Morgunblaðið - 19.08.1994, Side 15

Morgunblaðið - 19.08.1994, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. ÁGÚST 1994 15 VIÐSKIPTI GSM-farsímakerfíð * Oánægja með verð- lagningu „ERLENDIS eru GSM-símtækin niðurgreidd gegn notkunarsamn- ingum, og kosta því aðeins brot af því sem þau kosta hérlendis. Á móti er ódýrara að tala í símana hér,“ sagði Kristján Gíslason stjómarformaður íslenskra fjar- skipta í samtali við Morgunblaðið. „Við erum ósáttir við að fyrirkomu- lag þessara hluta sé öðruvísi hér- lendis, því fólk kvartar við okkur að álagning sé of há, þar sem tækin eru dýr miðað við það sem það sér erlendis. Póstur og sími hefur hins vegar ekki viljað taka þessa gagnrýni til greina, enda er þeim hrósað fyrir að hafa ódýr sím- gjöld.“ Kristján telur að þetta leiði til þess að margir hafi hug á að kaupa símtæki erlendis, þótt slíkt sé illmögulegt án þess að gera notkunarsamning í viðkomandi landi. Notendur erlendis betur settir Morgunblaðið birti í gær saman- burð á símgjöldum í GSM-kerfum víða í Evrópu, þar sem fram kom að ódýrast er að tala í símana hérlendis. „Menn verða hins vegar að taka tillit til þess, að víða erlend- is eru tækin allt að því gefins, að því gefnu að menn skrifi undir notkunarsamning til ákveðins tíma,“ sagði Kristján. „Við verðum að laga okkur að því viðskiptaum- hverfi sem við búum við, hvort sem okkur líkar betur eða ver.“ Að- spurður sagðist hann telja notend- ur erlendis betur setta en eigendur GSM-síma hérlendis, þar sem fjár- festingarkostnaður væri lægri, og þeir gætu stjórnað kostnaðinum sjálfir með því hversu mikið þeir notuðu tækin. „Póstur og sími virð- ist hins vegar ekki taka þessi sjón- armið gild, sem stafar eflaust af því að hérlendis ríkir ekki sam- keppni á þessu sviði líkt og gerist víðast erlendis.“ Póstur og sími: óeðlilegir viðskiptahættir Haraldur Sigurðsson hjá Pósti og síma segir, að niðurgreiðslur símtækja eins og þær tíðkast er- lendis séu óeðlilegir viðskiptahætt- ir. „Samkeppnisráð í Danmörku bannaði þetta fyrirkomulag þar. Er til samanburðar hægt að ætlast til þess að Skeljungur greiði niður bíla fyrir fólk gegn því að það kaupi hjá þeim bensín? Við sjáum ekki rök fyrir því að hækka gjald- ið í símkerfinu til að greiða söluað- ilum símtækja út í bæ sem eru okkur óviðkomandi, þótt slíkt tíðk- ist erlendis," sagði Haraldur. Hann sagðist aðspurður ekki geta útilok- að að fyrirkomulaginu yrði breytt kæmi til uppsetningar einkarekins GSM-kerfis til viðbótar kerfi Pósts og síma, ef rekstraraðilar slíks kerfis myndu greiða niður tæki. „Ef samkeppnisaðilar færu að nota svipaða óeðlilega viðskiptahætti og þekkjast í þessari grein erlendis gætum við illa haldið að okkur höndum," sagði Haraldur. Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem glöddu mig á áttrœðisafmœlinu, 2. ágúst sl., meÖ heim- sóknum, gjöfum og kveðjum. Sérstaklega þakka ég fjölskyldu minni fyrir ógleymanlegan dag. Ella Halldórsdóttir. KONUR TAKIÐ EFTIR! Kynning á snyrtivörum verður í Hraunbergsapóteki, Hraunbergi 4, efra Breiðholti, í dag frá kl. 1 2-17. 10% kynningarafsláttur. Opið alla helgina til kl. 23.00. HRAUNBERGSAPÓTEK, Hraunbergi 4, sími 74970. 91-884422 og við sendum þér bæklinginn um hæl gegn 350 kr. greiðslu. ^ Skólinn er að byrja Frábær skólafatnaður á börnin í miklu úrvali. H&M Rowells I Húsi verslunarínnar Þúsundir íslendinga þekkja gæði fatnaðarins frá Hennes & Mauritz. Þeir vita að í Hennes & Mauritz fá þeir fallegan og góðan fatnað á dömur, herra og börn á mjög hagstæðu verði. Verslun okkar er í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7. ► Póstverslun Hennes & Mauritz Náðu þér í nýja haust- og vetrarbæklinginn frá H&M Rowells. 300 blaðsíður af fallegum fatnaði. Hringdu í síma ► FJOLSKYLDUNNH m RCWELLS UTSALA10-60 o Opið lausardac kl. 10-16. oAFSL. SPORTBÚÐIN Ármúla 40.Símar 813555 og 813655

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.