Morgunblaðið - 19.08.1994, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Brosmild börn
í Neskirkju
NESKIRKJA stendur þessa
dagana fyrir fjölbreyttu nám-
skeiði fyrir börn á aldrinum sex
til tíu ára. Að sögn sr. Guð-
mundar Óskars Olafssonar, að-
stoðarprests, er markmiðið að
fræða börnin, kynna þeim um-
hverfi sitt og leyfa þeim að
gleðjast saman. Það er starfs-
fólk kirkjunnar sem vinnur að
æskulýðsmálum sem hefur veg
og vanda af námskeiðinu sem
varað hefur alla þessa viku.
Vegna mikillar eftirspurnar
verður efnt til annars nám-
skeiðs í næstu viku en sr. Guð-
mundur Óskar segir að um
þijátíu börn sæki hvort nám-
skeið um sig. Hann segir að um
sé að ræða frumraun í starfi
Neskirkju sem full ástæða sé
að rækta áfram.
Morgunblaðið/Golli
Umhverfisráðherra hefur gefið út reglugerð vegna villidýralaga
Bannað að nota byssur sem
taka fleiri en tvö skothylki
VEIÐAR á heiðagæs og grágæs mega hefjast
frá og með 20. ágúst og standa til 15. mars
skv. reglugerð sem umhverfisráðherra gaf út í
gær vegna nýsamþykktra villidýralaga. I frétta-
tilkynningu ráðuneytisins segir að ákvörðun um
veiðitíma rjúpu verði birt síðar.
Skv. villidýralögunum eru allir fuglar friðaðir
nema annað sé tekið fram í reglugerðinni. í henni
afléttir umhverfisráðherra friðun á einstökum
fuglategundum. Þannig er friðun á fjórum teg-
undum, svartbak, sílamáfi, silfurmáfí og hrafni,
aflétt allt árið. Friðun er aflétt á nokkrum tegund-
um á tímabilinu frá 1. sept.-15. mars, s.s. fýl,
dílaskarfí, toppskarfí, blesgæs, stokkönd, hávellu,
hettumáfí og ritu. Friðun álku, langvíu, teistu
og lunda er aflétt á tímabilinu 1. sept.-lO. maí.
Óheimilt að veiða fugl í sárum
Skv. reglugerðinni er óheimilt að þeyta flaut-
ur, fljúga flugvélum eða vera með annan hávaða
að óþörfu í grennd við fuglabjörg. Aldrei má
skjóta fugl í fuglabjörgum og óheimilt er að veiða
fugl í sárum.
Reglugerðin heimilar öllum íslenskum ríkis-
borgurum sem og erlendum ríkisborgurðum með
lögheimili hér á landi fuglaveiðar í almenningum,
á afréttum utan landareigna lögbýla og utan
netlaga landareigna. Landeigendum einum eru
heimilar fuglaveiðar og ráðstöfunarréttur þeirra
á landareign sinni.
Tekið er fram að veiðar eru aðeins heimilar í
þeim tilgangi að nýta verðmæti i kjöti og öðrum
afurðum eða til að veijast tjóni. Er sérhveijum
veiðimanni skylt að hirða bráð sína og særi veiði-
maður fugl ber honum að elta hann strax uppi
og aflífa ef þess er nokkur kostur.
Ekki má selja fugla sem festast í netum
Reglugerðin tiltekur nákvæmlega þær veiðiað-
ferðir sem óheimilt er að beita. Við veiðar er
m.a. óheimilt að nota eitur eða svefnlyf, steina,
barefli, eggvopn, skutla, stunguvopn eða áþekka
hluti. Þó má nota barefli við hefðbundnar veiðar
á fýls-, súlu- og skarfsungum. Óheimilt er að
nota sjálfvirk skotvopn, svo og handhlaðnar fjöl-
skotabyssur (pumpur) og hálfsjálfvirk skotvopn
með skothylkjahólfum sem taka fleiri en tvö
skothylki. Einnig er bannað að nota fótboga eða
gildrur við veiðar, rafbúnað sem getur drepið eða
rotað, segulbandstæki eða aðra rafknúna hljóð-
gjafa, búnað til að lýsa upp skotmörk, spegla
eða annan búnað sem blindar og búnað til þess
að miða í myrkri með rafeindatækjum er stækka
eða breyta ímyndinni. Fugla er drepast í netum
sem lögð eru til fiskveiða eða kópaveiða, má
ekki bjóða til sölu, selja, kaupa, gefa né þiggja
að gjöf og lifandi fugla skal greiða úr neti og
sleppa.
Þá getur umhverfísráðherra nú heimilað
mynda- og kvikmyndatöku af örnum, fálkum,
snæuglum og haftyrðlum við hreiður en um leið
er felld úr gildi eldri reglugerð um bann við
myndatökum af þessum fuglum.
Morgunblaðið/Magnús Fjalar
Blindös í IKEA
„ÞETTA hefur gengið betur en
við þorðum að vona. Það er
búin að vera blindös frá því
klukkan tíu í morgun,“ sagði
Gestur Hjaltason, verslunar-
stjóri, þegar Iíða fór að lokum
fyrsta opnunardags hinnar nýju
verslunar IKEA í Holtagörðum.
Hann taldi að um þrjú til fjögur
þúsund manns hefðu verið á
svæðinu í einu þegar mest var,
en Bónus, Rúmfatalagerinn og
ÁTVR eru einnig með aðstöðu
í sama húsnæði. Gestur sagði
að nýja húsnæðið væri meira en
helmingi stærra en hið gamla í
Kringlunni, en engu að síður
væri verslunin troðfull.
Morgunblaðið/Golli
Morgunblaðið/Magnus Fjalar
GESTIR skoða sýninguna Leiftur frá lýðveldisári - bæjarmál
1944 í Ráðhúsinu í Reykjavík.
Bæjarmál 1944
SÝNINGIN Leiftur frá lýðveldisári
- bæjarmál 1944 var opnuð í Ráð-
húsi Reykjavíkur í gær, á afmælis-
degi Reykjavíkurborgar. Forseti
borgarstjórnar, Guðrún Ágústsdótt-
ir, opnaði sýninguna formlega og
sagði m.a. að gildi svona sýninga
væri mikið þar sem þær sýndu fram
á gildi þess að varðveita skjöl og
ljósmyndir frá daglegu lífí okkar.
Svanhildur Bogadóttir, borgar-
skjalavörður, tók undir orð Guðrúnar
og hvatti stofnanir borgarinnar til
að mynda daglegt líf á stofnunum
þar sem slíkar myndir væru ómetan-
leg gögn.
Sýningin fjallar um starfsemi
Reykjavíkurbæjar og bæjarmál lýð-
veldisárið 1944 með ljósmyndum,
eftirgerð skjala og textum. Það var
Lýðveldisnefnd Reykjavíkur sem átti
frumkvæðið að sýningunni en það
er nefndin ásamt Borgarskjalasafni
Reykjavikur og Ljósmyndasafni
Reykjavíkurborgar sem standa að
sýningunni.
Sýningin gefur innsýn í bæjarbrag
í Reykjavík árið 1944 og kennir þar
ýmissa grasa. Á sýningunni má m.a.
lesa kaupsamning Reykjavíkur við
Strætisvagna Reykjavíkur hf., en
fyrirtækið varð að bæjarfyrirtæki
1944. Auk þess má lesa kvörtunar-
bréf frá Utvegsbankanum vegna
pylsuverslunar í Kolasundi og eru
forsvarsmenn ekki par hrifnir af
svöngum viðskiptavinum verslunar-
innar.
Ný könnun
Gallups
Stjórnin
hefur
46% fylgi
RÍKISÚTVARPIÐ birti í
gærkveldi skopanakönnun,
sem Gallup á íslandi gerði
um fylgi stjórnmálaflokk-
anna. Samkvæmt könnun-
inni hefur ríkisstjórnin nú um
46% fylgi.
Sjálfstæðisflokkurinn
fær 38%
Samkvæmt könnuninni
nýtur Sjálfstæðisflokkurinn
nú um 38% fylgis og er það
svipað fylgi og í síðustu al-
þingiskosningum. Fram-
sóknarflokkurinn nýtur nú
fylgis 20,7% og hefur aukið
fylgið um 2% frá kosningum,
Alþýðubandalagið hefur nú
13,7% og tapar einu pró-
senti, kvennalistinn fær 12%
og bætir við sig 4% og Al-
þýðuflokkurinn fær 8,7% og
tapar 7%. Listi Jóhönnu Sig-
urðardóttur fær 5%.
Óákveðnir voru 14%.
Símaskráin
leiðrétt
VERIÐ er að bera út viðauka
við símaskrána vegna mis-
taka sem urðu við vinnslu
skrárinnar fyrir þetta ár.
Segir Hrefna Ingólfsdóttir
upplýsingafulltrúi Pósts og
síma að leiðréttingarnar fel-
ist í nokkrum gulum síðum
með nöfnum lækna sem fall-
ið hafi út, auk einhverra fyr-
irtækja. Einnig fylgir blað-
síða með leiðréttingum á
símanúmerum einstaklinga
að sögn Hrefnu. Segir hún
ennfremur að ný skrá yfír
farsímanúmer sé einnig á
leiðinni.
Tveir piltar
týndust
TVEGGJA fimmtán ára pilta
var saknað um skamma hríð
í gær. Piltamir urðu viðskila
við félaga sína í fjallgöngu á
Esjunni og var farið að ótt-
ast um þá á nítjánda tíman-
um. Þeir fundust skömmu
síðar heilir á húfí á toppi
fjallsins fyrir ofan Vallá. Það
var þyrla Landhelgisgæsl-
unnar sem hafði upp á piltun-
um og flutti þá til byggða.
Markarvegur
fallegastur
MARKARVEGUR var til-
nefnd fegursta gata Reykja-
víkur á afmæli borgarinnar
í gær. Útibú Landsbanka
íslands við Langholtsveg og
Fönix við Hátún 6a fengu
viðurkenningu fyrir góðan
frágang lóða og fagurt um-
hverfi. Fjölbýlishúsalóðin
Hæðargarður 1-27 fékk við-
urkenningu fyrir góðan frá-
gang. Þá var Norska bakarí-
ið, Fischersundi 3, verðlaun-
að fyrir velheppnaðar endur-
bætur á húsinu.