Morgunblaðið - 19.08.1994, Page 10

Morgunblaðið - 19.08.1994, Page 10
10 FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Tveir harðir árekstrar í Eyjafirði TVEIR bílar lentu harkalega sam- an rétt sunnan við Ólafsfjörð um klukkan hálfníu í fyrrakvöld. Ann- ar harður árekstur varð svo í gær annars staðar í Eyjafirði, á mótum Grenivíkurvegar og Norðurlands- vegar. Ökumenn beggja bílanna, sem skullu saman í Ólafsfirði, voru fiuttir á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Að sögn lögreglunnar á Ólafsfirði voru ökumennirnir, mað- ur og kona, einir í bílum sínum, sem eru taldir ónýtir eftir árekstur- inn. Ekki er vitað hve alvarleg meiðsl fólksins voru. Áreksturinn í gær var einnig harður og voru tveir farþegar úr öðrum bílnum, mæðgin frá Húsa- vík, fluttir á slysadeild FSA, en meiðsli þeirra voru minniháttar. Bílarnir voru hins vegar mikið skemmdir, sérstaklega annar. í gær varð einnig slys á Höfða- hlíð á Akureyri. Reiðhjóll og bíll rákust saman og var hjólreiðamað- urinn fluttur á slysadeild. Morgunblaðið/Svavar Magnússon BÍLARNIR sem lentu í árekstrinum við Ólafsfjörð í fyrrakvöld. Þeir eru báðir taldir ónýtir. Eflingu matvæla- iðnaðar fagnað NYKJÖRIÐ Héraðsráð Eyjafjarð- ar samþykkti bókun, á fyrsta fundi sínum, 11. ágúst, þar sem fagnað er ákvörðun um eflingu matvæla- iðnaðar í Eyjafirði. Ályktunin er svohljóðandi: „Héraðsráð Eyjafjarðar fagnar eindregið samþykkt ríkisstjórnar- innar um eflingu matvælaiðnaðar í Eyjafirði, og þakkar Halldóri Blöndal, landbúnaðarráðherra, forgöngu hans í því máli. Héraðs- ráð Eyjafjarðar bindur miklar von- ir við að með þessari ákvörðun ríkisstjórnarinnar geti orðið þátta- skil í atvinnulífi og framleiðslu- málum á Eyjaijarðarsvæðinu, en leggur jafnframt áherslu á að víð- tækt samstarf verði á milli allra þeirra sem standa að framkvæmd þessa máls.“ BAR OPIÐ: miövikudaga: 20:00 - 01:00 fimmtudaga: 20:00 - 01:00 föstudaga: 20:00 - 03:00 laugardaga: 20:00 - 03:00 sunnudaga: 20:00 -.01:00 S r Maríubakki 22 - opið hús Mjög góð vel skipulögð 4ra herb. íb. á 1. hæð fyrir miðju ásamt aukaherb. í kj. Nýl. eldh., þvottah. í íb. Suðursv. Svefn- álma. Gervihnsjónv. o.fl. Áhv. húsnlán (40 ára) + húsbréf sam- tals 4,3 millj. Hagst. verð aðeins 6.950 þús. Þér er boðið að skoða hjá Ingibjörgu á morgun, laugardag, kl. 14-18. Gimli, fasteignasala, Þórsgötu 26, sími 25099. Gerðhamrar - sérhæð Yfir 150 börn dvöldu á Hólavatni í sumar Árleg kaffisala sumarbúðanna á sunnudaginn 150 fm glæsileg efri sérhæð í tvíbýli ásamt 75 fm bíl- skúr. íbúðin er nánast fullkláruð. 4 góð svefnherbergi, flísalagt baðherbergi og gott þvottahús. Tvöfaldur bíl- skúr. Sér garður, fallegt útsýni. Hagstæð áhvílandi lán. Möguleiki að taka minni eign uppí. Verð 12,8 milljónir. Frekari upplýsingar hjá: HÚSAKAUP fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 52, Rvik, sími 68 28 00. SUMARSTARFI KFUM og KFUK að Hólavatni í Eyjafirði lýkur á sunnudaginn með árlegri kaffi- sölu. Rúmlega 150 börn dvöldu í sumarbúðum félaganna í sumar. Sumarbúðirnar voru fyrst rekn- ar árið 1965 og verður því haldið upp á 30 ára afmæli þeirra næsta sumar. í sumar voru sex dvalar- flokkar fyrir drengi og stúlkur og dvöidu yfir 150 börn á Hólavatni. Sumarbúðastjórar voru hjónin Laufey Gísladóttir kennari og sr. Sigfús Ingvason prestur í Kefla- vík. Miklar framkvæmdir voru við hús og lóð og nú er alveg búið að endurbyggja neðri hæð skál- ans. Mikil uppbygging hefur verið á staðnum og m.a. unnið að skóg- ræktarmálum og gróðursettar 2.000 plöntur í sumar. Árleg kaffisala sumarbúðanna að Hólavatni verður á sunnudag- inn, 21. ágúst, og stendur yfir frá kl. 14.30 til 18.00. Kvennalistakonur á yfirreið um Norður- og Austurland KVENNALISTAKONUR á Norður- landi eystra og Austurlandi verða á ferð um kjördæmin á næstu vikum ásamt þingkonum sínum. Tilgahgur- inn er að hitta sveitastjórnarmenn, fólk úr atvinnumála- og skólanefnd- um og aðra íbúa sveitarfélaganna. Kvennalistakonur fara þessa ferð af áhuga á að kynna sér hvaða mál brenna heitast á fólki um þessar mundir, hvaða uppbygging er í gangi og hvar má ætla að helst sé vaxta- broddur í framleiðslu og atvinnulífi. Kvennalistakonur leggja af stað til Vopnafjarðar á sunnudaginn, 21. ágúst, og^ halda þar opinn fund um kvöldið. Á leiðinni koma þær við í Mývatnssveit og verða í Myllunni í Hótel Reynihlíð kl. 12-14. Á mánudag koma þær við á hesta- mannamóti í Þistilfirðinum og kl. 20.30 um kvöldið verða þær í félags- heimilinu á Þórshöfn. Kvennalista- konur halda síðan til Raufarhafnar á þriðjudagsmorgunm og verða á Hótel Norðurljósi frá kl. 10 tii 12, í stjórnsýslumiðstöðinni Öxi á Kópa- skeri kl. 14-16 og í Skúlagarði kl. 17. Þær enda þessa fyrstu ferð svo með fundi í Snælandi á Húsavík um kvöldið kl. 20. Minna um ber en í fyrra SYSTURNAR í Hjarðarholti, Hulda og Sigríður Árnadætur voru í berjamó á Þelamörk í blíðviðrinu um miðjan dag í gær, er ljósmyndara bar að garði. Þetta var þriðji dagurinn í röð sem þær komu á staðinn í þeim tilgangi að tína ber; tals- vert er af berjum á svæðinu, en þær sögðu þó minna um þau en á sama tíma í fyrra. Hulda er fjær á myndinni en Sigríður nær. Listasumar ’94 Myndlistasýning Listasumar ’94 hefur staðið fyrir myndlistasýn- ingum í verslunarglugga Vöruhúss KEA í göngugöt- únni á Akur- eyri. Þar sýnir nú Sig- urður Árni Sigurðsson. Hann hóf myndlistarnám við Myndlistaskólann á Ak- ureyri en útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla íslands 1987 og hélt þá til framhaldsnáms í Frakk- landi þar sem hann hefur verið búsettur síðan. Sig- urður hefur haldið fjölda einka- og samsýninga bæði hér heima og erlendis. Um þessar mundir stendur yfir sýning á verkum hans á Kjarvalsstöðum og í októ- ber sýnir hann í Listasafn- inu á Akureyri. Morgunblaðið/Bjöm Gíslason

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.