Morgunblaðið - 10.07.1994, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Leikur í Rómeó og Júlíu
MARTEINN Arnar Marteinsson
hefur nýlokið námi frá Guildford-
leiklistarskólanum í London og
hefur verið boðið að leika í sér-
stakri uppfærslu á Rómeó og
Júlíu. „Búlgarskur leikstjóri
hringdi í mig,“ segir Marteinn,
„sem mér skilst að sé einn af
fremstu leikstjórum landsins og
reyndar fræg poppstjarna líka,
og bauð mér hlutverk prestsins í
Rómeó og Júlíu.“ Leikstjórinn
hafði séð lokaverkefni skólans þar
sem Marteinn lék prinsinn Sidd-
harta og eftir það hringdi hann
í Dag. Þessi uppfærsla á leikritinu
um Rómeó og Júlíu á að gerast
í Serbíu og þau eiga að koma frá
sitthvorri þjóðinni. „Ég verð
væntanlega Vestur-Evrópu mað-
urinn sem reynir að friða hinar
stríðandi þjóðir með þeim afleið-
ingum að þær deyja báðar. Ástir
þeirra eru tákn um þann kærleik
sem bindur mennina saman. Sagt
er að Shakespeare hafí séð sig í
hlutverki prestsins.“
Marteinn segir að það
sé gaman að fá tækifæri
til að leika í Shakespeare
uppfærslu í Englandi:
„Sjaldgæft er að útlend-
ingar fái slík hlutverk,
þar sem strangar kröfur
eru gerðar um afbragðs
enskukunnáttu." Mar-
teinn fékk mjög góða
dóma í Surrey Advert-
iser fyrir hlutverk sitt í
leikritinu „Þá kyssti
hann mig“ eftir Philip
Goulding. Hann segir að
það sé alltaf gaman að
fá um sig góða og rétt-
mæta gagnrýni, einkum
ef hún sé uppbyggileg.
Þegar hann er spurður
hvort hann ætli að reyna
frekar fyriv sér í Eng-
landi svarar hann: „Eg
er íslendingur og er bú-
inn að eyða þremur árum í að
læra um breska kónga, breska
sögu og breskar bókmenntir. Nú
MARTEINN Arnar Marteinsson
bregður á leik í London.
þrái ég upprunann og vildi gjamr
an fá tældfæri til að leika í ís-
lensku leikhúsi."
Leikkonan vinsæla Emma
Thompson.
Emma Thomp-
son útskrifaðist
úr gamanháskóla
►LEIKKONAN Emma Thomp-
son útskrifaðist úr Cambridge-
háskóla og þykir vera afbragðs
gamanleikari, eins og sannaðist
meðal annars í kvikmyndinni
Ys og þys út af engu (Much Ado
About Nothing). Hún er ekki
eini gamanleikarinn sem hefur
útskrifast þaðan. Monty-Python
hópurinn kemur líka úr Cam-
bridge-háskóla og Stephen Fry
■, og Hugh Laurie sem iéku í
þáttunum um Jeeves og Wooster
og gamanmyndinni Vinir Péturs
(Peter’s friends). Þetta er því
sannkallaður gaman-háskóli.
Hún segist hafa leikið í einu leik-
riti „Travesties“ eftir Tom
Stoppard þegar hún var í skól-
anum. Hún var í hlutverki
Gwendolen og hlaut góðar und-
irtektir, en þar reynir mikið á
fjörlega túlkun leikarans.
Fáir vita að í kvikmyndunum
Ys og þys út af engu og Vinir
Péturs lék móðir Emmu,
Phyllida Law. „Hún er leikari
af gamla skólanum," segir
Emma, „sem bjóst aldrei við að
leika annað heldur en Shake-
speare. Þegar hún var ung
hlökkuðu líka allar konur til
fertugsaldursins. Það er annað
en í dag þegar konur líta á fer-
tugsaldurinn sem fallöxi."
Hálskirtlarnir féllu ekki í kramið
NOKKRIR ljósmyndaranna sem eiga
verk á sýningunni í New York. Börk-
ur Amarson er lengst til vinstri og
Svanur Kristbergsson þriðji frá
vinstri.
MTV-kvik-
myndaverð-
launin afhent
Wayne og Garth um B|örk þegar þeir völdu hana sem
eina af TOP TEN MUCICAL BABES:
„Strangely-monickered lcelandic babe in toyland.
I'm sorry she's just not human. She's either an
alien or an animatronic puppet created by Jim
Henson's Creature Workshop. Garth says he'd like
to Bjork her. I assume it was a suggestive reference
to sexual intercourse."
BÖRKUR Arnarson ljós-
myndari og Svanur Krist-
bergsson skáld eru fulltrúar
íslands á ljósmyndasýningu
frá Norðurlöndum sem opnuð
var nýverið í salarkynnum
alþjóðlegu ljósmyndastofnun-
arinnar „ICP“ í New York.
Sýningin nefnist „Stranger
Than Paradise“ og er ætlað
að kynna hvernig ungir lista-
menn í þessum löndum hag-
nýta sér ljósmyndatæknina í
verkum sínum. Stephen
Henry Madoff, ritstjóri tíma-
ritsins Art News, valdi verkin.
Börkur og Svanur vinna
verkin í sameiningu og notast
við ljósmyndir, hluti og texta.
Þeir hafa áður haldið sýning-
ar í Reykjavík og Póllandi.
„Við eigum þarna tvö verk,“
segir Börkur. „Við köllum þau
Sár 1 og 2. Þriðja verkið var
einhverra hluta vegna ekki
sett upp. Kannski hefur þeim
mislíkað að það voru hálskirtl-
arnir úr mér.“ Ljósmyndar-
arnir sem eiga myndir á sýn-
ingunni eru um tuttugu tals-
ins og flestir ungir að árum.
Alþjóðlega ljósmynda-
stofnunin sem þykir ein helsta
miðstöð ljósmyndunar í
Bandaríkjunum, hvort sem
um er að ræða sýningar eða
fræðslu, stendur fyrir henni í
samvinnu við „American-
Seandinavic Foundation".
Börkur neitar því ekki að það
sé heiður að sýna á stað sem
þessum: „New York er auðvit-
að miðja listaheimsins í
dag og okkur er sagt
að flöldi gesta á
sýningunni gæti
orðið 15-20.000
manns. Það er jj
ekki svo lít-
ið.“
ÞAÐ VAR mikið um dýrðir þegar MTV-kvik-
myndaverðlaunin fyrir árið 1994 voru afhent.
Meðal verðlaunahafa má nefna Robin Williams
sem hlaut verðlaun fyrir bestan gamanleik og
Aliciu Silverstone sem hlaut verðlaun fyrir bestu
frumraunina.
Verðlaunin féllu þó í skuggann á ærslalátum Holly
wood-stjamanna
um kvöldið.
Dennis Rodman
spurði Tom Arn-
old hvort hann
fengi stefnumót
við Roseanne og
Elle MacPherson
talaði um einka-
líf sitt: „Ég er
ekki trúlofuð, ég
er ógift og eftir
kvöldið í kvöld
er eins víst að ég
verði ekki á
föstu“. Chris Isa-
ak fór úr skyrt-
unni og stillti sér
upp við hliðina á lifandi og bronslitaðri
eftirmynd Öskarsverðlaunastyttunnar,
eftir að Bon Jovi hafði veðjað 300 dollur-
um eða 21.000 ísl. krónum um að hann
þyrði það ekki. Spuming hvort ekki
hefði þurft að bjóða Amold Schwarzen-
egger á svæðið til að passa upp á liðið.
Alicia Silvers-
tone knúsar
verðlaunin
sem hún fékk.
Hér sjást Courtney
Love og Michael
Stripe í verslunarleið-
angri fyrir hátíðina.
Mark-
viss
gítar-
leikari
►HLJÓMSVEIT-
IN Pavement
spilað með
Sonic Youth á
tónleikaferð
um Evrópu
fyrir tveimur
árum. „Á
hverju kvöldi
kom Steven
mér á óvart,“
segir Lee Ran-
aldo gítarleik-
ari Sonic Yoth.
„Spilamennska
hans er látlaus og
lagviss, en samt
virðast hljómarnir
sem hann nær úr gít-
arnum hjá sér alltaf
hitta í mark.“
FOLK