu er að verða umfangs-
mikil útflutningsgrein hjá okkur
íslendingum. Þótt mikil fátækt
ríki á Indlandi er engu að síður
mikil uppsveifla í efnahags- og
atvinnuiífi þar. Pétur J. Eiríks-
son, framkvæmdastjóri markaðs-
sviðs Flugleiða, sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær, að efnað-
ir Indverjar væru álíka margir
og íbúar Bretlandseyja. Margt
bendir til þess, að hér sé á ferð-
inni mikið tækifæri fyrir Flug-
leiðamenn og þar með þjóðina
alla.
Hvers vegna leita Indverjar
samstarfs við okkur íslendinga á
þessu sviði? Sigurður Helgason,
forstjóri Flugleiða, sagði í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, að
ástæðurnar væru þær, að félagið
hefði gott orð á sér í öryggismál-
um, það væri einkarekið og nógu
lítið til þess að vera sveigjanlegt
og snart í snúningum. Vafalaust
á hér líka hlut að máli sú stað-
reynd, að við íslendingar erum
slík smáþjóð, að engum dettur í
hug, að við seilumst til óeðlilegra
áhrifa á einu sviði eða öðru og
það skiptir áreiðanlega máli fyrir
þjóðir, sem eiga sér langa sögu,
sem nýlendur evrópskra stór-
velda.
Flugleiðamenn eru að flytja út
sína þekkingu á fíugrekstri til
Indlands. Víða um heim starfa
íslendingar að uppbyggingu og
þróun sjávarútvegs ekki sízt hjá
fátækum þjóðum, sem skortir
þekkingu. Við erum þar að flytja
út þekkingu okkar í sjávarútvegi.
íslenzkar verkfræðistofur hafa
að undanförnu í sívaxandi mæli
leitað verkefna víða um heim, í
Miðausturlöndum, í Kína, í
Eystrasaltslöndunum og víðar.
Þær eru að leitast við að flytja
út þekkingu. íslenzkir sérfræð-
ingar í jarðhita hafa komið við
sögu í öðrum löndum í viðleitni
til þess að hagnýta jarðhita. Þar
höfum við sérþekkingu og um-
talsverða reynslu. Einnig á því
sviði erum við að flytja út þekk-
ingu. Þannig mætti lengi telja.
íslenzka þjóðin er í hópi hinna
bezt menntuðu í heimi. Islenzkir
námsmenn hafa stundað nám við
fremstu háskóla hins vestræna
heims og standa að því leyti jafn-
fætis ungu fólki í öðrum löndum.
Sú mikla þekking, sem hér er
saman komin á mörgum sviðum,
er augljóslega að verða verðmæt
útflutningsvara. Þannig skilar sér
sú mikla fjárfesting, sem við höf-
um lagt í menntun þjóðarinnar
og sumum hefur þótt nóg um.
Reynsla okkar af útflutningi
þekkingar er góð. Þessi útflutn-
ingsstarfsemi hefur tekizt vel og
skilað raunhæfum árangri. Er
ekki orðið tímabært að vinna
skipulegar að þessum útflutningi,
en kannski hefur verið gert fram
til þessa? í því sambandi má t.d.
minna á, að við eigum stóran hóp
af sérmenntuðu fólki á sviði heil-
brigðisþjónustu, sem hefur góða
menntun og starfsreynslu. Um
allan heim er að finna þjóðir, sem
búa við vanþróað heilbrigðiskerfi.
Þarna kann að vera verk að vinna
fyrir okkar sérfræðinga. Þarna
kann að vera útflutningsmarkað-
ur fyrir þekkingu okkar á þessu
sviði, sem ástæða er til að gefa
gaum.
HELGI
60.
ÉG RAKST EINN-
► ig á samtal eftir
Valtý Stefánsson við Staun-
ing forsætisráðherra Dana,
• en ástæðulaust að staldra
Splttll við það þótt fróðlegt sé að
skoða samtöl Valtýs frá byrj-
un, en á þessum tíma hafði hann einungis verið ritstjóri
Morgunblaðsins í tvö ár. Ég sný mér fremur að viðtali
við Einar Benediktsson, einnig frá þessu ári (1926), ný-
kominn úr Bandaríkjaför þarsem hann hafði verið í sjö
mánuði, einkum í New York, í erindagerðum fyrir Fossafé-
lagið Titan. En það er annað efni en Titan sem dregur
að sér athygli mína, það er þessi spuming og svarið við
henni - og þeim sem á eftir koma: - Já, en við erum
vopnlausir og hlutlausir, skaut jeg inní (orðræður um
framtíð Grænlands og íslands).
Vopnlausir - já, það erum við, sagði Einar, það veit
sá sem alt veit, en við erum líka fyrsta þjóðin, sem vopn-
laus hefír fengið algert (leturbr. M.J.) sjálfstæði, svo
engin reynsla er fyrir hvemig slíku reiðir af. - Og hvað
um hlutleysið? Danir sendu út tilkynningu um hlutleysi
vort hjer á ámnum. Þeir sem mest höfðu við okkur munu
hafa svarað henni. Mjer er ókunnugt um hvort svar hef-
ir komið frá þeim, sem mest lá á, að svöraðu, hvort þeir
viðurkendu .að þannig skyldi það vera.
Við höfðum skákað í því skjólinu, að við væram svo
lítilfjörlegir að engir vissu um okkur, tæki eftir okkar.
En hve lengi helst það? Heimurinn er farinn að taka
eftir okkur. Eða hvað um Englendinga? Skyldi það eigi
liggja ærið beint við að þeir taki eftir okkur, hjema und-
ir handaijaðrinum á sjer?
Englendingar þurfa mat. Þeir framleiða aðeins 2/5 af
nauðsynlegum matvælaforða handa sjer. Þeir hafa haft
aðdrætti frá fjarlægum löndum, frá blökkumönnum og
alskonar lýð.
Nú era þessar þjóðir að gera uppreisn, lyfta af sjer
okinu, heimta frelsi. Þær vilja ekki fæða Bretann upp á
sömu skilmála og áður.
Hve mikið gætu Englendingar fengið hjer af mat? -
Og fossamir hjerna gætu létt undir með vinnulýðnum.
- En til þess að Englendingar gætu fengið hjer lífsnauð-
synjar svo um munaði, þyrfti fólk að flytjast hingað frá
útlöndum.
- Vitanlega. En hvi skyldum við spoma við fólki sem
hingað hefði erindi, hjer gæti unnið og auðgað land og
þjóð. Það væri hið sama og hindra líf í blóðlausan líkama.
- En hvemig fer þá með þjóðemið og tunguna?
- Hjer kemur fram þessi alkunni og almenni misskiln-
ingur um vemdun tungunnar. Fram að þessu hefír íslensk-
an varðveist á tungu alþýðunnar. Slíkt er ómögulegt
nema í einangrun og fámenni. Varðveisla tungunnar er
með því einu móti framkvæmanleg, að þjóðin verði svo
efnum búin, að hún geti eignast ágætar mentastofnanir,
háskóla, sem hefír bestu mönnum á að skipa, mentastofn-
un, sem best verður allra í norrænum fræðum.
Þannig hugsuðu fyrstu forgöngumennimir til háskóla
vors. Fyrir þeim vakti það, að gera hann að miðstöð
norrænna fræða. Læknaskóli, lagaskóli o.þvíuml. átti að
vera aukaatriði við þá stofnun.
Þjóðin getur eigi borið slíkar stofnanir nema fólkinu
ijölgi að mun. En vemdun tungunnar á vöram alþýðu
er ómöguleg er fram líða stundir. Hámenningin ein get-
ur varðveitt tunguna (leturbr. M.J.). Þá var best mál rit-
að og talað í Tyrklandi er aðeins 7. hver maður í landinu
var Tyrki.“
KANNSKI ERU þessi orð dálítið íhugunarefni
vl X #nú um stundir. Þjóðskáld geta stundum haft
meiri tilfínningu fyrir umhverfí sínu en annað fólk en
þau era ekki á hveijum degi í Bréfí til blaðsins! En ef
þetta er rétt hjá skáldinu væri ástæða til að greiða há-
skólakennuram bankastjóralaun í staðinn fýrir þau tra-
bantlaun sem stungið er uppí þá einsog hverri annarri
dúsu við hver mánaðamót. Það er dýrt að vera íslending-
ur, sagði nóbelsskáldið, og við eigum að greiða vel fyrir
þau forréttindi.
[í Rhodymenia Palmata, sem nefnt var í síðasta þætti,
segir Halldór Laxness:
VII. (Framhald)
Höfum við elskast?
Hvað hefur gerst?
Skildirðu mig?
Skilja, það er verst.
Únga mær, þú er annað en ég.
Sál þín er mér alskostar annarleg.
Líkami þínn var aldrei líkami minn.
Út verð ég borinn. Þú ferð aftur inn.
Þú ert sá sem geinginn grætur góðvin sinn.
Hann er farinn farinn farinn.
Þú fínnur hann aldrei meir.
Þú ert einsog öspin,
- eg var sunnanþeyr:
döggvuð titrar króna þín
í kvöld þegar hann deyr.
VIII. (Niðurlag næst)
Hver kældi heitt og heitti kalt
þá haugeldurinn brann?
Guð er sá sem einn er alt
og einginn blekkir hann.
Við skulum kveðjast vina mín
- vertu nú hraust
að ári verður það altof seint.
Óðar er haust.
IX. (Ennniðurlag)
Tveir eram vér leitendur og Iifendur hans,
grímubúnir guðir í gervi konu og manns;
báðir þrá hið Eina; bágt eiga þeir.
Báðir era blekkíng. Tvisvar tveir era tveir.
Einn hnípir eftir þegar annar deyr.
Ég kasta á yður kveðju, hvoragt eram við til.
Drottinn er hið Eina og hið eina sem ég skil.
Ásýnd guðs á himnum er alt sem ég vil.]
M
(meira næsta sunnudag)
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 23
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 9. júlí
ENDURSKrPULAGNING
Sainsi' pa hf. með nýrri
eigr.araðild, sem gengið
var frá í gær, föstudag,
er mikilvæg tíðindi á
íslenzkum flutninga-
markaði. Með henni er
tryggt, að samkeppni
ríki áfram í sjóflutningum á milli íslands
og annarra landa. Það hefur mikla þýðingu
fyrir íslenzkt atvinnu- og viðskiptalíf, svo
og fyrir Eimskipafélag íslands hf., sem
hefði komizt í óþolandi aðstöðu gagnvart
umhverfí sínu hér heima fyrir, ef félagið
hefði settö að mestu eitt að sjóflutningum
til og frá íslandi. Þá er það einnig mikils-
vert fyrir Landsbanka íslands, sem hefur
verið aðaleigandi Samskipa hf. í nokkur
misseri, að losna úr þeirri stöðu, sem vissu-,
lega hefur verið óþægileg gagnvart einum
stærsta viðskiptavini bankans, þ.e. Eim-
skip.
Með þeirri breytingu, sem orðin er á
eignaraðild að Samskipum hf., er þetta
fyrrverandi Sambandsfyrirtæki komið í
eigu nokkurra einkafyrirtækja, íslenzkra
og eins erlends, en sum þessara fyrirtækja
voru hluti af Sambandshópnum á meðan
hann var og hét. Einn hinna nýju eigenda
hafði á orði við undirskrift samninga, að
með þessum breytingum mætti segja, að
pólitískir múrar í viðskiptalífinu, sem löng-
um hefðu aðskilið Sambandsfýrirtæki og
einkaframtak, væru fallnir og það er nokk-
uð til í því.
Þegar horft er til baka telst það senni-
lega nokkurt afrek, hvernig Landsbankan-
um hefur tekizt að komast út úr viðskipt-
um sínum við Samband ísl. samvinnufé-
laga, sem fyrir nokkrum árum var einn
stærsti viðskiptaaðili bankans. Sjálfsagt
liggur ekki enn fyrir, hvert heildartap
bankans verður á viðskiptunum við SÍS
en líklega hefur bankanum tekizt að lág-
marka það tap mjög. Það hefur verið
umdeild aðferð hjá bankanum, að taka við
rekstri gamalla Sambandsfyrirtækja eins
og Samskipa og halda þeim í rekstri þang-
að til nýir kaupendur kæmu til sögunnar.
í þessum efnum skipti auðvitað máli, að
bankinn héldi þannig á málum, að tap
hans yrði sem minnst. Þá má ekki gleyma
því, að fjölmörg dæmi eru um það" erlend-
is, að bankar eigi um lengri eða skemmri
tíma hlut í fyrirtækjum og hefur sums
staðar gefízt vel svo sem í Þýzkalandi, þar
sem bankar hafa frá stríðslokum a.m.k.
verið eignaraðilar að fjölmörgum voldug-
um fyrirtækjum.
Nú hefur Landsbankinn komið Samskip-
um af höndum sér til nýrra eigenda, þ. á m.
þýzks skipafélags, sem hefur lagt fram
nokkra fjármuni í nýju hlutfé og mun
hugsanlega leggja fram verulega meira fé
til reksturs Samskipa hf. Einhveijir kunna
að spyija, hvort hér sé verið að stíga
fyrsta skrefíð til þess, að íslenzk flutninga-
fyrirtæki komizt í eigu útlendinga. Nú á
tímum eiga áhyggjur af slíku tæpast við.
Undanfarin ár hefur mjög verið um það
rætt, að hvetja þyrfti erlend fyrirtæki til
þess að fjárfesta á íslandi. Fyrir nokkrum
árum hafði verið tekin um það grundvallar-
ákvörðun í stjórn Flugleiða hf. að selja
SAS verulegan hlut í félaginu. Af því varð
ekki á þeim tíma. Morgunblaðið lýsti
stuðningi við þau áform og má þó segja,
að þar hafi verið um meira álitamál að
ræða, þar sem Flugleiðir eru eina íslenzka
fyrirtækið, sem heldur uppi áætlunarflugi
á milli íslands og annarra landa. En miðað
við þá ákvörðun stjórnar Flugleiða, sem
ekki sætti gagnrýni á þeim tíma, geta
menn tæpast haft nokkuð við það að at-
huga, að þýzkt skipafélag komi inn í rekst-
ur Samskipa. Þess er einnig að gæta, að
auðvitað gæti erlent fyrirtæki komið inn
á hlutabréfamarkaðinn hér og gert hlut-
höfum í Eimskipafélaginu tilboð, sem þeir
teldu sig varla geta hafnað. Hið sama á
við um önnur íslenzk fyrirtæki utan sjávar-
útvegsins. Við lifum í nýrri veröld að þessu
leyti.
Ljóst er, að þau einkafyriitæki, sem
gerzt hafa hluthafar í Samskipum hf., eru
sterk og öflug og fyrir þeim vakir augljós-
lega að tryggja virka samkeppni á sjóflutn-
ingamarkaðnum hér, bæði sjálfum sér og
öðrum til hagsbóta. Hins vegar á eftir að
koma í Ijós, hvernig til tekst um rekstur
Samskipa hf. Með aðild nýrra aðila að
fyrirtækinu og verulegri aukningu hluta-
fjár, sem bersýnilega skilar sér í beinhörð-
um peningum í rekstur fyrirtækisins, hefur
væntanlega verið lagður traustur grunnur
að rekstri í framtíðinni. En veldur hver á
heldur. Samkeppni á íslenzkum sjóflutn-
ingamarkaði hefur löngum verið hörð og
óvægin og tekið á sig ýmsar myndir. Bak-
hjarlar Samskipa hf. eru hins vegar sterk-
ir og aðild hins þýzka fyrirtækis á vafa-
laust eftir að koma fyrirtækinu til góða.
Aðalatriðið er, að samkeppni hefur ver-
ið tryggð og það fer bezt á því fyrir alla
aðila. Okkar litla samfélag þolir illa skort
á samkeppni á hvaða sviði, sem er, hvort
sem um er að ræða flutninga á sjó eða í
lofti, bankastarfsemi, fjölmiðla eða aðra
þætti atvinnulífsins. Enda er reynsla okkar
sú, að þar sem eðlileg samkeppni fær að
blómstra verða til öflug einkafyrirtæki
þjóðinni allri til hagsbóta.
Launasam-
anburður
SKOÐANIR ERU
mjög skiptar um
það, hve mikið sé
að marka þann
. ' launasamanburð,
sem svo mjög hefur verið til umræðu að
undanfömu eftir að ASÍ setti fram stað-
hæfíngar um, að laun opinberra starfs-
manna og bankamanna hefðu hækkað
umfram laun almennra launþega. í sam-
tali við Morgunblaðið í gær, föstudag,
sagði Friðrik Sophusson, fjármálaráð-
herra, um launavísitöluna, sem Hagstofa
íslands gefur út: „Hún er allsendis óhæf
í slíkum samanburði og það sést bezt á
því, að 500 manna úrtak liggur til grund-
vallar mati Hagstofunnar á launaþróun
almennra launþega samanborið við, að
upplýsingar liggja fyrir um rúmlega 15
þúsund opinbera starfsmenn." Þá benti
fjármálaráðherra á, að starfandi væru
tvær opinberar nefndir, sem hafi það hlut-
verk að fylgjast með kjaraþróun einstakra
hópa og launaþróun almennt og sagði síð-
an: „Það hefur áður verið bent á það í
fjölmiðlum, að niðurstöður þessara nefnda
stangist á við niðurstöður Hagstofunnar.
Laun landverkafólks innan ASI hækkuðu
um 20,1% á sama tímabili og könnun
Hagstofunnar tók til en laun opinberra
starfsmanna hækkuðu á hinn bóginn um
18,8% skv. útreikningum nefndanna."
Tímaritið Vísbending hefur blandað sér
í þessar umræður og í nýju tölublaði þess
segir m.a.: „Það fyrsta, sem vekur athygli
í málflutningi ASI er, að þar er því haldið
fram, að ekkert launaskrið hafi orðið með-
al félagsmanna þess frá upphafí þjóðar-
sáttar, þ.e. að launahækkanir hafi ekki
verið umfram þau 14,6%, sem samið hefur
verið um á þessu tímabili. Fyrirliggjandi
gögn frá Kjararannsóknamefnd aðila
vinnumarkaðarins benda hins vegar til,
að greitt tímakaup hjá ASÍ-landverkafóIki
hafi hækkað um 18,3% frá fyrsta ársfjórð-
ungi 1990 til fyrsta ársfjórðungs þessa
árs. Hafa þá töluleg áhrif starfsaldurs-
hækkana verið dregin frá, en þau eru
metin 0,6% á ári, sem er talið raunhæft
að miða við. Til samanburðar hækkaði
launavísitala um 16,2% milli sömu ársfjórð-
unga. Opinber gögn gefa því til kynna,
að laun félagsmanna ASÍ hafi hækkað að
meðaltali um 2,1% umfram launavísitölu
á tíma þjóðarsáttarinnar. Samkvæmt
þessu væri hægt að halda því fram, að
hækkun launavísitölunnar stafi einkum af
launaskriði á almennum vinnumarkaði."
Hagstofan hefur hins vegar sitt að segja
um þá útreikninga Kjararannsóknarnefnd-
ar, sem bæði Friðrik Sophusson og Vís-
bending vitna til. í greinargerð, sem Hag-
stofan sendi frá sér um málið segir m.a.:
„í umræðum að undanförnu hafa niður-
stöður Iaunavísitölunnar verið bornar sam-
an við efni úr ársfjórðungskönnunum
Kjararannsóknarnefndar ASI, VSÍ, Sam-
Morgunblaðið/Ingvar
taka iðnaðarins og VMS ... Jafnframt
hefur verið vitnað til birts efnis Kjararann-
sóknarnefndar opinberra starfsmanna ...
Nauðsynlegt er í þessu sambandi, að fram
komi skýrt, að þessi gögn eru ekki sam-
bærileg við launavísitöluna og frekar en
hún eru þau ekki einhlít eða auðtúlkuð.
Má fyrst nefna, að athuganir KAV, KOS
og Hagstofu byggjast á ólíkum aðferðum
og niðurstöður þeirra verða því ekki born-
ar saman með óyggjandi hætti. í annan
stað er úrtak KAV ekki valið af handa-
hófí, nær misvel til hinna ýmsu atvinnu-
greina og starfsstétta og hefur oft reynzt
frekar óstöðugt.“
Hagstofan gerir fleiri athugasemdir við
útreikninga Kjararannsóknarnefndar at-
vinnuveganna og segir t.d.: „Tölur KAV
fyrir launþega innan ASÍ þetta tímabil eru
vandtúlkaðar. Talnaraðirnar sýna oft tölu-
verðar og ekki mjög trúverðugar sveiflur
frá einum ársfjórðungi til annars. Breyt-
ingar einstakra hópa innan ASÍ eru mjög
mismiklar og svipar niðurstöðunum að því
leyti til opinberra starfsmanna. Þá eru
niðurstöður 1. ársfjórðungs 1990 svo bjag-
aðar, að naumast virðist skynsamlegt að
miða við þær.“
Hagstofan segir ennfremur: „Sam-
kvæmt þessu hafa laun opinberra starfs-
manna og bankamanna hækkað um nær
3% meira en laun á almennum vinnumark-
aði á þessu tímabili." Og einnig: „í reynd
er þó líklegt, að munurinn sé nokkru minni
en felst í launavísitölunni. Þetta stafar af
því, að sennilega gætir ofmats í tölum
Hagstofunnar um launabreytingar opin-
berra starfsmanna m.a. vegna vandkvæða
á að einangra starfsaldurshækkanir. Á
móti sýnist líklegt að nokkurs vanmats
gæti í tölum hennar um breytingar á al-
mennum vinnumarkaði vegna ófullkomn-
ari gagna um launaþróun en hjá hinu opin-
bera. Ekki verður betur séð en að tölur
KAV og KOS styðji þessa niðurstöðu."
Niðurstaða Vísbendingar er hins vegar
þessi: „Heildarniðurstaðan er því í raun
sú, að ekki er hægt að bera saman launa-
þróunina með vitrænum hætti við núver-
andi aðstæður."
Hækkanir
af ýmsum
ástæðum
FRIÐRIK SOPH-
usson mótmælir því
ekki, að hækkanir
hafi orðið hjá ein-
stökum hópum op-
inberra starfs-
manna, en segir: „Við höfum ekki dregið
dul á það, að laun hafa óhjákvæmilega
hækkað í nokkrum stéttum á þessu tíma-
bili en bendum jafnframt á, að ástæðurnar
eru eðlilegar. Laun lögreglumanna og toll-
varða hækkuðu t.a.m. á grundvelli niður-
stöðu gerðardóms. Hæstiréttur felldi ný-
verið dóm í máli flugumferðarstjóra, sem
olli nokkurri hækkun afturvirkt og loks
hafa launabreytingar átt sér stað í nokkr-
um stéttum í kjölfar sameiningar stéttarfé-
laga, hagræðingar eða skipulagsbreytinga
í stofnunum."
Aðrir hafa í tilefni af þessum umræðum
vakið athygli Morgunblaðsins á, að „hækk-
anir“ geti orðið til með ýmsum hætti.
Þannig hafa einstakir bankastarfsmenn
haft samband við blaðið og upplýst, að
þeir hafi ekki orðið varir við hækkanir hjá
sjálfum sér eða í nánasta starfsumhverfi.
Þeir benda á, að starfsmönnum banka
hafi fækkað á undanförnum árum. Hafí
sú fækkun fyrst og fremst orðið hjá fólki
á lægri launum hafí meðaltals laun „hækk-
að“ í upplýsingagjöf til Hagstofu án þess,
að um raunverulega hækkun hafí verið
að ræða.
Hér á landi eru nokkrir aðilar, sem safna
saman tölulegum upplýsingum um rekstur
þjóðarbúsins. Þar má nefna Þjóðhagsstofn-
un, Seðlabanka, Hagstofu, hagdeildir at-
vinnuvegasamtaka og verkalýðsfélaga og
fleiri aðila. Að þessari upplýsingasöfnun
vinnur fjölmennur hópur sérmenntaðs
fólks. Það er nánast með ólíkindum, að
ekki skuli til aðgengilegar upplýsingar um
Iaunaþróun í landinu, sem menn geta ver-
ið sammála um, að séu sæmilega réttar.
Fyrir nokkrum árum var íslenzkur
námsmaður við erlendan háskóla að vinna
að ritgerð um íslenzk efnahagsmál. Er-
lendum háskólakennara og leiðbeinanda
kom á óvart, hversu vanþróaðar og tak-
markaðar upplýsingar um stöðu efnahags-
mála hér voru að hans mati og í raun og
veru tæpast nægilega traustur grundvöllur
fyrir slíkri umfjöllun um íslenzk efnahags-
mál.
Það skiptir hins vegar meginmáli, að
þessi upplýsingasöfnun sé traust og að
menn geti verið sammála um, að svo sé
vegna þess, að mikilvægar ákvarðanir eru
teknar á grundvelli þessara upplýsinga.
Er ekki ráð, að þeir, sem um þessi mál
fjalla, setjist niður og ræði sín í miili,
hvernig hægt er að koma upplýsingasöfn-
un um þróun efnahagsmála í þann farveg,
að það þurfí ekki að vera deiluefni, hvort
hægt sé að taka mark á tölunum? Hvern-
ig er t.d. hægt að taka mark á launavísi-
tölu Hagstofunnar við útreikning láns-
kjaravísitölu, ef ekkert er að marka launa-
vísitöluna að öðru leyti?!
„Ljóst er, að þau
einkafyrirtæki,
sem gerzt hafa
hluthafar í Sam-
skipum hf., eru
sterk og öflug og
fyrir þeim vakir
augljóslega að
tryggja virka
samkeppni á sjó-
flutningamark-
aðnum hér, bæði
sjálfum sér og
öðrum til hags-
bóta.“