Morgunblaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 11
Nám í Noregi í haust?
LANDIÐ
Háskóli verslunarinnar
hefur pláss
fyrir norræna stúdenta.
Tveggja ára háskólanám
Háskólanám á sviði hagfræði-stjórnsýslu þar sem athyglin
beinist fyrst og fremst að vöruviðskiptum.
Samsvarar 40 punktum í norska menntakerfinu.
Hægt er að hefja nám beint á öðru ári.
Viðbótarár í stjórnun og
alþjóðavæðingu (3. námsárið)
Viðbótarárið er nýtt af nálinni og nýtur stuðnings norskra
Lverslunarfyrirtækja sem bjóða þeim nemendum STYRK sem
Ijúka skólaárinu 94/95. Námið er óhefðbundið, byggir á
raunverulegum aðstæðum og gefur möguleika á dvöl
k erlendis. Inntökukröfur: Viðkomandi verður að hafa
^ staðist að minnsta kosti tveggja ára háskólanám
eða nám á háskólastigi. Takmarkaður fjöldi.
Námið hefst 31. ágúst 1994.
Kennsla fer fram á norsku og ensku.
Hringdu í dag til að fá upplýsingar í síma
90 47 66 90 35 55.
Við erum til húsa í nýju húsnæði í um
20 kílómetra fjarlægð frá Ósló.
KOMPETANSESENTERET VH
VAREHANDELENS H0YSKOLE
Johan Drengsrudsvei 52, P.B. 53,
I37I Asker, Norge.
OMPETANSESENTERET
Aðalfundur Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á Klaustri
- kjarni málsins!
11 ttóliivörimun a götumarkað
1 II
t> ÍdiN g l u n n a r
SLÁ IflHlNN í ÚTSÖLURNAR
Kýniuni l>ri»'
nyju
w —
[JJ vöruui
••
MZaru,
VÍMNNt Ú1Á GÖTU ■ YíRÐIÐ HfflUR »R GU-U mw
- goton min
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
NÝKJÖRIN stjórn SASS ásamt framkvæmdastjóra. Hjörtur Þórarinsson framkvæmdastjóri, Stein-
þór Ingvarsson, Guðmundur Svavarsson, ÓIi Már Aronsson, Ólafía Jakobsdóttir, Bjarni Jónsson,
Sigurður Jónsson og Kristján Einarsson.
A
Olafía Jakobsdóttir formaður
NÝR formaður var kjörinn á aðal-
fundi Samtaka sunnlenskra sveitar-
félaga á Kirkjubæjarklaustri 12. og
13. ágúst, Ólafía Jakobsdóttir Skaft-
árhreppi sem er fyrsta konan til að
gegna því embætti innan samtak-
anna. Óssur Skaprhéðinsson um-
hverfisráðherra, einn gesta fundar-
ins kvaðst fylgjandi því að ríkið að-
stoðaði sveitarfélög við fráveitu-
framkvæmdir.
25 ár eru frá stofnun Samtaka
sunnlenskra sveitarfélaga. Stein-
grímur Ingvarsson fráfarandi for-
maður gat þess í sínu ávarpi að
margt hefði breyst á þessum tíma
og margt sem áður var baráttumál
þætti nú sjálfsagður hlutur.
Á fundinum voru samþykktar
ályktanir þar sem skorað er á heil-
brigðisráðherra að tryggja fjármagn
svo hægd- sé að hefjast handa við
byggingu 2. áfanga Sjúkrahúss Suð-
urlands. Einnig var skorað á heil-
brigðisyfirvöld að bæta sjúkrahúsinu
þann niðurskurð sem átt hefur sér
stað undanfarin ár og bitnar á þjón-
ustu við sunnlenska íbúa.
í ályktun til umhverfisráðherra
var fagnað vinnu við að undirbúa
úrbætur í frárennslismálum og bent
á að átak í þeim efnum væri mikil-
vægt fyrir matvælaframleiðsluhérað
eins og Suðurland. Fagnað var þeim
skilningi ráðherra á fundinum að
aðstoða þyrfti sveitarfélög sem losa
þyrftu frárennsli á viðkvæmum stöð-
um og á nauðsyn þess að ríkissjóður
aðstoði þau við úrbætur. Þá var þess
óskað að virðisaukaskattur af efni
og vinnu við fráveitur yrði felldur
niður. í annarri ályktun í mála-
flokknum var bent á nauðsyn þess
að fram fari heildarkönnun varðandi
neysluvatnsgæði, fráveitur, sorp-
hirðu og förgun úrgangs.
Aðalfundur SASS styður þau
áform að flytja rekstur grunnskóla
til sveitarfélaga en í ályktun þess
efnis var áhersla lögð á að sveitar-
félögunum verði tryggðar tekjur til
að sinna verkefninu. Einnig að
ganga þyrfti frá réttindamálum
starfsmanna grunnskólans áður en
yfirfærslan ætti sér stað. Þá var
hvatt til aukinnar samvinnu á sviði
skólamála og að stjórn SASS mótaði
tiilögur að samstarfi sveitarfélaga
og verksviði fræðsluráðs.
„Það er góð tilfmning að vera
kosin sem formaður samtakanna.
Þetta tekur undir baráttu kvenna
að láta að sér kveða. Eg er mikill
stuðningsmaður jafnréttis kynjanna
og hef mikinn áhuga á umhverfis-
og ferðamálum en skólamálin verða
aðalverkefni samtakanna fram á
næsta ár,“ sagði Ólafía Jakobsdóttir
nýkjörinn formaður SASS. Með
henni í stjórn eru Sigurður Jónsson,
Selfossi, Kristján Einarsson, Sel-
fossi, Bjarni Jónsson, Ölfushreppi,
Guðmundur Svavarsson, Hvolsveili
og Steinþór Ingvarsson, Gnúpvetja-
hreppi.