Morgunblaðið - 19.08.1994, Page 9

Morgunblaðið - 19.08.1994, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 9 FRÉTTIR Drangeyjarsundmenn stungu sér til sunds. ÞEIR rifjuðu upp liðin afreksverk í lauginni. F.v.: Axel Kvaran, Pétur J. Eiríksson og Eyjólfur Jónsson. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins SUNDGARPARNIR fóru að Reykjum og ornuðu sér í lauginni, en vatnið er 55 gráður svo það verður að kæla það fyrir baðferð. Sundkappar á fomum slóðum FIMM íslendingar hafa á seinni tímum þreytt Drangeyjarsund, en fyrstur manna til að synda úr Drangey til lands var Grettir Ásmundarson eins og segir frá í Grettis sögu. Þremur sundkapp- anna var í byijun vikunnar boðið til Drangeyjar og var það Jón Eiríksson, oft nefndur Drangeyj- aijarl, sem stóð fyrir boðinu. Sundkapparnir þrír eru Pétur J. Eiríksson, sem synti frá Drangey til lands 1936, Eyjólfur Jónsson, sem er sá eini sem hefur tvisvar sinnum þreytt Drangeyj- arsund, árin 1957 og 1959, og Axel Kvaran, sem synti úr Drangey 1961. Jón rekur fyrirtækið Drangeyj- arferðir og kvaðst hann hafa langað til að bjóða köppunum á fomar slóðir. „Ég held að þeir hafi haft dálítið gaman af þessu. Þeir fóru út í Drangey og tveir þeirra gengu upp á eyna. Síðan sigldum við upp að Reykjum og þeir böðuðu sig í Reykjalauginni,“ sagði Jón. Auk þeirra fyrrnefndu synti Erl- ingur Pálsson yfirlögregluþjónn Drangeyjarsund árið 1927 og var það í fyrsta sinn eftir hið sögu- fræga sund Grettis Ásmundar- sonar, en talið er að hann hafi synt til lands úr eynni árið 1030. Margar þjóðsögur eru tengdar við Drangey og segir frá einni þeirra í Landið þitt, ísland. Segir þar frá því að „Guðmundur bisk- up góði hafi tekið að vígja eyna vegna þess hve margir höfðu farist þar með sviplegum hætti. En þegar hann var langt kominn að vígja allt bjargið kom tröllsleg loppa fram úr bjarginu og bað vætturin Guðmund hætta vígsl- unni vegna þess að einhvers stað- ar yrðu vondir að vera. Er það algengt máltæki síðan. Skildi hann þá hluta af bjarginu eftir óvígðan og heitir það Heiðna- bjarg. Aldrei er sigið í það. í bjarginu era ljósleitar rákir er mynda krossmark. Heitir þar Kross ogþykir mikil furðusmíð.“ ERUx ÞEIR AÐ FÁ’ANþl? Erfið sambúð við Svartá VEIÐI gengur vel í Svartá og er hún trúlega eina áin á Norðanverðu landinu þar sem veiði getur talist viðunandi. Þar höfðu veiðst um miðja viku 204 laxar, sem er 26 löxum minna heldur en á sama tíma í fyrra. Aftur á móti er þá verið að bera saman við metveiðisumar. Síðast var tveggja daga holl með 9 laxa, en þar á undan 23 laxar á þremur dögum og tvö tveggja daga holl sem fengu 15 laxa hvort. Veitt er á þtjár stangir. Aflinn er blanda af smáum laxi og stórum, allt að 18-20 punda. Það er þó ekki sam- felld hamingja í Svartárdalnum, því veiðimenn hafa orðið fyrir miklum truflunum vegna vegagerðar- manna sem hafa ótrauðir sótt efni í sjálfan árfarveginn. Að minnsta kosti þrír góðir veiðihyljir eru úr sögunni vegna efnistökunnar, auk þess sem veiðimenn hafa mátt við það una að jarðýtur kæmu skrölt- andi ofan í til þeirra, eða að athafn- ir vegagerðarinnar við gamla brú- arstæðið í Hlíðará hefur gruggað ána alla fyrir neðan ármót. Jörundur Markússon leigutaki Svartár sagði farir sínar ekki slétt- ar og sagði ástandið vera „til há- borinnar skammar fyrir eigendur Bólstaðahlíðar, Vegagerðina og undirverktaka hennar, það væri gengið þama um með yfirgangi og djöfulgangi," eins og hann orðaði Morgunblaðið/Einar S. Einarsson. Enn koma hingað menn frá öllum heimshornum til lax- veiða þótt úr því hafi dregið hin seinni ár. Hér er Jórd- aníumaðurinn Shamir Has- an með tæplega 8 punda lax sem hann veiddi í Elliðaán- um fyrir skömmu. það. Þetta væri þeim mun verra til afspurnar, að leitað hefði verið eftir áliti fiskifræðings hjá Veiði- málastofnun og hefði sá aðili mælt eindregið á móti efnistöku á vissum svæðum, m.a. þar sem efnistaka hefur nú farið fram. Hefði hann bent á að nóg efni væri neðar, nær Blöndu, og efnistaka þar hefði ekki haft neina truflun eða eyðileggingu í för með sér. „Framkvæmdum þama átti að Ijúka 15. ágúst, en það hefur eitthvað tafist. Vonandi að þessu fari að linna þannig að veiðimenn geti stundað sína iðju í friði. En sárin á ánni standa eftir og vonandi að náttúran sjálf græði þau sem fyrst,“ sagði Jörundur. Toppárnar Enn eru borgfirsku ámar Norð- urá og Þverá í efstu sætunum, en skammt undan er þriðja stóráin í héraðinu, Grímsá, og Rangárnar. Á miðvikudagskvöld voru komnir 1456 laxar úr Norðurá og 1430 úr Þverá og Kjarrá. Grímsá og Rangámar stóðu í um 1200 fiskum hvor. I þeim báðum er veitt mun lengur heldur en í Norðurá og Þverá. „Fiskur er enn að ganga og eystri áin hefur tekið nokkuð við sér,“ sagði Þröstur Elliðason leigutaki Ytri Rangár í gærdag. Olafur Haukur Ólafsson varafor- maður SVFR og Jón Ólafsson einn leigutaka Þverár vom sammála um að nóg væri af laxi, en veðurguðirn- ir réðu ferðinni úr því sem komið væri. 18 punda lax veiddist í Kaupamannapolli í Norðurá í gær- morgun, laxinn, sem var hængur, veiddi Ragnheiður Ólafsdóttir á agnið „Wiggly Brown Charm“, sem mun vera nett nafn fyrir ánamaðk! Lélegt í Laugardalnum... Veiði hefur gengið illa að undan- fömu í Laugardalsá við Djúp. Jón I. Pálsson sem var að koma af bökkum árinnar sagði 130 laxa vera skráða til dagsins 15. ágúst. „Þetta er orðið vatnslaust og fiskur virðist ijúka beint í Laugarbóls- vatnið. Við ferigum aðeins þijá laxa, þar af tvo sem drengirnir mínir 5 og 7 ára fengu á maðk og flotholt í Affallinu. Við sáum fiska í Dagmálafljóti og Blámýrarfljóti, en ekki marga og alla legna," bætti Jón við. Reytist úr Elliðaánum... í gærmorgun vom komnir 819 lax- ar úr Elliðaánum sem er þokkaleg- asta veiði, en á sama tíma í fyrra voru þó komnir 1035 fiskar á land. Teljarinn hafði skráð 1925 laxa í gærmorgun, en 2572 fiska á sama tima í fyrra. Þetta er því talsvert minna heldur en síðasta sumar. Dagsveiði síðustu daga hefur verið 12 ti! 16 laxar. í fyrradag veiddist 14,5 punda hængur í Efri Móhyl. Það var Rúnar Gíslason sem fékk laxinn á fluguna Dentist númer 8. Stjóm Landsbókasafns- Háskólabókasafns skipuð MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur skipað stjórn Landsbókasafns Is- lands - Háskólabókasafns, þ.e. hinn- ar nýju stofnunar sem taka á til starfa í Þjóðarbókhlöðu 1. desember nk. sbr. lög nr. 71/1994. f stjórninni eiga sæti: Dr. Jóhann- es Nordal,_skipaður án tilnefningar, Vésteinn Ólason, prófessor og Þor- steinn I. Sigfússon, prófessor, til- nefndir af háskólaráði, Egill Skúli Ingibergsson, verkfræðingur, til- nefndur af Rannsóknarráði íslands og Kristín Indriðadóttir, yfirbóka- vörður, tilnefnd af Bókavarðafélagi íslands. Jóhannes Nordal hefur verið skip- aður formaður stjórnarinnar og Þor- steinn I. Sigfússon varaformaður. Skipunartími er fjögur ár. Forsætisráð- herra við út- för Wörners DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra hélt í gærmorgun áleiðis til Brussel til að vera við útför Manfreds Wörn- ers, áður framkvæmdastjóra Atl- antshafsbandalagsins. I för með forsætisráðherra er Eyjólfur Sveinsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Franskir kjólar nýkomnir Verð frá kr. 18.800 TGSS Neðst viS Dunhaga, s: 622230 Opið virka daga kl. 9-18, laugardaga kl. 1Q-14 Fólk er alltaf að vinna í Gullnámunni: 76 milljónir Vikuna 11. ágúst til 17. ágúst voru samtals 76.231.431 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður: Upphæð kr.: 11. ág. Kringlukráin . 131.536 11. ág. Kringlukráin 61.212 11 • ág. Mamma Rósa, Kópavogi 51.334 13. ág. Hofsbót, Akureyri .. 326.696 13. ág. Hótei Örk, Hveragerði 73.817 15. ág. Ölver .. 228.761 16. ág. Lukkupotturinn, Lækjargötu. .. 127.297 16. ág. Ölver .. 149.207 17. ág. Kringlukráin 81.421 17. ág. Háspenna, Laugavegi 96.423 17. ág. Mónakó 83.477 Staða Gullpottsins 18. ágúst, kl. 11:49 var 13.463.318 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf í 50.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síðan jafnt og þétt þar til þeir detta. I í í

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.