Morgunblaðið - 10.07.1994, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1994
MORGUNBLAÐIÐ
+
IÞROTTIR
KNATTSPYRNA
Brasilíski knattspyrnusnillingurinn Pele gagnrýnir Diego Armando Maradona harðlega
Hegðun hans er
óafsakanleg
FRÆGASTI knattspyrnumaður sögunnar, Brasilíumaðurinn Pele,
gagnrýndi framferði Diego Armando Maradona harkalega í síð-
ustu viku. Við lyfjapróf á HM kom í Ijós að Maradona hafði not-
að ólögleg lyf og ákvað argentínska sambandið íframhaldi af
því að Maradona yrði ekki meira með og Alþjóða knattspyrnu-
sambandið, FIFA, tekur málið ekki fyrir fyrr en eftir úrslitakeppn-
ina. Pele segir framkomu knattspyrnustjörnunnar algjörlega
óafsakanlega og honum til mikillar skammar.
Ef Maradona væri 17 ára ungling-
ur mætti hugsanlega fyrirgefa
honum, en hann er að taka þátt í
fjórðu Heimsmeistarakeppninni og
hann á að vita að svona lagað getur
hann ekki gert. Hann hefur enga
afsökun," segir Pele, sem lék á sínum
tíma fjórum sinnum í heimsmeistara-
keppni eins og Maradona.
Pele segir að tilraunir argentín-
skra fjölmiðla til að fegra gjörðir
Maradona dæmi sig sjálfar. Fjölmiðl-
ar í Argentínu hafa látið að því liggja
að FIFA og forseti þess, Brasilíumað-
urinn Joao Havelange, hafi viljað
hnekkja á Maradona og viljað hann
út úr keppninni. „Þetta dæmir sig
sjálft. Lögin eru til staðar og þau
eru fyrir alla, ekki bara fyrir Argent-
ínu. Það er sama hver hefði lent í
þessu, viðkomandi hefði verið rekinn
úr keppni. Þessar ásakanir eru ógeð-
felldar og fáránlegar," segir Pele.
„ „Það er dapurlegt til þess að vita
“'áð Maradona skuli aldrei hafa íhugað
þá ábyrgð sem fylgir því að vera
besti knattspyrnumaður heims. Hann
hefur aldrei getað nýtt sér hæfileika
sína á knattspymuvellinum til góðs
utan hans. Ég veit ekki hver ástæðan
er. Ef til vill er það vegna fjölskyldu-
aðstæðna hjá honum, eða þá trúar-
legur bakgrunnur. Allir vilja gera
eins og stjörnumar gera og þær eiga
að vera fyrirmynd unglinga í heimin-
um.
Maradona hefði átt að læra af
fyrri reynslu þegar hann var dæmdur
í bann vegna neyslu kókaíns. Hann
fékk tækifæri til að ná sér út úr
ruglinu en hann klúðraði því. Þó
hann sé núna orðinn of gamall til
að vera knattsyrnuhetja er hann enn
ungur og á allt lífið framundan. Með
þetta hneyksli á bakinu verður lífið
ekkert sældarbrauð," segir Pele.
Pele er annars ánægður með fram-
gang mála á HM og þá sérstaklega
með framtíð knattspyrnunnar í
Bandaríkjunum í huga, en hann lék
með New York Cosmos á áttundaára-
tugnum þegar tilraun var gerð til
að gera knattspyrnu að vinsælli
íþrótt þar vestra. „Ég held að heims-
meistarakeppnin núna verði mikil
lyftistöng fyrir knattspyrnuna í
Bandaríkjunum og það kæmi mér
ekki á óvart þó nokkuð margir leik-
menn sem hér leika muni leika í
deildinni hjá Bandaríkjamönnum á
næsta ári. Ég er viss um að það
verða nokkrir þekktir knattspyrnu-
menn sem munu leika í deildinni,
rétt eins og í Japan.
Ég sé það núna, svona eftir á, að
síðast þeger tilraun var gerð til að
rífa knattspyrnuna upp í Bandaríkj-
unum voru gerð nokkur mistök, en
ég held að menn hafi lært af reynsl-
unni og mér sýnist sem draumur
minn um góða deild í Bandaríkjunum
sé að verða að veruleika. Undirstaðan
verður einnig tryggð því mjög mikill
áhugi er á knattspyrnu meðal ung-
viðsins í Bandaríkjunum. Knatt-
spyrna á eftir að verða ein af stærstu
íþróttunum hér en hún mun reyndar
hvorki keppa við ameríska fótboltann
né hafnaboltann.
Heimsmeistarakeppnin hefur verið
frábær hingað til og ég er viss um
að mínir menn, Brasilíumenn, munu
standa sig vel. Brasilía hefur góðan
mannskap en hefur ekki leikið nógu
vel ennþá. Liðið er of lengi að koma
boltanum af miðjunni og til framlínu-
mannanna. Sóknirnar eru ekki nógu
hraða ennþá þrátt fyrir að leikmenn
ráði yfir tækni til að leika mun hrað-
ar og koma þannig í veg fyrir að
mótheijinn geti skipulagt vöm sína,“
sagði Pele.
Reuter
Maradona
Maradona hefur margoft
sýnt að hann er besti knatt-
spyrnumaður heims, en Pele
segir hann ekki hafa náð að
nýta sér það utan vallarins.
Hann hafi ekki verið sú fyrir-
mynd sem stjörnur verða að
vera og hann telur að Mara-
dona eiga erfitt líf fyrir hönd-
um. Hér að ofan fagnar
Maradona marki sínu gegn
Grikkjum. Hér til hliðar sýnir
hann snilli sína með knöttinn
og á myndinni þar fyrir neðan
er hann á æfingu ásamt Bati-
stuta og Ruggeri. Á myndinni
hér fyrir neðan er Maradona
sem ungur maður ásamt Pele
og Havelang, sem argentísk-
ir fjölmiðlar saka um að
standa að baki „ofsóknun-
um“ gegn Maradona.
«
í
I
cí
L
I
i
i
i
i
C