Morgunblaðið - 19.08.1994, Page 7

Morgunblaðið - 19.08.1994, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 7 Norskur fiskifræðmgur Veiðarnar ekki ógnun við þorsk- stofninn TORE Jakobsen, fiskifræðingur við Hafrannsóknarstofnunina í Bergen, segir að veiðar íslendinga í Smug- unni séu ekki bein ógnun við norsk- rússneska þorskstofninn, þar sem ekki séu mikilvægar uppeldisstöðvar fyrir stofninn á hafsvæðinu. Jakobsen sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að veiðarnar kunni engu að síður að hafa áhrif á veiðar annarra þjóða, t.d. gætu Norðmenn og Rússar neyðst til að minnka fiskikvóta sína. Að sögn NTB frétta- stofunnar hafa skip íslenskra út- gerða og skip undir hentifána veitt um 22.000 tonn það sem af er árinu en það er um 7% af norska kvótanum. Smáþorsk í Smugunni er helst að finna í suð-austurhluta hennar og er aðeins um lítinn hluta af þorsk- stofninum að ræða. Sá fullvaxta þorskur sem íslendingar veiða fer inn á og út af svæðinu í leit að æti. Þegar litlir árgangar þorsks ganga, veiðist lítið í Smugunni. Um verndarsvæðið við Svalbarða gegnir hins vegar allt öðru máli. Svæðið er mun stærra og um 25% af uppeldisstöðvum þorsksins eru innan verndarsvæðisins. Segir Jak- obsen að fískifræðingar telji því mik- ilvægt að takmarka veiðar þar. Er svæðinu lokað þegar mikið hefur veiðst af undirmálsfiski. Norges Fiskarlag Aðgerða krafist í máli ræðis- mannsins Ósló. Morgunblaðið. „VIÐ teljum það með öllu óásættan- legt að norskur ræðismaður skuli vinna gegn mikilvægum hagsmunum Norðmanna og stefnu norskra stjórn- valda með því að senda togara til að stunda sjóræningjaveiðar í Bar- entshafi. Norsk stjórnvöld verða að grípa til viðeigandi aðgerða í máli þessu,“ segir Jon Lauritzen, talsmað- ur Norges Fiskarlag, heildarsamtaka hagsmunaaðiia í norskum sjávarút- vegi. Stjórn samtakanna hefur ekki krafist þess beinlínis að ræðismaður- inn á Akureyri verði settur af. Lau- ritzen lætur hins vegar nægja að minna á að norsk stjórnvöld hafi áður látið til sin taka i sambærilegum málum. „Við göngum út frá því að svo verði einnig nú,“ segir Lauritzen. Talsmaður norska utanríkisráðu- neytisins, Ingvard Havnen, segir að ekki hafi verið afráðið hvemig brugð- ist verði við veiðum fiskiskipa ræðis- mannsins í Smugunni. „Við bíðum eftir skýrslu frá sendiráðinu í Reykjavík og væntum þess að þar komi fram skýringar ræðismannsins. Fyrst þarf að afla allra upplýsinga í máli þessu. Þá fyrst getum við tjáð okkur um hugsanleg viðbrögð," seg- ir Havnen. Það hefur aðeins gerst einu sinni á síðari árum að ræðismaður Norð- manna hafi verið leystu." frá störfum. Það gerðist 1. janúar 1993 er stjórn- völd gátu ekki sætt sig við framferði aðalræðismanns Noregs í Guate- mala. Sá hafði í viðtali varið fjölda- morð á indíánum í landinu sem sak- aðir voru um að vera „flugumenn kommúnista". Þáverandi utanríkis- ráðherra Noregs, Thorvald Stolten- berg, lýsti þá yfír því að ekki væri unnt að una því að ræðismenn gæfu ranga mynd af viðhorfum og stefnu norsku ríkisstjórnarinnar. Við lýsum eftir áhugasömum samstarfsaðilum um sölu á áhugaverðri nyjung. 17. september n.k. verður tímamótadagur hjá öllum sem hafa áhuga á að hljóta glæsilega vinninga í leikjum og happdrættum. Þetta laugardagskvöld verður fyrsti BINGÓLOTTÓ þátturinn sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2. BINGÓLOTTÓ, sem verður á dagskrá alla laugardaga, er þáttur þar sem áhorfendur bæði í sjónvarpssal og heima í stofu keppast við að vinna verðmæti fyrir milljónir á milljónir ofan. Til þess að njóta spennunnar og skemmtunarinnar til fulls er nauðsynlegt að næla sér í BINGÓLOTTÓ miða. Sölu- og samstarfsaðilar Happdrættis DAS, leyfishafa Bingólottósins, forsvarsmenn og eigendur íþróttafélaga, söluturna, verslana og þvílíkrar starfssemi, sem áhuga hafa á að gerast söluaðilar Bingólottósins, eru vinsasmlegast beðnir að hafa sem fyrst samband við aðalskrifstofu Happdrættis DAS í síma 617117. þar sem vinningarnir fást á laugardagskvöldum í opinni dagskrá

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.