Morgunblaðið - 10.07.1994, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994 31
I
TILKYNNING TIL
NOTENDA
I
Drengileg
framkoma
Tekið undir með Sveini Guðjónssyni
Frá Ingunni Ríkharðsdóttur:
Sveinn Guðjónsson skrifaði á
dögunum grein þar sem hann gerði
að umtalsefni mjög svo ámælis-
verða framkomu ákveðins hóps
stuðningsmanna ÍA á leik KR. Har-
aldur Sturlaugsson skrifar á móti
og reynir að leiða að því getum að
skrif blaða um Guðjón Þórðarson
séu ef til vill skýringin á þeim hróp-
um og aðkasti sem hann og fjöl-
skylda hans hefur orðið fyrir. Mikið
væri það nú gott fyrir suma ef svo
væri.
Árásir og svívirðingar
Ég þekki nefnilega aðra sögu
sem er mjög svipuð þeirri sem nú
hefur orðið að blaðaefni. Systir
mín, borin og barnfædd á Akra-
nesi, var einn heitasti stuðnings-
maður ÍA á sínum tíma og hvatti
þá áfram af sínum mikla raddstyrk
sem hentaði Skagamönnum ágæt-
lega þá. Síðan flytur hún burt, eign-
ast sína fjölskyldu og er svo óhepp-
in að sonur hennar leikur í 1. deild.
Nú skyldi maður ætla að fólk geti
sett sig í þau spor að auðvitað held-
ur maður með sínu barni, fylgist
með gengi þess liðs og hvetur það
til dáða. En þannig er það ekki.
Systir mín hefur orðið að þola stöð-
ugar árásir og svívirðingar af hálfu
(hluta) stuðningsmanna Skaga-
manna fyrir það eitt að hvetja „sitt“
lið. Árásir sem aðallega hafa verið
með hrópum og svívirðingum og í
eitt skiptið gekk það svo langt að
á hana voru lagðar hendur. Sonur
hennar er baulaður niður ef hann
meiðist ekki nógu mikið og svona
væri lengi hægt að telja. Á einum
leiknum stóð dóttir hennar upp og
treysti sér ekki til að sitja undir
þeim hrópum sem að fjölskyldu
hennar voru gerð. Nú erum við
ekki að tala um einhver handahófs-
kennd orðaskipti á milli stuðnings-
manna liða. Hér er um að ræða
skipulagt aðkast að „gömlum“
Skagamanni sem er orðinn of há-
vær og fyrirferðamikill af því að
hann kallar á annað lið. Þess vegna
held ég að tilraun Haraldar til að
útskýra þá hegðun sem var upphaf-
ið að þessum blaðaskrifum falli um
sjálfa sig. Ég held, að það sem að
er, sé að bæði Guðjón og systir
mín, sem hafa verið atkvæðamikil
fyrir Skagamenn utan vallar sem
innan í gegnum árin, hafa nú söðl-
að um og það er eitthvað sem ekki
passar.
Það læra börnin sem
fyrir þeim er haft
Alvarlegast finnst mér þó þegar
fólk segir, hún/hann er nú enginn
engill á vellinum og finnst jafnvel
í lagi að koma svona fram við fólk.
Skyldi þessu sama fólki finnast það
ef það sjálft eða einhver úr þeirra
fjölskyldu þyrfti að þola svona?
Nei, ég held að þá komi annað hljóð
í fólk. Annað er líka að á áhorf-
endapöllum eru ungir áhorfendur
sem eru fljótir að tileinka sér það
sem fyrir þeim er haft og læra ef
til vill að það sé allt í lagi að hegða
sér svona.
Það er rétt hjá Haraldi að það
er erfitt að koma í veg fyrir að ein-
hver slæðist yel slompaður inn á
völlinn. Hins vegar held ég að
Knattspyrnuráð Akraness ætti að
beina þeim tilmælum til stuðnings-
mannafélags síns að það sé ekki
að smala fólki á krá til að „hita
upp“ fyrir leik. Það er alveg sama
hversu stóra sigi'a Skagamenn
vinna úti á vellinum, þeir tapa allt-
af á meðan hluti af áhangendum
þeirra fær átölulaust að hegða sér
eins og þeir eru farnir að gera.
Markmiðið fyrir alla ætti að vera
drengileg framkoma utan vallar
sem innan.
INGUNN RÍKHARÐSDÓTTÍR,
Akranesi.
Hinn 1. janúar 1995 verður núverandi
Loran-C staðsetningarkerfi lagt niður
Frá sama tíma verður GPS gervihnattakerfið aðalstaðsetningarkerfi
við Island.
Samtímis því að núverandi Loran-C kerfi verður iagt niður hefst
rekstur nýs lorankerfis, svo kallaðs NELS kerfis. Hætt verður að
senda út loranmerki frá stöðvunum á Gufuskálum og á Grænlandi.
Búast má við að þetta nýja kerfi nýtist ekki við vestanvert landið.
Athugið að breyta þarf Loran-C tækium svo að hægt sé að nota þau
við NELS kerfið.
Til að bæta þjónustu við notendur, sem þurfa meiri nákvæmni en
GPS kerfið gefur, hefur samgönguráðuneytið staðið fyrir
uppbyggingu á Ieiðréttingarkerfi sem gefur notendum 5 til 10 metra
staðsetningarnákvæmni á hafsvæðinu umhverfis Island.
Vita- og hafnarmálastofnun sér um rekstur leiðréttingarstöðva og
eru fimm af sex þegar komnar í notkun og áætlað er að sú síðasta
verði tilbúin fyrir áramót.
Athygli notenda er vakin á því að mikill munur getur verið á
staðsetningum eftir því í hvaða staðsetningarkerfi þær eru gerðar.
Það er því ekki hægt að finna stað mældan í Loran-C kerfinu með
GPS (eða NELS tækjum), Loranpunktasöfn verða því ónothæf.
Unnið er að því að breyta Loran tölum í GPS tölur.
Nánari upnlýsingar veitir Vita- oe hafnamálastofnun,
sími 91-600000.
Samgönguráðuneyti
RÁÐUNEYTI FLUTNINGA, FJARSKIPTA OG FERÐAMÁLA
Gagnasafn
Morgunblaðsins
Allt efni sem birtist í Morgun-
blaðinu og Lesbók verður fram-
vegis varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskil-
ur sér rétt til að ráðstafa efninu
þaðan, hvort sem er með endur-
birtingu eða á annan hátt. Þeir
sem afhenda blaðinu efni til
birtingar teljast samþykkja
þetta, ef ekki fylgir fyrirvari
hér að lútandi.
RI01SIOGUR